Morgunblaðið - 15.03.1985, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 15.03.1985, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1985 Hverjir eiga að ákveða vexti og gengisskráningu? eftir Björn Pálsson I lýðræðisríkjum eru fulltrúar kosnir á þing til þess að stjórna og taka ákvarðanir um sameiginleg málefni viðkomandi þjóðar. Þing- fulltrúar velja ákveðna menn (ráðherra) til þess að framkvæma þær ákvarðanir, sem þingið tekur. Verði mistök í stjórnsýslunni, verða þingfulltrúarnir að svara til saka gagnvart kjósendum. Borgar- arnir geta eigi snúið sér til ann- arra. Af þessu leiðir, að feli þing og stjórn stofnunum eða einstakl- ingum hluta þess valds, sem þjóð- in hefur fengið þeim í hendur, þá bera þeir ábyrgð á því valdaafsali og verða að svara til saka, ef mis- tðk verða. Hér á landi hafa afskipti og út- þensla ríkisvaldsins farið vaxandi og kröfur til ríkisins aukist á flestum sviðum. Ríkið sér um löggæslu, fræðslumál, heilbrigð- ismál og margþættar fram- kvæmdir, en það er ekki nægilegt, heldur er ríkið með puttana í öll- um greinum atvinnulífsins og tæplega er gerður sá kjarasamn- ingur, að stórnvöld hafi þar eigi afskipti af. Má vera, að of langt sé gengið í því efni, en þó svo sé, mun reynast tafsamt að yinda ofan af snældunni. Gildur þáttur í stjórn- sýslukerfinu eru fjármálin. Eigi af því, að fjármunir auki einhliða lífshamingju fólksins, heldur hitt, að peningar eru nauðsynlegir til þess að hægt sé að standa í skilum og framkvæma þarflega hluti. Kröfur til ríkisins fara vaxandi. Þess er þá ekki ævinlega gætt, að því meira, sem krafist er af ríkinu, þeim mun meira þarf ríkið að heimta af þegnunum. Flestar rík- isstjórnir hjá okkur hafa þurft að fást við fjárskort og verðbólgu. Allar hafa þær ætlað að laga hlut- ina og án efa viljað það, en árang- ur orðið misjafn. Erlendar skuldir hafa aukist og verðbólga vaxið. Allt á sínar orsakir og því verður eigi breytt, sem þegar er gert. Af reynslunni er hægt að læra og þangað ber að leita til að skilja orsakir mistakanna. Seðlabanki íslands var stofnað- ur að ég ætla 1957. Landsbankinn hafði annast seðlaútgáfu og önnur fyrirgreiðslustörf fyrir ríkis- stjórnina. Vafalítið er að Lands- bankinn hefði getað annast þau störf áfram, en mannlegt eðli er þannig, að þó allt sé í lagi finna einhverjir upp á að breyta því. Hliðstætt er þetta með skepnur. Þó þær séu í góðu haglendi rása þær um til þess að leita að öðru betra og verða oft af þeirri ástæðu afurðarminni. Annars hefi ég heyrt, að Landsbankinn hafi verið of litill fyrir þá báða Vilhjálm Þór og Pétur Benediktsson og það hafi átt þátt í stofnun Seðlabankans. Vilhjálmur var gerður að aðal- bankastjóra Seðlabankans en Pét- ur var áfram i Landsbankanum. Völd Seðlabankans hafa farið vax- andi a.m.k. þar til núverandi stjórn tók við völdum. Nær 30% af spariinnlánum viðskiptabankanna hafa verið bundin í Seðlabankan- um. Hafi viðskiptabankarnir neyðst til að fá hluta af því fé tímabundið aftur, urðu þeir að greiða refsivexti. Satt að segja hefi ég undrast auðmýkt og þægð viðskiptabankanna. Þeir þegja alltaf. Viðreisnarstjórnin tók við völd- um 1959. Eitt af fyrstu verkum hennar var að lækka gengið þann- ig, að skráð gengi krónunnar breyttist úr 16 krónum í 38 krónur miðað við dollar. Gengislækkun var óhjákvæmileg því að notast var við mörg gengi. Bátar fengu t.d. mikið hærra verð fyrir fisk en togarar o.s.frv., en gengislækkun var óhjákvæmileg því að notast var við mörg gengi. Bátar fengu t. d. mikið hærra verð fyrir fisk en togarar o.s.frv., en gengislækkun- in var óþarflega mikil. 1961 var gengið lækkað um u.þ.b. 13% að óþörfu og árin 1967 og 1968 var gengið lækkað svo mikið, að er- lendur gjaldeyrir meira en tvö- faldaðist og dollar hækkaði úr 42 krónum í 88 krónur. Tæpast var hægt að komast hjá einhverri gengislækkun, en hún þurfti eigi að vera svo mikil, því að verðlag hækkaði fljótlega. A 12 ára valda- tímabili viðreisnarstjórnarinnar hækkaði vísitala framfærslu- kostnaðar að meðaltali um 12% á ári og verðgildi krónunnar lækk- aði svipað, og er þá tillit tekið til þess, að gengið var rangt skráð 1959. Sparifjáreigendur töpuðu u. þ.b. 3/5 af innistæðufé sínu á þessu timabili. Það mátti því öll- um vera ljóst, að verðbólga þróað- ist í skjóli gengislækkana. Ríkis- stjórnin reyndi að draga úr áhrif- um gengisbreytinga með því að af- nema samband milli vísitölu og launa, en það tókst eigi til lengdar. Heildarniðurstaðan varð, að gengislækkun og verðbólga héld- ust í hendur. Ríkisstjórnin beitti sér fyrir breytingum á lögum um Seðla- banka Islands á Alþingi veturinn 1959—1960 þannig að Seðlabank- anum var falið að ákveða vexti hjá lánastofnunum og skráningu gengis. Þó skyldi leita samþykkis ríkisstjórnar um gengisbreyt- ingar. Miklar deilur urðu um ráöstafanir ríkisstjórnarinnar í gengis- og vaxtamálum á þessu þingi. Má vera að það hafi átt þátt í, að stjórnin ákvað að færa valdið til að ákveða vexti og gengi hjá Alþingi til Seðlabankans. Fleira gat átt þátt I þeirri ákvörðun. Það er óvinsælt verk að rýra verðmæti sparifjár og hækka vexti og vöru- verð í krúnutölu. Það gat þvl verið hagkvæmt fyrir stjórnina að losa sig að einhverju leyti við þær óvinsældir og nota stjórnendur Seðlabankans fyrir syndahafra. Vafalítið hefur stjórnin reiknað með að hún gæti ráðið þvi sem hún vildi um þessi mál þrátt fyrir lagabreytinguna. Má vera, að svo hafi verið í fyrstu, en það átti eftir að breytast, þegar stjórnarskipti urðu tíðari og ráðherrar sjaldnast valdir þannig að þeir hefðu sér- stakt vit á þeim hlutum, sem þeir áttu að stjórna. Hvað sem því líð- ur, þá hefur það tekist að gera Seðlabankann óvinsælan. Það sýn- ir sig í því, að vilji hann eignast sæmilegt skýli fyrir starfslið sitt og fjármuni, þá skapast um það þras og deilur, en varla er á það minnst þó viðskiptabankar reisi og starfræki útibú um allan bæ. Árið 1971 tók ríkisstjórn ólafs Jóhannessonar við völdum. Gengi krónunnar breyttist eigi miðað við dollar á valdatíma þeirrar stjórn- ar og vextir breyttust Iítið. Fjár- lög hækkuðu hinsvegar ískyggi- lega á þriggja ára valdatímabili þeirrar stjórnar og verðbólga fór vaxandi. Var 14,4% 1972 en 24,8% 1973. Viðskiptakjör voru hagstæð þessi tvö ár svo að hægt var að komast hjá að lækka gengið. Þetta breyttist árið 1974 og hagur þrengdist. Við vissum að Seðla- bankinn vildi hækka vexti, en ákveðin andstaða var gegn vaxta- hækkun og gengislækkun hjá þingliði Framsóknar og Alþýðu- bandalags, og það hygg ég að hafi valdið því að gengi krónunnar var óbreytt á þessu tímabili. Hinsveg- ar ber að viðurkenna, að fjárlög hækkuðu mikið. óviturlegir laga- bálkar voru samþykktir og eyðsl- an var of mikil. Eftir þingrofið 1974 fór Seðla- bankinn að láta meira að sér kveða. Vextir voru stórhækkaðir og gengið ýmist lækkað eða látið siga til þess að minna bæri á breytingum. Þetta hafði að sjálf- Björn Pálsson „Ljóst er aö alþingis- mennirnir bera ábyrgð á stjórn efnahagsmála gagnvart kjósendum. Þeir hafa falið Seðla- bankanum að fara með þessi mál að verulegu leyti. Tvisvar hafa full- trúar þjóðarinnar áður afsalað sér hluta af því valdi, sem þeir höfðu. Það var 1262 á Þingvöll- um og 1662 í Kópa- vogi.“ sögðu þau áhrif að verðbólgustigið hækkaði, varð 42% árið 1974 og 50,4% árið 1975, lækkaði í 33% 1976 og í 30% 1977. Stjórn Geirs Hallgrímssonar sagði af sér eftir kosningar 1978. Það ár hækkaði verðbólgustigið í 42% og í 45% árið 1979. Rikis- stjórn Geirs Hallgrímssonar tók efnahagsmálin ekki nógu föstum tökum í byrjun. Ef stjórnin hefði stöðvað gengislækkanir, lækkað vexti niður í 10% og tekið kaup- gjaldsvisitölu að einhverju eða öllu leyti úr sambandi, gat hún lækkað verðbólguna í 5—12%. Hefði stjórnin gert þetta, myndi þróun efnahagsmála hafa orðið á annan veg en orðið hefur. Stjórnin gerði sér eigi grein fyrir orsökum meinsemdarinnar. Hún ætlaði hinsvegar, þegar leið að kosning- um, að hindra hækkanir með laga- boðum, en það var vitanlega að smeygja snöru um eigin háls. Ríkisstjórn Gunnars Thor- oddsen tók við völdum fyrri hluta árs 1980. Ákveðið var að skipta um peninga í ársbyrjun 1981, afhenda 1 nýkrónu fyrir hundrað gamlar, verðtryggja átti tímabundið bankainnistæður, ef þess var óskað og útlán að verulegu leyti, látið var að því liggja að taka ætti fyrir frekari gengislækkanir og tryggja raunvexti. Nokkru áður hafði þingið samþykkt lagafrum- varp, sem samið var að mestu í Seðlabankanum og átti að tryggja að hægt væri að framkvæma þessa hluti. Þar var m.a. ákveðið að taka skyldi 2% af kaupgjalds- vísitölu í hvert skipti, sem vísit- öluhækkun launa kæmi til fram- kvæmda. Peningafurstar okkar álitu, að þau prósentustig gætu dregið verulega úr verðbólgu- hraða. Þegar stjórn Gunnars Thoroddsen hóf göngu sína, var dollarinn skráður á kr. 400. Ráða- menn okkar virtust álíta nauð- synlegt að auka verðbólguhraðann árið 1980 til að hægt væri að stöðva frekari gengislækkanir eft- ir áramótin. Er það hliöstætt og ef bílstjóri yki hraðann sem mest áð- ur en hann ætlaði að stöðva vagn- inn. Þeir lækkuðu því verðgildi krónunnar á árinu 1980 þannig að dollarinn kostaði 625 krónur i árslok en 6,25 krónur í ársbyrjun 1981. Eftir það gátu eigendur sparifjár verðtryggt peninga sína, ef þeir gátu bundið þá til lengri tíma. Því höfðu eigi allir tök á. Bundið sparifé hefur því tæpast orðið meira en % hlutar sparifjárins. Stjóm Gunnars Thoroddsen var við völd í tvö ár og fimm mánuði eftir að peningaskipti fóru fram. Á þessu tímabili lækkaði verðgildi krónunnar þannig, að í ársbyrjun 1981 jafngilti dollar 6,25 krónum en 25. mai 1983 þurfti að greiða kr. 22,72 fyrir hvern dollar. Verðbólga óx hliðstætt og vextir nálguðust 100% á verðtryggðu sparifé. í ársskýrslu Seðlabankans segir orðrétt: „Frá fyrsta ársfjórðungi 1982 til fyrsta ársfjórðungs 1983 hækkaði verð erlendra gjaldmiðla um 88%, sem var langt umfram verðhækkanir á þessu tímabili. Verð erlendra gjaldmiðla hækkaði enn um 22% milli fyrsta og an- nars ársfjóðungs og var þá orðið 111% hærra en árið áður.“ Þetta eru ekki mín orð heldur vitnis- burður Seðlabankans um eigin stjórnsýslu peningamála á þessu tímabili. í þessari sömu skýrslu er listi yfir verðbólguhraðann 1982 og 1983. í febrúar 1983 var hækk- un framleiðslukostnaðar á árs- grundvelli í febrúar 121%, í marsmánuði 132%, í apríl 129% og í maí 112%, en þá tók núver- andi ríkisstjórn við völdum. Stjórn Seðlabankans horfði þvi á þróun þessara mála með ámóta lítilli sjálfsgagnrýni og Napoleon yfir rústir Moskvu af múrum Kremlar árið 1812. Verðbólgan hefur aldrei verið jafn mikil og á árabilinu 1980 til 1983. Ástæðan var'gengislækkanir og hliðstæðar vaxtahækkanir. Því var haldið fram að lækka þyrfti gengið vegna sjávarútvegsins. Það mætti þvi ætla, að efnahagur út- vegsmanna væri góður, þegar búið var að lækka verðgildi krónunnar um 350% á tveimur og hálfu ári. Svo var þó ekki. Sennilega hafa útvegsmenn aldrei verið verr á vegi staddir efnahagslega. Ástæð- an fyrir því er sú, að þegar vextir, vinnulaun og öll aðföng hækka hlutfallslega jafnt og gengið læk- kar, auðgast útvegsmenn eigi á gengislækkun. Hins vegar hækka erlend og innlend lán hliðstætt í krónutölu, vextir hækka og rekstr- arfjárskortur eykst. Við þetta bættist, að ýmsir voru látnir taka dollaralán til skipakaupa. Nú hef- ur verðgildi dollarans aukist mið- að við gull og gjaldmiðla flestra þjóða, svo vonlaust er að gera út skip, sem slík lán hvíla á. Þetta veit Kristján Ragnarsson, formað- ur LÍÚ, og hefur marglýst því yfir, að útvegsmenn hagnist eigi á gengislækkun. Hins vegar mælir Soffanías Cecilsson, formaður fiskvinnslustöðva, með gengis- lækkun, en segir, að það fleyti að- eins þeim fyrirtækjum, sem minnst skulda. Nú er það vitað, að vel reknar og skuldlitlar fisk- vinnslustöðvar hafa verið reknar með hagnaði að minnsta kosti öðru hvoru undanfarin ár. Það kemur t.d. í ljós nú, þegar farið er að stofnsetja laxeldisstöðvar í sjó, að það eru einkum fiskvinnslu- stöðvarnar, sem hafa efni á því. Soffanías vill með öðrum orðum lækka gengið til að auðga ríkustu fyrirtæki landsins þó þau kunni að skorta rekstrarfé öðru hvoru, en úr því ætti að vera hægt að bæta eftir öðrum leiðum. Græði einhverjir á gengislækk- un hljóta aðrir að tapa sem því svarar, því að fjármunir detta eigi niður úr skýjunum. Þannig hefur þetta líka verið. Sparifjáreigendur voru rændir meðan sparifé var óverðtryggt, tekið er af launum fólks, þegar gengið er lækkað, þeg- ar vísitala er tekin úr sambandi, en það hefur eigi reynst varanleg aðgerð. Nú eru þessar forsendur ekki fyrir hendi lengur. Fyrir 1960 eða áður en Seðlabankinn fór að ákveða vexti og gengi, voru lán úr fiskveiðasjóði og jarðræktarsjóði með 4% vöxtum. Þetta gekk, fiski- skipin komust af án aðstoðar og bændur einnig. Ég álít, að spari- fjáreigendur geti sætt sig við 4—5% raunvexti, þurfi þeir eigi að greiða skatta af þeim vaxtate- kjum. Ástæðulaust er hins vegar fyrir þá að láta ræna sig einsog gert var á árabilinu 1960—1980 og Hlýr og litríkur vetur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.