Morgunblaðið - 03.04.1985, Page 35

Morgunblaðið - 03.04.1985, Page 35
MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1985 35 Skoðanakannanir NT og DV: Framsókn bætir við sig Framsóknarflokkurinn virðist heldur hafa bstt stöðu sína síðustu vikurnar samkvsmt niðurstöðum skoðanakannanna, sem dagblöðin NT og DV gerðu um síðustu helgi. j.s '" Fylgisaukning Alþýðuflokks hefur stöðvast við um 20% samkvsmt könnunum blaðanna en að öðru leyti eru þsr ósamhljóða varðandi fylgis- aukningu eða tap annarra flokka. Samkvæmt skoðanakönnun NT fékk Framsóknarflokkur 18,5% og bætti við sig 3.5% frá því í febrú- ar, Alþýðuflokkur fékk 22,5% (-1%), Sjálfstæðisflokkur 34% (+1%), Alþýðubandalag 13% (-1,5%) Bandalag jafnaðarmanna 4,5% (-1%) og Kvennalisti 7,5% (+1%). f könnun DV nú fær Framsókn- arflokkur nú 16,2%, sem er 3% aukning frá janúarkönnun blaðs- ins. Alþýðuflokkur fær 19,9% (-0,2%), Sjálfstæðisflokkur fær 36,1% (-1.2%), Alþýðubandalag 15,1% (+1.6%), BJ fær 5,6% (-0,4%) og Kvennalisti 6,7% (-3,3%). Oskarsverðlaunamyndin Vígvellir sýnd í Háskólabíói HÁSKOLABÍO hefur hafið sýningar á kvikmyndinni Vígvellir, sem hlotið hefur mikið lof og var tilnefnd til 7 Óskarsverðlauna 1985. Hlaut dr. Hang S. Ngor, læknir frá Kambódíu, sem aldrei hefur leikið áður, Óskars- verðlaunin í ár fyrir bestan leik í aukahlutverki. Vígvellir er gerð und- ir stjórn Roland Joffé, samkvæmt handriti eftir Bruce Robinson, sem byggt er á raunverulegum atburðum. Kvikmyndin Vígvellir gerist í stríðinu í Kambódíu og segir frá fréttaritara New York Times, sem vinnur til hinna eftirsóttu Pul- itzer-verðlauna fyrir fréttaflutn- ing sinn af framvindu styrjaldar- innar. En þegar hann yfirgefur landið neyðist hann til að skilja eftir besta vin sinn á staðnum, kambódískan túlk, sem verið hafði hjálparhella hans í einu og öllu. Bíóhöllin: 2010 er páskamyndin BÍÓHÖLLIN hefur hafið sýningar á páskamyndinni í ár, 2010. Banda- ríkjamenn og Sovétmenn fara sam- an út í geiminn til að kanna hvað varð af Discovery-farinu, tölvunni HAL 9000 og geimfaranum Bow- man, sem sagði af í mynd Stanley Kubrick 2001 A Space Odyssey. 2010 er mikið tækniundur, enda sá Richard Edlund um allar tæknibrellurnar. Hann er sér- fræðingur á því sviði, sá um tæknibrellurnar í Star Wars- -myndunum og einnig Ghostbust- ers. Aðalhlutverk eru í höndum þeirra Roy Scheider, John Lith- gow og Helen Mirren, en leikstjóri er Peter Hyams. Myndin er ný og var frumsýnd í London 5. mars sl. (FrétUtilkynning) Kjarvalsstaðir: Erindi um nor- ræna prjónahefð HULDA Jósefsdóttir textílhönnuður flytur erindi á Kjarvalsstöðum í kvöld klukkan 20.00. í erindi sínu mun Hulda fjalla um rannsóknir á prjóni á Norður- löndum, sem kynntar voru á ráð- stefnu á vegum österbottens museum og Háskólans í Vasa í Finnlandi á sl. ári. Erindið er flutt í tilefni 10 ára afmælis Textílfé- lagsins og í tengslum við sýningu þess, sem standa mun yfir á Kjar- valsstöðum fram yfir páska. Tónleikar: „Engir páskar án Passíusálmanna“ — segir Megas „Hallgrímur Pétursson á það skilið að þetta sé vel gert,“ sagði Megas, þegar hann var spurður um væntanlegan flutning Pass- íusálma Hallgríms Péturssonar, sem fluttir verða á tvennum tón- leikum í Gamla Bíói um pásk- ana. Fyrri tónleikarnir verða á laugardaginn fyrir páska kl. 21 og þeir síðari á páskadag á sama tíma. I»ar mun Megas ásamt hljómsveit og kvenröddum flytja sextán sálma af fimmtíu, við eig- in lög. Fyrir tólf árum samdi Megas lög við alla Passíusálmana og hélt tónleika í SUM-salnum, þar sem hann flutti hluta þeirra. „Verkið er það langt í heild sinni að ógerningur er að flytja það allt í einu. Lögin við sálmana eru i grundvallar at- riðum lík því sem ég var að gera á árunum ’72—’73, nema útfærslan er önnur. Þá var ég meira í sætum melódískum lín- um en ég er núna,“ sagði hann. „Ég á von á að mönnum leiki forvitni á að vita hvernig Pass- íusálmarnir geri sig í nýrri tónlist. Sálmarnir hafa alltaf verið upplifaðir hægir, en það þarf ekki að vera það eina rétta. Það hlaut að koma að því að einhver tæki sig til og semdi Magnús Þór Jónsson, Megas. ný lög við þá. Og ættu tón- leikarnir að vera mönnum kærkomnir, ekki síst þar sem ómenntað alþýðuskáld ríður á vaðið.“ A þessum tónleikum skipa hljómsveitina Bjarni Gíslason, Pétur Hjaltested, Haraldur Þorsteinsson, Ásgeir Óskars- son og Jens Hansson. Kven- raddir eru Ragnhildur Gísla- dóttir og Eva Albertsdóttir. Hjálpræðisherinn heldur páskamót á ísafirði Klassískt kvöld í Arnarhóli í kvöld Marakvartettinn leikur kammertónlist undir borðhaldi. NÝR, STÓRKOSTLEGUR SÉRRÉTTASEÐILL UNGT fólk úr hjálpræðishernum á Akureyri og í Reykjavík mun halda kristilegt páskamót á ísafirdi. Á dagskrá verða Biblíulestrar, söngæfingar, samkomur og úti- vera. Aðalræðumaður og biblíu- kennari mótsins verður majór Conrad Örsnes, fagnaðarboði frá Noregi. Hann hefur áður starfað hjá Hjálpræðishernum á íslandi, en er nú farandpredikari Hjálp- ræðishersins og heldur samkomur víða á Norðurlöndunum. Almennar samkomur verða á ísafirði skírdag, klukkan 20.30, föstudaginn langa klukkan 17.00 og páskadag klukkan 08.00 fyrir hádegi og klukkan 20.30. Æsku- lýðskórinn frá Akureyri mun syngja og einnig hópurinn í heild. Majór Conrad Örsnes mun pred- ika. Einnig munu kapteinarnir Anna og Daníel óskarsson, Har- old Reinholdtsen og lautinantarn- ir Ann Merete og Erlingur Níels- son taka þátt í samkomunum. Hópurinn mun einnig syngja og vitna í föstumessu í Isafjarðar- kirkju á skírdag klukkan 22.30. Einnig munu söngstundir verða haldnar á sjúkrahúsinu og á Hlíf. Majór ('onrad Örsnes Majór Conrad Örsnes mun halda áfram til Akureyrar og tala þar á samkomum 8., 9. og 10. apríl. Á samkomum í Herkastalanum í Reykjavík verður hann síðan aðal- ræðumaður 11., 12., 13. og 14. apr- íl. í KONÍAKSSTOFUNNI Sigurvegarinn í söngvakeppni sjónvarpsins Ingibjörg Gudjónsdóttir syngur fyrir gesti okkar. Ingibjörg hefur stundað nám við Tónlistarskóla Garðabæjar sl. 3 ár undir leiðsögn Snæbjargar Snæbjarnardóttur. Undirleik annast. ólafur Vignir Alberts- son. Vinsamlegast pantið borð tímanlega. Með ósk um að þið eigið ánægjulega kvöldstund. ARTÍARHÓLL Á homi Hveifisgötu og Ingó/fsstrœtis. Boróapantanir í síma Í8833. ...—..................

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.