Morgunblaðið - 15.03.1985, Side 10

Morgunblaðið - 15.03.1985, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1985 Kennarasamband íslands og ríkisvaldsins: Viðræður að hefjast um leiðréttingu á kjör- um kennara innan KI Morgunblaðiö/Árni Saeberg Valgeir Gestsson formaður Kennarasambands íslands og Svanhildur Kaaber formaður Bandalags íslenskra kennarafélaga kynna blaðamönn- um afstöðu félaga sinna til viðræöna við ríkisvaldið um kjör kennara. „VIÐ kvíðum því ekki að gera kröfur byggðar á skýrslu endur- matsnefndar, því það er næsta auðvelt verk. Við höfum hins vegar beðið með að sjá hverju fram yndi í viðræðum HÍK og ríkisins. Nú er Ijóst að þeirra deila stefnir í Kjara- dóm og munum við því þrýsta á um viðræður," sagði Valgeir Gestsson, formaður Kennarasamoands ís- lands, en í sérkjarasamningi fé- lagsins við ríkið í vetur var kveðið á um að samningurinn skyldi end- urskoðaður þegar niðurstöður endurmatsnefndar lægju fyrir. Stjórn Kennarasambands ís- lands hefur nú óskað eftir við- ræðum við fjármálaráðuneytið og bent á að í niðurstöðum nefndarinnar komi fram að laun kennara hafi ekki hækkað sem skyldi vegna þess að kröfur um menntun þeirra hafi aukist, ný löggjöf fyrir grunnskóla og framhaidsskóla og breyttir þjóð- félagshættir feli í sér auknar skyldur og sífellt meiri kröfur til kennara og einnig hafi ábyrgð- ar- og áreynsluþættir kennara- starfsins verið vanmetnir. Ekki hefur verið ákveðið hve- nær viðræður KÍ og ríkisins byrja. í könnun, sem KÍ gerði nýlega meðal kennara, kom í ljós, að 16,5% kennara hafi ýmist sagt upp störfum eða ákveðið að sækja um launalaust leyfi næsta skólaár. Um 42% kennara ætla ekki að hætta kennslu, en rúm 40% eru óákveðin. í könnun, sem gerð var eftir verkfall BSRB í haust reyndist um helmingur kennara reiðubúinn til að segja upp störfum. Stjórn KÍ er nú að undirbúa fjársöfnun til stuðnings kjara- deilusjóði Hins íslenska kenn- arafélags og kvaðst Valgeir Gestsson vonast til að félags- meifn Kf, sem eru um 3.200, láti eitthvað af hendi rakna. Svanhildur Kaaber, formaður Bandalags kennarafélaga, kynnti blaðamönnum afstöðu kennara til þeirra nýju reglna sem settar voru í janúar um yf- irferð samræmdra prófa í grunnskólum landsins. Sagði Svanhildur, að nú væri ætlast til þess að kennarar í hverjum skóla færu yfir þessi verkefni, en ekki væri kveðið á um neinar sérstakar greiðslur til þeirra vegna þessarar auknu vinnu. Nú standa yfir viðræður kennara og ríkisins um greiðslur fyrir þessa vinnu, en margir kennarar munu ófúsir til að taka hana að sér, þó svo að full greiðsla kæmi fyrir. Páll Pétursson, formadur þingflokks Framsóknarflokksins: „Tillaga Friðriks þvert á sam komulag stjórnarflokkanna“ PÁLL Pétursson formaður þing- flokks Framsóknarflokksins telur að ef breytingartillaga Friðriks Samið á Grundartanga: Bónus gæti hækkaö úr 12—13% í 20% BREYTINGAR á bónuskerfi starf- smanna íslenska járnblendifélags- ins hf. á Grundartanga, sem gerðar voru í tengslum við nýja kjara- samninga þar á dögunum, gætu hækkað ávinningshlutfall þeirra úr 12—13% sem var meðaltalið á árinu 1984, í rösk 20% á þessu ári. Þetta kom fram í samtali Mbl. við Jón Sigurðsson, forstjóra járnblendi- verksmiðjunnar. Nýi samningurinn gildir í eitt ár frá 1. mars sl. Gerir hann ráð fyrir að starfsmenn hljóti sömu grunnlaunahækkanir og semst um á almennum vinnumarkaði. „Þessi bónushækkun er miðuð við að áætlanir okkar um fram- leiðslu á þessu ári standist," sagði Jón Sigurðsson. „Ef framleiðslan dregst mikið saman þá myndi bón- usinn lækka og í versta falli verða lægri en hann var á síðasta ári.“ Liðlega 180 manns í átta verka- lýðsfélögum vinna í járnblendi- verksmiðjunni á Grundartanga. Sophussonar við útvarpslagafrum- varpið verði samþykkt, þá sé grund- völlur fyrir stuðningi þingflokks Framsóknarflokksins við frumvarp- ið ekki lengur fyrir hendi. „Mér sýnist nefndin hafa unnið feiknamikið og gott starf, þó per- sónulega telji ég að útvarpslaga- frumvarpið gæti verið ennþá betra. Ég tel þó að frumvarpið, eins og nefndin gekk frá því, sé orðið mjög viðsættanlegt," sagði Páll Pétursson formaður þing- flokks Framsóknarflokksins í samtali við Morgunblaðið. Páll sagði jafnframt: „Það er nú Sunnudaginn 17. marz, gengst Norræna húsið fyrir kynningu á H-moll messu J-S. Bachs um leið og 300 ára afmælis tónskáldsins, 21. marz, verður minnst. H-molI messan er almennt talin besta dæmið um snilld Bachs. Hún var fyrst gefin út árið 1812 í Sviss. Sðkum þess hve verkið er kröfu- hart í flutningi heyrist það frekar sjaldan. Það hefur aðeins heyrst tvisvar áður á íslandi í flutningi Pólýfónkórsins og hljómsveitar, síðast fyrir 9 árum. Á afmæli tónskáldsins 21. marz, mun Sinfóníuhljómsveit íslands og Pólýfónkórinn ásamt fjórum einsöngvurum frá Bretlandl og ít- komið í ljós að Friðrik Sophusson hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarpið sem ég tel að gangi þvert á það samkomulag sem náðst hefur á milli stjórnarflokk- anna. Ef þessi tillaga yrði sam- þykkt þá tel ég að sjálfsögðu að grundvellinum hafi þar með verið kippt undan stuðningi okkar við þetta frumvarp." Aðspurður hvort hann teldi að fleiri í þingflokki Framsóknar- flokksins væru þessarar skoðunar sagði Páll: „Ég á von á því að eiga marga skoðanabræður í þessu máli.“ alíu flytja verkið undir stjórn Ing- ólfs Guðbrandssonar. Til þess að njóta til fullnustu stórverks á borð við H-moll messu Bachs, sem sumir telja „mesta tónskáldskap allra tíma“, er nauð- synlegt að vita einhver deili á verkinu fyrirfram. Fyrir milligöngu Norræna hús- sins mun stjórnandi tónleikanna 21. marz, Ingólfur Guðbrandsson, minnast J.S. Bachs með stuttu er- indi um ævi hans og verk og skýra form og sögu H-moll messunnar. Jafnframt verða flutt tóndæmi af hljómplötum og tónböndum með þekktum flytjendum. (Úr frétUUIkjnnÍBKu) Norræna húsið: Kynning á H-moll messu Bachs Norræna húsið: Tveggja milljóna kr. viðgerð á þaki FYRIRHUGAÐAR eru lagfæringar á þaki Norræna hússins í vor. Vart hefur orðið mikils leka sem stafar af sprungum í þakinu. Mestur er lek- inn í bókasafni, anddyri og á snyrt- ingu. Að sögn Knuds 0degaard, for- stjóra Norræna hússins, hefur þetta vandamál verið til staðar í nokkur ár og er ástandið nú orðið það slæmt að hann taldi það brýn- asta verkefni Norræna hússins að láta gera við skemmdirnar sem allra fyrst. í gærmorgun voru pollar á gólf- um og sagði Knud 0degaard að hann óttaðist að smám saman skemmdist parketið ef ekkert yrði að gert. Hann sagði að verst væri ástandið í bókasafninu, en þar eru geymdar dýrmætar bækur, mál- verk og hljómplötur, sem einnig eru í hættu. Knud 0degaard sagði að viðgerð hæfist í vor og væri hægt að ljúka henni á u.þ.b. hálfum mánuði ef vel viðraði. Hann sagðist búast við að kostnaður við þessar fram- kvæmdir yrði um tvær milljónir króna. Skrifstofa Félags fasteignasala Laufásvegi 46 er opin þriðjudaga og föstudaga kl. 13.30—15.30. Sími 25570. Félag fasteignasala. Betri fasteignaviöskipti. Parhús — Keflavík Hús á 2 hæöum. 130 fm ásamt 50 fm bilsk. Góö greiöslu- kjör. Uppl. í síma 92-3074. 35300 35301 Kleppsvegur Mjög góö 4ra herb. íb. á 2. hæö. 110 fm. Öldugata Góö 4ra herb. ib. 115 fm á 3. hæö. Ákv. sala. Asparfell Stór falleg 3ja herb. íb. 100 fm á 7. hæö. Sér fataherb. Suöursvalir. Frábært útsýni. íbúöin er laus. Engihjalli 3ja herb. ib. 85 fm á 4. hæö. Suö-vestursvalir. Gott útsýni. Orrahólar Falleg 2ja herb. ib. á 8. hæö. íb. er laus fljótlega. Ákv. sala. Frábært útsýni. Tfí FASTEIGNA LLLIhölun FASTEIGNAVIÐSKIPTI MIÐB/ER - HÁALEITISBRAUT 58 60 SIMAR 35300435301 Agnar Ólafaaon, Arnar Sigurósaon Hreinn Svavarsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.