Morgunblaðið - 15.03.1985, Side 19

Morgunblaðið - 15.03.1985, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1985 19 Þorvarður Helgason sömu náttúru og flestir aðrir í samfélaginu. Það vill t.d. búa í sæmilegu húsnæði, húsnæði er *njög þýðingarmikið fyrir fram- haldsskólakennara því heimilið er annar helsti vinnustaður þeirra, þar vinna þeir flest stðrf sín utan kennslunnar sjálfrar þvi í skólun- um er yfirleitt engin vinnuað- staða. Hjónabönd þekkjast einnig með þessu fólki og þar af leiðir að sjálfsögðu börn sem hafa auðvitað kostnað í för með sér — en það er af og frá að hægt sé að framfleyta fjölskyldu á þeim lúsarlaunum sem þeir fá. Framhaldsskólakenn- arar sem aðrir kennarar eru það sem kallað er menntamenn. Sú staðreynd hefur í för með sér þörf fyrir nokkurn anga af andlegu lífi, bækur, tímarit, jafnvel utanlands- ferðir til nauðsynlegrar kynningar til að steinrenna ekki hér uppi á skerinu. Allt þetta kostar peninga — meira fé en kennarar fá fyrir störf sín. íslenskt nútímasamfélag hefur eitt mjög afdrifaríkt sérkenni sem er eignanauðin — hér verða menn að eignast húsnæði, greiða það upp á mjög stuttum tíma. Ef menn neita að vera með í því hættuspili eiga þeir á hættu að verða utan- gátta, förumenn í samfélaginu og greiða meginhluta launa sinna i botnlausa hít og vera jafn fátækir eftir sem áður. Hvernig á fólk að leysa allan þennan vanda? Það reynir að gera það með meiri vinnu, meiri auka- störfum, styttingu svefntímans. Um tíma-fyrir fjölskyldu og aukn- ingu þekkingarinnar er ekki að ræða. Það er hægt að skýra í smáat- riðum frá þessari vonlausu bar- áttu. Ef þess er óskað skal orðið við því. 1 þessu sambandi langar mig að geta þess að þegar á þessa hluti er minnst í kennslu, t.d. í öldunga- deild, þá hlæja nemendur að okkur og spyrja hvort við séum haldnir einherjum torkennilegum ástríðum. Nemendur í dagskóla brosa vorkunnsamlega og segjast hafa fengið sömu útborguðu laun fyrir aðstoðarþjónustustörf síð- astliðið sumar. í Reykjavíkurbréfi Morgun- blaðsins 23.2. sl. er því lýst hvern- ig stjórnmálamenn hafa svikið unga fólkið í landinu, hvernig það var ginnt — og „reisti sér hurðar- ás um öxl“ eins og forsætisráð- herra sagði svo fjálglega í sjón- varpi fyrir nokkru. f nefndu bréfi segir skilmerkilega frá því hvern- ig bankarnir komu verðtryggðu lánunum út með því að lofa að prósentuhlutfall greiðslubyrðar- innar miðað vlð laun héldist óbreytt. Ríkisstjórnin tók síðan kaupgjaldsvísitöluna úr sambandi en lánskjaravisitalan fær að vaxa í friði — og fólk hefur reist sér hurðarás um öxl — samanber hin dæmalausu orð forsætisráðherr- ans. Afleiðingar þessarar stefnu lenda á fleirum en kennurum — en þær koma auðvitað mjög hart niður á slíkum láglaunahópi, sér- staklega þeim yngri sem eru í miðju uppbyggingarstarfi fyrir framtíðina. Og nú er biðlund þeirra gagnvart þeim sem hlýja mjúku stólana þrotin. Nú að nýloknu Norðurlanda- ráðsþingi er ekki úr vegi að bera aðstöðu okkar saman við t.d. Dani. Bein kennsluskylda her er nú 26 tímar og er sá tímafjöldi einnig algengastur, í Danmörku er há- markskennsluskylda 22 tímar á viku en 20 tímar að meðaltali. Ef launin eru borin saman þá eru nú — í mars ’85 — lægstu laun hér 20.813 kr. en 46.000 kr. í Dan- mörku, hæstu laun hjá okkur eru 29.030 kr. en í Danmörku 65.000 kr. í viðbót við þennan launamis- mun bætist ýmislegt, eins og vinnuaðstaða í skólum o.fl. Og svo er fólk undrandi á því að framhaldsskólakennarar segi þeim háu herrum af alvöru að við óbreyttar aðstæður uni þeir ekki hag sínum! Þorrarður Helgasoa er mennta- skólakennari. Bók um fundar- sköp gef- in út aftur Bókaútgáfan Örn og Örlygur hefur endurútgefíð bókina Fund- arsköp, sem fyrst kom út árið 1979 og hefur verið ófáanleg um nokk- urt skeið. Bókin er byggð á bók eftir O. Garfíeld Jones, prófessor í stjórnmálafræðum við Toledo- háskóla í Bandaríkjunum, en Jón Böðvarsson aðhæfði bókina og staðfærði. Félagsskapurinn Junior Chamber á íslandi átti allt frum- kvæði að útgáfu bókarinnar, segir í fréttatilkynningu frá útgefanda. Fundarsköp er handbók, sem auðveldar fundarstjóra að stjórna fundi og fundarmanni að taka þátt í fundarstörfum. Bókin skýrir afgreiðsluröð tillagna, flokkun þeirra, einkenni og rétt- arstöðu. Á bókarkápu segir að bókin sé nauðsynleg öllum þeim, sem taka þátt í fundum félaga og samtaka, þingum og ráðstefnum, þar sem málin þarf að leysa á lýðræðislegan hátt. Miðkafli bókarinnar, sem er nýjung, veitir fundarstjóra möguleika á að vera fljótur að fletta upp á þeirri tillögu, sem fram hefur komið, og afgreiða hana strax á réttan hátt, segir ennfremur í fréttatilkynning- unni. » Gódcm daginn! Tilkynningaskylda ferðafólks í óbyggðum - meðal tillagna um úrbætur í öryggis- málum ferðamanna Tilkynningaskylda ferðafólks í óbyggðum, að upplýsingum um ástand vega, veður, vöð og vatna- vexti verði útvarpað reglulega á ís- lensku og tveimur öðrum tungumál- um yfir sumartímann, að upplýsinga- og varúðarskiltum verði komið fyrir við alla helstu vegi og slóða sem liggja upp á hálendið og að löggæslu verði komið á fót á hálendinu. Þetta eru nokkrar tillögur til úrbóta í öryggismálum ferðafólks, sem komu fram á fundi sem Ferðamálaráð ríkisins efndi til í síðasta mánuði með björgunar- sveitum og öðrum aðilum. Tilefnið var tíð slys á erlendum ferða- mönnum hér á landi á síðasta ári. Fundurinn ræddi einnig um hvernig mætti minnka þann gíf- urlega kostnað sem björgunar- sveitir og yfirvöld þurfa að bera á hverju ári vegna leita að fólki á hálendinu og víðar. Meðal hugmynda til úrbóta á þessu sviði var nefnd sérstök skyldutrygging erlendra ferða- manna sem ætluðu á öræfaslóðir hér á landi. Einnig var rætt um að komið skyldi á skyldutryggingu fyrir allar fjórhjóladrifsbifreiðir, jafnt innlendar sem erlendar. Þá ræddi fundurinn ennfremur ýmsar fjáröflunarleiðir fyrir björgunarsveitir. Og meðal leiða sem taldar eru koma til greina eru bein framlög úr ríkissjóði eða öðr- um sjóðum, skattlagning ferða- manna og það sem nefnt er „pligtbidrag" á Norðurlandamál- um, en það er skattur sem leggst á alla þá aðila sem á einhvern hátt hafa tekjur af ferðamönnum. Fundurinn hvatti löggjafarvald- ið til að taka öll þessi mál varð- andi öryggi ferðamanna til gaumgæfilegrar athugunar svo að draga megi úr og fyrirbyggja slys á ferðafólki hér á landi. (Úr fréttatilkynningu) SUMIR VERSLA DÝRT - AÐRIR VERSLA HJÁ OKKUR £ Kynnum dag I Mjóddinni: Myllan h.f. kynnir 2 nýjar tegundir |af Rúgbrauði og Víðir kynnir með því Rúllupylsu og Kindakæfu. Nýjung: Kynnum Sykurlausan Sítrónusafa frá Sól STARMÝRI AUSTURSTRÆTI MJÓDDINNl Pizzur margar tegundir £T A .00 frá Magnúsi Garðarssyni pr.stk. Vkértvesenr 36stk.Bleiur 12wc"S með plasti og teygju 29900 gefurari 1.97000 Lambalifur Á O AÐEINS ■ S' ^Larrdm Frampartar niðursagaðir 139“ .00 pr. kg. Ooið til kl 21 •kvö,d upio m ki. 21 . MJÓDDINNI en til kl. 19 í austurstræti & starmýri. STARMÝRI 2 AUSTURSTRÆT117 MJÓDDINNI V

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.