Morgunblaðið - 15.03.1985, Page 26

Morgunblaðið - 15.03.1985, Page 26
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1985 26 Indland: Meintur njósn- ari handtekinn Njju Delhí, 13. nure. AP. INDVERSKUR starfsmaður við heimsbankann í Washington hefur verið handtekinn fyrir meinta hlutdeild í njósnahring þeim sem splundrað var í Indlandi á dögunum. Hann vann áður í samgönguráðuneyti Indlands og er þá sagður hafa látið kaupsýslumanninum Coomar Narain í té leyniskjöl. Maðurinn, sem hefur aðeins verið nefndur Sharma, er 18. maðurinn sem handtekinn er vegna meintrar þátttöku í njósnunum. Sharma kom til Indlands, að því er virðist í frí, fyrir viku og var þegar handtekinn. Það var ekki Sexbur- arnir voru hugar- fóstur ... KitlCTj, Maine, 14. nure. AP. KIM Pherham sem tilkynnti umheimi fyrir helgina, að hún og eiginmaður hennar ættu von á sexburum, þrátt fyrir að maðurinn hefði gengið undir ófrjósemisaðgerð, er ekki barnshafandi og hefur verið lögð inn á geðsjúkrahús til rannsóknar, að því er Dick maður hennar sagði. Kim Pherham sagði fyrir helgina, að á sónar hefði sést, að hún gengi með tvö sveinbörn og fjögur meybörn. Fréttin vakti mikla athygli og kepptust læknar við að reyna að skýra hvernig þetta mætti vera þar sem sáðrásir eiginmannsins hefðu verið rofnar í september í fyrra. fyrr en í dag að greint var frá handtöku hans. 12 af hinum 18, sem handteknir voru, eru enn I haldi og eiga ákærur yfir höfði sér. Eru þar meðal annarra embættismenn forsætisráðuneyt- isins og skrifstofu forseta lands- ins. Franskur stjórnarerindreki var rekinn úr landi vegna þessa máls og fregnir herma að njósna- hringurinn hafi ekki einungis stundað iðju sína fyrir Frakkland, heldur einnig fyrir Pólland, Sov- étríkin og Austur-Þýskaland. Gandhi sagði nýlega í viðtali, að njósnastarfsemi í Indlandi hefði verið kæfð með upprætingu njósn- rrrrr Bílaskoðun í Genf Nú stendur yfír árfeg bílasýning f Genf í Sviss, hin 55. í röðinni og á sýning þessi vaxandi vinsældum að fagna og margir biíaframleiðendur nota tækifærið til að kynna byltingarkenndustu hugmyndir sínar og framleiðslu við þessi tækifæri. Á þessari yfírlitsmynd má sjá hluta af hinum víðáttumiklu sýningarsölum sýningarinnar og það er mikið fjölmenni sem spókar sig þarna. Taiwan-stjórn hafnar tillögu frá Peking um bætt samskipti Tapei, Taiwan, 14. mnre. AP. STJÓRN' OLI) á Taiwan höfnuðu í dag tillögu frá Peking-stjórninni um að löndin tvö reyndu að draga úr spennu sín í millum og skyldu meðal annars stefna að því að auðvelda fólki ferðir milli Taiwan og Kína. Talsmaður Taiwan-stjórnarinnar, Henry Wang, sagði að síðustu tillög- ur Peking-stjórnar þessa efnis væru bara sýndarmennska og blekking sem ekki væri ástæða til að sinna fremur nú en áður fyrrum. Vitað er að þúsundir manna frá Taiwan fara með leynd til megin- lands Kína ár hvert að heimsækja New York: Búlgarar neita að ræða við Tyrki Afganirnir enn í hungurverkfalli New York, 14. marz. AP. ÁTJÁN ungir Afganir, sem eru í hungurverkfalli í New York til að mótmæla því að bandaríska inn- flytjendastofnunin þar í borg handtók þá og hefur hótað að senda þá úr landi, sögðust í dag myndu svelta sig til bana ef það yrði nauðsynlegt. Einn úr hópnum hefur verið fluttur í sjúkrahús og nokkrir eru langt leiddir, enda hafa þeir ekkert sett inn fyrir sín- ar varir, hvorki vott né þurrt, sið- an þeir hófu hungurverkfallið. Mennirnir komu allir til Banda- ríkjanna án tilskilinna skilríkja og hafa beðið um pólitískt hæli. Lögfræðingur þeirra segir að mennirnir hafi komist frá Afgan- istan um Pakistan fyrir átta mán- uðum. Belgrnd, 13. marz. AP. RITARI í miðstjórn búlgarska kommúnistafíokksins, Dimiter Stan- ishev, útilokaði í dag viðræður við tyrknesku stjórnina um leyfí handa tyrkneska minnihlutanum í Búlgaríu til þess að flytjast til Tyrklands að sögn júgóslavnesku fréttastofunnar Tanjug. „Það eru engir og verða engir fólksflutningar til Tyrklands," sagði Stanishev á fundi með bændum i Blegoevgrad, héraði í suðvestanverðri Búlgaríu. „Engar samningaviðræður milli Búlgara og Tyrkja um þetta mál munu fara fram.“ Tyrkir hafa nokkrum sinnum látið í ljós áhyggjur af fréttum um ofsóknir gegn Tyrkjum í Búlgariu. Útför á Rauða torgi Chernenko borinn til grafar á Rauða torginu en í likfylgdinni voru helstu frammámenn fíokks og stjómar. Á myndum, sem Tass-fréttastofan sovéska sendi af útförinni, voru auk myndatexta þessi orð: Allt framfarasinnað mannkyn er harmi slegið vegna dauða félaga Konstantins U. Chernenko, leiðtoga Sovétríkjanna. Samkvæmt þessum fréttum er reynt að gera þá að Búlgörum, m.a. með því að neyða þá til að taka upp búlgörsk nöfn, og búlg- arskir hermenn munu hafa skotið nokkra Tyrki til bana. Búlgarar hafa neitað þessum ásökunum og segja að um það bil ein milljón Tyrkja, sem býr í Búlg- ariu, taki nú upp búlgörsk nöfn af fúsum og frjálsum vilja. Stanishev ítrekaði þetta og sagði að sú hreyfing, sem komið hefði upp meðal „samlanda okkar sem bera tyrknesk-arabísk nöfn“, að taka upp búlgörsk nöfn „af fús- um vilja" hefði „breiðst ört út án þess að það hafi verið skipulagt á nokkurn hátt“. Stanishev gaf í skyn á fundinum að örlög Tyrkja í Búlgaríu væri mál, sem Búlgara eina varðaði um. Þegar erlend ríki hafa látið í ljós áhyggjur af málinu hafa Búlgarar kallað það „afskipti af innanrík- ismálum". „Við munum ekki ræða þetta við nokkurt ríki vegna þess að ekki einn einasti hluti búlgörsku þjóð- arinnar tilheyrir annarri þjóð,“ sagði Stanishev. „Þetta er ein- dregin og óhagganleg afstaða Búlgaríu.” ættingja, þrátt fyrir andstöðu yf- irvalda á Taiwan við slíkar ferðir. Það var Den Yingchao ekkja, Chou En Lai fyrrverandi forsætisráð- herra Kína, sem sendi ofangreind- ar hugmyndir til stjórnvalda á Taiwan. Hún á sæti í stjórnmála- ráði Kína. Hún sagði að Kína væri staðráðið í að auðvelda fyrir sitt leyti fólki frá meginlandi Kína að skreppa í heimsóknir til Taiwan ef svo bæri undir. Aftur á móti bár- ust þær fregnir frá Tapei síðdegis að stjórnvöld myndu að öllum lík- indum herða eftirlit með þeim Kínverjum frá meginlandinu sem reyndu að sækja Taiwan og snúa þeim umsvifalaust til baka. Vitað er þó, að samskipti Taiwans og Kína hafa aukist mjög síðustu ár á sviði viðskipta þó svo að Taiw- an-stjórnin tregðist við að gera slíkt opinbert. Námaslys í Ungverjalandi Búdapmt, 14. nura. AP. TVEIR verkamenn létust og ní- tján særðust þegar gassprenging varð í kolanámu í Suður- Ungverjalandi í morgun. Þrjátíu menn voru að störfum í námunni þegar sprengingin varð. I tilkynn- ingu iðnaðarráðuneytisins segir að allt kapp verði lagt á að finna orsök slyssins, þar sem öryggi í námum sé talið mikilsverðara í Ungverjalandi en ýmsum öðrum löndum. Manntjón í spreng- ingu á Guadeloupe Pointe-A-Pitre, Guadeloupe, 14. marz. AP. SPRENGJA sprakk í miðborg Pointe-A-Pitre á Guadeloupe í gær með þeim afíeiðingum, að ein kona lézt og ellefu manns slösuðust. Yfír- völd segja að hér sé augljóslega um hryðjuverk, sem beinist gegn rétt- kjörnum stjórnvöldum, að ræða. Enn sem komið er hefur enginn lýst tilræðinu á hendur sér. Meðal þeirra sem slösuðust voru bandarísk hjón, sem ætluðu að verja deginum í Point-A-Pitre. Sprengingin varð á vinsælum veitingastað rétt við höfnina og í helzta verzlunar- og umferðar- hverfi borgarinnar. Þetta er í þriðja skipti sem sprengja spring- ur á Guadeloupe á fáeinum dög- um. Frakkar ráða eynni sem er í Karabíska hafinu, en suður af Antigua og norður af Dominica.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.