Morgunblaðið - 03.04.1985, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.04.1985, Blaðsíða 31
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1985 MORGUNBLADID, MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1985 31 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fróttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 25 kr. eintakiö. Veröbólga og vextir Háir vextir hafa sett mark sitt á framvindu efna- hagsmála hvarvetna í veröld- inni. Skýringin felst ekki í sér- stakri hávaxtastefnu stjórn- valda, enda ráöa markaðsöfl þróun þeirra á stærstu pen- ingamörkuðum heims. Það eru einkum tveir áhrifavaldar í framboði og eftirspurn fjár- magns, sem hér hafa áhrif og knýja vextina upp: • í fyrsta lagi er orsakasam- hengi milli verðbólgu og vaxta. Verðbólga sagði til sín víða um heim í upphafi áttunda ára- tugarins og náði hámarki í kjölfar olíuverðshækkunar 1973—1974. Tíðar víxlhækkan- ir verðlags og kaupgjalds hér á landi og ýmsar séríslenzkar aðstæður, sem leiddu til mestu verðbólgu í Evrópu allar götur frá árinu 1971, höfðu og sín áhrif. Þessi viðvarandi og vax- andi verðbólga jók á vantrú fólks á peningasparnaði, sem var sáralítill um árabil, en ýtti undir hvers konar eyðslu, þar eð minna fékkst frá degi til dags fyrir hverja innunna krónu. • í annan stað hefur sívax- andi eftirspurn ríkisvalds og opinberra aðila eftir fjár- magni, hér sem annars staðar, haft sín áhrif. Stanzlaus þensla ríkisútgjalda og til- færsla ríkisvalds á fjármunum í þjóðarbúskapnum hefur víð- ast stóraukið hlut ríkisins í heildarráðstöfunartekjum þjóðanna. Rýrnandi innlendur sparn- aður, sem dregur úr framboði fjármagns, og vaxandi kapp- hlaup ríkis, atvinnuvega og einstaklinga um takmarkaða fjármuni, hefur óhjákvæmi- lega áhrif á vexti og veldur mestu um þróun þeirra. Hins- vegar má deila um, hvort lánskjaravísitala, eins og hún nú er, sé réttur mælikvarði á leigugjald fyrir fjármuni. Jóhannes Norðdal seðla- bankastjóri fjallar um vaxta- mál í nýrri forystugrein Fjár- málatíðinda og segir orðrétt: „Það, sem skiptir mestu máli, ef bæði á að takast að auka framboð á innlendu fjár- magni og tryggja stöðuga og hóflega raunvexti af lánsfé, er, að dregið verði úr verðbólgu og komið í veg fyrir þær koll- steypur kaupgjalds og verð- lags, sem svo mjög hafa ein- kennt efnahagsþróunina hér á landi um margra ára skeið. Þegar haft er í huga, hve mik- ils virði heilbrigður fjár- magnsmarkaður er bæði fyrir afkomu einstaklinga og fyrir- tækja, ætti skilningur á sam- hengi raunvaxta og verðlags- þróunar að geta átt sinn þátt í því að beina hagsmunasamtök- um inn á farsælli brautir varð- andi úrlausn kjaramála." Sölu- og markaösmál Fáar þjóðir ef nokkur eru jafn háðar milliríkja- verzlun og við íslendingar. Við flytjum utan nær alla fram- leiðslu okkar — á erlenda sölu- markaði. Við flytjum inn drjúgan hluta þess varnings, sem nútíma neyzluþarfir krefjast. Lífskjör okkar ráðast ekki hvað sízt af því, hvaða verð við fáum fyrir útflutn- ingsframleiðslu okkar og hver kaupmáttur útflutningstekna okkar er gagnvart innfluttum nauðsynjum. Milliríkjaverzlun hefur lífskjaralega þungavigt hér á landi, þó færri leiði hug- ann að en æskilegt væri. Sautján þingmenn Sjálf- stæðisflokks lögðu nýlega fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um skipulag náms og vinnu í sölu- og mark- aðsmálum. Tillagan kveður á um að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því „með samstarfi menntamálaráðuneytis, við- skiptaráðuneytis, utanríkis- ráðuneytis og aðila vinnu- markaðarins að skipuleggja nám og starfsþjálfun á sviði sölu- og markaðsmála innan- lands og utan, jafnhliða sér- stökum aðgerðum til að afla þekkingar á mörkuðum. Markmiðið verði að koma á fót í skólakerfinu og viðskiptalíf- inu víðtæku námi í sölu- mennsku, markaðsöflun, áróð- urs- og auglýsingatækni og samningagerð." Þrennt er það, sem beina þarf efnahagslegri lífsbaráttu þjóðarinnar að næstu árin: 1) Nýsköpun íslenzks atvinnulífs til að tryggja framtíðarat- vinnuöryggi vaxandi þjóðar og auka þjóðartekjur, skiptahlut- inn í þjóðarbúskapnum. 2) Átak í sölu- og markaðsmál- um, inrianlands og utan, til að tryggja söluöryggi íslenzkrar framleiðslu. 3) Ná niður verð- bólgu, viðskiptahalla við önnur lönd og erlendum skuldum, sem skekkja öðru fremur lífskjör í landinu. Tillaga Árna Johnsen og fleiri þingmanna Sjálfstæðis- flokks um skipulegt sam- og framtíðarátak í markaðsmál- um, sem aðilar vinnumarkað- ar, stjórnvöld og fræðslukerfi standi að, er meira en tíma- bær. Alþingi ætti að sjá sóma sinn í að samþykkja hana þeg- ar á þessu þingi. Að vinna ljóðlistinni gagn: Gengið á hólm með ljóð að vopni Rætt við Eirík Hrein Finnbogason og Kristján Jóhannsson um Ljóðaklúbb AB ENN í dag ganga menn á hólm, þó ekki sé hólmgangan háð með egg- vopnum. Almenna bókafélagið hefur nú gengið á hólm við samkeppnisað- ilja bókarinnar með Ijóðabókaútgáfu að vopni. AB hefur stofnað Ljóða- klúbb í því markmiði, að auka veg- semd Ijóðlistarinnar og gæta þess, að hún verði ekki út undan er bókin er að vinna á að nýju eftir nokkurt hlé. Því má það teljast vel við hæfi að nafn fyrstu Ijóðabókar klúbbsins er Hólmgönguljóð. Höfundur er Matthías Johannessen. Þessi nýja útgáfa Hólmgönguljóða er nýstárleg að því leyti, að hún er með skýring- um skáldsins, sem hefur aukið heil- um fiokki við fyrri útgáfu, lagfært eldri Ijóð, fellt niður og aukið. Ljóðaklúbburinn er með svipuðu sniði og þeir bókaklúbbar, sem fyrir eru hjá AB. Allir geta gerzt félagar og er aðild að hinum klúbbunum ekkert skilyrði. Bóka- kaup eru heldur ekki skilyrði enda er hverjum félaga heimilt að af- þakka þá bók, sem í boði er hverju sinni. Arlega verða gefnar út fjór- ar bækur, bæði eldri og yngri ljóð. Ennfremur verða gefnar út bækur um ljóðlist og ljóðalestur á snæld- um og hljómplötum. Allar bæk- urnar verða innbundnar og áritað- ar af höfundi eða umsjónarmanni verksins, sé þess kostur. Þeir Kristján Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri AB, og Eiríkur Hreinn Finnbogason, útgáfustjóri AB, röktu fyrir skömmu aðdrag- anda og tilgang stofnunar Ljóða- klúbbsins fyrir undirrituðum: Gamall draumur að rætast „Það er gamall draumur þeirra, sem standa að Almenna hókafé- laginu, að stofna sérstakan ljóða- bókaklúbb. AB hefur gefið út margar ljóðabækur; margar hverjar hafa selzt vel, aðrar síður. Þess vegna hefur upplag ljóðabóka ekki verið mikið og þær því hlut- fallslega dýrar og væntanlega hef- ur verð þeirra haft áhrif á söluna. Því fórum við að hugsa hvernig við gætum aukið veg ljóðlistarinn- ar í útgáfu okkar og niðurstaðan varð þessi Ljóðaklúbbur. Það, sem þó réð úrslitum, var niðurstaða könnunar meðal félaga okkar fyrir ári. Þar kom greinilega fram ósk um fleiri ljóðabækur. Aö vinna Ijóðlistinni gagn Það, sem við höfum í huga með stofnun Ljóðaklúbbs AB, er um- fram allt að vinna gagn Ijóðlist- inni í landinu. Okkur finnst ástundun ljóða hafa dvínáð meðal almennings síðustu áratugina. Ýmsir vilja kenna það hinni svo- kölluðu formbyltingu, segja að órímuðu ljóðin nái ekki til al- mennings í neitt svipuðum mæli og eldri ljóð. Ef til vill er eitthvað til í því, en samhliða því, að lestur samtímaljóða minnkar, minnkar einnig áhugi á eldri ljóðum; Á því er ekki neinn vafi og sýnir það, að þarna er samhengi á milli. Orsak- anna er því áreiðanlega víðar að leita en í formbyltingunni og sennilega meira að segja aðalor- sakanna. Ætli hinn dvínandi ljóðaáhugi stafi ekki öllu fremur af breytingum þjóðfélagsins — ljóð fari halloka í samkeppni hins nýja þjóðfélags um hugsun og tíma almennings. Við eigum mikið af skáldum ekki síður en áður — það er aðeins hljómgrunnur sá, sem ljóð þeirra hljóta meðal al- mennings, sem virðist hafa breytzt. Lifað á ljóðum Samanburður við aðrar þjóðir kemur hér varla til greina; ljóða- áhugi virðist þar yfirleitt tak- markast við fámenna hópa og svo hefur alltaf verið. Við íslendingar, það er almenningur, höfum aftur á móti, ef svo má að orði kveða, lifað á ljóðum gegnum aldirnar. Við eigum vafalítið ljóðunum, og þá einkum rímunum, að þakka hversu vel fyrri kynslóðir héldu tengslum sínum við íslenzka bók- menningu frá upphafi og hversu óbjagaðri íslenzkri tungu þær skiluðu okkur í hendur. Ólæs á Ijóð! Með þetta í huga hljótum við að telja okkur það menningarlega hættulegt, ef við yrðum smátt og smátt ólæs á ljóð. Með það í huga var Ljóðaklúbburinn stofnaður. Við viljum með honum fá í lið með okkur ljóðelskt fólk, gefa því kost á að fylgjast með ljóðlistinni í landinu og umræðum um hana svo það geti síðan sjálft haft örvandi áhrif umhverfis sig. Ekki fyrir skáldin, heldur almenning Við erum ekki að stofna ljóða- klúbbinn fyrir skáldin heldur fyrir almenning. Skáldin bjarga sér og yrkja hvort heldur þau hafa les- endur eða ekki. Svo hefur alltaf verið. Jónas Hallgrímsson orti ekki fyrir aðra en sjálfan sig og ef til vill félaga sína í Höfn, enda ekki kallaður skáld um sína daga, heldur stúdíósus eða náttúruskoð- ari. En hversu mikil áhrif hafa ekki ljóð Jónasar haft á þjóðina? Við eigum mikið af eldri glæsi- legum ljóðum, en það er ekki nóg. Hver kynslóð verður að eiga og á sín ljóð, sem höfða sérstaklega til hennar. Falli það niður, fjarlægist sú kynslóð skáldskapinn og þau menningarlegu og tilfinningalegu áhrif, sem hann hefur. Þá er hætt við, að næstu kynslóðir beri þess einnig merki. Ljóðaklúbburinn mun gefa út bæði eldri og yngri ljóð svo og snældur og plötur með upplestri ljóða. Hann mun einnig gefa út bækur um ljóðlist. Klúbburinn leggur áherzlu á að ná til hinna yngstu, bæði skálda og lesenda og þannig stuðla að því að órofa sam- hengi haldist í íslenzkri ljóðlist. Þátttaka í klúbbnum er algerl- ega frjáls, engin bókakaupaskylda og engin ákvæði um aldur. Sá, sem gengur í klúbbinn, skuldbindur sig til þess eins að láta skrifstofu AB vita, ef hann vill ekki kaupa þá bók, sem á boðstólum er hverju sinni. Og hvað sem bókakaupum líður, stuðlar hann með þátttöku sinni að því að efla ljóðlistina í landinu. Bókin á uppleið Það er staðreynd, að sala ljóða- bóka er lítil. Við hefðum alveg eins getað gert eins og sum önnur forlög, bara hætt að gefa út ljóða- bækur. Við vildum ekki þann kost og þetta er ástæða þess. Við sjáum nú þegar merki þess, að bókin er almennt að vinna á í samkeppn- inni við aðra tómstundaiðju. Það má telja að íslenzkt þjóðfélag fylgi svipuðu mynstri og önnur þjóðfé- lög. Nú er talið, að tölvuvæðingin og sjónvarpsáhuginn í Bandaríkj- unum hafi náð hámarki og bókin sé þar aftur að vinna á. Sama má segja um ýmis Evrópulönd og þó við séum nokkuð á eftir risunum i þessari þróun, er þess þegar farið að gæta, að bókasala sé að aukast á ný. Bókin er á uppleið á ný og við viljum að ljóðlistin fylgi með, þess vegna stofnum við Ljóðaklúbbinn. Auk bóka og snælda munum við gefa út veggspjöld með sérstökum áritunum, til vegsauka ljóðlistinni og ljóðaunnendum til ánægju og yndisauka. Ónóg umfjöllun Umfjöllun um ljóð og ljóðabæk- ur, sem er nær eingöngu í blöðum, hefur ekki verið nægilega góð. Ég er hræddur um, að hún hafi ekki gert nægilega skýran mun á góð- um, miðlungsgóðum og miður góð- um Ijóðum. Umfjöllun um inn- lendar bækur og ljóðlist mætti vera aðgengilegri. Það virðist nú, að erlendum bókum og kvikmynd- um sé gert hærra undir höfði og hefur það tvímælalaust haft ein- hver áhrif á sölu ljóðabóka og áhuga almennings á ljóðlistinni til hins verra. Fólk nú á dögum hefur víst megnið af þekkingu sinni úr fjölmiðlunum. Það er staðreynd, að ljóðabækur fá minnsta umfjöll- un og auglýsingu allra bóka; það er eins og menn gefi sér fyrirfram, að ljóðabókin seljist ekki og því sé það ekki þess virði að kasta pen- ingum í auglýsingar á henni. Stað- reyndin er líka sú, að sum ljóð- skáld seljast mjög vel. Með því að stofna Ljóðaklúbb er dregið úr þeirri fjárhagsáhættu, sem fylgir hverri útgáfu. Þá er nokkurn veginn vitað fyrir fram hve mikið selst af hverri bók og framleiðslunni má haga í sam- ræmi við það. Það, sem kannski mestu máli skiptir, er, að með þessu móti fæst ódýrari bók og ljóðin komast til fleiri. Metsölubók í hverjum mánuði Með stofnun Ljóðaklúbbsins eru bókaklúbbar Almenna bókafélags- ins orðnir þrír. Á síðasta ári var stofnaður sérstakur matreiðslu- bókaklúbbur, en Bókaklúbbur AB var stofnaður fyrir 10 árum upp úr félagsmannakerfi AB. Hann hefur vaxið stöðugt síðan, þó dreg- ið hafi úr vextinum undanfarin ár af ýmsum orsökum. Reynslan er mjög góð enda er þetta söluform, sem hentar ágætlega með miklu upplagi og ódýrari bókum en ella. Miðað við upplag erum við eigin- lega með metsölubók í hverjum mánuði, enda eru nú samtals yfir 25.000 félagar í bókaklúbbum AB.“ — HG Þjóðsögur Sigfúsar Sigfússonar íslenskar þjóðsögur og sagnir. Safnað hefur og skráð Sigfús Sig- fússon. Ný útgáfa V. Grímur M. Helgason bjó til prentunar. Bóka- útgáfan Þjóðsaga, Reykjavík, 1984. 436 bls. Nú fyrir nokkru kom út V. bindi hinnar miklu og veglegu útgáfu af Þjóðsögum Sigfúsar Sigfússonar. Er þá útgáfan hálfnuð, að því mér er tjáð, því að tíu bindi mun safn Sigfúsar fylla um það er lýkur. Mun það vera mesta safn að vöxtum nokk- urs eins þjóðsagnasafnara. Óskar Halldórsson, dósent, hafði séð um undirbúning fyrstu bindanna fjögurra og var kominn lítið eitt áleiðis með þetta bindi, er hann féll frá. Tók þá Grímur M. Helgason, cand.mag., við starfi hans og gekk endanlega frá fimmta bindinu til prentun- ar. Eins og Sigfús eru bæði Óskar og Grímur af Austurlandi, og hefur það sjálfsagt bæði gert þeim verkið auðveldara og ánægjulegra að vera staðháttum vel kunnugir, því að mjög marg- ar sagnanna eru einmitt af Aust- urlandi. Þá tel ég víst að stað- háttaþekking þeirra hafi komið í veg fyrir villur, sem ókunnugri menn kynnu að hafa gert. Fimmta bindi tekur yfir átt- unda flokk þjóðsagnasafnsins og nefnist hann kynngisögur. Er þar að finna ótal margt er varðar kukl og galdra, dularkrafta, bænhita og töfrabrögð. Allmikið er sagt frá einstökum mönnum og er nokkuð um töluvert langa þætti. Þó að flestar sagnanna séu af Austurlandi, líkt og í fyrri bókum, virðist mér vera meira um það nú að sagnir bæði af mönnum og atburðum séu víðs að af landinu. Eins hefur Sigfi gert meira af því nú að taka san an þætti eftir ýmsum heimildu) bæði rituðum og munnlegui Margir þáttanna og sagnam eru frá fornum tímum, langt af ur í aldir, þó að líklega séu fles ar frá 18 og 19. öld. En nálef ekkert efni er úr samtíð Sigfúsar. Er á þessu mikill munur og í IV. bindinu, þar sem mikið var um allskonar dularsögur, er áttu að hafa gerst í tíð Sigfúsar og oftast í nágrenni hans. Var það fremur þreytandi lestur til lengdar, enda margt smátt tínt til. Sagnir í þessu bindi hafa á sér mun sterkari þjóðsagnablæ, enda eru þær einatt vel sagðar. Sumar eru hádramatískar og með spennu- hlaðinni stígandi. Sigfús kunni vissulega að segja sögu. Málfar hans var á stundum sérkennilegt, einkennileg og fáheyrð orð og orðatiltæki. Fellur það vel að mínum smekk, hvað sem er um aðra. Að sjálfsögðu er útgáfa þessa bindis með^sama sniði og hin fyrri. Hafsteinn Guðmundsson hefur séð um allt útlit bókarinn- ar af sinni alkunnu smekkvísi og listfengi. Óskar Halldórsson hafði að sjálfsögðu lagt allar lín- ur að vinnslu handrita og fyrir- komulagi útgáfunnar í heild sinni. Þeirri sömu stefnu hefur verið haldið. Ég fæ ekki betur séð en Grím- ur M. Helgason og aðstoðarmenn hans hafi unniö sitt verk af mikl- um ágætum. Sérstaklega ber að þakka hversu bókfræðilegar til- vísanir eru rækilegar. Ér það vissulega til mikils hagræðis, er menn vilja bera saman gerðir þjóðsagna, sem finnast í fleiru en einu safni. Og svo er um margar þeirra. Þá er mikið vísað í Ættir Austfirðinga og ýmis önnur heimildarit bæði til að leiðrétta skekkjur og bæta við upplýsing- um. Leynir sér ekki að alúð og nákvæmni hefur verið viðhöfð. Þá fæ ég ekki betur séð en bókin sé svotil prentvillulaus og er það vel af sér vikið. Að öllu samanlögðu er þetta fimmta bindi Þjóðsagna Sigfúsar Sigfússonar hið eigulegasta rit, sem öllum er þjóðsögum unna mun þykja fengur í. Sigurjón Björnsson Aukin kynning eflir skilning manna á HI — segir dr. Sigmundur Guðbjarnason, nýkjörinn rektor Háskóla Islands DR. SIGMUNDUR Guðbjarnason, sem í gær var kjörinn rektor Háskóla íslands, sagði í spjalli við Mbl. í gærkvöld að hann vildi gjarnan auka kynningu á margvíslegri starfsemi háskól- ans. „Þannig vex skilningur manna á starfi Háskóla íslands og stuðningur við það starf,“ sagði hann. „Það hefur stundum verið kvartað yfir því að of lítið sé vit- að um vinnuna, sem fram fer í háskólanum og sú gagnrýni kannski átt rétt á sér. Þetta er á verkefnalista. Sömuleiðis höfum við áhuga á að auka samvinnu við fyrirtæki og stofnanir utan háskólans, verða virkari í at- vinnuþróun í landinu, eins og við höfum verið að nokkru leyti. Ég reikna með að við munum stefna að nánara samstarfi við fram- haldsskólana og skólakerfið í landinu yfirleitt." Dr. Sigmundur sagði jafn- framt að tímar breyttust, þarfir og kröfur færu vaxandi. „Það má ekki gleyma að skapa réttar for- sendur fyrir þróttmiklu og skap- andi háskólastarfi. Ef árangur á að nást þurfa ytri skilyrði að vera hagstæð. Þannig er til dæmis brýnt að húsnæðisþörf skólans sé mætt, sem er kannski eitt stærsta hagsmunamál okk- ar, og sömuleiðis þarf að fjölga starfsmönnum. Ég veit ekki bet- ur en að nú sé vilji til að skapa betri skilyrði fyrir Háskóla Is- lands — við erum meira en reiðubúnir að gera okkar besta.“ Dr. Sigmundur Guðbjarnason er 53 ára. Hann hefur starfað við HÍ í fimmtán ár og var áður önnur tíu við störf í bandarísk- um háskóla. Hann er Skagamað- ur, kvæntur konu þaðan, Mar- gréti Þorvaldsdóttur. Þau eiga fjögur börn og búa í Reykjavík. "i Drög að nýrri lögreglusamþykkt: Styttist úr 100 greinum í 33 DRÖG AÐ nýrri lögreglusamþykkt fyrir Reykjavík hafa veriö lögö fram í borgarráöi ásamt umsögn Gunnars Eydal, skrifstofustjóra borgarstjórnar. Samkvæmt drögum þessum er gert ráð fyrir, að lögr.eglusam- þykktin styttist verulega frá því sem nú er, eða úr 100 greinum í 33 greinar. Er ýmist um það að ræða, að felld eru úr samþykktinni ákvæði, sem bundin eru í lögum, reglugerðum eða öðrum sam- þykktum. Þá eru greinar víða styttar og orðalag þeirra ekki eins ítarlegt og áður. Einnig er gert ráð fyrir að fella úr samþykktinni ýmsar greinar sem eru orðnar úr- eltar. í umsögn skrifstofustjóra borg- arstjórnar kemur m.a. fram sú skoðun, að með þessum drögum sé lögreglusamþykktin mun aðgengi- legri fyrir allan almenning en áð- ur, m.a. vegna hins almenna orða- lags sem drögin gera ráð fyrir í stað þess að telja upp með mikilli nákvæmni hvað má og hvað ekki, eins og einkennir víða í gildandi lögreglusamþykkt. { f Saltfiskmarkaðurinn í Portúgal: Færeyingar auka hlutdeild sína AUKINN áhugi er nú í Færeyjum á saltfisksölu til Portugal, sem hefur um árbil veriö eitt mikilvægasta markaösland íslendinga hvað blautverkaðan saltfisk varöai. Á síöasta ári seldi Föroyja Fiskasöla 2.300 lestir af saltfiski til Portúgal og er búizt við aukinni sölu þangað á þessu ári. Síðasta ár var Færeyingum hagstætt í sölu saltfisks, engir örðugleikar voru í sölunni og verð hækkaði um 20%. Álitið er að sal- an gangi vel á þessu ári. Salan er jöfn og lítið um birgðir, hvorki af þorski, keilu, ufsa né Iöngu. Söltuð ufsaflök hafa nær ein- göngu farið á markað i Þýzka- landi, en Færeyingar vinna þau sérstaklega fyrir þann markað. Árlega eru seldar um 2.500 lestir af söltuðum ufsaflökum til Þýzka- lands, en samkeppni um markað- inn þar er mjög hörð. Ríkið veitir Sjóeldi 4 milljóna kr. styrk RÍKISSJOÐUR hefur veitt Sjóeldi hf. í Höfnum styrk aö fjárhæö 4 milljónir kr. vegna tilraunaeldis fyrirtækisins á laxi í flotkvíum í sjó. Eins og kunnugt er skáru eigendur stöövarinnar niöur allan lax í stöðinni vegna nýrnaveiki sem þar kom upp í janúar. Jón Helgason, landbúnaðarráð- herra, sagði í samtali við blm. Mbl. að þessi greiðsla til Sjóeldis væri ekki bætur vegna niðurskurðarins, enda hefði niðurskurðurinn ekki verið fyrirskipaður af stjórnvöld- um. Þarna hefðu verið gerðar mjög mikilvægar tilraunir til laxeldis í sjókvíum og hefði náðst um það samstaða að veita Sjóeldi stuðning til að halda þeim áfram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.