Morgunblaðið - 03.04.1985, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 3. APRÍL 1985
Með varðskýli að vopni
Símamynd-AP.
HKRSKAIR verkfallsmenn í Kaupmannahöfn reyndu í fyrradag að brjóta sér leið inn í Kristjánsborgarhöll er
þar stóð yfir þingfundur. Þeir höfðu varðskýli lífvarða drottningar að vopni. Lögregla kom hins vegar í veg fyrir
að þessi ráðagerð heppnaðist.
Bandarísk eftirlitsnefnd:
San Salvador o* Waahinf(tont 2. apríl. AP.
BANDARÍSK nefnd, sem fylgdist
með kosningunum til þings og borg-
arstjórna í El Salvador á sunnudag,
segir að þær hafi verið fullkomlega
frjálsar og óhlutdrægar. Telur
nefndin, sem skipuð er átta
mönnum, að kosningarnar séu til
marks um að lýðræði sé að festa
Vestur-Þýskaland:
Hryðjuverkamenn
dæmdir í ævilangt
fangelsi fyrir morð
Stuttgirt, 2. apríl. AP.
TVEIR helstu leiðtogar „Rauða herflokksins“ í Vestur-Þýskalandi voru í
dag dæmdir í ævilangt fangelsi fyrir morð, mannrán og fleiri glæpi. Það var
réttur í Stuttgart, sem kvað úrskurðinn upp, en málaferlin hafa staðiðí 14
mánuði.
rætur í landinu þrátt fyrir að haldið
sé uppi skæruhernaði gegn stjórn-
völdum.
í nefndarálitinu er farið sér-
stökum lofsyrðum um her E1
Salvador, sem nefndarmenn segja
að hafi ekki á neinn hátt blandað
sér inn í kosningabaráttuna.
Kjörstjórn hefur enn ekki
greint frá úrslitum kosninganna
þar sem talningu er ekki að fullu
lokið, en talsmenn Kristilegra
demókrata, flokks Duartes for-
seta, segja að flokkurinn hafi
fengið hreinan meirihluta á 60
manna þjóðþingi landsins, 33 sæti.
Hann hafði áður aðeins 24 sæti.
Caspar W. Weinberger:
Drápið á Bandaríkja-
manninum í A-Þýska-
landi úthugsað morð
Washington og Moskvu, 2. aprfl. AP.
Bandaríski varnarmálaráðherrann, Caspar W. Weinberger, sagði í dag, að
drápið á bandaríska hernaðarsendinefndarmanninum í Austur- -Þýskalandi
hefði verið úthugsað og sýndi ! hnotskurn raunverulega stefnu Sovétríkjanna.
Hefur ráðherrann ekki fyrr verið svo harðorður út af þessum atburði.
Á fundi með fréttamönnum líkti lega muninn á þjóðfélagskerfunum
hann drápinu á sendifulltrúanum
við þann atburð, er Sovétmenn
skutu niður kóresku farþegaþotuna
1983, og kvaðst ekki geta sætt sig
við þá skýringu, að hér hefði aðeins
verið um að kenna „skotgleði".
„Þarna var það fleira sem kom
við sögu en einn sovéskur hermað-
ur. Ég tel, að sá ruddaskapur sem
fólst í þessu morði, eins og við höf-
um kosið að kalla það, sýni glögg-
tveimur.
Ríkisfjölmiðlarnir í Moskvu
skýrðu fyrst frá því í dag, að band-
aríski utanríkisráðherrann hefði á
laugardag átt fund með sovéska
sendiherranum í Washington, An-
atoly Dobrynin, til þess að ræða
um þann atburð, er bandarískur
liðsforingi var skotinn til bana í
Austur—Þýskalandi.
Bretland:
Námamenn aflétta
yfirvinnubanninu
Shefficld, Knglandi, 2. aprfl. AP.
BRESKIR námamenn, sem hófu störf að nýju í síðasta mánuði eftir ársverkfall,
afléttu í dag 17 mánaða gömlu yfirvinnubanni.
Kosningarnar í E1 Salva-
dor frjálsar og óhlutdrægar
Stjórnarnefnd ríkiskolanámanna
hefur sagt, að aflétting yfirvinnu-
bannsins mundi gera kleift að hefja
viðræður um kjaramál, auk þess sem
unnt yrði að setja framleiðslu allra
174 náma ríkisins á fulla ferð.
Þegar Roger Windsor, fram-
kvæmdastjóri námamannasam-
bandsins, tilkynnti þessa ákvörðun
eftir sérstakan fulltrúaráðsfund,
hrópuðu herskáir námamenn háðs-
lega: „Þú hefur selt okkur fyrir 30
silfurpeninga."
122 fulltrúar greiddu atkvæði með
því að hætta yfirvinnubanninu, en 74
voru á móti.
Bannið var sett 31. október 1983 til
að mótmæla 5,1% kauphækkunar-
boði stjórnarnefndar kolanámanna
og áætlaðri lokun 20 náma, sem tap-
rekstur var á.
Forseti námamannasambandsins,
Arthur Scargill, hafði hvatt til þess
að yfirvinnubannið yrði látið hald-
ast, þar til 700 námamenn, sem
reknir voru meðan á verkfallinu
stóð, hefðu verið ráðnir á ný.
Kýpur:
Líbýumaður lést
eftir skotárás
Nicosiu, Kýpur, 2. aprfl. AP.
LÍBÝSKUR kaupsýslumaður og útgerðarmaður lést í dag eftir skotárás, sem hann
varð fyrir á skrifstofu sinni í miðborg Nicosiu í dag, og var árásarmaðurinn arabi,
að sögn lögreglunnar.
f tilkynningu lögreglunnar kemur
fram, að Líbýumaðurinn hét Ahmed
Al-Barrani, og var 35 ára að aldri.
Lést hann á sjúkrahúsi tveimur
klukkustundum eftir að komið var
með hann þangað.
Barrani hefur nokkur undanfarin
ár rekið inn- og útflutningsverslun á
Kýpur ásamt frænda sinum, og voru
þeir báðir taldir andstæöingar lfb-
ýska þjóðarleiðtogans, Moammars
Khadafys.
Þau Brigitte Mohnhaupt, sem er
35 ára, og Christian Klar, sem er
32 ára, voru fundin sek um að hafa
árið 1977 skotið til bana Siegfried
Buback, ríkissaksóknara Vestur-
Þýskalands, og tvo lífverði hans,
Jurgen Ponto, bankastjóra, og
iðnrekandann Hans-Martin
Schleyer og fjóra lífverði hans.
Þau voru einnig fundin sek um
að hafa árið 1977 gert tilraun til
að ráða af dögum Frederick J.
Kroesen hershöfðingja, þáverandi
yfirmann herafla Bandaríkjanna í
Evrópu, og hafa árið 1981 reynt að
sprengja upp skrifstofur ríkissak-
sóknara Vestur-Þýskalands í
Karlsruhe.
Imedla verdi ekki
í forsetakjöri
Manila, I. apríl AP. ^
BLAS OPLE, verkamálaráðherra Kilippseyja, sagði í blaðaviðtali í dag, að innan-
andsástand í Kilippseyjum gæti orðið mjög varasamt, ef Imelda Marcos, núver-
andi forsetafrú, byði sig fram til forseta, þar sem svo kynni að fara, að herinn í
iandinu yrði notaður til þess að tryggja kjör hennar.
Þeir, sem taldir hafa verið koma
til greina í forsetaembættið í fram-
tíðinni, eru, auk Imeldu, Ople sjálf-
ur, en einnig Juan Ponce Enrile,
varnarmálaráðherra, Arturo Tolent-
ino, fyrrum utanríkisráðherra, og
iðnrekandinn Eduardo Cojuanco.
Ople sagði, að áður en Imelda byði
sig fram, yrði hún fyrst að kanna
vinsældir sínar á meðal þjóðarinnar.
Górillan Koko fékk
loks nýjan kettling
WoodHÍde, Kalifornm. 2. aprfl. AP.
GÓRILLAN Koko hefur loksins
fengið nýjan kettling eftir að fyrri
kettlingur hennar varð undir bif-
reið og dó skömmu fyrir síðustu
jól. Fer vel á með þeim, en karlgór-
illan í dýragarðinum í Woodside
hefur misskiíió allt saman og telur
sig eiga kettlinginn. Alvarlegir
árekstrar hafa þó ekki orðið og
báðar górillurnar fá að leika sér
við kettlinginn sem enn hefur ekki
verið skírður.
Koko er fræg górilla. Hún get-
ur talað við fólk á sérstöku
merkjamáli sem henni hefur
verið kennt og kann hún 500
tákn. Er hægt að halda uppi
sæmilega innihaldsríkum sam-
ræðum við hana. Coleen Corey,
umsjónarmaður dýrasafnsins f
Woodside, sagði í dag, að Koko
AP/Slmamynd
Koko hamingjusöm með nýja
kettlinginn ...
hefði orðið mjög sorgbitin og
grátið er kettlingurinn „All
Ball“ dó á síðasta ári og hefði
hún strax látið þess getið að hún
vildi annan kettling. En hún
vildi velja hann sjálf og hann
varð að vera af sjaldgæfri teg-
und sem heitir „rnanx", en þeir
eru skottlausir. Eftir mikla leit
fannst högni af „manx“-tegund
og var Koko færður kötturinn.
„Koko var spæld að fá ekki að
velja köttinn sjálf, en lét þó
kyrrt liggja og síðan hefur sam-
band Koko og kattarins farið
batnandi með hverjum degi,
karlgórillan hefur einnig i vax-
andi mæli reynt að ná athygli
kattarins og leikur sér einnig við
hann. Hann heldur að hann eigi
kisuna og við vonum að það sjóði
ekki upp úr,“ sagði ungfrú Corey.