Morgunblaðið - 15.03.1985, Page 43

Morgunblaðið - 15.03.1985, Page 43
MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1985 43 Svimandi taxti hjá Jackson Steven Spielberg getur ekki leitt hugann frá nýjasta verkefni sínu, þ.e. að gera kvikmynd um banda- rísku ævintýrapersónuna „Peter Pan“. Hann taldi sig hafa rétta manninn í sigtinu til að leika Pétur, engan ann- an en Michaei Jackson, sem stundum hefur meira að segja verið uppnefndur Pétur Pan poppheimsins. Michael hafði talsverðan áhuga, gallinn var einfald- lega sá, að taxtinn hjá honum er orðinn slíkur himnastigi, að Steven gat einungis fengið hann til liðs við sig ef Jack- son fengi fleiri milljónir doll- ara fyrir sinn snúð, umtals- verða upphæð af þvi fyrir- fram og með engu tilliti til þess hvjernig kvikmyndin gengi fjárhagslega. Að þessu gat Spielberg ekki gengið og undraði engan þótt hann leit- aði á „ódýrari" mið. Hann leysti málið snarlega og var það þó enginn aukvisi sem tók að sér hlutverkið fyrir viðráðanlegt kaup: Dustin Hofmann... „Leikfélag Seyðis- fjarðar í leikferð“ Laugardaginn 16. marz sýnir Leikfélag Seyðisfjarðar „Tveggja þjónn“, eftir Carlo Goldoni, á Borgarfirði eystra og á Iðavöllum sunnudaginn 17. marz. Þýðinguna gerði Sveinbjörn Jónsson, leikstjóri er Halldór E. Laxness, leikmynd er eftir Valdimar Jörgensen. Leikritið var frumsýnt á Seyðisfirði sl. föstudag, og síðan tvisvar á sunnudag. Um 300 Seyðfirð- ingar hafa séð leikinn til þessa. MorKunblaðið/Kmilia Frakkarnir bidu á heröatrjánum og Þórður er þegar kominn í yfirhöfn og er á leið út. Yilhjálmi er heldur ekkert að vanbún- aði, en eitthvað vefst fyrir Árna Ólafi að finna sinn frakka. Einkennisbúningur? Forstjórar olíufélaganna ingunum, Vilhjálmi Jónssyni voru kallaðir til skrafs og ESSO, Þórði Ásgeirssyni OLÍS, ráðagerða á skrifstofu forsæt- og Árna Ólafi Lárussyni isráðherra er unnið var að SHELL er þeir komu af fund- lausn kjaradeilu sjómanna og inum, en viðdvöl þeirra framan útgerðarmanna á dögunum. við skrifstofuna varð þó heldur Það var asi á þeim þremenn- lengri en þeir höfðu ætlað sér. í hamagangnum hafði Þórður villzt á frökkum og sést hér láta skipta á flíkum við Arna Olaf. í raun er það svo sem skiljanlegt að þeir hafi ruglast svolítið á því hver átti hvað, en á þessari mynd eru forystumenn olíufé- laganna komnir í réttar yfirhafnir. Talaði einhver um einkenn- isbúning? COSPER — Ég skil ekki hversvegna það tók Leonardo da Vinci fjögur ár að mála Mónu Lísu. Aðalfundir deilda KRON veröa sem hér segir: 3. og 4. deild Aöalfundur mánudag 18. mars kl. 20.30 í Afuröasölu SÍS, Kirkjusandl. Félagssvæöi: Laugarnes- hverfi, Kleppsholt, Heíma- og Vogahverfi, Hlíöarnar, Holtin, Túnin og Háaleitis- hverfi. 1. og 2. deild Aöalfundur þriöjudag 19. mars kl. 20.30 í Hamragörö- um, Hávallagötu 24. Félagssvæði: Seltjarnarnes, Vesturbær og Miöbær aö og meö Rauðarárstíg og Flug- vallarbraut. 5. deild Aöalfundur mánudag 25. mars kl. 20.30 í fundarstofu KRON i Stórmarkaðnum. Félagssvæöi: Smáíbúöa- hverfi, Geröin, Fossvogur, Breiöholt, Árbær og staöir utan Reykjavíkur. 6. deild Aðalfundur þriöjudag 26. mars kl. 20.30 í fundarstofu KRON í Stórmarkaðnum. Félagssvæöi: Kópavogur. Dagskrá skv. félagslögum. Kaffiveitingar. Sjá einnig auglýsingar í verslunum KRON. KAURFÉLAG REYKJAVÍKUR 0G NÁGRENNIS ALLTAFÁ LAUGARDÖGUM i.Bgnáig í verkum Bachs endur- speglast það mannlega á hinn fegursta hátt Kristín Sveinsdóttir ræöir viö Helgu Ing- ólfsdóttur sembaileikara. Áfangasigur og viðurkenning Samtal viö Pétur Halldórsson teiknara og myndir eftir hann í tilefni þess, aö myndir eftir hann birtust í Graphis Annual. Þorgeirsboli á þvottasnúrunni Franzisca Gunnarsdóttir sleit barnskónum á Skriöuklaustri og sagnir, sem Gunnar skáld, afi hennar, sagöi henni, höföu mikil áhrif í hinum daglega veruleika. Handtaka við Innra-hreysi í næstsíöasta kaflanum um Fjalla-Eyvind og Höllu er sagt frá handtöku þeirra, en Eyvindur slapp og átti gífurlega haröa vist í Herðubreiðarlindum. Vönduð og metmingarleg helgarlesning ►TOFA KRISTÍNAR HF

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.