Morgunblaðið - 03.04.1985, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.04.1985, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 3. APRÍL 1985 Londonlamb 276,00 pr. kg_ Svinabógur 269,00 Svínalæri 275,00 Svínakótelettur 379,50 Sítrónumareneraður Lambabógur 279,00 Ávaxtaskreytt Lambalæri 289,00 Kryddlegið Lambalæri 289,00 Peking endur 279,00 Þykkvabæjar Franskar 44,00 ORA grænar baunir 19,00 Vz dós Maískorn 49,00 V2 dós Rauökál 26,00 V2 (JÁS Jarðarber ' Bulgar 75,00 V\ dód Hollenskt rauðkáj^-^. (íglösum) 49,50" ' Nóatún Nótatúni 17 sími 17261 Nótatún Rofabæ 39 sími 71200 (var áður Árbæjarmarkaður) Vogaver Gnoðavogi sími 35990 Átfheimabúðin Álfheimum 4 Nýjum veitingarekstri hafnað á Selfossi Selfossi, 25. mara. Veitingastöðum á Selfossi hefur fjölgað mjög. Nú eru hér starfræktir tveir vínveitingastaöir og tveir mat- sölustaðir. Á fundi bæjarstjórnar 21. mars sl. var hafnaö beiöni um breyt- ingar á húseigninni Eyravegi 3 og rekstri 5. veitingastaðarins hér. Vínveitingastaðimir tveir, Inghóll og Gjáin, einbeita sér að starfsemi síðari hluta vikunnar, á kvöldin. Matsölustaðirnir Ársel, í Vöruhúsi KÁ, og Fossnesti eru opnir alla daga. Á sl. ári hóf Gunnar B. Guð- mundsson undirbúning að því, ásamt nokkrum aðilum, að setja á stofn veitingastað af millistaerð í húsi gömlu brauðgerðar KÁ að Eyravegi 3. 18. des. lá fyrir samþykki bygg- inganefndar um að hefjast mætti handa við breytingar á húsinu með fyrirvara um að útlit og breytingar yrðu í samræmi við reglugerðir. í byrjun janúar var hafist handa við bréytingar á hús- inu, en 25. janúar stöðvaði bygg- ingafulltrúi framkvæmdir vegna þess að nágrannar kröfðust þess að fá að segja álit sitt á fram- kvæmdunum. Bygginganefnd hafði láðst að leita álits nágranna eins og mælt er fyrir um í lögum. Þann 16. janúar hafði bygginga- nefnd rætt þetta mál og þá hvern- ig finna ætti nægileg bílastæði fyrir reksturinn og var sammála um að samnýta mætti bílastæði í miðbænum, en ekkert var minnst á að leita álits nágranna. Það gerðist ekki fyrr en tilmæli komu um það frá bæjarráði og þá höfðu nágrannar gert athugasemdir við fyrirhugaðar framkvæmdir og krafist réttar síns til umsagnar. Nágrannar skiluðu áliti sínu að mánuði liðnum og lögðust gegn veitingarekstri að Eyravegi 3. Mál þetta var tekið fyrir á tveimur fundum bæjarstjórnar, 13. og 21. mars. Skiptar skoðanir voru um málið og mikill tími fór í að ræða það. Andmælendur bentu á að ekki væri gert ráð fyrir næg- um bílastæðum og lausn á því ekki auðfundin. Þeir sem voru þessu hlynntir sögðu að verið væri að setja of þröngar skorður fyrir þá sem vildu setja á fót atvinnurekst- ur. Á fundinum 13. mars kom fram tillaga um að heimila breytingar og rekstur að uppfylltum reglu- gerðum þar að lútandi. Bent var á að bæjarstjórn hefði staðfest fundargerðir bygginganefndar þar sem breytingar á húsinu voru heimilaðar með skilyrðum. Af- greiðslu var frestað og erindinu vísað aftur til bygginganefndar. 21. mars lá fyrir bæjarstjórn- arfundi álit bygginganefndar þar sem bent var á nýtingu baklóðar vegna bílastæða. Umræður um málið stóðu í tvær klukkustundir og að þeim loknum var tillagan frá 13. mars felld á jöfnu, 3 fuíltrúar Sjálfstæðisflokks og fulltrúar Al- þýðubandalags voru á móti, en 3 fulltrúar Framsóknarflokks og 1 fulltr. Sjálfstæðisflokks með. Fulltrúi Alþýðuflokks sat hjá. Þannig var leyfisbeiðni um rekstur 5. veitingahússins á Sei- fossi hafnað eftir nokkuð sögulega meðferð í kerfinu. Hvort eftirmál verða er óvíst, en líklega forðast bygginganefnd að brenna sig á því aftur að leita ekki álits nágranna að fyrra bragði við líkar aðstæður í framtíðinni. Hig. Jóns. Höfum orðið fyrir verulegu fjárhagstjóni Helfossi, 25. msrs. ÞEIR sem hugöust standa fyrir veit- ingarekstri á Eyravegi 3 á Selfossi höföu varið til þess verulegum fjár- hæöum og gert ákveönar framtíðar- áætlanir þegar framkvæmdir voru stöövaöar og leyfi hafnaö. Gunnar B. Guömundsson og samstarfsmaöur hans, Þóröur G. Árnason, höfðu þetta að segja um málið: „Ég tel að þarna hafi verið hafnað samkeppni í veitinga- rekstri á Selfossi og okkur mis- munað. Við bjuggumst við að fundin yrði lausn á bílastæða- vandamálinu sem talið var fyrir hendi, sérstaklega vegna þess að búið var að leyfa okkur að byrja," sagði Þórður. „Maður lýsir furðu sinni á kú- vendingu sumra bæjarfulltrúa í málinu," sagði Gunnar. „Það er búið að dæma þetta hús- næði úr leik og við höfum varpað frá okkur öllum áformum um veit- ingarekstur," hélt hann áfram. „Við höfum orðið fyrir geysilegu fjárhagstjóni þar sem við vorum byrjaðir á framkvæmdum. Og við teljum rétt að benda á, að í næsta húsi, Eyravegi 1, er starfrækt verslun i húsi sem gerðar voru breytingar á og rekstur hafinn án þess að lagðar væru fram teikn- ingar. Sú starfsemi hlýtur að verða stöðvuð, ef farið verður eftir reglugerðum." sí*. Um. iMæoum 09 ooisuuu )omul húsgögn. Got ,úrval af áklæðum BÓLSTRUNí ÁSGRÍMS, Bergstaðastræti 2, Sími 16807, Morgunblaöid/SigurÓur Jónsson Gunnar B. Guðmundsson og Þórður G. Árnason. Metsölublad á hverjum degi!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.