Morgunblaðið - 03.04.1985, Qupperneq 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1985
VIÐSKIPn AMNNULÍF
Mannffótti
írá Apple
Tölvufyrirtækid Apple ('omputer Inc. á nú við erfiðleika að stríða vegna
flétta ihrifamanna frá félaginu, minni sölu á nýjum tækjabúnaði en reiknað
hafði verið með, og vaxandi ýfinga milli starfsmanna hinna ýmsu deilda
félagsins.
Á undanförnum þremur mánuð-
um hafa fjölmargir áhrifamenn
sagt upp störfum hjá félaginu,
þeirra á meðal Steve Wozniak,
annar tveggja stofnenda þess, og
fjármálastjórinn Joseph Grazi-
ano. Og fyrir hálfum mánuði
kvaðst Kenneth R. Zerbe aðstoð-
arrekstrarstjóri fyrir Rómönsku
Ameríku, Austurlönd fjær og Afr-
íku, ætla að fara á eftirlaun þegar
hann verður fimmtugur í nóv-
ember.
Af öðrum áhrifamönnum, sem
sagt hafa skilið við Apple má
nefna Frank Leonardi, sem hafði
yfirumsjón með dreifingu til
verzlana, Jean Richardson auglýs-
ingastjóra, David Larsen sölu-
stjóra Apple Il-deildarinnar og
John Rizzo sölustjóra fyrir Lisa-
tölvur og fylgibúnað Macintosh-
tölva.
Auk þess sem Steve Wozniak,
annar stofnendanna, hættir nú
störfum, hefur hann selt svo til öll
hlutabréf sín i félaginu, en hann
var þriðji stærsti hluthafinn.
Næststærsti hluthafinn var A.C.
Markkula Jr., einn framkvæmda-
stjóra Apple. Hann seldi í janúar
500 þúsund bréf í Apple fyrir rúm-
ar 15 milljónir dollara.
Þessi mikli flótti hæfileika-
manna úr áhrifastöðum hlýtur að
valda nokkrum ruglingi í rekstrin-
um, þótt aðalforstjórinn, John
Sculley, beri á móti því. Einn
þeirra áhrifamanna sem eftir sitja
hjá félaginu, komst svo að orði að
á korti yfir verkaskiptingu stjórn-
unar fyrirtækisins, væri nú allt
útkrotað í TBH, sem merkir „to be
hired“ (eftir að ráða í stöðuna).
„Það er erfitt að fá hlutina fram-
kvæmda," sagði hann.
Apple II-deildin, sem megnið af
hagnaði félagsins kemur frá, á við
annað vandamál að stríða. Þar er
starfsandinn vægast sagt ekki
góður, og segja starfsmenn að
deildin sé útundan hjá stjórnend-
um. Steve Wozniak er þeim sam-
mála. Hann segir að stjórnendur
fyrirtækisins hafi dregið nauð-
synlegar tækniumbætur í Apple
II-deildinni svo árum skipti með-
an verið var að þróa Apple III- og
Lisa-tölvurnar, en þetta voru
einkatölvur og misheppnaðar i
þokkabót. Á fyrsta ársfjórðungi
reikningsársins hjá Apple, sem
lauk 28. desember, var heildarsaia
Apple 698,3 milljónir dollara, og
70% þeirrar upphæðar fengust
fyrir Ápple II.
Á RÉTTUM TÍMA — Halla Hreggviðsdóttir frá Auk hf.
hafði tímaskynið i lagi þegar hún sótti Time Manager-námskeið
Stjórnunarfélagsins i síðustu viku. Hún reyndist vera þúsundasti
þátttakandinn á þessum námskeiðum hér á íslandi sem varð til
þess að Time Manager International heiðraði hana með vönduð-
ustu útgáfunni af Time Manager-bókinni. Leiðbeinandinn vin-
sæli, Anne Bögelund-Jensen, afhendir Höllu hér bókina, Árni
Gunnarsson, framkvæmdastjóri Stjórnunarfélagsins, fylgist með.
YFIR HAFIÐ — Evrópumenn sem ætla til Amerflcu leita nú hagstæðustu fargjalda vestur um haf
vegna hærri dvalarkostnaðar i Ameríku og þess njóta Flugleiðir.
Ferðamál
Evrópumenn leita ódýrra
ferða hjá Flugleiðum
Hækkun dollarans hefur komið
sér vel fyrir Norður-AtlanUhafsfiug
Flugleiða. Bandaríkjamenn ferðast í
auknum mæli og slæðingur af Evr-
ópumönnum treystir sér enn til
Bandaríkjanna. „Fólk er hikandi við
að fara til Bandarfkjanna um þessar
mundir vegna mikillar umfjöllunar
um hækkun dollarans í fjölmiðlum
að undanförnu,“ sagði Davfð Vil-
helmsson, forstöðumaður austur-
svæðis Flugleiða í FrankfurL „En
það hefur komið okkur vel að fólk
leitar nú að hagstæðari ferðum yfir
hafið þar sem að það þarf að greiða
meira fyrir dvalarkostnað en áður.
Það leitar eftir ódýrari ferðum á sér-
fargjöldum hjá okkur.
Sætanýting okkar hefur aukist
nokkuð á síðustu mánuðum en
minnkað hjá öðrum flugfélögum.
Keppninautar okkar hafa lítið
sem ekkert hækkað flugfargjöldin
til Bandaríkjanna, þrátt fyrir
gengissigið, og við tökum mið af
þeim.
Ég tel að hækkun dollarans hafi
ekki bein áhrif á ferðir Evrópu-
manna til íslands. En við höfum
sívaxandi áhyggjur af verðlagi á
íslandi. Kaupgeta fólks í Vestur-
Evrópu hefur verulega minnkað á
undanförnum árum og það getur
ekki lengur leyft sér mjög dýr
ferðalög."
Egyptar kaupa Harrods
Brezka viðskipta- og iðnaðarráðuneytið hefur úrskurðað að ekkert sé því
til fyrirstöðu að Al-Fayed fjölskyldan fái að kaupa fyrirtækið House of Fraser
PLC, og lýkur þar með átta ára deilum um yfirráð yfir Fraser, sem meðal
annars á stórverslunina Harrods f London.
Al-Fayed fjölskyldan er egypzk
og á fyrirtækið Alfayed Invest-
ment Holdings PLC, sem boðið
hefur 615 milljónir punda (tæpa
30 milljarða ísl.kr.) í House of
Fraser. Nú þegar hafa eigendur
rúmlega 50% hlutafjár fallizt á
tilboð Alfayed.
Ráðuneytið hefur einnig leyst
fyrirtækið Lonrho PLC undan yf-
irlýsingu frá árinu 1981, um að
það ætlaði að yfirtaka Fraser, en
sú ákvörðun ráðuneytisins kom of
seint til að Lonrho og aðalfram-
kvæmdastjóri þess, Roland W.
Rowland, gætu lagt fram nýtt
kauptilboð í Fraser. Paul Spicer,
einn framkvæmdastjóra Lonrho,
hefur fordæmt ákvörðun ráðu-
neytisins, sem hann segir vera
„skrípaleik" og „hneyksli".
Stjórnendur Fraser hafa hins-
vegar lýst yfir ánægju sinni vegna
þessara málalykta, og þvi að nú sé
lokið tilraunum Rowlands til að
yfirtaka Fraser. Varðandi mót-
mæli Lonrho vegna sölunnar,
sagði Roland Smith, stjórnarfor-
maður Fraser, að þetta væri svip-
að því að koma á réttan brautar-
pall, en sjá þá að lestin er farin.
Lonrho hafði skorað á yfirvöld
að stöðva söluna til Al-Fayed fjöl-
skyldunnar, og gefið í skyn að nýtt
tilboð væri væntanlegt frá
Lonrho. Paul Spicer sagði að það
væri þó einn ljós punktur varð-
andi söluna fyrir Lonrho. Félagið
hefði hagnazt um 80 milljónir
punda á því að selja Al-Fayed þau
hlutabréf sem það hafði átt í
Fraser.
Al-Fayed bræðurnir, Mohamed,
Ali og Salah, eru miklir aðdáend-
ur alls sem brezkt er, en afi þeirra
varð vellauðugur á sölu á bómull
til Bretlands. Meðal eigna bræðr-
anna má nefna Ritz-hótelið í Par-
ís, sem þeir keyptu árið 1978 fyrir
30 milljónir dollara, en einnig á
fjölskyldan fleiri fasteignir í New
York, London og París, skipafélög
sem annast flutninga á Miðjarð-
arhafi og hlutabréf í National
Bankshares Corp. í Texas.
House of Fraser á yfir 100 verzl-
anir i Bretlandi, en áætlað er að
Harrods sé tvöfalt verðmætari en
allar hinar verzlanirnar saman-
lagt. Það var Henry Charles Harr-
od sem stofnaði verzlunina árið
1849, og þá sem litla matvörubúð.
Nú koma að meðaltali 50.000 við-
skiptavinir í verzlunina á degi
hverjum, um 40% þeirra útlend-
ingar. Þar fæst nú flest það sem
hugurinn girnist, allt frá spínats-
safa á £ 1,30 upp í taflmenn sem
kosta £ 5.000,-. í verzluninni er
starfandi banki, bókasafn með út-
lánsdeild, ættfræðirannsóknadeild
og jafnvel deild sem annast útfar-
ir.
Á reikningsárinu sem lauk 30.
janúar varð hagnaður Harrods
fyrir skatta um £ 27 milljónir, en
árssalan nam £ 270 milljónum.
Alls nemur hagnaður Fraser á ár-
inu fyrir skatta um 48 milljónum
punda, sem er 24% meira en árið á
undan.
Heimilistölvur í erfiðleikum
Ákvörðun International Business
Machines Corporation um að hætta
smíði PCjr tölvunnar hefur vakið
upp á ný spurningu sem framleið-
endur heimilistölva hafa frá upphafi
veríð að spyrja sjálfa sig: Hvar er
markaðurinn fyrir þennan tækni-
búnað?
Þegar talsverður fjðrkippur
kom i söluna fyrir síðustu jól,
héldu framleiðendurnir að þeir
hefðu fundið svarið. Þá virtist eft-
irspurnin vera að færast frá $ 200
tðlvunum eins og Commodore 64
yfir í afkastameiri tölvur sem
kostuðu nálægt eitt þúsund doll-
urum, eins og Apple II og PCjr.
En strax eftir jólin datt botninn
úr sölunni, sem varð til þess að
IBM hætti við PCjr og gaf í skyn
að ekki yrðu fleiri tilraunir gerðar
í bili á þeim markaði. Þá dróst
salan saman hjá Apple Computer
Company, og félagið neyddist til
að loka verksmiðjum sínum í eina
viku til að draga úr birgðasöfnun.
Það er áríöandi að fá svör við
spurningunum um hvar markað-
urinn fyrir heimilistölvur sA eða
hvort það sé yfirleitt nokkur
markaður fyrir þær, ekki sízt
fyrir fyrirtæki eins og Atari
Corporation og Commodore Inc.,
sem bæði hafa boðað að þau komi
síðar á þessu ári með nýjar og
afkastameiri tölvur á markaðinn,
sem kosti 500—1000 dollara, eða
svipað verð og var á Apple II og
PCjr.
Þessar nýju tölvur eiga að vera
fjölhæfari og auðveldari f notkun
en Apple II og PCjr, en ekki er
víst að það dugi til.
Til lengdar má ætla að fram-
leiðslustöðvunin á PCjr hjá IBM
komi öðrum tölvufyrirtækjum til
góða, en þó ekki strax. Reikna má
með talsverðu framboði á PCjr-
tölvum á kostakjörum meðan
birgðir endast, og gæti það haft
slæm áhrif á söluna á Apple II og
nýju tölvunum. Einnig getur
ákvörðun IBM um að hætta smfði
heimilistölvunnar dregið úr
áhuga kaupmanna á að verzla
með nýju tölvurnar frá Atari og
Commodore.
Þrátt fyrir allt telja ýmsir sér-
fræðingar að markaðurinn sé
vissulega fyrir hendi, og að IBM
hafi einmitt fundið hann fyrir jól-
in, þegar félagið lækkaði verðið á
PCjr niður fyrir $ 900. Vandinn
hjá IBM hafi verið sá að félagið
hafði engan hagnað af að selja
tölvurnar fyrir 900 dollara, og nú
er erfitt að finna kaupendur að
tölvunni fyrir $ 1.400, eins og hún
kostar með öllum aukabúnaði. Þá
hefur það ekki orðið til að örva
söluna að ýmsir gallar komu fram
þegar tölvan kom fyrst á markað-
inn, sem mikið var rætt um og
ritað. Má þar til dæmis nefna
gúmmíklætt stafaborð, sem sumir
vildu segja að líktist tyggi-
gúmmíi, en það var fljótlega
endurbætt. Þá töldu ýmsir að
PCjr væri of mikið sambland af
skrifstofutölvu og heimilistölvu.
Ekki alveg nógu afkastamikil sem
skrifstofutölva, enda vildi IBM
ekki keppa við sjálft sig á þeim
markaði, og í dýrara lagi sem
heimilistölva, auk þess sem hún
var ekki búin teikniskjá, sem þó
fylgdi ódýrari tölvum frá Atari og
Commodore.
Skólamarkaðurinn fyrir tölvur
er á vissan hátt mikilsverður fyrir
framleiðendur heimilistölva, og
þar hafði Apple komið sér vel
fyrir. Þótt markaðurinn sé ekki
stór í skólurum, vilja þó margir
kaupa samskonar heimilistölvur
aðallega keyptar vegna leikja sem
þær buðu upp á, kennsluefnis eða
bara af forvitni. Enn er offram
boð á markaðnum, af kennsluefni
fyrir börn og unglinga. Nú er
hinsvegar talið að fleiri festi kaup
á heimilistölvum vegna atvinnu
sinnar, svo sem textavinnslu, sem
inna má af hendi heima. En engan
veginn er ljóst hver þörfin er fyrir
þesskonar heimavinnu.