Morgunblaðið - 21.02.1985, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1985
43
Harry og sonur.
Vandræðin með Harry
Kvíkmyndír
Sæbjörn Valdimarsson
Háskólabíó: Harry og sonur
(Harry and Son) ★★
Leikstjóri: Paul Newman.
Framleiðandi: Newman.
Ilandrit: Newman og Ronald L.
Buck, byggt á skáldsögunni A Lost
King, e. Raymond DeCapite.
Kvikmyndataka, í Technicolor:
Donald McAlpine.
Klipping: Dede Allen.
Tónlist: Henry Mancini.
Frumsýnd fyrri hluta árs 1984.
Sýningartími: 117 mín.
Bandarísk, frá Orion.
Nýjasta mynd Pauls Newman,
þar sem hann reyndar er allt í
öllu; framleiðandi, leikstjóri,
handritshöfundar að hluta, og
aðalleikari, er hægfara, leik-
sviðslegt verk um tilfinninga-
tengsl föður og sonar.
Sonurinn, Howard, (Robby
Benson), hefur miklar áhyggjur
af föður sínum, Harry, (Paul
Newman), sem er kominn á sex-
tugsaldur, er orðinn heilsuveill
og þess vegna rekinn úr vinnu í
upphafi myndarinnar. Móðirin
er látin fyrir tveimur árum og
syrgir Harry hana enn. Hann er
einþykkur þverhaus í harðri skel
með neikvæðar skoðanir á flest-
um hlutum.
Howard er algjör mótsögn
föður síns á flestum sviðum.
Kátur og blíður, vill öllum gott
gera og má ekkert aumt sjá. Síð-
an gengur Harry og sonur að
mestu leyti út á þá ætlun How-
ards að opna augu föður síns
fyrir hinum skemmtilegri hlið-
um tilverunnar, fá hann til að
njóta hennar. Brjóta utanaf hon-
um skelina.
Þetta er notaleg og hjartahlý
mynd en langdregin og jaðrar
við væmni á stöku stað. Hefur
greinilega ekki orðið sú vegtylla
á glæsilegri framabraut New-
mans, sem hann hefur ætlað.
Hann getur sjálfum sér um
kennt, einkum og sér í lagi hvað
leikstjórnina snertir, sem er
máttlaus. Sýndi hann þó í mynd-
unum Rachel, Rachel og Never
Give an Inch, að hann kann vel til
verka bak við myndavélina. Hér
skortir nefnilega mikið uppá að
hraðanum og spennunni sé hald-
ið fullnægjandi út myndina sem
að auki er of kaflaskipt.
En leikarinn Newman stendur
fyrir sínu, nú sem endranær. Það
hefur verið einkar ánægjulegt að
fylgjast með glæsilegum ferli
hans í gegnum tíðina. Gallinn er
hinsvegar sá að Newman passar
ekki nógu vel í hlutverk Harrys.
Þótt Newman standi reyndar á
sextugu — og sé því í rauninni
eldri en Harry — lítur hann eng-
an veginn út fyrir að vera erfið-
ismaður á sextugsaldri. Þrátt
fyrir gráu hárin og aldursárin er
gamalkunni, bláeygði unggæð-
issjarminn enn fyrir hendi.
Benson er einstaklega geð-
þekkur leikari og smellur inn í
hlutverk Howards. Hjálpar
myndinni mikið. Joanne Wood-
ward fer með aukahlutverk af
alkunnum skörungsskap, sömu-
leiðis Wilford Brimley og gaman
er að sjá gamla, góða Ossie Dav-
is, (The Hill).
Harry og sonur lítur laglega út,
kvikmyndatakan góð, eftir-
minnileg í upphafsatriðinu,
hljóðupptaka og tæknivinna eins
og best verður á kosið. Hins veg-
ar hefði hún tvímælalaust orðið
mun trúverðugri ef ellilegri og
sjúskaðri leikari en Newman
hefði farið með hlutverk Harrys
og allmörg hliðarplott hefluð af.
Hljómleikar í
Mývatnssveit
ANNA Áslaug Ragnarsdóttir pí-
anóleikari heldur hljómleika í
Skjólbrekku, Mývatnssveit,
sunnudaginn 24. febrúar nk. kl.
15.00.
Á efnisskránni eru m.a. verk
eftir Scarlatti, Haydn, Chopin,
sónatan Pathétique eftir Beet-
hoven og fimm prelúdíur eftir
Hjálmar Ragnarsson.
Hafsjor
góöra
rétta
X
s
§
s
Veitingastaðurinn Trillan í Armúla 34
er ekki aðeins frábær hamborgarastaður,
þér býðst líka úrval annarra smárétta.
Samlokur, kjúklingar, kínverskar pönnukökur
og fískurinn....
Komdu um borð og smakkaðu hjá okkur.
Við bjóðum uppá góðan mat og ódýran.
Opið mánudaga - miðvikudaga til kl. 22
en fimmtudaga - sunnudaga til kl. 03.
Trillan — tilvalinn fjölskyldustaður.
Ármúla 34 — Sími 31381
^Artline B/ILL2000M
<&*= — ^ Artllne Ball 2000M Kúlutússpennl
% með stáloddl sem þollr álagið.
B Endlngargóður hversdagspennl
■ sem á engan sinn líka. Hægt
m að velja um 4 liti. Fæstíflestum
bóka- og rltfangaverslunum.