Morgunblaðið - 15.03.1985, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1985
Áhugamenn um at-
vinnumál stofna félög
Morgunblaðinu hefur borist eftir-
farandi fréttatilkynning frá Félagi
íhugamanna um atvinnumál á Þing-
eyri og nágrenni:
Nýverið var stofnsett Félag
áhugamanna um atvinnumál á Þing-
eyri og nágrenni. Tilgangur félagsins
er fyrst og fremst að stuðla að fjöl-
breyttara atvinnulífi á þessu svæði.
Starfssvæði félags þessa er Auðkúlu-
hreppur, Þingeyrarhreppur og Mýra-
hreppur. Félagið er engum háð og
meining félagsmanna, sem eru sjö
Kirkjur á
íandsbyggdinni
Messur á
sunnudag
HVAMMSTANGAKIRKJA:
Messa sunnudag kl. 14 og
barnaguðsþiónusta kl. 11. Sr.
Guðni Þór Olafsson.
KIRKJUHVOLSPRESTA-
KALL:Guðsþjónustunni i Kálf-
holtskirkju frestað til pálma-
sunnudags. Aðalsafnaðarfund-
ur verður haldinn sama dag
eftir guðsþjónustu þar. A
mánudagskvöld heimsækir
bibliuleshópurinn í Þykkvabæ
hvitasunnufólkið í Fljótshlíð.
Auður Eir Vilhjálmsdóttir sókn-
arprestur.
talsins nú í upphafí, er að láta fyrir-
fram ákveðnar kennisetningar og
fordóma hafa sem minnst áhrif á
starfsemi þess.
Þetta áhugamannafélag mun
einkum leita til Japana um fyrir-
myndir í starfi sínu. Þeir hafa sem
kunnugt er náð þjóða lengst i
þróun atvinnuvega og hefur Jap-
anska efnahagsundrið", sem svo er
kallað, byggst að verulegu leyti á
því hversu opnir þeir hafa verið
fyrir nýjungum, auk þes3 sem þeir
hafa byggt á fornum merg heimil-
isiðnaðar.
Fyrsta verkefni áðurnefnds
áhugamannafélags hefur verið að
hrinda úr vör nýju fyrirtæki á
Þingeyri sem ber nafnið Leik-
fangasmiðjan Alda hf. Fjórir
starfsmenn munu vinna hjá þvf
fyrirtæki í upphafi og mun nánar
skýrt frá þessu innan tíðar.
Félag áhugamanna um atvinnu-
mál á Þingeyri og nágrenni mun
athuga í fullri alvöru hvort ekki er
hægt að koma á hagkvæmum
heimilisiðnaði á starfssvæði sínu,
maðal annars með þvf að virkja
það hugvit sem vitað er að býr
með fólki á þessu svæði. Það er
öllum vitanlegt að hinar dreifðu
byggðir þurfa á fleiri atvinnu-
tækifærum að halda, ef þær eiga
ekki að líða undir Iok eða dragast
stórlega saman'
Stjórn FÁA skipa þeir Ólafur V.
Þórðarson, Þingeyri, og Hall-
grímur Sveinsson, Hrafnseyri.
Þeir sem hefðu hug á að vita nán-
ar um málefni þetta, snúi sér til
þeirra. (Frítuuiky»»i«*)
Nemendur Fjölbrautaskóla
Suðurnesja ganga úr skóla!
Hyggjast fá aðra framhaldsskóla í lið með sér
Kefhrík, 13. aure.
Við Fjölbrautaskóla Suðurnesja voru 32 kennarar að
stundakennurum frátöldum. Nú er svo komið, að af
þeim 32 kennurum sem eru í HÍK sagði 21 upp störfum.
Slíkt veldur að sjálfsögðu misvægi í kennslunni, sumir
nemendur missa alla sína kennara á meðan aðrir missa
færrí og jafnvel enga.
í gær, miðvikudaginn 12. mars, hélt stjórn Nem-
endafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja opinn fund
þar sem ræða átti launadeilu háskólamenntaðra
kennara og hvað nemar gætu gert í málinu.
Stjórn félagsins kom með þá uppástungu að nem-
endur myndu tafarlaust hefja sjálfsnám, það er að
segja, þeir sem á annað borð misstu kennara í við-
komandi fögum. Þegar orðið var gefið laust eftir
ávarp skólameistara, tóku bæði nemendur og fyrr-
verandi kennarar til máls. í ljós kom að allflestir
nemar voru andvígir tillögu stjórnar nemendafé-
lagsins. Lýstu þeir yfir eindregnum stuðningi við
kennara og að beita ætti stjórnvöld þrýstingi á ein-
hvern hátt svo að deilan leystist. Þó margt hafi verið
rætt, kom aðeins ein tillaga fram utan hinnar fyrr-
greindu: Að nemar í Fjölbrautaskóla Suðurnesja
skyldu tafarlaust leggja nám sitt niður, þar til úr
deilunni yrði skorið. Með slíku næðist þrýstingur á
stjórnvöld og launadeilan leystist fyrr en ella.
Gengið var til atkvæðagreiðslu um málið og var
síðarnefnda tillagan samþykkt af meirihluta fund-
armanna. Klukkan ellefu í morgun voru nemendur
svo boðaðir aftur á fund þar sem ræddar voru frek-
ari aðgerðir. Mikill hugur var í mönnum á fundinum
og voru áframhaldandi aðgerðir ákveðnar. Mönnum
fannst of fljótt hlaupið til með því að ganga út strax.
Hafa skyldi fyrst samráð við aðra framhaldsskóla
um samræmda útgöngu nemenda og var sérstök
nefnd skipuð til þess.
Nefnd þessi vinnur nú að málinu og að öllu
óbreyttu munu nemar í Fjölbrautaskóla Suðurnesja
ekki mæta í tíma á mánudegi komanda.
Skólameistari, Ingólfur Halldórsson, var inntur
álits, auk nokkurra nema, bæði þeirra sem hlynntir
eru útgöngu og hinna sem eru henni andvigir.
Utganga
hefur
engin
áhrif
— segir Ingólfur
Halldórsson
skólameistari
Ingólfur Halldórsson skóla-
meistari sagði meðal annars:
„Slíkt mun engin úrslitaáhrif
hafa á samningana. Hér í skól-
anum höfum við aðeins haldið
uppi þriðjungi kennslu eftir upp-
sagnir. Þvi er skiljanlegur kvíði í
nemendum vegna þess að skap-
ast hefur mismunur i hinum
ýmsu námsgreinum. Margir
nemendur missa alla kennslu, en
sumir eru svo heppnir að missa
enga. Við verðum að gera okkur
grein fyrir því að semja þarf við
Ingólfur Halldórsson skólameistari.
25 stéttarfélög BHM-manna sem
vinna hjá ríkinu og því er
ómögulegt að einhliða aðgerðir
eins félags innan bandalagsins
hafi afgerandi áhrif á að samn-
ingum verði flýtt."
Stjórn-
völdum
sama!
— segja Una
Steinsdóttir og
Hörður Karlsson
Una Steinsdóttir og Hörður
Karlsson voru innt álits á úrslitum
fundarins.
„Að mínu áliti mun útganga
ekki hafa nein áhrif. Stjórnvöld-
um er skítsama um okkur nem-
endur, við erum bara smápeð,"
sagði Una og Hörður var á sama
máli. „í slikum aðgerðum mun
aldrei nást samstaða meðal
nemenda. Til dæmis í mínu til-
felli, þar sem ég er nemi á rafið-
naðarbraut og hef þegar misst
heila önn úr námi, mun ég ekki
taka til greina að ganga út og ég
Alþjóðlega mótið f Kaupmannahöfn:
Helgi teflir af hörku
og er meöal efstu manna
Skák
Margeir Pótursson
HELGI Ólafsson hefur staðið sig
mjög vel á alþjóðlega mótinu f
Kaupmannahöfn sem nú er Ijúka.
Þegar þetta er skrífað er Helgi f 4.
sæti með 6 v. af 10 mögulegum og
þó hann eigi ekki möguleika á að
verða efstur þýðir sigur gegn Eng-
lendingnum Plaskett í síðustu um-
ferðinni það að Helgi nær sínum
þríðja og síðasta áfanga að stór-
meistaratitli. Helgi befur teflt af
mun meiri hörku en á afmælismóti
Skáksambandsins í febrúar. Þá
vann hann enga skák en tapaði
tveimur. Nú hefur hann einnig tap-
að tvívegis, en unnið fjórar skákir.
Sama má segja um Jóhann Hjart-
arson sem einnig tekur þátt í mót-
inu, en stríðsgæfan hefur ekki ver-
ið með honum og hann er nú í 6.
sæti með 4Vi v.
Margt hefur komið á óvart á
mótinu f Kaupmannahöfn og
baráttan hefur verið gifurlega
hörð og skemmtileg. Svo virðist
sem Danir hafi verið heppnari
með val þátttakenda en Islend-
ingar á afmælismótinu um dag-
inn. Hinn öflugi en litt þekkti
ungverski stórmeistari, Joszef
Pinter, hefur stolið senunni og
hafði hlotið 6 vinning úr sjö
fyrstu skákunum. Hann er enn f
efsta sæti með Vh v. og biðskák.
Pinter kom beint af svæðamót-
inu f Prag þar sem hann vann
sér rétt til þátttöku á milli-
svæðamóti. í öðru sæti er Dan-
inn Curt Hansen, sem varð
neðstur á afmælismótinu, fyrst-
ur útlendinga til að hljóta það
dapurlega hlutskipti á alþjóð-
legu móti á íslandi. Nú þarf
Hansen aðeins jafntefli f sfðustu
umferðinni til að verða stór-
meistari.
Bent Larsen er i þriðja sæti
með sex vinninga og biðskák við
Pinter. Larsen hélt upp á fimm-
tugsafmæli sitt f upphafi móts-
ins og var seinn f gang. En hann
vann þrjár skákir f röð seinni
hluta mótsins og hefur greini-
lega ekki misst sjálfstraustið,
þvi hann sagði í viðtaii við
Politiken að nú væri hann byrj-
aður að vinna, á meðan Pinter
gerði jafntefli. Hann myndi síð-
an ná forystunni með því að
vinna Ungverjann f innbyrðis
viðureign þeirra. Skákin fór f bið
og hefur ekki frést hvernig stað-
an er.
Fréttir af mótinu hafa verið
skammarlega stopular, ef það er
haft í huga að það er afar sterkt
og tveir af tólf þátttakendum is-
lenskir. Dagblöðin hafa lítið sem
ekkert sinnt mótinu og áhuga-
menn orðið að láta hraðlestur
úrslita í kvöldfréttum útvarps-
ins svala frettaþorsta sfnum.
Mér er því ekki kunnugt um
stöðu annarra keppenda en áð-
urnefndra. Dönsku blöðin hafa
hins vegar fylgst vel með mót-
inu, sérstaklega uppgjöri þeirra
Larsens og Hansens, þar sem
hinn síðarnefndi hékk á jafntefli
eftir mikla baráttu.
Vassily Smyslov, fyrrum
heimsmeistari, sem senn verður
64 ára gamall, byrjaði vel, en
tapaði síðan tveimur skákum í
röð fyrir alþjóðlegu meisturun-
um Mortensen (Danmörku) og
de Firmian (Bandaríkjunum).
Hann á þvf enga möguleika leng-
ur á að hreppa eitt af toppsæt-
unum.
Mikils var vænst af þeim Lars
Karlsson (Svíþjóð) og de Firmi-
an, en eftir fjórar umferðir hafði
hinn fyrrnefndi engan vinning
hlotið, en hinn síðarnefndi hálf-
an. E.t.v. hefur afmælisveizla
Larsens slegið þá út af laginu.
Lítum nú á eina af vinnings-
skákum Helga Ólafssonar á mót-
inu:
Hvítt: Helgi Ólafsson
Svart: Hsi (Danmörku)
Kóngsindversk vörn
1. Rf3 — Rf6, 2. c4 — c6,3. Rc3 —
Bg7, 4. d4 — O—O, 5. e4 — d6, 6.
Be2 - Bg4, 7. Be3 - Rbd7.
Hér þykir vænlegra að leika 7.
— Rfd7 og opna fyrir Bg7. Skák
Helga og Hei á svæðamótinu f
Luzern 1979 tefldist: 7. — Rfd7,
8. Rgl! - Bxe2, 9. Rgxe2 - Rc6,
10. 0-0 - e5,11. d5 - Re7,12.
Dd2 og hvítur stendur heldur
betur.
8. 0—0 - e5, 9. Hcl — Bxf3,1«.
Bxf3 — a5, 11. Be2 — He8?
Betra var að leika fyrst 11. —
exd4. Eftir lokun miðborðsins er
Ijóst að þessi hrókur hefur farið
erindisleysu til e8.
12. d5! - h5, 13. Dd2 — Kh7, 14.
Bdl — Hh8, 15. Í3 — Df8.
Svartur hyggst skipta upp á
„góða biskup* hvfts með 16. —
Bh6, en Helgi hindrar slík býti
og bætir stöðuna um leið:
16. g4! — h4, 17. a3 — Re8,18. b4
— axb4, 19. axb4 — f6.
Hei virðist úrræðalaus eftir að
uppskiptaáætlunin mistókst.
20. Ba4 — Rb6, 21. Bb5 — Rc8,
22. Hal - Hb8, 23. f4!
Aðeins mögulegt vegna þess
að f framhaldinu kemur svartur
ekki riddara til e5.
- exf4, 24. Bxf4 — De7, 25. HÍ3
- Rb6, 26. Hafl — Hf8, 27. Df2
- Kg8, 28. Bd2 - g5, 29. h3 —
Hd8, 30. c5 — Rc8.
Það þarf ekki mikið innsæi til
að gera sér grein fyrir þvf að
svartur hefur þegar verið jarð-
aður. Lið hans hírist á 7. og 8.
reitaröðunum og vinnur ekkert
saman. Samt hefur honum tekist
að valda helstu veikleika sína og
það er ekki hlaupið að því fyrir
hvít að brjótast f gegn. í slíkum
tilfellum þarf oft að koma til
fórn og þessi skák er kennslu-
bókardæmi:
31. e5!! — dxe5.
Svarta drottningin fellur eftir
31. - Dxe5, 32. Hel.
33. Re4 — Df7, 33. Bxe8 — Dxe8,
34. Rxf6+ - Bxf6, 35. Hxf6 -
Re7, 36. De3 - Hxf6, 37. Hxf6 -
Rg6, 38. Dxg5 — Kg7, og Hei
gafst síðan upp án þess að bfða
eftir hróksfórninni: 39. Dh6!+ —
Kxf6, 40. Bg5+ - Kf7, 41. Dh7+
og mátar.