Morgunblaðið - 21.02.1985, Síða 44

Morgunblaðið - 21.02.1985, Síða 44
MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1985 44[ 347 reið- hross flutt út í fyrra — 116 fleiri en 1983 Á SÍÐASTLIÐNU ári voru flutt út alls 347 reiðhross og er það talsvert meira en verið hefur síðustu ár. Út voru fluttir 259 geldingar, 80 hryssur og 8 undaneldishestar. Að auki voru flutt út 590 hross til slátrunar í Belgíu. í skýrslu Gunnars Bjarnasonar, hrossaútflutningsráðunautar, til Búnaðarþings kemur fram að á sl. 39 árum, eða á árunum 1946—84, voru flutt út 14.897 hross, eða 382 hross á ári að meðaltali. Útflutn- ingurinn var mestur á árinu 1969, þegar rúmlega 2 þúsund hross voru seld úr landi en þetta ár var mikil sala á ótömdum og fylfullum hryssum til Svíþjóðar og Dan- merkur. Einnig var mikið flutt út á árinum 1972 og 73, þá voru flutt út rúmlega þúsund hross hvort ár, mikið af því folöld. Á árunum 1974—78 voru flutt út 4—500 hross á ári en 1979 fer olíukreppunnar að gæta og á síð- ustu árum hafa 2—300 hross verið flutt út á ári. 1983 voru flutt út 231 hross og var því á sl. ári flutt út 116 hrossum meira en árið á undan. Góðar stundir með MS sam- lokum ^hvar oghveneer sem er. Mjólkursamsalan ,, Auð valdsskipulagið er eina efnahagsskipulagið, sem gert hefur þjóðir ríkar“ í nýútkomnu Stúdentablaði er birt viðtal við dr. Benjamín H.J. Kiríksson. Kristinn Jens Sigurþórsson, ritstjóri Stúd- entablaðsins, og dr. Benjamín hafa veitt Morgunblaðinu heimild til að birta þetta viðtal og fer það hér á eftir með formála Stúdentablaösins. Á árunum 1947 til 1950 glímdi stjórn Sjálfstæðisflokks, Alþýðu- flokks og Framsóknarflokks við mikla efnahagserfiðleika. Gjald- eyrisinnistæður þjóðarinnar voru uppurnar og hækkun verðlags og kaupgjalds var mikil. Reynt var að grípa til hinna margvíslegustu ráðstafana, svo sem að draga úr innflutningi með hækkun aðflutn- ingsgjalda og skömmtun neyslu- varnings. Þá þurfti ríkissjóður einnig að greiða háar uppbætur á sjávarafurðir til að koma í veg fyrir stöðvun útflutningsfram- leiðslunnar. Vorið 1949 þótti síga allveru- lega á ógæfuhliðina vegna mikilla kauphækkana sem höfðu í för með sér aukna verðbólgu. Þetta sama vor var Bjarni Benedikts- son, þáverandi utanríkisráðherra, staddur í Washington á vegum ríkisstjórnarinnar. Þar hitti hann að máli dr. Benjamín H.J. Ei- ríksson, en hann var á þessum tíma starfsmaður Alþjóðagjald- eyrissjóðsins. Bjarni bar það upp við dr. Benjamín hvort hann væri ekki fáanlegur til að koma hingað til iands í því skyni að athuga ís- lensk efnahagsmál og vinna að tillögugerð til ríkisstjórnarinnar um hugsanleg úrræði varðandi þau. Dr. Benjamín fékk síðan þriggja mánaða leyfi frá störfum sínum hjá sjóðnum og kom hingað til lands um sumarið til að sinna þessu verkefni. Það ætti að vera óþarfi að kynna dr. Benjamín fyrir flestum íslendingum því þeir sem komnir eru til vits og ára þekkja sögu hans. Hann fór ungur utan til náms og nam hagfræði, bók- menntir og slavnesk mál við há- skóla í Berlín, Moskvu og Stokk- hólmi á árunum 1932—1938, en síðan hélt hann til framhalds- náms í Bandaríkjunum á 5. ára tugnum. Hann lauk Ph.d.-gráðu í hagfræði frá Harvard-háskóla ár- ið 1946 og gerðist þá starfsmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Árið 1951 var hann gerður að ráðunaut íslensku ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum og fluttist hann þá hingað til lands. Við stofnun Framkvæmdabankans árið 1953 var hann gerður að bankastjóra hans og gegndi hann þeirri stöðu þar til árið 1965, er hann lét af störfum. Stúdentablaðinu þótti tilhlýði- legt að hitta þennan hámenntaða hagfræðing að máli og spyrja hann að einu og öðru varðandi efnahagsmál. Því þótt hann hafi ekki haft sig mikið í frammi á þeim vettvangi á síðustu árum er vitað að hann hefur ýmislegt til málanna að leggja. Dr. Benjamín tók því ákaflega vel þegar Stúdentablaðið leitaði til hans og bar þessa bón upp við hann og kvað hann spyrilinn vel- kominn. Það leið því ekki á löngu þar til haldið var á fund dr. Benjarams á hcimili hans í Reykjavik. Gott. kvöld, bauð dr. Beirjamír um leið og hann opnaði hurðina fyrir gestinum. Þú verður að af- saka óreiðuna hér í kringum gluggana en það vill þannig til að ég var að hjálpa konunni minni að koma upp gardínum fyrir afmælið hennar, en hún á afmæli 13. des- ember og er því Lúsía. Ég hef ver- ið svo lánsamur að margir sam- fylgdarmanna minna í lífinu hafa verið dýrlingar. Gestinum var síðan vísað til sætis og boðið kaffi og sætabrauð að gömlum góðum íslenskum sið. Stúdentablaðið: Þín fyrstu af- skipti af íslenskum efnahagsmál- um voru árið 1949 þegar þáver- andi ríkisstjórn fékk þig til að koma hingað til lands og vinna að tillögum um hugsanleg úrræði í efnahagsmálum fyrir þjóðina. Hvernig var ástandið hér á þess- um tíma og hverjar voru tillögur þinar? Benjamín: Með kreppunni miklu sem hófst árið 1930 skapað- ist hér grundvöllur fyrir víðtækan haftabúskap. Með honum þróaðist hugmyndakerfi sem kalla má trúna á höftin. Menn sannfærðust um að hér myndi ekki þróast efnahagslíf öðruvísi en með höft- um á sviði viðskipta. Helstu höft þá voru gjaldeyrishöft og höft á innflutningsversluninni. Seinna komu höft á framkvæmdir, svo sem byggingaframkvæmdir. Út- flutningur var snemma háður leyfum. Þótt hinn mikli gjaldeyr- isforði sem myndaðist í stríðinu gerði ríkisstjórninni kleift að rýmka um alla verslun og fram- kvæmdir þá varð sú rýmkun inn- an skömmtunarkerfisins sem í gildi var. Það nægir að minna á, að þegar fór að sneyðast um er- lenda gjaldeyrinn, þá breytti al- menningur nafni Fjárhagsráðs í Fjáransráð, einkum vegna þess hve höftin Iömuðu framtak manna. Tillögur mínar miðuðu að því að afnema haftakerfið, búa í hag- inn fyrir frjálsara atvinnulíf sem stjórnað væri á óbeinan hátt, þ.e. með viðeigandi ráðstöfunum á sviði peningamála og fjármála. Á þeim grundvelli mætti vænta miklu meiri og heilbrigðari fram- fara í atvinnulífinu. Höftin lögðu bönd á allt framtak. Ég var sann- færður um að einstaka ráðstafan- ir í efnahagsmálum væru til- gangslitlar, í hæsta lagi tjaldað til einnar nætur með þeim, eitt- hvað meira yrði að koma til. í reynd beindist greinargerð mín nú fyrst og fremst að því að hafa áhrif á hugsunarhátt stjórn- málaforingjanna. Nokkru eftir að ég skilaði álitsgerðinni sagði stjórn Stefáns Jóhanns af sér, kosið var seint um haustið og við tók minnihlutastjórn sjálfstæð- ismanna, sem í voru einungis fimm menn. Stúdentabiaðið: Hvernig var greinargerð þinni um ástandið og tillögum tekið? Benjamín: Ég æt.ti kannski aö byrja á þvr að svara þessari spurningu með þvi aö segja, að stjórnnrálamennirmr voru sumir ekki vel ánægðir með skýrsluna í fyrstu. Fannst hún of hörð gagn- rýni á fyrri stefnu þeirra. En það jafnaðist. Þegar stjórn Sjálfstæðisflokks- ins lagði svo tillögurnar fyrir Al- þingi í formi frumvarps sem við Ólafur Björnsson höfðum samið, þá sat allt fast, því hún var minnihlutastjórn. Við tók margra vikna þóf um tillögurnar og myndun nýrrar stjórnar. Niður- staðan varð sú að Sjálfstæðis- flokkur og Framsóknarflokkur mynduðu stjórn og frumvarpið varð að lögum nokkuð breytt. Það er tiltölulega auðvelt fyrir hagfræðing með fastmótaðar skoðanir að setja fram fullkomið kerfi ráðstafana sem myndu, að hans hyggju, ef framkvæmdar, skila ágætum árangri. Ég hefi hins vegar verið þeirrar skoðunar að stjórnmálaforingjum væri lítið gagn í ráðgjöf af því tagi, væru tillögurnar óframkvæmanlegar. Slíkt myndi óhjákvæmilega leiða til þess að þeir misstu völdin. Ætti að vera eitthvert gagn í sérmenntuðum ráðgjafa á þessu sviði, þá yrði hann að hafa ein- hvern skilning á stjórnmálum, skilning á því hvað væri fram- kvæmanlegt, skilning á þáttum valdabaráttunnar. Tillögurnar, eins og þær lágu fyrir í frumvarpinu, voru alls ekki ær sem ég hefði helst óskað mér. tillögunum var málum miðlað þannig að gengislækkunin yrði framkvæmanleg og skilaði lág- marks jákvæðum árangri. Geng- islækkunina varð að hafa þá minnstu sem hægt var að komast af með og kauphækkanirnar þær mestu sem hægt yrði að ráða við. Stjórnmálaforingjarnir reyndu að láta líta svo út sem nú væri varanleg lausn fundin á efna- hagsmálum þjóðarinnar. Mér var fullljóst að stjórnmálamönnum og þjóðinni yrði mest gagn af starfi mínu, ef ég segði sem minnst um þá hlið málanna. Hin nýju vandamál yrðu menn svo að glíma við þegar þau kæmu. Den dag, den sorg. Versta áfallið var aflabresturinn hjá bátaflotanum. Stúdentablaðið: Saga íslenskra efnahagsmála er að mörgu leyti mjög samofin sögu og kröfum launþegasamtakanna, og þá sér- staklega verkalýðsfélaganna. í því sambandi nægir að nefna aðgerð- ir Dagsbrúnar og annarra verka- lýðsfélaga árið 1955, en þá stóðu verkföll í um fimm vikur, og kröfugerð verkalýðsfélaganna ár- ið 1977, þegar hinir frægu sól- stöðusamningar voru gerðir. Segja má að launþegasamtökin hafi sett fram svipaðar kröfur núna, nema hvað ekki var farið fram á eins mikla hlutfallshækk- un og fyrir sjö árum. Hefur bar- átta launþegasamtakanna fært launafólki einhverjar raunveru- legar kjarabætur í gegnum tíð- ina? Benjamín: Raunverulegar kjarabætur byggjast á auknum afköstum, aukinni framleiðni. Þar sem kaupgjaldsbarát.ta. eins og hún er nú háð hér á íslandi. dreg- ur augljóslega úr efnahagslegum framförum og hindrar heilbrigða þróun efnahagslífsins, þá dregur hún stóriega úr ölhifn kjarabót- um Kjarabaráttan fyrst og fremst, en einnig byggðastefnan, hafa því miður þau óheillavænlegu áhrif, að fjármagninu er oft stýrt inn á rangar brautir. Það má líkja at- vinnulífinu við gæs sem verpir gulleggjum. Verðbólguberserkirn- ir eru menn sem horfa á gulleggin og sjá að þau koma úr gæsinni. Með því að vera nógu harðhentur við gæsina ætla þeir að kreista úr henni fleiri gullegg. Ráðið er hins vegar að fara vel með gæsina i stað þess að láta hana mæta hörðu. Stúdentablaðið: Stöðugleiki efnahagslífsins hlýtur að vera ein megin forsenda þess að gæsin verpi fleiri eggjum. Hvað er helst til ráða til að auka stöðugleika efnahagslífsins? Benjamín: í íslensku atvinnulífi eru margir óvissuþættir og margt sem veldur sveiflum og tröppu- gangi, fleira en hjá flestum þjóð- um. Það allra besta sem þjóðin gæti sjálf gert, til að skapa- stöð- ugleika, að svo miklu leyti sem hans er að vænta, er það að auka stöðugleika í kaupgjaidsmálum. Stöðugleiki í þeim málum væri mikil himnasending. Jafnvel þótt engar umtalsverðar kaupgjalds- breytingar yrðu um lengri tíma, myndi vaxandi velmegun samt skila sér til launþeganna á marg- an hátt, fyrst og fremst með lækkandi verðlagi nauðsynja, krónan færi hækkandi við núver- andi aðstæður vegna verðbólgu í öðrum löndum, verðlag á inn- flutningi lækkandi. Allar verkleg- ar framkvæmdir myndu byggja á miklu raunhæfara mati en nú, þegar allt er á hverfanda hveli. Allt fjármagn myndi skila sér betur vegna skynsamlegri nýt- ingar. Félagslegar umbætur yrðu raunhæfari, og auðveldari að vega og meta. Ég hef oft hugsað um það að hófsemi launþegasamtakanna, þrátt fyrir ofsafenginn áróður hinna fáu kommúnista, réði mestu um það að þjóðin slapp ekki verr en hún gerði undan hin- um miklu áföllum kreppuáranna upp úr 1930. Stúdentablaðið: Þú hefur sagt að áhrif verkalýðsfélaga geti allt eins verið neikvæð eins og já- kvæð. Hvernig getur starfsemi þeirra verið neikvæð, þar sem þau eru ætíð að berjast fyrir því sem jákvætt er, þ.e. bættum kjörum félagsmanna sinna? Benjamín: Það er rétt að þau segjast vera að berjast fyrir bætt- um kjörum, en þeirra hugmyndir eru að ganga sem næst gæsinni og beita hana harðræði, án þess þó að snúa hana úr hálsliðnum. Ég hef lengi verið þeirrar skoð- unar að æskilegasta og eðlilegasta fyrirkomulagið sé það, að at- vinnurekendur stjórni atvinnu- fyrirtækjum en stjórnmálamenn- irnir þjóðfélaginu. Þessir stjórn- málamenn sem ég er að tala um hljóta að vera fulltrúar almenn- ings, þ.e. fyrst. og fremst alþýð- unnar, sem landið byggir, við lýð- ræðislegt stjórnarfar eins og hjá oss. Þeir eiga að hjálpa atvinnu- rekendum, því á þeim velta at- vinnumöguleikar launþeganna. Að ætlast ti! þess að foringjar al-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.