Morgunblaðið - 03.04.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.04.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1986 7 Auglýsing Mjólkurdagsnefndar: Ágreiningur fræðimanna — segir í athugasemd frá Auglýsingaþjónustunni MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Auglýs- ingaþjónustunni vegna umræðan um bann við auglýsingum Mjókurdags- nefndar: í tilefni af yfirlýsingum Holl- ustuverndar, Manneldisráðs ís- lands og Verðlagsstofnunar um nýlega birtar auglýsingar Mjólk- urdagsnefndar óskar Aug- lýsingaþjónustan eftir því að koma eftirfarandi á framfæri: 1. Auglýsingaþjónustan annaðist gerð þessara auglýsinga og ber á þeim alla ábyrgð. 2. Textar voru unnir upp úr inn- lendum og erlendum skýrslum og bæklingum sömdum af virtum Jónas Guðmundsson við eitt verka sinna. Sýning á verkum Jónasar Guðmundssonar í Eden JÓNAS Guðmundsson, listmálari og rithöfundur, opnar málverkasýningu í Eden í Hveragerði í dag, klukkan 18.00. Verður sýningin opin yfir páskana og til sunnudagsins 14. apr- fl nk. Á sýningunni verða um 30 myndir, olíumálverk og vatnslita- myndir, sem flestar voru málaðar á þessu og síðasta ári, en auk þess eru á sýningunni myndir, sem listamaðurinn málaði er hann var við nám í Munchen árið 1974. Jónas Guðmundsson stundaði nám í Handíða- og myndlista- skólanum á yngri árum og hélt sína fyrstu einkasýningu árið 1971. Síðan hefur hann haldið margar einkasýningar bæði hér- lendis og erlendis, en auk þess hef- ur hann tekið þátt í samsýningum hér heima og ytra. Er þetta þriðja einkasýning málarans á páskum í Eden. matvæla- og næringarfræðingum. 3. Þær athugasemdir sem gerðar voru eru tvenns konar. Annars vegar telja þessir aðilar að Aug- lýsingaþjónustan hafi gert of mik- ið úr vissum þáttum, þ.á m. D-vítamíni í mjólk. Hins vegar, að það skiptir mestu máli, að hér er um að ræða ágreining meðal fræðimanna sem hafa skiptar skoðanir á mikilvægi kalks og mjólkurdrykkja við að koma í veg fyrir og vinna gegn beinþynningu. Þeir fræðimenn sem Auglýsinga- þjónustan hefur byggt á eiga það sammerkt að álíta að kalkskortur og ónóg mjólkurneysla séu ein helsta orsök beinþynningar og að þetta vandamál beri að líta mjög alvarlegum augum. Einkum hafa þeir þungar áhyggjur og vaxandi af ónógri kalkneyslu kvenna eftir tíðahvörf og af minnkandi notkun mjólkurdrykkja meðal barna og unglinga. 4. Auglýsingaþjónustan hefur að undanförnu unnið af kappi við lagfæringar á auglýsingunum í samráði við Hollustuvernd ríkis- ins og vonast til að geta sem allra fyrst sent þær aftur til birtingar, því í þeim eru áríðandi upplýs- ingar fyrir alla landsmenn um mikilvægi kalkneyslu og um leið mjólkurdrykkju barna, unglinga, ófrískra kvenna, brjóstmæðra og heilbrigðs fullorðins fólks. Það skal áréttað sérstaklega að í öllum tilfellum er í þessum auglýsingum talað um mjólk sem samheiti yfir nýmjólk, léttmjólk, undanrennu og mysu. Morgunbladið/ Pétur Johnson Boeing 707-vöruflutningavéIin sem lenti í fyrsta sinn á tslandi á sunnudag, en vélin hefur verid í erlendu leiguflugi frá því hún var keypt í mars 1981. Arnarflugsvél lendir í fyrsta sinn á íslandi BOEING 707-flugvél frá Arnarflugi lenti í fyrsta sinn á tslandi á sunnudags- kvöidið var, en vélin hefur verið í eigu Arnarflugs frá því í mars 1981, er félagið keypti hana af Singapore airlines. Stefán Halldórsson, blaða- fulltrúi Arnarflugs, sagði í sam- tali við blaðamann Mbl. í gær, að vél þessi hefði verið í vöruflutn- ingum fyrir Líbýumenn fyrstu þrjú árin, en síðan hefði hún verið í leiguflugi fyrir ýmis flugfélög í Evrópu og Afríku. „Hún hefur far- ið mjög víða,“ sagði Stefán, „og getur flutt allt að 45 tonnum af varningi. Fyrstu þrjú árin var einkum flutt með henni kjöt til Líbýu, aðallega frá írlandi, Belgíu og Tyrklandi." Vélin kom frá Kenya á sunnu- dagskvöldið, en hafði millilent í Amsterdam þar sem hún tók full- fermi af grænmeti og blómum, sem síðan var flutt til Kanada síð- ar á sunnudagskvöldið. Stefán sagði að skipt hefði verið um áhöfn hér, en íslensk áhöfn væri einatt á vélunum, svo framarlega sem því væri við komið. Einnig er yfirleitt íslenskur flugvirki með í förum. Arnarflug er nú með sex flugvélar í rekstri, þar af þrjár þotur og eru tvær þeirra í erlendu leiguflugi og ein í áætlunarflugi milli landa. Þá eru þrjár Arnar- flugsvélar í innanlandsflugi. Börn heimsins Framleiðslu- ráð ályktaði ekki um áburðarverð VEGNA fréttar í Mbl. 28. mars sl. um áburðarverð hafði Gunnar Guð- bjartsson, framkvæmdastjóri Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins og stjórnarmaður í Áburðarverksmiðju ríkisins, samband við Mbl. og sagöi það rangt sem fram kom í fréttinni að Framleiðsluráð landbúnaðarins hefði gert samþykkt varðandi áburð- arverð. Það hafi hinsvegar verið stjórn Áburðarverksmiðjunnar, sem far- ið hefði þess á leit við landbúnað- arráðherra að hann beiti áhrifum sinum í ríkistjórninni til þess að ríkiö leggi verksmiðjunni til fé, sem svari til gengistaps af rekstr- arlánum verksmiðjunnar á sl. ári. Ofangreindri leiðréttingu er hér með komið á framfæri og beðist velvirðingar á mistökunum. Sérstakír safngripir unnír af sænsku lístakonunní Lisu Larson. Falleg fermíngargjöf. Verö: 865 kr. stk. í fullu fjöri ÞAU leiðu mistök urðu í frásögn um íslenskan verðlaunahafa á Ólympíuleikum fatlaðra, sem birt- ist í blaðinu fyrir skömmu, að afi drengsins, Steinþór Helgason, var sagður látinn. Hann er við bestu heilsu og ber að harma þessi leiðu mistök og er beðið einlæglega af- sökunar á þeim. Opiö laugardag fyrir páska kl. 9—1. ö o Póstsendum. Bankastræti l(). Sími 13122
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.