Morgunblaðið - 21.02.1985, Page 59

Morgunblaðið - 21.02.1985, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1985 59 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11-12 FRÁ MANUDEGI TIL FÖSTUDAGS he umuim-um'ú tr Framtíðarflugvöll í nágrenni borgarinnar Árni SigurOsson sundkappi hefur að mati bréfritara unnið til titilsins íþróttamaður ársins í Vestmannaeyj- um en Guðlaug Friðþórsson setti að heiðra sem hetju ársins í Eyjum. Arni íþrótta- maður, Guð- laugur hetja Sigga í Bandaríkjunum skrif- ar: Kæri Velvakandi. Ég var að lesa Velvakanda 27. janúar og þar var kona sem þótti val Arna Sigurðssonar sundkappa sem íþróttamanns Vestmannaeyja ekki nógu gott. Árni á að mínu mati heiður- inn skilinn. Ég er nágranni hans hérna úti og hann stend- ur sig alveg með sóma. Hann æfir sundið af krafti, er hér í háskóla og vinnur með. Guðlaugur átti hins vegar skilið að verða heiðraður sem hetja Vestmannaeyja 1984. sögðust þeir semja sum laga sinna, en ekki öll. Það var ekkert spurt um lögin sem spiluð voru í sjónvarpinu og því var því hvergi haldið fram að lagið væri eftir hljómsveitarmeð- limina sjálfa. Lagaákvæði um notkun bflbelta Annar ökumaður hringdi: Fyrir stuttu kvartaði ökumaður yfir því að setja ætti lög um notk- un bilbelta. Því vil ég benda ökumanninum á það að sjálfsákvörðunarréttur- inn fer nú fyrir lítið þegar hann er dreginn slasaður og sundurskor- inn út úr bílflaki og hjúkrað og læknaður á kostnað ríkisins. Þess vegna ef ríkið getur komið í veg fyrir svona hluti þá á að gera það með lagaboði. Hvað varðar tóbak og áfengi þá finnst mér þurfa að stórefla og auka fræðslu í því efni. Þar tel ég að boð og bönn gangi ekki. Reykvíkingur skrifar: Ég get ekki dulið undrun mína á að menn skuli vera að tala um að hlúa að flugvelli inni í miðri borg og að hann verði að standa af þvi hann var byggður þarna á stríðs- árunum. Er verið að hugsa um vel- ferð hins almenna borgara í Reykjavík? Eg kaus borgarstjórann minn hér í Reykjavík í siðustu borgar- stjórnarkosningum og ég treysti því ásamt svo ótal mörgum öðrum sjálfstæðismönnum og Reykvík- ingum sem ég hef átt tal við um þessi mál, að hann endurskoði af- Bogga skrifar: Heldur þótti mér þau ómakleg skrif Brynjars Helga Brynjólfs- sonar um mig í Velvakanda sl. þriðjudag. Þó að ég telji mig nú hafna yfir það að vera að eltast við að svara kjánalegum ásökun- um unglinga þá má ég til með að svara pilti, þó ekki væri nema til þess eins að verja heiður söngkon- unnar Sade. Annars furða ég mig á því hve mjög skrif mín hafa farið fyrir brjóstið á vininum, það skyldi þó aldrei vera að hann hræðist það að dagar þungarokksins séu taldir og að bréfaskrif mín gætu orðið þess valdandi að umsjónarmenn Skon- rokks fari að taka málið til athug- unar og jafnvel setja þungarokkið út af dagskrá ... Annars er gaman að slíkum peyjum sem látast vera sérfróðir um tónlistarmenn og tónlistar- stefnur en upp úr kafinu kemur að þeir vita vart mun á djassi og diskótónlist. Brynjari til frekari upplýsingar vil ég benda honum góðfúslega á að ég hef „pælt“ í David Bowie í 12 ár og þykist þekkja sögu hans og þróun tónlist- arinnar inn og út. Gaman væri að vita hvort að hetjan Brynjar gæti rekið mig á gat í þeim efnum. Þá vil ég benda Brynjari á að það er langt frá því að vera trú mín að gæði tónlistar fari eftir útliti við- komandi tónlistarmanns, heldur sagði ég í bréfinu að það sakaði heldur ekki að Sade væri mikið augnayndi. (Það þarf enginn að segja mér annað en að þungarokk- urum þyki síða faxið á þunga- rokkshljómsveitarmeðlimum til prýði.) Enda mun Bowie karlinn seint teljast fríður af almenningi þó að ég sé á allt annarri skoðun. Og varla geta þeir kappar í Stranglers, Talking Heads og U2 talist neitt augnayndi þó að þeir séu hver um sig frábærir tónlist- stöðu sína í þessu máli í sambandi við að hafa flugvöllinn þar sem hann er staðsettur nú. Og jafn- framt að hann láti fara fram nákvæma könnun á öðrum svæð- um í nágrenni borgarinnar þar sem við gætum komið okkur upp framtíðarflugvelli. Ég vil að lokum þakka þing- manni okkar Reykvíkinga, Albert Guðmundssyni, fyrir hans þátt í þessu máli og honum er ég mjög sammála. Er þetta ekki í fyrsta skipti sem hann tekur slíka af- stöðu þegar um hinn almenna borgara er að ræða hér í Reykja- vík. armenn og í miklu uppáhaldi hjá mér. Að lokum þætti mér vænt um að vita ástæðu þess að Brynjar kallar mig diskópíu og ekki fæ ég betur séð en ég sé orðinn málsvari fyrir alla diskóunnendur á íslandi, af bréfi hans að dæma! Varla er Bowie diskókarl og eitt er víst að það er hún Sade ekki heldur. Það skyldi þó aldrei vera að Brynjar hafi aldrei hlustað á tónlist þeirra og standi í þeirri vafasömu trú að þau flytji bæði diskótónlist? Sé svo í pottinn búið sem mig grunar þá verða skrif Brynjars mér til höfuðs enn ómaklegri en áður. Því þá einungis er vert að deila á eitthvað hafi maður haldbær rök fyrir máli sínu. Og Brynjar, hvað komu smjatt- pattarnir málinu við? Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til aó skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til fostudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þátt- arins, þó að höfundar óski nafn- leyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. David Bowie. Bogga er óánægð með það að vera kölluð „diskópía" fyrir það að hafa miklar mætur á honum og Sade. Flytja hvorugt diskótónlist Veriö velkomin. ópavogsbúáf athugið! Við bjóðum alla almenna hársnyrtingu svo sem Permanent, klippingu, lagningu, hárþvott, litun, þlástur, stripur, skol, djúpnæringu o.s.frv. Opið fra kl. 9—18 á virkum dögum og kl. 9—12 á laugardögum. Pantanir teknar í síma 40369. HÁRGREIÐSLUSTOFAN ÞINGHÓLSBRAUT 19. Notaður Citroén næst besti kosturinn Árg. Ekinn Verö Citroön CX Reflex 1982 28 þús. km. 430.000 Citroön GSA X3 1982 28 þús. km. 280.000 Citroön GSA Pallas 1982 33 þús. km. 280.000 Citroön GSA Pallas 1982 38 þús. km. 270.000 Citroön GSA Pallas 1982 35 þús. km. 270.000 Citroön GSA Pallas 1981 64 þús. km. 210.000 Citroön GSA Pallas 1980 78 þús. km. 180.000 Opið laugardaga kl. 2—5.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.