Morgunblaðið - 03.04.1985, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 03.04.1985, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. APRlL 1985 43 * Abendingar Umferðarráðs vegna páskaumferðarinnar: Hætta á grjótkasti meiri en venjulega MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Um- ferðarráði: „Nú sem endranær hyggja ugg- laust margir á ferðalog innanlands um páskana. Því er hyggilegt að huga að þeim búnaði sem hæfir ferðalögum á þessum árstíma. Mikilvægt er, að þeir sem ætla á fjöll eða aka um fjallvegi geri sér grein fyrir að nú er allra veðra von og færð getur spillst fljótt. Hlýjan fatnað og teppi er sjálfsagt að hafa meðferðÍ8. Einnig keðjur, skóflu, dráttartaug og nauðsynlega vara- hluti. Áður en lagt er af stað í fjalla- ferðir, þarf að kanna veðurútlit og færð. Nauðsynlegt er að tímasetja ferðina og gefa einhverjum upp fyrirhugaða leið og hvenær á að koma til byggða. Slíkt getur komið í veg fyrir áhyggjur skyldmenna, og jafnvel óþarfa leit. Flestir aka enn á grófum vetr- arhjólbörðum og malarvegir eru víða orðnir auðir. Hættan á grjót- kasti er þvf mun meiri en venju- lega. Því er brýnt að draga vel úr ferð við mætingar, og haga framúr- akstri í samræmi við aðstæður. Notkun ökuljósa hefur aukist mikið og sannað ágæti sitt. Á blautum og forugum vegum verður bíllinn oft samlitur umhverfinu og sést illa. Ökuljósin eru því oft það eina sem við sjáum þegar bíll nálg- ast. Þegar for sest á ljósker, dofna ljósin og verður því að þurrka af þeim eða þvo reglulega. Stöðuijós má aldrei nota í akstri. Væntanlega verður mikil umferð við skíðastaði landsins. Förum ekki á vanbúnum bílum í skíðalöndin, því það veldur erfiðleikum og Lög um almannafrið á helgi- dögum þjóðkirkjunnar: „Ekki í takt óþægindum í umferðinni. Ganga verður þannig frá bílum í bílastæði að þeir trufli ekki eða tefji aðra umferð. Vélsleðamenn sem verða þar sem skíða- og göngufólk er á ferð, verða að sýna tillitssemi. Margir hestamenn verða vænt- anlega á ferð á eða við vegi lands- ins. Æskilegt er að þeir ríði utan vega þar sem því verður við komið, en velji annars fáfarna vegi. öku- menn verða að muna að hesturinn er lifandi vera sem skynjar um- ferðina á annan veg en við. Um leið og Umferðarráð óskar öllum ferðalöngum góðrar ferðar minnir það á að í páskaumferðinni höfum við tillitssemi við samferða- menn að leiðarljósi. Bílbeltin spennt, ökuljósin kveikt og ökum á jöfnum hraða. Það sparar bensín og veldur minni streitu. Vart þarf að minna á að akstur og ölvun á ekki saman. Kæruleysi í þeim efn- um getur eyðilagt helgina fyrir fullt og allt — jafnvel framtíð ótal- inna aðila.“ Isfuglar í Háskólabíó MEÐFYLGJANDI mynd er af Saren Kragh Jacobsen, dönskum leikstjóra, en Háskólabíó frum- sýndi síðastliðinn laugardag mynd hans, „ísfuglarnir“ og var Saren Kragh viðstaddur frumsýninguna. í fréttatilkynningu frá Há- skólabíói segir m.a., að sýningar þessarar myndar sé liður í til- raun Háskólabíós til að kynna danskar kvikmyndir. „Reynslan hefur sýnt að þær eru fyllilega sambærilegar við það besta sem er á markaðnum í dag,“ eins og segir orðrétt í tilkynningunni. Kynning þessarar myndar hefur hlotið styrk frá Norrænu ráðherranefndinni, en myndin hefur hlotið nokkur verðlaun. Loksin 5 3 * ■m ■% ■ i wm. ■ m i ■ m ■ ■ m ■ J kjúklingur inn sem sli &íg< ign I 1 IHIMIVII IKKI 1 Danski HELGARKJÚKLINGURINN náöi strax miklum vinsældum í Danmörku, enda danir miklir matmenn og láta ekki bjóða sér hvaö sem er. Þess vegna fengum við hjá ÍSFUGL danskan matvælafræðing til að sjá um framleiðsluna á íslenska HELGARKJÚKLINGNUM og af honum er enginn svikinn. viö þjóðlífið“ — segir William Th. Möller aðalfulltrúi lögreglustjóra „Það er vist óhætt að fullyrða að lög um almannafrið á helgidögum þjóðkirkjunnar eru ekki lengur I takt við þjóðlífið og þyrfti að endur- skoða,“ sagði William Th. Möller, að- alfulltrúi lögreglustjóra, þegar hann var spurður um hvernig gengi að framfylgja lögunum. „Lögin bera þess merki að þau eru frá 1926 en á meðan þau eru í gildi sjáum við um að framfylgja þeim.“ t lögunum kemur fram að allt skemmtanahald er bannað á föstu- daginn langa, frá kl. 6 á laugardag fyrir páska og allan páskadag. Lit- ið samræmi er i þessum laga- ákvæðum. Sjónvarpið er til dæmis ekki með sérstaka helgidagskrá á laugardagskvöldi fyrir páska þegar bannaðar eru sýningar í kvik- myndahúsum eftir kl. 6 þann dag. Dansleikir eftir kl. 12 á miðnætti aðfaranótt páskadags eru ekki leyfðir. „Þegar sótt var um leyfi fyrir tónleika Megasar yfir hátíðarnar, þótti ekki ástæða að amast við þeim. Enda er hér um flutning á kirkjulegri tónlist að ræða og for- dæmi fyrir því að slíkir tónleikar hafi verið leyfðir," sagði William. Leitað var eftir áliti sr. ólafs Skúlasonar, dómprófasts, á tón- leikum Megasar, og sagði hann að sér hefði ekki fundist fært að banna Hallgrim Pétursson á pásk- unum. „Annað mál er að Passíusálm- arnir verða fluttir þarna f annarri útgáfu en við erum vön. En ef menn túlka þá i fullri alvöru eins HELGARKJÚKLINGURINN er sérkryddaður kjúklingur, skorinn í bita og settur í álbakka, bakkann má síðan setja beint í ofninn úr frystinum og HELGARKJÚKLINGURINN er tilbúinn á 50 mín. _ _ Sérkryddaóur Helgara\ngur Heill kjúklingur skorinn i 8 bita PÁSKAMATURINN í ÁR ísfugl Hálfur kjúklingur skonnn 4bita Hclga Wímr 4ATH£«e>blA ísfugl isfugl Fuglaslaturhusio varmá Reykjavegi 36 Mosfellssveit Simi: 666103
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.