Morgunblaðið - 03.04.1985, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.04.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. APRfL 1985 29 Sartzetakis, nýr forseti Grikklands: Prúður og hugrakkur maður sem hefur haldið sér utan við stjórnmálaþras CHRISTOS Sartzetakis nýkjörinn forseti Grikklands er óneitanlega í sérkennilegri aöstöðu þegar hann hefur tekið við embætti forseta. Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á gríska þinginu, Nýi lýðræðisflokkurinn, hefur lýst kjör hans ólöglegt og kunngert að flokkurinn muni hundsa forsetann. Eins og skýrt hefur verið frá í fréttum fékk Sartzetakis 180 atkvæði, nákvæmlega þann fjölda sem þurfti í þriðju atkvæðagreiðslu á gríska þinginu. Papandreu fékk þingmenn Kommúnistaflokksins til liðs við PASOK og fáeina óháða þingmenn. Aftur á móti greiddu tveir PASOK-þingmenn Sartzetakis ekki atkvæði. Deilan stend- ur um, hvort forseti þingsins — sem gegndi stöðu forseta frá afsögn Konstantíns Karamanlis — hafi haft atkvæðis- rétt í kosningunum, en á atkvæði hans marði Sartzetakis þann atkvæðafjölda sem þurfti. Sjálfur hefur Sartzetakis ver- ið fámáll um niðurstöðuna, sagði þó er hann sór embættiseið, að hann teldi sig löglega kjörinn og sagðist mundu leggja sig fram um að uppfylla þær skyidur sem þessu embætti fylgja. Sartzetakis er fæddur í Salon- iki árið 1929. Hann lagði stund á lögfræði við háskólann þar i borg og stundaði síðan lög- mannsstörf í heimaborg sinni. Hann varð þekktur um gervallt Grikkland síðar vegna þess að hann var rannsóknardómari í Lambrakismálinu svonefnda. Vinstrisinnaður þingmaður Sal- oniki lézt í bilslysi eftir að hafa tekið þátt í mótmælum gegn kjarnorkuvigbúnaði i Saloniki árið 1963. Fljótlega komst sá orðrómur á kreik, að Lambrakis hefði verið fyrirkomið og niður- stöður Sartzetakis eftir 2ja ára rannsóknir leiddu i ljós að hér hefðu öfgasinnaðir hægrimenn verið á ferð. Síðar gerði Costa- Gavras fræga kvikmynd „Z“ um málið, eins og margoft hefur komið fram í fréttum. Eftir að Lambrakis-málinu lauk hélt Sartzetakis til Parísar til framhaldsnáms. Hann var kvaddur heim skömmu eftir að herforingjastjórnin hrifsaði völdin i landinu i april 1967. Christos Sartzetakis Hann var fljótlega litinn horn- auga af forsvarsmönnum stjórn- arinnar og var rekinn úr dóm- arastarfi sem hann gegndi í Voulos í Mið-Grikklandi. Þrjátíu aðrir kollegar hans vitt og breitt um landið voru einnig reknir. Hann sneri þá heim til Saloniki á ný og fékkst við almenn lög- fræðistörf um hríð. Hann hafði afskipti af málum ýmissa þeirra sem herforingjastjórnin lét handtaka og var loks tekinn sjálfur og fluttur til Aþenu og pyndaður af öryggislögreglu herforingjastjórnarinnar. Siðan sat hann í Korydallos-fangelsi í Aþenu, án þess að hafa þó hlotið formlegan dóm. Fjölskylda hans segir, að fangavistin og pynd- ingarnar hafi markað djúp spor f sál hans. Honum var sleppt árið eftir en þá höfðu lögfræðinga- samtök víða um heim beitt sér af miklum krafti fyrir því, að hann yrði látinn laus. Eftir að lýðræði var á ný kom- ið á í Grikklandi var Sartzetakis á ný settur til dómarastarfa og árið 1982 var hann skipaður hæstaréttardómari. Árið 1976 vakti hann enn athygli er hann var meðal dómara við áfrýjun- arrétt sem neitaði framsalskröfu vestur-þýsku stjórnarinnar á Rolf Pohle, félaga i Baader Meinhof-samtökunum, en hann hafði verið handtekinn í Grikk- landi. Hæstiréttur ógilti síðar þann úrskurð. Sartzetakis hefur ekki látið stjórnmál til sin taka og hefur orð fyrir að vera hlédrægur og lítt mannblendinn. Honum var ekki, fremur en öðrum, kunnugt um að Andreas Papandreu hefði augastað á honum f embætti for- seta landsins fyrr en örskömmu áður en tilkynning var gefin út um málið. Hann sagði þá að hann tæki þessari útnefningu af auðmýkt og væri snortinn af því trausti sem honum væri með þessu sýnt. Ýmsir létu engu að síður í ljós undrun á því að hann skyldi fall- ast á að vera í framboði. Þó svo að gagnrýnt hafi verið hvernig að forsetakjörinu var staðið, og menn telji framkomu Papandreu gagnvart jafn virtum og vinsælum þjóðhöfðingja sem Karamanlis hefur óumdeilan- lega verið, eru menn yfirleitt sammála um að Sartzetakis njóti mikillar virðingar og trausts þeirra sem hann þekkja. Sartzetakis er kvæntur og á tíu mánaða gamla dóttur. Kona hans starfar við Aþenuháskóla og þau hjón hafa búið i einni af útborgum Aþenu, en munu nú væntanlega flytjast i forseta- setrið. Stjórnmálaskýrendur segja að það sé nokkuð kaldhæðnislegt að jafn hófsamur og hlédrægur maður sem Sartzetakis skuli á þennan hátt hafa orðið hálfgild- ings leiksoppur dynta Pap- andreu forsætisráðherra og orsök ólgu og úlfúðar meðal landa sinna. Texti: Jóhanna Kristjónsdóttir. _ _ «• « * . n At/öintainyno Vændiskonur mótmæla Vændiskonur í París efndu til mótmæla í fyrri viku vegna áforma stjórnvalda um að binda enda á starfsemi þeirra í 270 íbúðum í „rauðljósahverfinu", Rue Saint-Denis, í borginni. Um eitt hundrað konur, sem huldu andlit sín með grímum, komu saman skammt frá Place de la Concorde og hugðust taka sér stöðu við Elysee-höll, embættisbústað Mitterrands forseta, en lögregla meinaði þeim það. Jimmy Carter: Geimvarnakerfið hindrar samkomulag New York. 2. aprfl. AP. ^ New York, 2. aprfl. AP. JIMMY Carter, fyrrum forseti Bandaríkjanna, sagði í viðtali við bandaríska sjónvarpsstöð í gær, að áætlanir stjórnar Ronalds Reagan um geimvarnarkerfi myndu líklega koma í veg fyrir að samkomulag tækist við Sovétmenn í afvopnunar- viðræðunum í Genf. í viðtali við Carter, sem birt var í The New York Times í gær, kem- ur fram að hann telur hugmynd- irnar um varnarkerfi í geimnum óraunhæfar, jafnt frá tæknilegu sem fjárhagslegu sjónarmiði. í sjónvarpsviðtalinu sagði Cart- er að afvopnunarviðræður í for- setatíð sinni, svonefndar SALT II-viðræður, hefðu verið gífurlega erfiðar, enda þótt þar hefði aðeins verið fjallað um langdrægar kjarnorkueldflaugar. Nú væri einnig verið að ræða um meðal- drægar eldflaugar og geimvarn- arkerfi og auðveldaði það ekki möguleika á samkomulagi. Jimmy Carter er um þessar mundir að senda frá sér bók, sem hann nefnir The Blood of Abra- ham, og koma þar fram viðhorf hans til ástandsins fyrir botni Miðjarðarhafsins. 1 bókinni sakar hann ísraela m.a. um að halda ekki fyrirheit sín I Camp David- samkomulaginu, að veita Palest- ínumönnum á vesturbakka Jórd- anár nokkurt sjálfræði. Khadafy hvetur til sjálfsmorðsárása Trípólí, Líbýu, 1. aprfl. AP. MOAMMAR Khadafy Líbýuforseti hvatti ný alþjóðleg samtök til að „beita róttæku ofbeldi**, þar á meðal sjálfsmorðsárásum, í því skyni að frelsa arabísk landsvæði, að því er hin opinbera líbýska fréttastofa, JANA, sagði frá í dag. Kadafy hélt ræðu á fundi, sem haldinn var í lok tveggja daga ráð- stefnu í Trípólí, en þangað hafði líbýski leiðtoginn stefnt arab- ískum skæruliðasveitum til þess að sameina þær allar í eina hreyf- ingu. JANA kvað þátttakendur m.a. hafa verið frá Sýrlandi, Irak og Líbanon, svo og úr PLO, úr röðum andstæðinga Yassers Arafat. „Takmark okkar er að breyta sjálfsmorðsatlögum einstakra arabískra borgara í skipulagðar aðgerðir fjöldahreyfingar," hafði JANA eftir Khadafy á fundinum. Bretland: Vörusending afturkölluö I.undúnum, 1. aprfl. AP. BRESKA viðskiptaráðuneytið greindi frá því í dag, að það hcfði stöðvað útflutning á mikilvægum hlutum í sérstaka ofna sem flytja átti til Sovétríkjanna. Hefðu ofnar af því tagi sem um er að ræða getað komið Sovétmönnum að miklu gagni við smíði kjarnorkueldflauga. í ofnunum, sem Sovétmenn höfðu pantað í Bretlandi, er hægt að framleiða sérstakt kolefnis- santband, sem er mjög hitaþoiið og er notað til að húða með kjarnaodda. Talsmaður ráðuneyt- isins sagði i dag, að þó Rússar hefðu fengið megnið af pöntun sinni áður en stjórnvöld gripu í taumana, væri það þó það mikil- vægasta úr henni sem þeir fengu ekki, hlutir sem Sovétmenn hefðu ekki þekkingu til að framleiða sjálfir, en yrðu að fá til þess að geta lokið smíði ofnanna. 30. leikvika — leikir 30. mars 1985 Vinningsröö: 111—212 — 211 — 22X 1. vinningur: 12 réttir — kr. 210.665,- 35183(4/11) 165799 2. vinningur: 11 réttir, kr. 13.886,- 8894 12711 41196 96960 11571(2/im 37030+ 60320 96970 Kærufrestur er til 22. apríl 1985 kl. 12 á hádegl. Kærur skulu vera skriflegar. Kaarueyöublöö fást hjá umboösmönnum og á skrifstofunni i Reykjavik. Vinningsupphæöir geta lækkaö, ef kærur veröa teknar til greina. Handhafar nafnlausra seöla (+) veröa aö framvísa stofnl eöa senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. Næsti getraunaseöíll — nr. 32 — veröur meö leikjum laugardaginn 13. april nk. GETRAUNIR íþróttamiöstööinni REYKJAVÍK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.