Morgunblaðið - 03.04.1985, Page 17

Morgunblaðið - 03.04.1985, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 3. APRÍL 1985 17 Fri Mývatni. Nokkur orð um lífríki Mývatns Ný tækni í þágu viðskiptavina í Sviss Fréttaritara Morgunblaðsins verður tíðrætt um lokun skrif- stofu Arnarflugs í Ziirich og um kynningarmál í fréttinni 31. mars. Mikil breyting hefur orðið á undanförnum árum á bókunum og sölu flugfarseðla. Ferðaskrifstofur selja æ fleiri farseðla og tengjast bókunarkerfum flugfélaganna með tölvuskjám. Flugfélög hafa því í vaxandi mæli flutt skrifstof- ur sínar og minnkað þær, þar sem ekki er jafn mikið um heimsóknir viöskiptavina og áður. Reynsla Arnarflugs i Zurich var sú, að nær eingöngu var um að ræða símtöl til skrifstofunnar, enda þótt hún væri f hjarta borg- arinnar. Svisslendingar hringdu mikið til að fá póstsendar upplýs- ingar um ísland, svo og til að bóka far. Farseðlar voru yfírleitt einnig sendir í pósti, enda búa ekki allir Svisslendingar f Zurich. Flestir farþegar keyptu þó farseðla hjá ferðaskrifstofum. Arnarflug ákvað þvf að taka f notkun svonefnt „gjaldfrjálst" eða „toll-free“ sfmanúmer. Viðskipta- vinurinn hringir í sama sfmanúm- er og fyrr í Zúrich, en honum er svarað f Amsterdam og Arnarflug greiðir kostnaðinn af sfmtalinu. A skrifstofunni f Amsterdam er unnt að veita allar sömu upplýs- ingar í síma og áður i Zúrich og einnig eru póstsendar upplýsingar um ísland á þýsku og frönsku, auk þess sem tekið er við farpöntun- um. Nú munu a.m.k 4 flugfélög auk Arnarflugs hafa tekið þessa nýju tækni í sína þjónustu f Sviss. Viðskiptavinirnar fá upplýsingar og bókanir án þess að vita að svar- að sé í bókunarmiðstöð í öðru landi. Þrátt fyrir lokum skrifstofunn- ar hefur Arnarflug eins og áður íslenskan starfsmann f Zúrich til aðstoðar farþegum félagsins. Ferdakynningar, blaða- mannaferðir og auglýsingastyrkir Arnarflug hefur frá upphafi lagt meiri áherslu á óbeina kynn- ingu f Sviss en beinar auglýsingar. Má þar t.d. nefna: — Þátttöku í ferðakynningum, t.d. var Arnarflug með sýningar- bás í samvinnu við Ferðamálaráð tslands á kynningunni í Montre- aux sl. haust. — Boðsferðir fyrir fjölda sviss- neskra blaðamanna til íslands, sem hafa leitt til birtingar fjölda blaðagreina um ísland. — Auglýsingastyrki til ferða- skrifstofa sem selja íslandsferðir, t.d. fékk Saga Reisen um 1 milljón króna í auglýsingastyrk árið 1984. Það er þvf rétt, að ekki hefur borið mikið á beinum auglýsingum frá Arnarflugi, en þeim mun meira frá viðskiptaaðilum Arnar- flugs, og f heild hefur kynn- ingarstarfsemi Arnarflugs í Svics farið vaxandi. Bjarni Bragi Jónsson gerði að um- talsefni í blaðagrein sinni, vera al- gjört aukaatriði að þvf er varðar þá meginforsendu hagfræðihugs- unar, að hugtakið „vextir" mælir arðsemi varðmætasköpunar f þjóðarbúinu. Um „okurvexti" vegna „neyðarástands" lántak- anda gilda engar kennisetningar hagfræðinnar. Menn greinir á um hvort vextir séu verðbólguhvati. Af hugmynd- um þeirra Marshalls og Keynes er augljóst, að svarið hlýtur að ráð- ast af samsvörun vaxta og arðs hjá einstökum atvinnufyrirtækj- um. Vextir eru verðbólguhvati, ef upphæð þeirra er umfram upphæð hagnaðar án vaxta, því að þá verð- ur að fjármagna mismuninn á lánamarkaði. G'unnar Tómasson er hagfræðingur og hefur starfað um árabil hji Af þjóðagjaldeyrissjóðnum i Wasb- ington. — eftir Dagbjart Sig- urðsson, Álftagerði, Mývatnssveit Inngangur Undanfarnar vikur hefur hér um slóðir ekki verið meira um annað rætt og ritað en lffríki Mý- vatns, og ekki alltaf af mikilli þekkingu eða hófsemi. Mér finnst þó koma fram i öllu tali og öllum skrifum um þetta mál, að menn séu innst inni sammála um að að- alatriðið sé verndun lífríkis Mý- vatns. Ég hef átt heima hér á vatnsbakkanum f 65 ár, siðan ég var 10 ára, og verið meira úti á vatninu en flestir, sem um þessi mál hafa skrifað nú. Ég tel mig því hafa einhverja þekkingu á þessum hlutum, eins mikla og sumir menn, sem aldrei hafa við Mývatn búið og sjaldan eða aldrei komið út í vatnið. Leikmaður er ég auðvitað í líffræði. Á þessum tíma hafa orðið miklar breytingar á Mývatni sérstaklega það hvað vatnið hefur grynnst mikið. Ytriflóinn var að þorna Á árunum 1930 til 1940 fór ég daglega sumar hvert, allan ferða- mannatímann, eftir Ytriflóanum endilöngum frá Dauðanesi og Slútnesi og þaðan f Reykjahlíð. Ég var með eins og hálfs til tveggja tonna trillu. Fyrstu árin var nokk- uð greiðfært og gott að fara þessa leið. En gróðurinn, marinn, óx ár frá ári og sfðustu árin var svo komið að leiðin var nánast ófær þegar leið á sumarið vegna þess að marinn vafðist um skrúfuna og gerði hana óvirka. Marinn óx upp úr vatninu, svo þar hreyfði ekki báru þó vindur væri. Éftir að ég hætti þessum ferðum heyrði ég sagt að ástandið hefði versnað að mun, svo að illfært var á árabát á milli Reykjahlíðar og Slútness. Ég skrifaði Sigurði heitnum Þórarinssyni jarðfræðingi og spurði hann hve langt væri þang- að til að Ytriflóinn yrði orðinn að þurrlendi. Hann svaraði meðal annars: „En ýmiss konar gróður flýtir líka fyrir að grynnka vatnið þegar það er orðið svona grunnt og því gæti ég áætlað að eitthvað af Ytriflóa gæti orðið þurrlendi að óbreyttum aðstæðum eftir eina til tvær aldir.“ Ytriflóinn var kominn á síðasta snúning sem vatn. Þegar Kísiliðj- an kom til sögunnar tók málið allt aðra stefnu. Hættunni á upp- þurrkun flóans var bægt frá. Vatnið er orðið greiðfært, þar sem búið er að grafa. Sumir staðir sunnan við Teigasund eru nú að komast á svipað stig með að verða að þurrlendi, eins og Ytriflói var fyrir dælingu. Má þar t.d. nefna botninn á Neslandavík, Kiðeyjar- bol og fleiri staði. Með því að taka hluta af kisil- leirnum burt er verið að lengja til- veru Ytriflóans sem vatns, sem Mývatns. Það getur ekki verið hægt að bera þessa dýpkun Ytri- flóans núna saman við það ástand, sem var hér fyrir þrjú þúsund og fimm hundruð árum þegar hraun- ið rann, sem nú er botn Ytriflóans. Þá var allt dauðhreinsað, ekkert líf. Þá þurfti náttúran að byggja allt líf upp frá grunni, en nú er iðandi lif allt i kring og berst út i skurðinn jafnharðan og byggir upp lífríki á ný. Þetta er það sem leikmaðurinn sér. AndalífiÖ Ein ástæðan, sem Náttúru- verndarráð ber fyrir sig þegar það vill ekki framlengja starfsleyfi Kisiliðjunnar nema um fimm ár, er sú, að skurðirnir séu of djúpir til að endur geti náð sér i fæðu. Mikill fjöldi kafanda af ýmsum tegundum, svo sem duggendur, húsendur, skúfendur, hrafnsendur og fleiri eru að staðaldri á Mý- vatni. Á meðan þær eru í sárum halda þær sig að mestu á svæðinu frá Sviðnisey og austur að eyjun- um í austanveröu vatninu og norð- ur að Neslandabökkum. Þetta er dýpsti hluti Mývatns, 3 til 4 metr- ar, og sums staðar dýpra en með- aldýpið i skurðunum, sem talið er vera 3%—4 metrar. Jón Gunnar Ottósson sýndi i sjónvarpi kort af Mývatni, þar sem var dregið strik til að sýna hvar mátti dæla upp leir og hvar ekki. Strikið lá frá Olvershólma og suður í Dauðanestá og annað strik að austanverðu i flóanum líka í Dauðanestá. Svæðið milli strik- anna mátti taka, að dómi Náttúru- verndarráðs, ekki annað, vegna þess að vestan við strikið væru svo miklar fuglastöðvar. Ég átti þarna margar ferðir um á tímabili, eins og fyrr segir. Ég varð ekki var við neina sérstaka fuglamergð þarna, helst eitthvað af gráandarusli, sem mætti fækka, svo og álftum sem hefur nú fjölgað stórlega. Árni Einarsson hefur mikið at- hugað andaunga hér við vatnið. Hann telur að það þurfi ekki nema eina illviðrishrinu, ef hún stendur í fleiri daga, til að drepa alla and- arunga, sem nýkomnir eru út á vatnið. Það gerðist til dæmis vorið 1983 og líka nokkrum árum áður. Þá gengu Árni og félagar með fjörum hringinn í kringum Mý- vatn og söfnuðu dauðum andar- ungum í poka. Þeir lágu alls stað- ar í hrönnum. Eftir þann dag sáust varla ungar á vatninu það sumarið. Silungsveiðin Ég hef skýrslur yfir veiði í Mý- vatni frá 1920 til 1984. Á þessu sextíu ára tímabili hefur gengið á ýmsu um veiðina, oft komið lægð- ir, sem staðið hafa misjafnlega lengi, stundum eitt ár og stundum „Ytriflóinn var kominn á síðasta snúning sem vatn, þegar Kísiliðjan kom til sögunnar tók málið allt aðra stefnu. Hættunni á uppþurrkun flóans var bægt frá. Vatnið er orðið greið- fært þar sem búið er að grafa.“ nokkur ár, en alltaf jafnað sig aft- ur fljótlega. Oft sýnist mér hafa verið samband á milli köldu vor- anna, þegar ís liggur á vatninu langt fram á sumar, og veiðileysis. Margir muna víst eftir vorinu 1949. fsinn fór ekki af vatninu fyrr en eftir miðjan júní. Þá féll veiðin í um það bil 14 af þvi sem áður var. Allir muna köldu vorin hin síðustu ár. Mér sýnist lífríkið mjög háð veðráttunni mest af öll- um þáttum. í Ytriflóa var i gamla daga ekki um teljandi silungsveiði að ræöa fyrr en kom suður í Vogaflóa og þegar hlýna tók i vatninu á sumr- in, þá hvarf allur silungur þaðan. Nú er silungsveiði i dælingar- skurðunum og silungurinn ekki síðri en annars staðar f vatninu, svo að eitthvað hefur hann að éta þarna. Sumum finnst það undar- legt að silungur úr skurðunum er ætur, þegar hann er nærri óætur úr Syðriflóanum. Það er ekki vafi á þvi að hornsil- in hafa mikið að segja i lífkeðj- unni. Þau virðast vera eins konar miðlun milli tegundanna. Ef þau verða of fá, þá er voðinn vís fyrir urriðana i Laxá. En þau keppa við silungsseiðin um átu og eru miklu harðvftugri að bjarga sér. Þegar óhemju mergð er af þeim, eins og undanfarin ár, gætu þau bókstaf- lega étið silungsseiðin út á gadd- inn, svo þau veslast upp og deyja. Þannig gætu hornsilin ráðið úr- slitum um það hvernig afkoma sil- ungsins er. Ástand vatnsins 1983 og 1984 I Víkurblaðinu 19. febr. sl. er grein eftir Eystein Sigurðsson á Arnarvatni. Þar stendur m.a.: „Það hrun sem varð á lifrfki Mý- vatns 1983 og 1984 held ég að sé miklu alvarlegra en áður hefur þekkst, þvi auk þess að nánast all- ir andarungar misfærust, varð stórfelldur silungsdauði i vatninu. óvenjuleg slímmyndun var aug- ljós. Þessar sveiflur verða ekki skýrðar með kólnandi veðráttu." Ég varð nú ekki var við að þarna væri um stórfelldan silungsdauða að ræða. Auðvitað deyja árlega nokkrir silungar af ýmsum ástæð- um, svo sem þegar miklir hitar og blæjalogn er dag eftir dag og mik- ið leirlos er í vatninu. Þá verður óhjákvæmilega súrefnisskortur og þá er það aftur veðráttan sem spilar inn í. óvenjuleg slimmynd- un, ég vil nú heldur kalla það slýmyndun, mun eiga við þörunga, sem Helgi Hallgrimsson nefnir gormþörunga og segir vera til staðar i öllum vötnum. { sumar munu þeir hafa náð sér betur á strik en venjulega vegna óvenju- legs hita og ofauðgunar. Það ein- kennilegasta við þessa slýmyndun er það, að fyrst fer að bera á henni sunnarlega og austan til i vatninu og sá blettur, sem lengst varðist var straumlínan úr Ytriflóa frá Teigasundi og niður með Bökkum. Varla er slýmyndunin þá vegna mengunar frá Kísiliðjunni. Um áhrif vorkulda á dauða andarunga og silungsveiði var ég búinn að ræða. Áburðarmengun Talið er að köfnunarefni í lind- unum framundan Reykjahlfð hafi vaxið um 60% frá þvi að Pétur M. Jónasson rannsakaði það fyrir einum 10 árum. Það var fyrirfram vitað að framburður áburðarefna mundi aukast með vaxandi byggð. Reykjahlíðarþorpið stendur nefni- lega á hrauninu upp af þessum lindum. Vatnsmagnið sem þarna kemur upp, er svo lítið miðað við allt það vatn, sem kemur undan hrauninu austan og suðaustan við vatnið frá Syðrihöfða og niður fyrir Grænalæk, að þessar aukn- ingar á köfnunarefni gætir ekki þegar það blandast Mývatni öllu. Margir halda því fram að þessar stóru lægðir i lffrfkinu hin siðustu ár stafi af vaxandi mengun í vatn- inu. Ofauðgun er einn þáttur í mengun og stafar meðal annars af áburði sem borinn er á bakkana eða berst í vatnið með einum eða öðrum hætti. Áburði er ausið á bakka Mývatns, en enginn áburð- ur kemur nærri Sandvatni syðra og ekki Sandvatni ytra né öðrum vötnum hér í nágrenninu. Lífriki Mývatns gæti því af þessum ástæðum verið frábrugðið öðrum vötnum þó nærri séu. Eg held við ættum að hætta að leita langt yfir skammt og viðurkenna okkar eign sök gagnvart lifríki vatnsins og hætta að bera tilbúinn áburð á vatnsbakkana. Þegar við höfum gert það, þá fyrst getum við gert miklar kröfur til annarra um varkárni i um- gengni við þetta lifriki. Dagbjartur Sigurðsson er bóndi í Álftagerði í Mýratnssveit.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.