Morgunblaðið - 15.03.1985, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1985
33
t Móöir okkar, tengdamóðir og amma, AUDUR FINNBOGADÓTTIR fró Búöum, andaðist á Grensásdeild Borgarspitalans 12. mars. Kveðjuathöfn auglýst siöar. Erna Erlendsdóttir, Haraldur Árnason, Ragnhildur Erlendsdóttir, Björn Þorgilsson, Turid Anderson, Magnus Anderson, Örn Erlendsson, Renata Erlendsson og barnabörn.
t N Móðir min og amma, HERTHA LÁRINA HELENA JENSEN, Bróvallagötu 42, Reykjavlk, lést 10. mars sl. Útförin verður auglýst siöar. Jens Friörik Jóhannesson, Jóhannes Ragnar Jensson, Hulda Jensdóttir, Helena Jensdóttir.
t Eiginkona min, móðir okkar og tengdamóöir, UNA LILJA PÁLSDÓTTIR fró Höskuldsey, lést 13. mars á hjúkrunardeild Reykjalundar. Fyrir hönd aö- standenda. Sigurjón Eirlksson, Helgalandi 1, Mosfellssvelt.
t Eiginmaöur minn og faðir okkar, SIGURDUR ÓLAFSSON skólastjóri, Sandgeröi, er látinn. Guörún Hansen og börn.
t Móöir okkar og tengdamóöir, JÓRUNN ÓLAFSDÓTTIR fró Hamrahóli, andaöist á heimili sinu, Eyjum i Kjós, aöfaranótt fimmtudagsins 14. mars. Guórún Tómasdóttir, Magnús Sœmundsson, Guójón T ómasson, Margrót Einarsdótt ir.
t Konan min, VALGERÐUR HANNESDÓTTIR, lést i Borgarspitalanum 13. mars. Fyrir hönd barna okkar, tengdabarna og barnabarna. Guölaugur Guömundsson.
t Konan min, HILDUR KNÚTSDÓTTIR, andaöist i Borgarspftalanum 14. þm. Birgir Finnsson.
t ÓLAFÍA PÁL8DÓTTIR, Hverfisgötu 102A, andaöist i Landspitalanum 12. þessa mánaðar. Vandamenn.
t Eiginmaöur minn, GÍSLI DAN GfSLASON, lést I sjúkrahúsi Húsavikur 13. mars. Dagmar Guönadóttir.
Minning:
Petra Aradóttir
í dag fer fram frá Dómkirkj-
unni í Reykjavík útför tengdamóð-
ur minnar, Petru Aradóttur, Víf-
ilsgötu 21. Hún var Austfirðingur
að ætt og uppruna, fædd á Stöðv-
arfirði 30. júní 1903 og lést í öldr-
unarlækningadeild Landspítalans,
Hátúni lOb, að morgni föstudags-
ins 8. mars sl.
Foreldrar Petru voru þau hjón-
in Ari Stefánsson, trésmiður, frá
Laufási, og Marta Jónsdóttir. Ari
var sonur hjónanna Stefáns Hös-
kuldssonar og Ragnheiðar Ara-
dóttur sem bjuggu að Þverhamri í
Breiðdal, en Marta var dóttir Jóns
Sigurðssonar og Oddnýjar Mart-
einsdóttur búandi hjóna að
Gestsstöðum í Fáskrúðsfirði.
Ari og Marta voru gefin saman
3. nóvember árið 1900. Fyrstu
hjúskaparárin voru þau í vinnu-
mennsku í kaupstaðnum hjá
Karli, kaupmanni, Guðmundssyni
og Petru Jónsdóttur konu hans.
Þar fæddist fyrsta dóttir þeirra,
Petra. Vorið 1905 byrjuðu þau
búskap á Einarsstöðum í Kirkju-
bólsþorpi og þar eignuðust þau
fimm dætur til viðbótar, þær
Oddnýju, Ragnheiði, Guðrúnu,
Kristbjörgu og Önnu. Árið 1914
reistu þau sér nýtt hús á parti úr
jörðinni Kirkjubólsseli og nefndu
það Laufás. Þar fæddist sjöunda
og síðasta barn þeirra, Jón. Hann
varð tæplega misserisgamall.
Næstelstu dóttur sina, Oddnýju,
misstu þau tvítuga. Nú er ein af
systrunum eftir á lífi, Ragnheiður,
sem býr í Hamrahlíð 3.
Bernsku- og uppvaxtarár systr-
anna í Laufási voru mikill ham-
ingjutími. Hjónin Ari og Marta
voru einstaklega ástúðlegir og
góðir foreldrar. Þau voru jafn-
framt samhent og harðdugleg,
enda ekki til setunnar búið að sjá
fyrir svo stórum barnahópi. Ari
var hamhleypa til verka og stund-
aði aðallega smiðar, en sótti lika
sjó og gerði út báta. Einhverja
gripi höfðu þau hjónin einnig til
búdrýginda. Marta var mikil hús-
móðir og góð kona er öllum vildi
gott gera, enda var heimilið að
Laufási rómað fyrir myndarskap
og gestrisni. Trúrækni og góðir
siðir voru þar á hávegum hafðir,
en það skyggði ekki á lifsþróttinn
og glaðværðina er þar ríktu jafn-
an.
En tíminn líður hratt og dæt-
urnar uxu úr grasi. Petra var rétt
átján ára er hún fluttist til
Reykjavíkur í atvinnu til Björg-
ólfs Stefánssonar, skókaupmanns,
á Laugavegi 22, föðurbróður síns,
og Oddnýjar konu hans. Að hverfa
burt frá bernskuheimilinu og átt-
högunum fyrir austan voru henni
þung spor, en öll él birtir upp um
siðir. Hinir nýju húsbændur í
Reykjavík tóku henni opnum örm-
um og bjuggu henni gott heimili.
Nóg var að starfa. Á næstu árum
vann Petra við það að selja Reyk-
vikingum og öðrum skó á Lauga-
vegi 22. Síðar vistuðust svo systur
Petru, þær Anna og Guðrún, til
hjónanna á Laugavegi 22, ýmist til
starfa á heimilinu eöa í skóbúð-
inni.
Á þessum árum kynntist Petra
mannsefninu sínu, Bjarna Kemp
Konráðssyni frá Reyðarfirði.
Bjarni var þá bátsmaður á strand-
ferðaskipinu Esju. Þau gengu í
Birting afmœlis- og
minningargreina
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn-
ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn-
ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess
skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort
ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð-
um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð
og með góðu línubili.
Innilegar þakkir flytjum viö þeim sem sýndu
okkur samúö og hlýhug viö andlát og útför
SVERRIS HARALDSSONAR
LISTMÁLARA
Aöstandendur
hjónaband þann 28. desember 1928
og stofnuðu heimili. Börn þeirra
eru Arnheiður Marta, eiginkona
mín, og Hörður, starfsmaður á
pósthúsinu í Reykjavík. Fyrstu
hjúskaparár sín leigðu Petra og
Bjarni sér húsnæði á Þórsgötu 12
og síðar á Grettisgötu 66, en árið
1934 fluttust þau í nýtt hús á Víf-
ilsgötu 21, sem þau byggðu í félagi
með öðrum og bjuggu þar æ síðan.
Ari og Marta brugðu búi árið
1928 og fluttu þá til Reykjavíkur.
Þau bjuggu iengst af í skjóli dótt-
ur sinnar og tengdasonar, fyrst á
Grettisgötunni, en síðan á Vífils-
götu 21. Bjarni var á þeim árum
mikið á sjó, en árið 1942 varð hann
að hætta sjómennsku sökum veik-
inda og fá sér vinnu í landi.
Heimilið á Vífilsgötunni var frá
upphafi miðstöð ættingja og vina
að austan. Þar var alltaf nóg hús-
pláss, þótt íbúðin væri ekki stór. Á
hátíðum og tyllidögum komu syst-
ur Petru og Bjarna með eiginmenn
sína, börn og barnabörn í heim-
sóknir, orgelið var opnað og ætt-
jarðarlögin sungin af hjartans
lyst. Margt bar á góma eins og að
Iíkum lætur, en oft beindust sam-
ræðurnar að átthögunum fyrir
austan, mannlfinu þar og gömlu
góðu dögunum.
Petra Aradóttir var gjörvileg
kona, prýðilega greind og vel að
sér, þótt skólagangan væri ekki
löng. Sjálfmenntuð var hún af
miklum bókalestri, þótt ekki væri
því nú flíkað. Móðurmálið var
henni sérlega hjartfólgið, enda var
hún afar vel að sér á því sviði. Ást
hennar á firðinum fagra fyrir
austan var einlæg og sterk. Hún
hafði ætíð mikinn áhuga á trúar-
og líknarmálum og starfaði árum
saman á þeim vettvangi. Að öðru
leyti var Petra hlédræg að eðlis-
fari, hógvær og lítt fyrir að trana
sér fram. Allt skrum og skjall var
lítt að hennar skapi, enda skal hér
nú staðar numið hvað þetta varð-
ar, þótt margt sé ótalið af hennar
verðleikum.
Sambúð Petru og Bjarna ein-
kenndist af ástríki og farsæld.
Þau stóðu saman í blíðu og stríðu.
Okkur hjónunum og syni okkar,
Pétri Bjarna, veittu þau athvarf í
mörg ár og vöktu jafnan yfir vel-
ferð okkar meðan líf og kraftar
entust. Á kveðjustund gefst nú til-
efni til að þakka þetta allt.
Það var Petru og okkur öllum
mikið áfall er Bjarni féll skyndi-
lega frá þann 21. september 1971.
Eftir það virtist hún ekki söm og
jöfn. Hörður, sonur hennar, bjó
með henni áfram á Vífilsgötunni
og reyndist móður sinni frábær-
lega vel til síðasta dags.
Fyrir um það bil fjórum til
fimm árum kenndi Petra fyrst
sjúkdóms, sem hægt og hægt dró
úr líkamskröftum hennar og and-
legu atgervi. Síðustu tvö árin
dvaldist hún á öldrunarlækninga-
deild Landspítalans í Hátúni lOb.
Þar fékk hún þá bestu umönnun
sem völ er á. Læknum og hjúkrun-
arfólki sem sinnti henni og líknaði
eru hér með færðar alúðarþakkir.
Við kveðjum elskulega móður og
. ömmu með þeirri bæn að hún sé á
Guðs vegum. Blessuð sé minning
Petru Aradóttur.
Magnús Guðjónsson