Morgunblaðið - 03.04.1985, Qupperneq 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1985
Minning:
Páll Sigurgeirs-
son bifvélavirki
Fæddur 17. september 1916
Dáinn 26. mars 1985
Það er gömul, en þó alltaf ný
llfsreynsla að sjá á bak góðum
nágranna og vini og ekki sist þeg-
ar leiðir hafa legið saman í tugi
ára. Heimsmyndin breytist ekki
við fráfall hvers og eins, nema í
algerum undantekningar tilfell-
um, en heimur venjulegs fólks, að
ekki sé talað um nánustu aðstand-
endur, verður aldrei sá sami og
hann var áður eftir að einhverjum
nákunnugum hefur verið kippt úr
röðinni.
En þetta er gangur lífsins, sem
okkur er áskapað að búa við, uns
kallið kemur að okkur hverjum og
einum. En þrátt fyrir þá stað-
reynd, að öllum, sem fæðast er
áskapað að deyja, kemur andláts-
frétt náins kunningja manni alltaf
á óvart.
Þannig varð mér, er ég frétti
andlát Páls vinar míns Sigur-
geirssonar, bifvélavirkja, árla
morguns mánudaginn 27. mars sl.
Þá fyrir stuttu hafði ég hitt
hann kátan og hressan og beðið
hann að líta á bílinn minn, sem
þurfti lagfæringar við og hann brá
við skjótt eins og endranær og
kippti hlutunum í lag. Síst hefði
ég þá trúað því, að þetta væri í
síðasta skipið sem ég sæi hann
Palla á 8 eins og ég var vanur að
kalla hann.
Páll Sigurgeirsson, bifvélavirki,
var fæddur og uppalinn í Reykja-
vík, og starfaði þar allan sinn ald-
ur. Ungur lærði hann bifvélavirkj-
un og starfaði við þá iðn, að mestu
óslitið allt sitt líf. Páll var ná-
kvæmur og hæfur verkamaður og
marga hef ég heyrt róma dugnað
hans og hugkvæmni við öll þau
verk er hann tók að sér, enda
þekkti ég vel til þess sjálfur, þar
sem hann árum saman fylgdist
með bílnum mínum, og gerði við
hann þegar ég þurfti á að halda.
Greiðviknari og hjálpsamari ná-
granna var vart hægt að hugsa
sér.
En Páli var margt fleira gefið
en góð verkkunnátta, hjálpsemi og
dugnaður. Hann var mikill bóka-
maður og las mikið og var því
margfróður á ýmsum sviðum og
þá ekki síst í ættfræði og um ís-
lenskan fróðleik. Minnist ég þess
vel, að hann skyggndist oft í bæk-
ur hjá mér til að athuga hvort þar
væri nokkuð að finna, sem hann
hefði ekki áður séð.
Annað var það sem einkenndi
Pál, en það var hrifning hans af
íslenskri náttúru og dýrum. Hann
naut þess að ferðast um landið og
vel minnist ég ýmissa frásagna
hans af ferðlögum hans vítt um
landið, sem hann sagði mér frá af
þeirri innlifun, sem Páli var eig-
inleg, er hann lét hugann reika til
löngu farinna ferða um landið. Þá
kom hesturinn stundum við sögu,
en hestamaður var hann mikill, þó
lífstarfið væri að gera við bíla.
Páll hafði létta lund og hafði oft
gamanyrði á vörum. En hann var
jafnframt skapfastur og hafði
ákveðnar skoðanir á hlutunum,
sem hann ógjarnan kvikaði frá.
Trygglyndur með afbrigðum og
mikill vinur vina sinna, sem ég
marg reyndi í nábýli við hann í
næstum 40 ár.
Páll giftist eftirlifandi eigin-
konu sinni, Ingibjörgu Ólafsdóttir,
hárgreiðslukonu, mikilli ágætis
konu árið 1941, og eignuðust þau
þrjú efnileg börn, Grétu, Agnesi
og Ólaf, sem öll eru búsett í
Reykjavík og einnig ólu þau hjón-
in upp dótturdóttur sína, Ingi-
björgu Grétu, sem ennþá er búsett
í Efstasundi 8 og þeirra augna-
yndi.
Fjölskyldan í Efstasundi 8 er
samheldin fjölskylda og unun var
að sjá hvað barnabörnin leituðu
mikið til afa og ömmu og undu sér
vel við hlýju og ástríki þeirra.
Sjaldan sá ég Palla glaðari, en
þegar hann var að hossa litlu
hnokkunum sínum eða taka þau
með sér í bíltúr enda barngóður
með afbrigðum.
Við hjónin kveðjum nágranna
okkur með hlýhug og þakklæti
fyrir næstum 40 ára samleið, sem
aldrei féll skuggi á. Nú er skarð
fyrir skildi, er Páll er horfinn úr
hópi góðra nágranna.
Við biðjum eftirlifandi eigin-
konu hans, börnum, barnabörnum
og öðrum ástvinum guðblessun og
handleiðslu á ókomnum ævibraut-
um og vitum að minningin um
góðan dreng mun lýsa þeim fram
á veginn.
Gunnar Helgason.
+
Móöir min, tengdamóðir og amma,
BJÖRG KRISTINSDÓTTIR,
Garðvangi,
Garöi,
óöur Móvabraut 4 B.
Keflavfk,
andaöist 1. april.
Kristinn H. Kristinsson, Ingibjörg Siguröardóttir,
og barnabörn.
Móöir okkar,
HELGA ÓLAFSON,
Espigeröi 4,
Reykjavfk,
lést 1. april. Fyrir hönd vandamanna.
Gunnar Karl Jónsson,
Selma Jónadóttir,
Nanna Snorrason.
+
Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi,
HARALDUR ÍSLEIFSSON,
fyrrverandi fiskmatsmaöur,
Skólastfg 28, Stykkishólmi,
andaöíst aö kvöldi 31. mars á Fransiskuspftalanum í Stykkishólmi.
Kristfn Cecelsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
+
Minningarathöfn um,
GUDMUNDU LÁRUSDÓTTIR,
frá Bræöratungu,
Hvammi Dýrafiröi,
fer fram frá Fossvogskapellu miövikudaginn 3. aprfl kl. 13.30 e.h.
Útförin fer fram siöar frá Þingeyrarkirkju, Dýrafiröi.
Vandamenn.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúö og hlýhug
viö fráfall og útför
SIGRÍOAR ÁRNADÓTTUR STEFFENSEN.
Eigmmaöur og börn hinnar létnu.
+
Eiginkona min, móöir okkar, tengdamóöir og amma,
SIGRÍÐUR LÓA ÞORVALDSDÓTTIR,
Sigluvfk,
Vestur-Landeyjum,
sem andaöist 29. mars, veröur jarösungin fra Akureyjarkirkju
laugardaginn 6. april kl. 14.00. Bilferö verður frá Umferöarmiðstöð-
inni kl. 11.30.
Ágúst Jónsson,
Hildur Ágústsdóttir, Rúnar Guöjónsson,
Jón Ágústsson, Hrefna Magnúsdóttir,
Eirfkur Ágústsson, Guörföur Andrésdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Þökkum innilega hlýhug og samúö viö andlát og útför
HELGA KRISTJÁNSSONAR,
Stórholti 26,
Reykjavfk,
Ragna Ingimundardóttir,
Ingimundur Helgason, Svava Björgólfs,
Daviö Helgason, Auöur Ragnarsdóttir,
Þóróur Helgason,
Þórunn Óskarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Okkar innilegustu þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö
andlát og jaröarför konu minnar, móöur okkar, tengdamóöur og
ömmu,
SIGÞRÚOAR HELGADÓTTUR,
Þingvallastræti 20,
Akureyri.
Kristfn Kristjánsdóttir,
Anna Marfa Kristjánsdóttir,
Jón Kr. Kristjánsson,
Helga Kristjánsdóttir,
Kristján Jónsson,
Sfmon Magnússon,
Ágúst Ármann,
Heiörún Jónsdóttir,
Helgi Stefánsson
og barnabörn.
+
Þökkum hjartanlega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og
útför eiginkonu minnar, móöur, tengdamóöir, ömmu og langömmu,
KARÓLÍNU MARÍU FRIDBJARNARDÓTTUR,
Hjaröarhóli 22,
Húsavfk,
Guö blessi ykkur öli.
Gunnlaugur Sigurösson,
börn, tengdabörn, barnabörn og
fjölskyldur þeírra.
Hann afi minn er horfinn á
braut, til þess ákvörðunarstaðar
sem ég get eigi fylgt honum á.
Amma tilkynnti mér andlát
hans að morgni hins 26. mars. Það
var eins og steini hefði verið kom-
ið fyrir í hjarta mér. Hann afi dá-
inn? Nei það gat ekki verið, hann
hafði alltaf verið svo mikill at-
orkumaður.
Þær voru ófáar stundirnar sem
við lékum okkur saman í æsku
minni. Það kom iðulega fyrir að á
góðviðrisdögum þegar hann var
við vinnu sína úti í skúr, að ég
braust burt frá ömmu og fór að
kanna hin forvitnilegu og skrýtnu
verkfæri hans. Ég kom oft eins og
forarpyttur til baka, ömmu til
skelfingar, en okkur afa til
óblandinnar gleði.
Afi var mikill dýravinur og
sannaðist það best á allri hans
miklu hestamennsku. Þegar hann
svo fór að eldast og gat ekki átt
við hesta lengur fór hann að tala
um að fá sér hund. Og fyrir mikla
og ánægjulega tilviljun hafnaöi
einn hér hjá okkur. Afi tók miklu
ástfóstri við Perlu og gerði allt
sem í hans valdi stóð til að láta
henni líða sem best.
En svo færðust árin yfir hana
og loks rann hennar dómsdagur
upp. Þá var það hann sem fór með
hana til læknis og stóð yfir henni
meðan allt gekk yfir. Þegar hann
svo seinna sagði mér frá þessu sá
ég að glitti í tár.
Við tengdumst öll sterkum
böndum við Perlu. Og því erum við
amma sannfærðar um að það
fyrsta sem afi hafi orðið var við er
yfir kom, að Perla hafi komið
flaðrandi upp um hann. Hann er
því í góðum félagsskap.
Megi elsku afi hvíla í friði.
Ingibjörg Gréta
Nú er hann afi minn dáinn. Eini
afinn sem ég hef átt.
Ekki grunaði mig og Palla bróð-
ur minn, þegar við kvöddum hann
brosandi við rúmstokkinn á
Landakoti að það væri í hinsta
sinn sem við myndum sjá hann.
Ég bjó hjá afa og ömmu fyrstu
fimm árin og allan þann tíma eftir
það fannst mér ég vera sem eitt af
börnum hans. Og þegar Palli bróð-
ir fæddist tengdust þeir sterkum
böndum.
Marga bíltúrana fórum við
niður á höfn og skoðuðum litlu
bátana sem hann sagðist gefa mér
þegar ég yrði stór, ef ég yrði góða
barnið.
Og alltaf tók hann okkur barna-
börnin á jólaböll. Mér var sagt að
það vissi enginn hvert okkar var
ákafara að fara, við eða hann.
Afi ræddi lengi um það að fara
að hitta skyldmenni sín í Kanada.
Á síðasta ári fóru hann og amma
þessa ferð. Og mikið var gaman að
taka þátt í ferðaundirbúningnum
með honum. Hann var þakklátur
fyrir hvað sem maður gerði og
þegar heim kom sátum við tímun-
um saman og ræddum um ferða-
lagið.
Þetta var hans fyrsta og síðasta
utanlandsför.
Hvíli afi okkar í friði.
Þóra og Páll Þórisbörn
Jarðarfarar-
skreytingar
Kistuskreytingar, krans-
ar, krossar.
Græna höndin
Gróörarstöö viö Hagkaup,
sími 82895.