Morgunblaðið - 21.02.1985, Qupperneq 60
60
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1985
íslandsgangan
á skíðum 1985
A HAUSTÞINGI SKÍ sem haldiö var á Egilsatöðum 9,—11. nóv. sl.
var ákveðió að koma á allt að 5 trimmgöngum fyrir almennings
sem kölluöust einu nafni fslandsgangan og vœri hver þeirra
a.m.k. 20 km aö lengd.
Ákveðið var aö mót þessi færu
fram á eftirtöldum stööum árið
1985.
16.2. á Egilsstöðum, Skógar-
gangan 20 km,
9.3. á Akureyri, Lambagangan 20
km,
23.3. í Reykjavík, Þingvallagang-
an 42 km,
13.4. á ólafsfiröi, Lava Loppet
10-20-40 km,
4.5. á ísafiröi, Fossavatnsgang-
an, 24 km.
Þátttaka í islandsgöngunni
gefur stig og eru þau reiknuö út
eftir röð keppenda í hverju
göngumóti fyrir sig skv. reglu-
gerö SKÍ um stigaútreikning í
göngu. Samanlögö stig þátttak-
enda úr þrem þessara göngu-
móta ráöa úrslitum um röö hans
í islandsgöngunni.
Sigurvegari hlýtur íslandsbik-
arinn sem er farandgriþur en auk
þess skulu verölaun veitt fyrir
þrjú efstu sæti í eftirtöldum
flokkum:
Konur 17—34 ára.
Konur 35 ára og eldri.
Karlar 17—34 ára.
Karlar 35 ára og eldri.
Þátttökutilkynningar skal
senda til viökomandi skíöaráöa.
Fréttatilkynning
• Skíðaganga hefur átt vaxandi vinaældum að fagna hér á landi
á undanförnum árum. Jafnt ungir sem aldnir geta haft mikla
ánægju og heilsubót af skíöagöngu.
REGLUR varðandi fslandsgönguna á skíöum.
1. Keppnin heitir íslandsgangan.
2. Keppnin er fólgin í þátttöku í allt að fimm sjálfstæðum almenn-
ingsgöngum á skíöum á sama vetri.
3. Stig þátttakenda eru reiknuð eftír röð í hverju göngumóti
samkv. reglugerð SKÍ um stigaútreikning í göngu. Samanlögö stig
þriggja bestu mótanna ráöa úrslitum í íslandsgöngunni.
4. Verðlaun í íslandsgöngunni skulu veitt hér fyrir þrjú efstu sæti í
eftirtöldum flokkum:
Konur: 17—34 ára
35 ára og eldri.
Karlar: 17—34 ára.
35 ára og eldri.
5. Stefnt skalt að því aö mótin fari fram sem víöast um landið og
eru þau nú þessi:
1. Skógargangan Egilsstöðum 25 km.
2. Lambagangan Akureyri 20 km.
3. Þingvallaganaan Reykjavík 42 km.
4. Lava Loppet Olafsfirði 10—20—40 km.
5. Fossavatnsganga ísafiröi 24 km.
Lágmarks vegalengd hvers móts til útreiknings v/íslandsbik-
arsins sé a.m.k. 20 km. SKÍ getur þó veitt undanþágu frá þessu
ef ástæða þykir til.
6. Trimmnefnd SKf er framkvæmdaaðili fslandsgöngunnar. (Veitir
almennar upplýsingar um keppnina, auglýsir hana og birtir
úrslit.)
7. Framkvæmdaaöilar hvers göngumóts fyrir sig auglýsa það og
birta úrslit í fjölmiðlum og tilkynna þau skriflega til Trimm-
nefndar SKÍ innan viku.
8. Þátttakendur greiða þátttökugjald fyrir hvert göngumót
fslandsgöngunnar og rennur hluti þess til SKÍ.
9. Leitast skal við aö reglugeröir hinna einstöku göngumóta séu
samræmdar og skulu þær samþykktar af SKÍ.
10. Aó öðru leyti gilda mótareglur SKÍ um mótahald og keppni.
Jón Þór þjálf-
ar hjá Hetti
á Egilsstöðum
KNATTSPYRNUDEILD íþróttafé-
lagsins Hattar á Egilsstööum hef-
ur ráðið þjálfara fyrir alla flokka
félagsins næsta keppnistímabil.
Jón Þór Brandsson, sem þjálf-
aöi yngri flokka félagsins síöastr
sumar meö ágætum árangri, hefur
veriö ráöinn þjálfari meistaraflokks
og 4. og 5. flokks. Jón Þór er
fæddur og uppalinn FH-ingur og
mun samhliöa þjálfun leika meö
meistaraflokki.
Arni Ólafsson hefur verið ráöinn
þjálfari 3. flokks og 6. flokks. Síö-
asta sumar lók Árni meö Tindastóli
frá Sauöarkróki.
Formaöur knattspyrnudeildar er
Björgvin Víöir Guömundsson.
(Fréttatilkynmng.)
• John McEnroe skeytir skapi sinu á myndavél og er það ekki í fyrsta sinn sem hann lætur óviökomandi
hluti fara í taugarnar á sér og oft hefur hann fengið stórar sektir vegna framkomu sinnar við dómara og
starfsmenn móta.
McEnroe tekjuhæsti
tennisleikari heims
JOHN McEnroe sigraði í alþjóða- Leikur jjeirra McEnroe og Mecir McEnroe er lang tekjuhæsti
tennismóti innanhúss sem fram stóö í tæpa tvo tíma. í tviliöaleik tennisleikari heimsins á síöasta ári,
fór í Bandaríkjunum fyrir unnu þeir Joachim Nystrom og en þá námu tekjur hans 600 þús-
skömmu, og vann sér inn 54.000 Mats Wilander þá Wojtek Fibak frá und dollurum . Hann er líka á góöri
dollara. Póllandi, sem nú býr í Banda- leiö meö aö veröa tekjuhæsti tenn-
ríkjunum og Sandy Mayer Banda- isleikari heims frá upphafi. Hér að
McEnroe sigraöi í úrslitum ríkjunum, 3—6, 6— 2 og 6-2, og neöan birtum viö lista yfir 13 tekju-
naumlega áöur óþekktan tennis- fenau 16.800 dollara i sinn hlut. hæstu tennisleikara heims á síö-
leikara frá Tekkóslóvakíu, Miloslav annaö sætiö aaf 8.400 dollara. asta ári.
Mecir, meö 6—3, 7—6 og 6—1.
McEnroe vann þrátt fyrir aö hafa
snúið sig á hné í öörum leik sínum 1. McEnroe 3393 12 8 1 0 $600.000
við Mecir. 2. Connors 2903 15 5 2 6 400.000
3. Lendl 2714 14 3 6 1 300.000
Mecir, sem er aöeins 20 ára, 4. Wilander 2450 14 1 2 2 200.000
fékk 27.000 dollara fyrir annaö 5. Gomez 2223 18 5 1 2 100.000
sætiö í þessari keppni, þaö er 6. Nyström 1314 23 4 0 3 80.000
meira en helmingur af þeim tekjum 7. Sundström 1218 21 3 3 0 65.000
sem hann haföi allt síöasta ár, þá 8. Teltscher 1213 19 1 1 4 50.000
haföi hann rúma 53.000 dollara i 9. Jarryd 1205 19 2 2 2 40.000
tekjur. Mecir er númer 60 á lista 10. Smid 1156 25 0 4 3 32.000
yfir bestu tennisleikara heims, og 11. Kriek 991 16 2 1 1 30.000
er þetta langbesti árangur hans til 12. Gerulaitis 962 19 0 2 2 28.000
þessa. 13. Krickstein 961 16 3 2 0 25.000
Nægur snjór í Bláfjöllum
í Bláfjöllum er nú nægur snjór
sem nýst hefur skíöafólki vel til
skíöaiökunar, allir vegir eru
greiöfærir og næg bifreiðastæði.
Brekkur hafa verið nokkuð harð-
ar á stundum, en til er tæki sem
notaö er til aö rífa upp hjarniö í
brekkunum og hefur það gefist
vel. Einnig hafa verið lagðar allt
að 10 km göngubrautir með snjó-
troðara.
Sú nýbreytni hefur veriö tekin
upp í Bláfjöllum, aö nú gilda
dagskort í allar lyftur á svæöinu
um helgar og á frídögum, árskort
gilda alltaf í allar lyftur á svæöinu.
Geta því skíöamenn nú feröast um
fjöllin á milli lyftanna á þessum
sömu kortum.
í þjónustumiöstööinni er skíöa-
leiga, veitingasala og önnur aö-
staöa fyrir skíöamenn.
Skíöaskólinn í Bláfjöllum hefur
veriö starfræktur í vetur á vegum
skíöadeildar Ármanns og fer
kennsla fram um helgar kl. 11.00
og 14.00, þriöjudaga, miövikudaga
og fimmtudaga kl. 19.00. Einnig
geta hópar fengiö sér tíma. Skrán-
ing þátttakenda fer fram í þjón
ustumiöstööinni.
Á síöasta vetri var opnaöur nýr
vegur frá Krísuvíkurvegi og tengist
hann Bláfjallavegi neöan Rauöu-
hnjúka, hefur vegurinn veriö auöur
lengst af í vetur og styttir mjög leið
þeirra sem koma sunnan aö. En
vakin er athygli á því aö vegagerö
er enn ekki aö fullu lokiö, eftir er
að byggja upp veginn niöur við
Krísuvíkurveg þar sem hann getur
lokast fljótt ef snjóar. Einnig vant-
ar vegarkafla upp aö þjónustumiö-
stööinni til aö mynda hringveg og
veröur væntanlega bætt úr því á
næsta sumri.
Daglega eru veittar upplýsingar
um veður og skíöafæri í símsvara
Bláfjallanefndar 80111.
Forstöðumaöur Bláfjallafólk-
vangs er Þorsteinn Hjaltason.
Eftirtalin sveitarfélög eiga aóild
aö Bláfjallafólkvangi: Reykjavík,
Kópavogur, Hafnarfjöröur, Kefla-
vík, Garöabær, Seltjarnarnes,
Njaróvík, Grindavík, Miöneshrepp-
ur, Geröahreppur, Bessastaöa-
hreppur, Vogar og Selvogshrepp-
ur.
(Fréttatilkynning frá
Bláfjallanefnd.)