Morgunblaðið - 15.03.1985, Qupperneq 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1985
© 1984 Umversal Prese Syndicate
,, ALLi í lagi. Hcr lccmur hanrv. Mundu nú Qllfc
6em ég Inef- kennfc ptr."
... að lakka á þér negl-
umar þótt þú sért að
fara á ströndina
TM Reg. U.S. Pat. Otf — all rlghts reserved
* 1978 Los Angetes Tlmes Syndlcate
Ll
a scmDr
142
Sjáðu hvað maðurinn þinn færði
mér fallegan blómvönd?
Heima hjá mér er foss, sem
slökkva myndi svona smábál á
svipstundu.
HÖGNI HREKKVISI
| bíláPotta'
STÖP
EG SAGPI péR AP SITJA OG BÍPA T
eiPHEReEíöSlNU/"
Bréfritari segir að sá eða þeir sem brutust inn í KFUK-húsið í Breiðholti hljóti að vera einmana sálir sem aldrei hafi
kynnst samkenndinni og félagsþroskanum f KFUM og K.
Óþokkar á ferð
Nú er ár æskunnar og í sumar
stendur til að 250 stúlkur frá
Norðurlöndum hittist og dvelji
saman eina viku á vegum KFUK.
Mótið á að vera í Danmörku og
fyrirhugað er að um það bil 30
stúlkur frá KFUK í Breiðholti,
snari sér út fyrir pollinn ásamt
sveitarstjórum sínum og haldi
uppi heiðri íslands. Þetta eru allt
mestu dugnaðarstelpur og setja
metnað sinn i að safna sjálfar
fyrir ferðinni eftir því sem geta og
tækifæri leyfa. Ein fjáröflunar-
leiðin er smá „sjoppa" í KFUK-
húsinu sem opin er þegar fundir
eru eða eitthvað er um að vera
annað.
Fimmtudaginn 21. febrúar var
foreldrum þeirra stúlkna sem í
ferðina ætla gefinn kostur á að
hitta þá fjóra sveitarstjóra sem til
Danmerkur fara og fá nánari upp-
lýsingar og þar gafst stúlkunum
einnig tækifæri til að hafa opna
sjoppuna og ætlast til þess með
ljúfu brosi að mamma og pabbi
versluðu nú dálitið veglega sem
þau og gerðu. Laugardaginn næsta
á eftir sýndu þær „bíó“ í KFUK-
húsinu og rennur allur ágóði af
þvi í ferðasjóð. Þessar sýningar
eru annan hvern laugardag.
Mánudaginn 25. febrúar þegar
komið var að húsinu blasti við ljót
sjón, brotist hafði verið inn i húsið
og allt sælgæti sem verið hafði i
sjoppunni og átti að fjármagna
ferðina eitthvað, var horfið. Ekk-
ert annað var tekið. Þið getið
hugsað ykkur sorg og vonbrigði
stúlknanna yfir þessu óþokka-
bragði. Hver gerir sig sekan um
slíkt? Mörg börn hér í Breiðholt-
inu hafa átt góðar stundir i gamla
KFUK-húsinu við Maríubakkann
og ég trúi því ekki að neitt þeirra
hafi látið freistast, fremur ein-
hver einmana sál sem aldrei hefur
kynnst samkenndinni og félags-
þroskanum í KFUM og K.
Ef nú einhver sem þessar línur
les hefur áhuga á að styrkja stúlk-
urnar á einhvern hátt eru fundir
hjá þeim á miðvikudögum kl. 20.
Einnig ætla þær að hafa kökubas-
ar i félagshúsinu sínu við Maríu-
bakka laugardaginn 30. mars og
vonast auðvitað eftir góðri sölu.
Þar að auki verða þær með skeyta-
sölu um fermingarnar.
„Móðir úr Breiðholtinu“
Þessir hringdu . . .
Skólakerfi á
villigötum
5364—9483 hringdi:
Ég vil láta í ljós þá skoðun
mína að skólakerfið hér sé á
miklum villigötum. Það er verið
að troða í nemendurna alls kyns
fróðleik sem skiptir ekki sköpum
fyrir lífið, en auðvelt að afla
sliks fróðleiks. Hins vegar þyrfti
langtum meiri kennslu í al-
mennri siðfræði og kristindómi,
það er jákvætt.
Steinaldar-
mennina
í sjónvarpið
Húsmóðir hringdi:
Ég vildi leggja eina spurningu
fyrir eggjaframleiðendur: Eru
egg kælivara? Ef svo er hvers
vegna eru þau þá ekki höfð i
kælihólfum i verslunum?
Sjónvarpið vil ég svo spyrja að
þvi hvort það eigi til þættina
sem Steinaldarmennina sem
voru svo vinsælir þegar þeir
voru sýndir á sínum tíma. Mætti
gjarnan sýna þá á nýjan leik og
einnig Karíus og Baktus, ekki
síst þar sem nú hefur mikið ver-
ið fjallað um það hve tann-
skemmdir eru algengar hér á
landi.
Verðtryggingu
verði
létt af lánum
9856—4802 hringdi:
Ég vil beina orðum mínum til
formanns Alþýðuflokksins, Jóns
Baldvins Hannibalssonar, að
hann og kollegar hans flytji
þingsályktunartillögu þegar í
stað, þar sem verðtryggingu
verði létt af húsnæðismálalán-
um og námslánum og leysi þar
með fjölda heimila í landinu frá
þeim húskrossi sem á þau hefur
veriðlagður.
Áfram yrðu eftir sem áður
gefin út verðtryggð ríkisskulda-
bréf þannig að þeir sem ekki
vilja fjárfesta í steinsteypu geta
fjárfest í ríkisskuldabréfum, líkt
og áður þegar verðtrygging lána
hófst. Skyldusparnaði yrði kom-
ið á í stað lífeyrissjóðanna, sem
allir vita að erfast ekki til greið-
anda. Stofnað yrði samhliða
þessum breytingum styrktar-
sjóður aldraðra og öryrkja, tekið
yrði 1% af atvinnurekendum og
0,50% af launþegum.
Ég er hárviss um að ef verð-
tryggingu yrði létt af húsnæð-
ismálalánum og námslánum,
myndi atvinna í byggingariðnaði
aukast á ný og bilið milli ríkra
og fátækra myndi styttast. Eða
er það ekki stefna Alþýðuflokks-
ins, Jón Baldvin?
Góðir þættir
frá RUVAK
Ingibjörg Vilhjálmsdóttir, safn-
vörður í Kjarvalssafni, hringdi:
Ég vil koma á framfæri kveðju
frá mér og þakklæti til útvarps-
fólksins á Akureyri, Signýjar
Pálsdóttur með þættina sína
Kotru og Hugleiðingar um
Hávamál Hildu Torfadóttur,
Einars Kristjánssonar og Arn-
fríðar Sigurðardóttur.
Þættir þeirra eru ákaflega
skemmtilegir, þá sérstaklega
þættir Signýjar. Hugleiðingarn-
ar um Hávamál eru bæði fróð-
legir og uppbyggilegir þættir og
eiga erindi inn á hvert heimili.