Morgunblaðið - 03.04.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.04.1985, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR B/ÁSAMT ÚTSÝNARBLAÐI STOFNAÐ 1913 78. tbl. 72. árg. MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1985- Prentsmiðja Morgunblaðsins Afganistan: Jörðin sviðin í kjölfar Nýju Itelhí, 2. aprfl. AP. SOVÉSKI innrásarherinn í Afganistan hefur hafið mestu sókn, sem um getur, gegn skæruliðum í suðurhluta landsins. Haft er eftir heimildum í afg- önsku stjórninni, að herförin gegn skæruliðum hafi hafist 19. mars sl. og sé að því stefnt að rjúfa aðflutningsleiðir þeirra. Er hermt, að Sovétmenn beiti fyrir sig 500 skriðdrekum og brynvörð- sóknar um vögnum, orrustuþotum og fallbyssuþyrlum. Fara þeir þorp úr þorpi, brenna akra og sprengja upp hús og híbýli, sem hugsan- lega gætu komið skæruliðum að gagni. Fréttir fara af átökum annars staðar i landinu, m.a. var gerð eldflaugaárás á Bagram- flugstöðina í Kabúl fyrir nokkru og féllu þá 35 sovéskir hermenn og fimm MIG-flugvélar voru ónýttar. Gorbachev fús að hitta Reagan W**hin£ton, 2. apríl. AP. AP/Símamynd Til nokkurra átaka kom í g«r í Óðinsvéum med lögreglu og fólki, sem óánægt var med ráðstafanir dönsku stjórnarinnar í verkfalls- og efnahagsmálum. Hér er verið að velta einum bíla lögreglunnar. Danmörk: MIKHAIL S. Gorbachev, leiðtogi Sovétmanna, hefur í meginatriðum fallist á að eiga fund með Ronald Reag- an, Bandarfkjaforseta. Kem- ur þetta fram í bréfi frá hon- um, sem Reagan barst í síð- ustu viku. Bandarískur embættismaður, sem ekki vildi láta nafns sfns getið, skýrði frá þessu í dag en lagði um leið áherslu á, að hvorki hefðu verið ákveðin stund né staður. Kvað hann þó flesta hall- ast að Helsinki í ágúst nk. eða allsherjarþingi SÞ í september. í viðtali, sem Reagan átti í gær við blaðið Washington Post, vildi hann ekki ræða efni bréfsins frá Gorbachev en kvaðst hafa góðar vonir um að þeir hittust brátt. George Bush, varaforseti Gorbachev Reagan Bandaríkjanna, bar Gorbachev bréf frá Reagan þegar hann fór til útfarar Chernenkos en um efni þess hefur ekkert verið látið uppskátt nema það, að þar var lagt til, að þeir leiðtogarnir hitt- ust. Líklegt þykir, að á hugsan- legum fundi þeirra verði fleira til umræðu en afvopnunarmál, t.d. samskipti þjóðanna almennt, Afganistan og mannréttindamál. Vandræðaástand fram yfir páska Kaupmannahörn. 2. apríl AP. SKÆRUVERKFÖLL lama enn dagiegt líf í Danmörku og er ekki búist við, að það komist í fyrra horf fyrr en eftir páska. Strætisvagnaferðir liggja niðri í öllum helstu borgum og á sjúkrahúsum er aðeins haldiö uppi neyðarþjónustu. Óhrjálegt var um að litast í Kaupmannahöfn i morgun eftir Svíþjóð: Gaf auðæfin til að losna við skattinn Stokkhólmi, 2. aprfl. AP. KAUPSÝSLUMAÐUR í Svíþjóð skýrði frá því í dag, að hann hefði afhent opinberum sjóði allt sitt fé, einn milljarð sænskra króna (rúml. fjóra og hálfan milljarð ísl.kr.). Sagði hann, að tvennt hefði vakað fyrir sér með þessu. í fyrsta lagi að firra börnin sín þeim áhyggjum, sem jafnan fylgja miklu fé, og í ööru lagi að koma í veg fyrir, að skattheimtan hirti allar eignirnar. Kaupsýslumaðurinn, sem heit- ir Refaat el-Sayed og er af eg- ypsku bergi brotinn, keypti árið 1982 heldur lasburða lyfjafyrir- tæki, sem Fermentia heitir, og reif það svo upp, að þegar hluta- bréfin voru seld í kauphöllinni í Stokkhóimi í fyrrasumar var slegist um hvert eitt og einasta. Þegar upp var staðið átti Sayed einn milljarð skr. í hlutabréfum og reiðufé. Sayed er maður mjög hófsam- ur og lætur sér nægja 10.000 skr. i laun á mánuði frá fyrirtækinu en af eignum sínum verður hann hins vegar að borga 20 millj. skr. á ári. Til þess að standa skil á því verður hann að selja hluta- bréf en þar sem þau eru nú verð- mætari en áður er söluhagnað- urinn skattlagður sérstaklega og þá neyðist Sayed til að selja enn fleiri hlutabréf og þannig koll af kolli þar til eignirnar eru upp- étnar og skattheimtan orðin södd. Við þetta vill Sayed ekki una og hefur því afhent allt sitt fé sjóði, sem vinnur að því að gera að veruleika nýjar og fersk- ar hugmyndir visindamanna og framkvæmdamanna. mótmælin í gær. Pappírsrusl og bjórdósir og flöskur þöktu stræti og torg en til þess var tekið í gær hve drykkjuskapur var mikill á fólki. Rúður í fimm gluggum á þinghúsinu voru þá brotnar og nokkur hópur manna reyndi að brjóta einar dyrnar. Þykir hætt við, að Kaupmannahafnarbúar og fleiri verði að sætta sig við ruslið um páskahátíðina vegna þess, að sorphreinsunarmenn og þeir, sem sjá um að þrífa göturn- ar, hafa ekki snúið aftur til sinna starfa. Verkfall starfsmanna ríkisútvarpsins veldur því, að þar er síbyljutónlistin allsráðandi og annað efni ekki og vinna hefur ekki aftur hafist við dagblöðin. Hvorki atvinnurekendur né hið opinbera hefur upplýsingar um hve margir sneru aftur til vinnu sinnar í gær en talið er, að allt að 200.000 manns hafi þá tekið þátt í mótmælafundum víðs vegar um Danmörk. Bendir flest til, að úr þessu komist ekki kyrrð á fyrr en eftir páska. Óánægjan er ekki að- eins með þær litlu launahækkan- ir, sem stjórnin ákvað með lög- um, heldur einnig með skyldu- sparnaðinn, sem tekinn verður af tekjum umfram 150.000 dkr. á ári. Verður hann ekki endur- greiddur fyrr en eftir 1990 og er talinn munu færa ríkinu um tvo milljarða dkr. Jafnaðarmenn, stærsti stjórn- arandstöðuflokkurinn, hefur krafist þess, að ráðstafanir stjórnarinnar verði teknar til endurskoðunar strax eftir páska en þeir vilja hins vegar ekki efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um þær eins og sumir þingmenn vinstra megin við þá hafa farið fram á. Fiskar og fé fást ekki bætt Kirmingham. Kn(landi, 2. aprfl. AP. MAÐIIK nokkur, sem varð fyrir því óláni aó missa flesta gullfi.sk- ana sína upp í gogginn á hungruó- um hegra, tapaði í dag máli, sem hann hafði höfðað af þessum sök- um, en hann gerði þær kröfur, að heimilistryggingin bætti honum skaðann. „Ég er búinn að fara með offjár í málareksturinn," sagði gullfiskaeigandinn, Frederick Parsons, 59 ára gamall lögfræð- ingur, en hann hélt því fram við réttarhöldin, að gullfiskarnir væru sams konar eign og sláttu- vél eða garöstóll og því ætti heimiiistryggingin að bæta hon- um missinn, sem hann mat á um 320 pund (um 15.000 ísl. kr.). Dómarinn féllst hins vegar á þá röksemd tryggingafélagsins, að gullfiskarnir 57, sem hegrinn tíndi upp úr tjörninni, hefðu ver- ið búfénaður eða húsdýr og því ekki inni í heimilistryggingunni. Þegar dómurinn hafði verið kveðinn upp sagði Parsons, að það væri þó huggun harmi gegn, að hegrinn hefði líklega sprengt sig á gullfiskaátinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.