Morgunblaðið - 03.04.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1985
5
Flugbjörgunarsveitir og skátar:
Tilkynningaþjónusta
fyrir páskahelgina
LANDSSAMBAND Flugbjörgunarsveita og Landssamband hjálparsveita
skáta munu starfrækja tilkynningaþjónustu fyrir feröafólk innalands um
páskana. Frá því í kvöld og þar til á þriðjudagskvöldið 9. aprfl verður vakt
allan sólarhringinn í stjórnstöð Landssambands hjálparsveita skáta.
Þangað er fólki, sem hyggur á
óbyggðaferðir um páskana, ráð-
lagt að hringja (sími 91—621400)
og tilkynna um ferðatilhögun,
fjölda ferðalanga og áætlaða
heimkomu. Tilkynningaþjónustan
er þannig hugsuð, að fylgst verði
með öllu er út af gæti borið á ferð-
um um óbyggðir og því þyrfti að
tilkynna um breytta ferðatilhögun
og tíma við fyrsta tækifæri. Gangi
allt að óskum mun ferðafólkið láta
vita af sér við heimkomuna — að
öðrum kosti gæti farið svo, að
gerðar yrðu ráðstafanir til leitar
og aðstoðar.
„Það er von aðstandenda þess-
arar tilkynningaþjónustu," segir í
fréttatilkynningu frá landssam-
böndunum, „að ferðafólk nýti sér
það öryggi, sem felst í þessari
ráðstöfun. Að lokum vilja LHS og
LFBS hvetja alla þá, sem huga að
fjallaferðum og útivist um pásk-
ana, til að sýna aðgæslu, kynna
sér fjallareglur og fara eftir
þeirn."
MUUM Y NUAb AWttVtHHNI
IONADARBANKANS
Morgunblaöið/Júlíus
Valur Valsson bankastjóri ásamt þeim sem fengu verðlaun í hugmyndasamkeppni Iðnaðarbankans um merki og tákn
fyrir bankann. í miðið er Kalman de Fontenay, sem hlaut verðlaun fyrir merkið sem sést á milli hans og Vals, og yst
til hægri er Garðar Pétursson við táknið sem hann hannaði.
Hugmyndasamkeppni Iðnaðarbankans:
23 ára myndlistarnemi
bar sigur úr býtum
KALMAN de Fontenay, 23 ára gam-
all nemi í Handíða- og myndlistar-
skólanum, vann til fyrstu verðlauna
í samkeppni Iðnaðarbankans um
nýtt merki bankans.
Litla flugan efnir til
keppni í fluguhnýtingum
FYRSTA samkeppni í fluguhnýt-
ingum, sem farið hefur fram hér á
landi, er hafin á vegum verslunar-
innar Litla flugan. En slíkar
keppnir eru þekktar erlendis, eink-
um í Bretlandi og Bandaríkjunum.
Samkeppnin, sem nú er haldin
hér á landi, verður í tveimur
flokkum. Annars vegar má
senda inn hvaða þekkta flugu
sem er, en einnig frumsamdar
flugur og eru allir byrjendur
jafnt sem þeir, er lengra eru
komnir, hvattir til að taka þátt í
keppninni og senda inn eigin
hugarsmíð. I þeim flokki eru
engar takmarkanir varðandi
öngulstærðir eða gerðir.
Hinn flokkurinn takmarkast
við hnýtingu hinnar frægu flugu
„Thunder and Lightning", eða
Þrumur og eldingar.
Nokkrar uppskriftir eru til af
þessari flugu, en ætlast er til að
þátttakendur í keppninni, sem
hyggjast hnýta hana, fari eftir
einni ákveðinni uppskrift, sem
hljóðar svo:
Öngull: Partridge standard ein-
krækja númer 2. Broddur: Ávalir gull-
vafningar. Stélrót: Gult silkifloss. Stél:
Gullfasanafjöður — Topping — og
helmingi styttri tefjar af indverskri
kráku. Loðrönd: Nokkrir vafningar af
svartlitaðri strútsfjöður. Bolun Svart
silkifloss. Vöf: Ávalir gullvafningar.
Bolkambur: Kauðgul — Orange —
hanafjöður, vafln frá öðru gullvafl og
fram. Skegg: Blálituð fjöður af akur-
hcnu — Guinea Fowl —. Vængur:
Kæmur af bronslitaðri stokkönd —
Brown/Bronze Mallard — og með und-
irvæng af kalkún í sama litatón. Þar
yflr gullfasanafjöður — Topping —.
Kinnar: Jungle eoek. Haus: Svartur.
Eins og að ofan greinir á að
hnýta Thunder and Lightning á
Partridge standard einkrækju
númer 2, en þá öngulstærð er
hægt að fá ókeypis í Litlu flug-
unni á meðan á keppninni stend-
ur.
Flugur, sem senda á í keppn-
ina, verða að hafa borist til
verslunarinnar Litla flugan fyrir
20. apríl nk. og skal nafn, heimil-
isfang og símanúmer hnýtara
fylgja í lokuðu umslagi.
Allar flugur sem berast verða
eign Litlu flugunnar og verða
þær sýndar í bás verslunarinnar
ásamt efni og tækjum til flugu-
hnýtingar á sýningu, sem Lands-
samband stangaveiðifélaga
stendur fyrir í Norræna húsinu
dagana 2. til 5. maí nk.
Bestu flugurnar verða verð-
launaðar. Verða veitt þrenn
verðlaun í hvorum flokki; flugu-
stangir, fluguhjól, flugulínur,
fluguhnýtingarefni og flugu-
hnýtingabækur. Dómnefndina,
sem sker úr um hvaða flugur eru
best hnýttar, skipa þau Kolbeinn
Grímsson, formaður, kunnur
kennari í fluguhnýtingum, Valur
Valsson, bankastjóri Iðnaðar-
bankans, Rafn Hafnfjörð,
prentsmiðjustjóri, sem situr í
dómnefndinni sem fulltrúi tíma-
ritsins Veiðimaðurinn, Ólafur
Jóhannsson, ritstjóri tímaritsins
Á veiðum, og Unnur Steinsson,
fegurðardrottning og fyrirsæta,
en hún mun afhenda verðlaunin
í Norræna húsinu síðasta sýn-
ingardaginn, 5. maí.
(Úr fréttatilkynningu)
Alls bárust 374 tillögur um nýtt
merki og tákn fyrir bankann. í
umsögn dómnefndar um merki
Kalmans segir, að merkið, sem
höfundur einkenndi með orðunum
þróun, styrkur, sé einfalt og auð-
velt í notkun. Það bjóði upp á
mikla möguleika í úrvinnslu og
litanotkun og sé traust og sterkt.
Einnig skýrskoti það til núverandi
merkis bankans og hefur I inni í
hringlaga formi.
Valur Valsson, bankastjóri Iðn-
aðarbankans, afhenti Kalman
verðlaunin, 120 þúsund krónur, og
Garðar Pétursson, 26 ára auglýs-
ingateiknari hjá Auglýsingaþjón-
ustunni, hlaut einnig verðlaun
fyrir tákn til að nota í kynn-
ingargögnum. Tákn Garðars er
hjarta, sem felur í sér stafina IB.
Kalman de Fontenay sagðist
hafa verið að velta fyrir sér hug-
mynd að merki bankans lengi vel
og athugað merki annarra banka.
Hann sagðist fljótt hafa séð, að
merkið yrði að vera einfalt svo það
höfðaði til almennings. „Ég vann
síðan eftir því sem tími gafst til.
I-ið lét ég halla fram til að undir-
strika hraða og láta það höfða til
framtíðarinnar. Auðvitað var ég
ekki öruggur um sigur, en hann er
mér mikil hvatning til að halda
áfram að fást við auglýsingateikn-
un,“ sagði hann. „Það var ákaflega
gaman að fást við þetta og ég vona
að verðlaun mín hvetji einnig aðra
sem fást við sömu verkefni."
Samkirkjuleg
guðsþjónusta f
Neskirkju á skírdag
SAMKIRKJULEG guósþjónusta veröur á skírdag í Neskirkju á vegum sam-
starfsnefndar kristinna trúfélaga og hefst hún klukkan 11.00. Hvítasunnu-
maður predikar, kaþólikki les guðspjall, kór aðventista syngur og þjóðkirkju-
maður leiðir guðsþjónustuna. Guðsþjónustunni verður útvarpað beint.
Á skírdagsmessunni predikar
Sam Daniel Glad, aðstoðarforstöðu-
maöur Hvitasunnusafnaðarins.
Séra Hjalti Þorkelsson, prestur
Kristskirkju, og óskar Jónsson hjá
Hjálpræðishernum lesa ritning-
arstaði, en sönghópar hvítasunnu-
manna og Kristskirkju syngja. Kór
Neskirkju leiðir almennan söng og
Jón H. Jónsson, prestur aðventista,
syngur einsöng og einnig syngur
kór aðventista. Reynir Jónasson,
organleikari Neskirkju, annast org-
elleik ásamt þeim Krystynu Cortes
og Sólveigu Jónsson. Séra Kristján
Búason, dósent, flytur bænir og
leiðir guðsþjónustuna.
Þessi samkirkjulega guðsþjón-
usta er aðeins haldin einu sinni á
ári, en auk þess gengst samstarfs-
nefndin fyrir sameiginlegri bæna-
viku, sem haldin er síðari hluta
janúar á ári hverju. Þá hefur
nefndin fjallað um ýmis efni, sem
varða kristna söfnuði almennt.