Morgunblaðið - 15.03.1985, Side 17

Morgunblaðið - 15.03.1985, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1985 17 Um að klæmast á prentsmiðjudönsku eftir Arnór Hannibalsson Hugsum okkur tvo menn að tali. Annar talar móðurmál sitt. Hinn talar sama mál, en fyrir honum er það erlend tunga. Það vefst fyrir honum að orða hugsun sína. Og aldrei tekst honum það jafn skýrt og á sínu eigin móðurmáli. Þessir tveir menn standa ekki jafnt að vígi. Jafnvel hinir færustu málvís- indamenn ná ekki sömu tökum á erlendum málum og á móðurmál- inu. Ottó Jespersen hét danskur maður. Hann var víðþekktur sér- fræðingur í ensku máli. Hann lét aldrei neitt frá sér fara á ensku nema borinn og barnfæddur Gng- lendingur læsi það yfir. Ottó vildi komast hjá ambögum, sem ætíð er hætta á, þegar menn bögglast við að tjá sig á erlendri tungu. íslenzka og norður- landamál Fyrir Alþingi Islendinga liggur nú tillaga til þingsályktunar um að íslenzk verk verði lögð fram á íslenzku til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Skandinavar hafa sett þar þá reglu, að verk skuli lögð fram á einhverju skand- inavamáli. Með þvi krefjast þeir þess, að verkin verði lögð fram á þeirra móðurmálum. Nú yrkja íslendingar ekki á þeirra mállýzkum. Því eru íslenzk verk undir þá sök seld að verða dæmd af meir eða minna heppn- uðum eða misheppnuðum þýðing- um. Ef dæma á hús út frá bygg- ingarlistarsjónarmiði, er þá ekki einfaldast að skoða húsið? Gða eiga menn að dæma út frá mynd sem sýnir húsið í spéspegli? Skandinavar segjast ekki skilja íslenzku. Þeir um það. En þeir hafa samt rétt til að krefjast þess að við skiljum þeirra mál eins og við höfum til þess að krefjast að þeir skilji okkar mál. Bókmennta- verk ber að dæma eftir frumtext- anum, svo sem höfundur gekk frá honum. Úr því skandinavar skilja ekki íslenzku, liggur þá ekki beint við að bjóða þeim þá beztu þýð- ingu sem fyrirfinnanleg er á ein- hverju því máli sem hægt er að ætlast til að þeir skilji? Eða þá, ef skandinavar neita að skilja önnur mál en norsku, dönsku og sænsku, getur þá ekki Norðurlandaráð kostað þýðingu á eitthvert þessara mála? Öðru eins hefur verið spanderað á þeim vettvangi, þar sem menningin er í miklum há- vegum höfð og útgjöld til hennar hátt á annað hundrað milljóna skandinavíukróna á ári. Er það jafnrétti, að sumir mega leggja fram texta á frummálinu, en aðrir ekki? Þetta er líklega norrænt bræðralagsréttlæti í verki. Svíar ætlast til þess að verbúðafólk af eyju úti í Atlants- hafi láti það vera að troða sér upp á sama bekk og þeir. Það er furðulegt, þegar Islend- ingar tala máli útlendinga gegn Reyðarfjörður: 155 tonn eftir 6 daga veiðiferð RevAarfirdi, 12. mars. Mánudagskvöldið 5. mars sömdu sjómenn hér og hélt Snæ- fugl til veiða hálfeitt á þriðju- dagsnótt. I gærmorgun kom Snæfugl inn með 155 tonn af fiski, 110 tonn af þorski og 45 tonn af grálúðu, eftir 6 daga veiðiferð. Hófst vinna strax á mánudagsmorguninn og er at- vinnulíf í fiskvinnslústöðvunum orðið eðlilegt hérna. — Gréu löndum sínum. Það gerðist þó í Norðurlandaráði þann 7. marz sl. Fulltrúi þess flokks á íslandi, sem þykist berjast fyrir „þjóðfrelsi" vildi ekki heyra að íslenzk verk yrðu lögð fram á íslenzku. Með sjónarmið stórskandinava að bakhjarli var þessi tillaga sögð vera á misskilningi byggð. Sjónarmið stórskandinava eru þessum Islendingum orðin svo inngróin, að þeir skilja ekki þá sjálfsögðu jafnréttiskröfu að ís- lenzku sé gert jafn hátt undir höfði og tungum skandinava. Málfrelsi og málpólitík Á Norðurlandaráðsþingum tala Norðmenn, Danir, Svíar og Finnar móðurmál sín. Hafa íslendingar ekki sama rétt? Á þingum þessum er aðstaða til að þýða beint af og á finnsku. Því nota íslendingar á þinginu sér ekki þessa aðstöðu og krefjast þess að þeirra mál sé þýtt beint af og á íslenzku? Hvað neyð- ir íslendinga til að klæmast á prentsmiðjudönsku í ræðustóln- um. Líklega ekkert annað er þeirra eigin aumingjaskapur. Þá skortir hugmyndaflug til aö gera sjálfsagða kröfu fyrir hönd móð- urmáls síns og menningar. Þarna þylja þeir tölur, alvarlegir í bragði, á þessu skrítna máli sem vellur upp úr íslendingum þegar þeir halda að þeir séu að tala dönsku, og hefur verið kallað skandinavíska eða skollabaunska. Gera þeir sér ekki grein fyrir því hvað þeir verða afkáralegir? Þeir eru að viðurkenna, að réttur þeirra til að tala móðurmálið sé enginn, þótt aðrir í ráðinu líti á þann rétt sem sjálfsagðan hlut. ís- lendingarnir í ráðinu eru með þessu að gefa þeirri skoðun undir fótinn, en hún heyrist oft í Skand- inavíu, að skolladanska þessi sé hin eiginiega íslenzka. Finnski bókmenntaverðlauna- hafinn Antti Tuuri sló íslending- unum við með því að flytja ræðu sína að hluta til á íslenzku, en ís- lendingurinn sem afhenti honum þau hafði um stund gleymt móð- urmálinu. Með því að viðhafa þennan sið er einnig verið að útiloka þá is- lenzka þingmenn frá störfum í Norðurlandaráði, sem ekki treysta sér til að tjá sig á skandinavísku. Málfrelsi þessara manna er af þeim tekið, en tjáningarmöguleik- ar hinna heftir, því að enginn tjáir sig á erlendu máli jafn eðlilega og á móðurmáli sínu. En það á ekki að vera skilyrði fyrir þátttöku í störfum Norðurlandaráðs að Arnór Hannibalsson „ÞaÖ er furöulegt, þegar íslendingar tala máli útlendinga gegn löndum sínum. Það geröist þó í Norður- landaráði þann 7. marz sl. Fulltrúi þess flokks á íslandi, sem þykist berj- ast fyrir „þjóðfrelsi“ vildi ekki heyra aö ís- lenzk verk yrðu lögð fram á íslenzku.“ menn kunni einhverja Norður- landamállýzku. En það eru til íslenzkir þing- menn sem eru þeirrar skoðunar. Eiður Guðnason, sem er íslenzkur þingmaður, gerði þessi orð Svía nokkurs að sínum: „í Svíþjóð eig- um við marga svona menn en við tökum þá aldrei með á Norður- landaráðsþing." Þessi orð voru sögð eftir að Árni Johnsen hafði mælzt til þess að íslenzk tunga nyti jafnréttis. Þau verða ekki skilin öðruvísi en svo, að þeir sem halda fram rétti íslenzks máls eigi ekki erindi á Norðurlandaráðs- þing. En hvaða erindi eigum við inn á þessa samkundu, ef íslendingar sem þar eru gleyma því að þeir eru fulltrúar fyrir fullvalda ríki og líta á það sem sjálfsagðan hlut, að þeir sitji ekki við sama borð og aðrir? Páll Pétursson lýsti því yfir i útvarpi að málflutningur Árna Johnsens væri „ómerkilegt mál“. Upphefð Páls er mikil og kemur að utan. Hann virðist vera orðinn svo samdauna skandinavískum hroka, að það er eitur í hans beinum, er íslenzkur þingmaður neitar að hugsa sem Svíar og horfir raun- sæjum augum á ástand mála við Eystrasalt. Hvaða hagsmunum er Páll Pét- ursson að þjóna með þessu? Kem- ur fram í þessu virðing fyrir málfrelsi? Er hann að ýta undir málefnalega umræðu? Hvorugt. Gagnkvæmni Við íslendingar eyðum bæði fé og einnig tíma og atorku kennara og skólabarna til kennslu í dönsku í almennum skólum, jafnvel áður en skólabörnin hafa náð tökum á móðurmáli sínu. Hvað er íslenzka kennd í mörgum almennum skól- um í Skandinavíu? Ekki i einum einasta, svo ég viti. Þetta er gagn- kvæm bróðursamvinna i verki. Væri ekki sanngjarnt, að islenzka ríkið léti þau boð ganga til Dana, að danska verði strikuð út af námsskrá grunnskóla, þar til Dan- ir gefi grunnskólanemendum I Danmörku kost á að kynnast ís- lenzku? Og hvað gefa skandinavar mikið út af kynningarefni um ís- lenzkt mál handa almenningi? Eitthvað er það nú rýrt I roðinu. Að vísu eru til nokkrar kennslu- bækur og orðabækur. Hafa Islend- ingar vakið máls á því í Norður- landaráði að á þessu sviði bæri skandinövum að gera meira? Ekki hefur það heyrzt. íslenzkur málfræðingur hefur lagt til að skandinövum yrði kennt að þekkja stafina þ og ð, og einnig að átta sig á íslenzkum manna- nöfnum. Með þessu er ekki farið fram á mikið. Ekki ætti að vera hætta á því að stundaskrá í skand- inavískum grunnskólum yrði ofhlaðin, þótt þessum tveim atrið- um yrði komið þar á framfæri. En hafa íslendingar í Norðurlanda- ráði gert þetta að tillögu sinni? Ekki hefur það komið í fréttum. Eða íslenzki menntamálaráðherr- ann á fundum með bræðrakolleg- um? Við höfum heyrt að það eigi að demba yfir okkur ótextuðu norsku sjónvarpi, jafnvel þótt enginn biðji um það. En um ofannefnt atriði hefur ekkert heyrzt. Það er með réttu hægt að ætlast til þess að íslenzkir þingmenn noti öll tækifæri sem gefast, bæði heima og erlendis, til að efla ís- lenzka tungu. En við hverju er að búast þegar þeir hafa ekki hugsun á að krefjast jafnréttis fyrir ís- Ienzku í Norðurlandaráði, og þá heldur ekki fyrir sjálfa sig? Ef íslenzka og íslendingar njóta ekki jafnréttis á þeim vattvangi, eigum við þangað ekkert erindi. Dr. Arnór Hannibalsson er dósent í heimspeki rió Háskóla fslands. Brenndur í Bátanausti Snarfari S.T. 17 var brenndur í slipp Bátanausts sl. mánudag og þriðjudag. Snarfari var 45 tonna bátur, smíðaður á Í.safiröí, en var orðinn gamall og þreyttur og var síðast við sjósókn fyrir um níu árum. fi^annfRi amaDÓfö AMERÍKA PORTSMOUTH/NORFOLK Laxfoss 26. mars Bakkafoss 3. apr. City of Perth 29. apr. Laxfoss 15. apr. NEW YORK Laxfoss 25. mars Bakkafoss 1. apr. City of Perth 26. apr. Laxfoss 17. apr. HALIFAX Laxfoss 29. mars Bakkafoss 26. apr. BRETLAND/MEGINLAND IMMINGHAM Eyrarfoss 17. mars Vessel 24. mars Eyrarfoss 31. mars Alafoss 8. apríl FELIXSTOWE Eyrarfoss 18. mars Vessel 25. mars Eyrarfoss 1. apr. ANTWERPEN Eyrarfoss 19. mars Vessel 26. mars Eyrarfoss 2. apr. Álafoss 9. apríl ROTTERDAM Eyrarfoss 20. mars Vessel 27. mars Eyrarfoss 3. april Álafoss 10. apr. HAMBORG Eyrarfoss 21. mars Vessel 28. mars Eyrarfoss 4. apr. Álafoss 11. apr. GARSTON Fjallfoss 25. mars LEIXOES Skeiösfoss 26. apr. BILBAO Skeiðsfoss 29. apr. NORÐURLÖND/- EYSTRASALT BERGEN Skógafoss 15. mars Reykjafoss 22. mars Skogafoss 29. mars Reykjafoss 5. apr. KRISTIANSAND Skógafoss 18. mars Reykjafoss 25. mars Skógafoss 1. apr. Reykjafoss 8. apr. MOSS Skógafoss 19. mars Reykjafoss 26. mars Skógafoss 1. apr. Reykjafoss 9. apr. HORSENS Skógafoss 21. mars Skógafoss 3. apr. GAUTABORG Skógafoss 20. mars Reykjafoss 27. mars Skógafoss 2. apr. Reykjafoss 10. apr. KAUPMANNAHÖFN Skógafoss 22. mars Reykjafoss 28. mars Skógafoss 4. apr. Reykjafoss 11. apr. HELSINGBORG Skógafoss 22. mars Reykjafoss 29. mars Skógafoss 5. apr. Reykjafoss 12. apr. HELSINKI Hornburg 8. apr. GDYNIA Hornburg 13. apr. ÞÓRSHÖFN Skógafoss 25. mars Reykjafoss 1. apr. RIGA Hornburg 11. apr. VIKULEGAR STRANDSIGLINGAR -fram ogtil baka fra REYKJAVIK alla manudaga fra ISAFIRÐI alla þriójudaga fra AKUREYRI alla fimmtudaga EIMSKIP f.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.