Morgunblaðið - 03.04.1985, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 03.04.1985, Blaðsíða 60
OPINN 10.00-02.00 Vísitölu- bann num- ið úr giidi Samningsaðilar ósam- mála um gildi þess Ríkisstjórnin og þingflokkar stjórnarDokkanna hafa ákveðið að nema úr gildi bann vió vísitölubind- ingu launa. Jafnframt hefur stjórnin ikveðió aó fella úr gildi þau ikvæói Ólafslaga sem myndu sjilfvirkt setja vísitöluna í gang i nýjan leik 1. júní. Miðstjórn Alþýðusambands ís- lands hefur fjallaó um þessa ikvöró- un þingflokkanna og taldi miðstjórn- in þessa ikvöróun vera fullnægj- andi. Vinnuveitendasamband Is- lands telur hins vegar að þessi Akvöróun breyti engu fyrir komandi kjarasamninga. „Það var af okkar hálfu algjör forsenda fyrir einhverjum sam- skiptum við stjórnvöld, að það væri óskert frelsi til þess að semja um þá kaupmáttartryggingu, sem aðil- ar geta komið sér saman um, eins og kom fram á fundi með ríkis- stjórninni fyrir þremur vikum. Miðstjórn ASÍ hefur fjallað um svör ríkisstjórnarinnar og teljum við að með því að hverfa frá áform- um um framlengingu á vísitölu- banninu sé stigið mikilvægt skref," sagði Ásmundur Stefánsson, for- seti ASl, í samtali við blm. Mbl. í gærkveldi. Páll Sigurjónsson, formaður VSl, sagði hins vegar: „Okkar afstaöa til vísitölu er alveg óbreytt. Við erum á móti hvers konar vísitölum í kjarasamningum, og munum ekki semja um neinar vísitölur. Þetta höfum við tjáð viðsemjendum okk- ar það.“ Dr. Sigmundur kjörinn rektor Dr. Sigmundur (íuðbjarnason, pró- fessor vió verkfreói- og raunvísinda- deild Hiskóla íslands, var í gær kjör- ^nn nýr hiskólarektor í fyrstu umferð rektorskjörs. Hann hlaut tæplega 54% atkvæóa. Hinn nýi rektor er kjörinn til þriggja ira og tekur vió embætti 15. september í haust. Á kjörskrá voru alls 4.694, 4.362 stúdentar og 332 starfsmenn. 302 starfsmenn, eða 91%, greiddu at- kvæði en 1.482 stúdentar eða 34 prósent þeirra. Dr. Sigmundur hlaut atkvæði 181 starfsmanns og 615 stúdenta. At- kvæði þeirra vega þriðjung í heild- aratkvæði, þannig að Sigmundur fékk alls 243,7 atkvæði, 53,8% greiddra atkvæða. Næstur varð Páll Skúlason heimspekingur, sem fékk atkvæði 105 starfsmanna og 729 stúdenta, eða 179,3 atkvæði og 39,6% atkvæða. Jónatan Þór- mundsson lagaprófessor fékk at- kvæð> fimm starfsmanna og 77 stúdenta, 12,8 atkvæði, 2,8% greiddra atkvæða. Júlíus Sólnes verkfræðiprófessor fékk 10,8 at- kvæði eða 2,4%. greiddra atkvæöa. Sjá viótal vió hin ný- kjörni rektor á bls. .11. HIEKKIIRIHBMSKEÐJU MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. LÆKNISBÍLL fri Hellu gjöreyóilagóist síódegis í gær í tvöföldum irekstri rétt vestan vió Þjórsi þegar honum var ekió inn í þykkan reykjarmökk frá sinubruna. Lenti hann þar aftan i kyrrstæó- um bíl, sem hafói oróió aó stöóva vegna reyksins er lagói yfir veginn, og skömmu síóar kom stór bfll, sem skall aftan i læknisbflinn. Slys urðu ekki i fólki enda var læknirinn fljótur að koma fólki ut úr fyrri bflunum tveimur. Reykjarslæóu fri víóittumiklum sinubrunum lagði yfir stóra hluta Suóurlands í gær og fyrradag. Heldur var reykurinn meiri í gær enda lygnara og grillti stundum í vorsólina í gegnum mökkinn. „Það liggja reykjarveggir yfir vegina víða i Suóur- landi," sagöi varöstjóri í lögreglunni i Hvolsvelli í gær. „Vió settum lögreglubfl utan vió kófiö i veginum þar sem slysið varö svo aórir ækju ekki inn í reykinn og lentu í irekstrabendunni. Þegar komiö er inn í reykinn sést lítið sem ekkert." Ekki var vitaö til að reykurinn hefði truflaó flug yfir svæóinu, skv. upplýsingum flugumferðar- stjóra í Reykjavík í gærkvöldi. ASÍ og VSÍ taka upp viðræður um atvinnumál ALÞÝÐUSAMBAND íslands og Vinnuveitendasamband fslands hafa ikveó- ió að taka nú þegar upp vióræður um atvinnumil. Er þessum viðræóum ætlað að fjalla um stöóu og framtíóarmöguleika íslenzkra atvinnuvega. í skýrslu, sem Ásmundur Stefinsson, forseti ASÍ, hefur sent miðstjóm sambandsins segir hann að rökrétt sé aó óska eftir viðræóum við VSÍ, þar sem samtökin freisti þess aó samræma sjónarmið sín og setja fram sameiginlega gagnvart stjórnvöldum. f skýrslu sinni gerir forseti ASÍ grein fyrir stöðu og horfum í at- vinnumálum. Hann segir að síð- ustu 10 árin hafi fslendingar stað- ið í stað í atvinnumálum og því dregist verulega aftur úr öðrum löndum. f skýrslunni segir Ásmundur Stefánsson orðrétt: „Þegar leitað er svara við því af hverju við höfum dregist aftur úr öðrum þjóðum á síðustu árum er naumast vafi á að óljós markmið í atvinnumálum ráða miklu. Það má raunar taka svo djúpt í árinni, að segja að hér hafi engin stefna verið í þeim efnum. Líklega var síðasta stefnumarkandi ákvörðun, sem stjórnvöld hafa tekið varð- andi atvinnumál, ákvörðun um uppbyggingu togaraflotans og frystihúsanna. Þessi ákvörðun var tekin fyrir um hálfum öðrum ára- tug. Atvinnumál á íslandi hafa ein- kennst af bráðabirgðaráðstöfun- um og handahófskenndu poti, sjaldan hefur verið um samræmda framkvæmd að ræða. Stefnumót- un og breyttar áherslur í atvinnu- lífinu eru forsendur árangurs." í skýrslunni leggur forseti ASÍ m.a. áherslu á nýsköpun í atvinnu- Að sögn Eyjólfs Konráðs Jóns- sonar stjórnarformanns Fiskirækt- ar hf. hefjast rannsóknir á jörðinni strax í vor, en þær hefjast að hans sögn á jarðvegsrannsóknum og bor- unum eftir heitu og köldu vatni. Eyjólfur sagði. að samningurinn við jarðeigendur væri svipaður og lífinu, breytingu á lánakerfnu, að tengja þurfi rannsóknir atvinnu- lífinu, að menntakerfið verði bet- ur aðlagað atvinnulífinu en nú er og að sölustarfsemi erlendis verði bætt. í fréttatilkynningu frá ASÍ og VSf í gær er frá því skýrt að hópur hafi verið skipaður til að fjalla um sjávarútveg, iðnað, landbúnað og þjónustustarfsemi. Orðrétt segir í gerður hefði verið við bændur í Lónum í Kelduhverfi, en aðstæður þar væru mjög góðar. Hann kvað allt benda til að aðstæður á ís- ólfsskálajörðinni væru góðar. Jörð- in er í einkaeign og sagði Eyjólfur, að tilraunasamningurinn hefði ver- ið undirritaður um mánaðamótin janúar/febrúar. Vegna vatnstöku- fréttatilkynningunni: „Hér er ekki um samningavið- ræður að ræða heldur er markmið viðræðnanna að auðvelda aðilum almenna stefnumótun í málefnum einstakra greina og leita leiða til nýsköpunar og atvinnuuppbygg- ingar.“ Skýrsla Ásmundar Stefánssonar forseta ASf veróur birt í Morgun- blaAinu á morgun. réttindas&mningsins var Eyjólfur spurður, hvort vænta mætti svipað- ra viðbragða og urðu við gerð vatnstökusamnings landbúnaðar- ráðuneytisins og fslandslax hf. í landi jarðarinnar Staðar á Reykja- nesi. Hann kvað svo alls ekki vera. fsólfsskálajörðin væri í einkaeign og því einvörðungu mál eigendanna, en Staður væri aftur á móti ríkis- eign. Eyjólfur sagði ennfremur, að stjórnendur Fiskiræktar væru fyrst og fremst að hugsa um sjóeldi I landi fsólfsskáia. Fiskirækt hf. gerir samning við eigendur ísólfsskálajarðar: Rannsóknir í allt að 5 ár, síðan 50 ára samningsréttur FISKIR/EKT hf. hefur gert samning við eigendur ísólfsskálajarðarinnar á Reykjancsi. Samningurinn felur í sér einkarétt í allt að fimm ár til handa Fiskirækt hf. til rannsókna á hagkvæmni laxaræktar á jörðinni og síðan gerð allt að 50 ára samnings um not af jörðinni, ef rannsóknir sýna jákvæða niðurstöðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.