Morgunblaðið - 03.04.1985, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.04.1985, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3, APRÍL 1985 9 Þörungar valda tjóni í norskri fiskeldisstöð í SlÐUSTU viku drápust 50.000 laxar og 18.000 urriðar í fiskeldisstöð í Hjelmeland á Rogalandi í Noregi þegar mikinn þörungamassa rak inn í stöðina. Þegar vart varð við þörungamassann reyndu starfsmenn stöðvarinn- ar að slátra eins miklu af fiski og þeir gátu en af 5 tonnum sem slátrað var reyndist aðeins hægt að nýta 2 tonn fiskurinn rotnaði. Vandamál vegna þörunga eru þekkt í norskum fiskeldisstöðvum og hefur þeirra einnig orðið vart í Skotlandi og Færeyjum, en hefur aldrei orðið vart hér á landi. Við viss skilyrði í sjónum verður mik- ill vöxtur í þörungum (þörunga- blómstrun) þannig að úr myndast massi sem getur rekið inn í firðina og í eldiskvíarnar. Fara þörung- arnir síðan í tálknin á fiskinum þannig að hann drepst úr súrefn- til reykingar vegna þess hversu hratt isskorti eða eitrun. I þessu tilviki er ekki vitað hvort eitrun eða súr- efnisskortur var að verki. Sam- kvæmt því sem segir í norska blaðinu Fiskaren um þennan at- burð varð sjórinn í fiskeldisstöð- inni í Hjelmeland á litinn eins og mjólk hefði verið hellt í hann, og sást ekki nema 30 sm niður fyrir yfirborðið þegar þörungamassinn var kominn í stöðina. Tölvunámskeið hefur gífurlegri útbreiðslu um allan hinn tölvuvædda heim undanfarin misseri. Lotus 1-2-3 er fáanlegt á flestar gerðir 16 bita smátölva. f þessum hugbúnaði sameinast öflugur töflureiknir (spreadsheet), gagnagrunnskerfi (database) og síðast en ekki síst grafisk framsetning upplýsinga. Þessi þrjú kerfi vinna náið saman (integrated), og með því hafa náðst áður óþekktir möguleikar í gagnavinnslu á minni tölvur. Skíma, málgagn móð- urmálskennara Skíma, málgagn móöurmálskennara, 1. tölublað 1985, er komiö út. Staksteinar fletta lauslega upp í þessu riti, sem rétt þykir aö vekja athygli á, og á tvímælalaust erindi til alls áhugafólks um íslenzku, leikra manna sem læröra. En hafa verður í huga að hér eru tíundaöar örfáar setningar, slitnar úr samhengi viö lengra mál, og þjóna hér frem- ur þeim tilgangi aö hvetja fólk til nánari skoðunar en vera tæmandi á nokkurn hátt. Islenzk málstefna lón Itilmar Jónsson cand. mag., sérfræðingur við Orðabók Háskólans, segir svo um hugtakið mál.stefna í grein í Skímu: „llugtakið virðist mega skilgreina á þann veg að átt sé við meðvitaða við- leitni til að beina þróun tungumáls í tiltekna átt út frá ákveðnu heildarviðhorfi til málefna þess.“ Hann segir ennfremur: „Fáar þjóöir munu áhugasamari um tungu sína en íslendingar sé höfð hliðsjón af öllu því sem rætt er og ritað um mál- farsleg efni og fram kemur í blöðum og útvarpi og á öðrum opinberum vett- vangL Segja má að öll þessi umræða einkennist öðru fremur af einlægum trúnaði við ríkjandi mál- hefð og megininntak þeirr- ar málstefnu sem ég lýsti hér að framan.“ Málvönd- unarmenn — málnöldr- unarmenn Höskuldur Þráinsson, prófessor í málfræði við Háskóla fslands, segir m.a. í Skjmu: „Ég beld að það sé nauð- synlegt að gera skólanem- endum skýra grein fyrir hugtökunum rétt, rangt, gott og vont í máli. Lang- eðlilcgast er að fara þá leið sem Baldur Jónsson fer í margnefndu eríndi st'nu að útskýra fyrir mönnum að rétt er það sem samrýmist einbverri málvenju, rangt það sem fer í bága við allar málvenjur...“ Hann segir ennfremur: „Kennarar og leiðbein- endur þurfa að vera já- kvæðir og örvandi en ekki neikvæðir og niðurdrep- andi. Og þetta gildir líka að nokkru leyti um þáttinn Daglegt mál. Sá þáttur er oft fiuttur í rangri tónteg- und, ef svo má segja. I>etta er gjarna hálfgerður nöld- urtónn eða hæðnistónn þannig að þættirnir verða bara hundleiðinlegir. Menn sem þannig fiytja mál sitt ættu ekki að kail- ast núUvöndunarmenn heldur málnöldrunarmenn og málnöldrunarstefna er ekki góð stefna." Ahrífavaldar í mótum málfars Indríði Gíslason, dósent við Kennaraháskóla fs- lands, veltir fyrir sér I Slúmu, hverjir séu helztu áhrifavaldar í mótun mál- fars. „Er það víst,“ spyr hann, „að skólinn, nánar tiltekið móðurmálskennar- inn, sé sterkasti áhrifavald- urinn í mótun málfars? I*cssari spurningu verður hvorki svarað með jái eða neii. Hitt má draga fram að fieirí eru fyrirmyndirnar vissulega." Indriði nefnir m.a.: 1) fjölmiðla, 2) samfélags- hópa (vinnustaði, atvinnu- stéttir), 3) heimili (for- eldri). „Því má ekki gleyma," segir Indriði, „að börnin koma í skóla með nokkuð vel mótað málkerfi og orðafar. Hafa þau ekki þegið þá mótun á heimilum sínum og í nánasta um- hverfi?“ Þjóð og tunga Olafur Oddsson cand. mag., kennari við Mennta skólann í Reykjavík, vitnar til Jóns Sigurðssonar í Nýj- um félagstíðindum 1842, en þar segir: „Og það er sannreynt í allri veraldarsögunni, að með hnignun málsins hef- ur þjóðunum hnignað, og viðrétting þess og endur- sköpun hefur fylgt eða öllu heldur gengið á undan við- réttingu og endursköpun þjóðanna... “ Svipuð viðhorf segir Olafur að komi fram hjá Stephani G. Stephanssyni: „Ið greiðasta skeið til að skrílmenna þjóð / er skemmdir á tungunni að vinna." „Við kcnnarar erum að reyna að kenna réttritun," segir Ólafur, „með ærinni fyrírhöfn. Þá koma aðrir og senda um allar jarðir tölvu- prentuð gögn, sem eru um sumt í harla litlu samræmi við opinberan rithátt Á lít- ilfjörlegum launaseðli mín- um frá sl. mánaðamótum eru yfir 20 villur og er þó m.a. veríð að greiða mér fyrír kennslu í íslenzkri réttritun." Lifandi tunga á gamalli rót Loks skuhi hér tínd til fáein orð úr grein Stefáns Karlssonar, handritafræð- ings á Stofnun Árna Magn- ússonar, sem ber yfirskríft- ina „Lifandi tunga á gam- alli rót“: „íslensk málstefna hlýt- ur einkum að beinast að ræktun og mótun sameig- inlegs máls þjóðarinnar, sem þó á ekki aö verða og getur aldrei orðið eins f munni allra landsmanna. Mismunur máls hlýtur allt- af að verða einhver vegna mismunandi búsetu, aldurs og starfa, þekkingar og smekks, en meðan sá mun- ur er hóflegur trufiar hann sjaldnast gagnkvæman skilning. heldur eykur á fjölbreytni lifandi tungu- máls." Efni námskeiðsins: - Kenna á þá möguleika sem 1-2-3 býöur í tölvu- vinnslu - Notkun allra skipana og verkþátta kerfisins með hjálp tölvu — Notkun gagnagrunns og grafísk framsetning - Samtenging kerfanna 1-2-3 og samtenging við önnur tölvukerfi. Á námskeiðinu er notaður tölvubúnaður sem keyrir Lotus 1-2-3. ÞÁi i i AKENDUR: Stjórnendur fyrirtækja og stofn- ana, fjármálastjórar, deildarstjórar hagdeilda, rekstr- arráðgjafar og þeir sem ábyrgð bera á notkun tölvukerfa við áætlanagerð. TÍMI OG STAÐUR: Síðumúli 23, 15.—18. april kl. 13—17. LEIÐBEINANDI: Jóhann Magnússon, viðskipta- fræóingur frá Háskóla íslands 1981, og starfar nú sem rekstrarráðgjafi hjá Hagvangi hf. TILKYNNIÐ PATTTOKU í SÍMA 82930 STX5RNUNARFÉIAG ÍSIANDS nsr^o23 HÁÞRÝSTI- VÖKVAKERFI SérhæfÓ þjónusta. Aóstoóum vió val og uppsetningu hvers konar háþrýstibúnaóar. V N Vökvamótorar = HÉÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMl 24260 LAGER-SÉRPANTANIR-ÞJÓNUSTA •v, AA oð2A9A og Gleðilega páska kfúklíngastaóurinn SOUTHERN FRIED CHICKEN SVAKIA PAI>!>AI>( Hraðrétta veitingastaóur í hjarta borgarinnar áhorni Tryggvagotu og Pósthusstrætis Simi 16480
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.