Morgunblaðið - 03.04.1985, Side 46

Morgunblaðið - 03.04.1985, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1985 fclk í fréttum Bifróvision 1985 Keppendur eru kynntir undir dulnefni fram á síðasta dag Undir lok marsmánaðar var haldin hin árlega Bifróvision-söngvakeppni á Bifröst. Það rík- ir ævinlega mikill spenningur fyrir þennan við- burð, en keppendur hafa umboðsmenn, sem kynna þá undir dulnefni svo enginn í skólanum veit fyrr en á keppnisdag hverjir hinir eiginlegu keppendur eru. Auk verðlauna fyrir sönginn voru veitt verð- laun fyrir bestu umboðsmenn eða auglýsendur. Að þessu sinni hlaut fyrstu verðlaun dulnefnið „Sukkararnir“ en það voru Sigríður Pála Kon- ráðsdóttir sem átti heiðurinn af því. Þá hlaut önnur verðlaun „Brúðarbrugg“ en af því Þórhild- ur Ida Þórarinsdóttir allan veg og vanda. Þriðju verðlaun hlaut „Flamingo Birds“ og það var Margrét Brynja Jónsdóttir sem þar átti hlut að máli. Eftir að vinningshafar í Bifróvision-söngva- keppninni, sem við birtum myndir af hér í dag, höfðu tekið á móti verðlaunapeningum var stig- inn dans fram eftir nóttu. Skólahljómsveit Bifrastar, en hana skipa Gunnar Bergmann Traustason á trommum, Helgi Valur Friðriksson á gítar og söngvari, Jóhann Örn Árnason á bassa, píanó, harmonikku, syntheziser og söngvari og að lokum Kristófer Frank Jóhannsson á hljómborði. Ljósmyndararnir þekktu ekki prinsessuna! Ritstjórar enska tímaritsins ar þeim á annað borð. Það eina Companv sösðust hafa sem tókst. að veiða nnn lír henni 11 Company sögðust hafa „flutt fjöll" til að fá Stefaníu Mónakóprinsessu til að sitja fyrir í tískuþætti blaðsins og til að prýða kápuna. Eftir miklar þreifingar féllst prinsessan á að sitja fyrir hjá þeim Company- mönnum og þegar dagurinn rann upp voru allir í „stúdíóinu" í París á háa c-inu. Ekkert ból- aði á Stefaníu og þó blaðamenn- irnir og Ijósmyndararnir hafi reiknað með því að hún kæmi fremur seint heldur en hitt, þá fór að fara um liðið. Það lét eng- inn sjá sig nema tvö yfirlætis- laus ungmenni, stúlkur, sem hlutu að vera að sækja filmur úr framköllun eða eitthvað þvíum- líkt. Þær tvístigu í dyrunum á verinu og Ijósmyndararnir ætl- uðu að fara að reka þær laumu- lega burt, er nagandi grunur læsti sig um kroppana. Gat það verið? Önnur stúlknanna? Önn- ur var ljóshærð, ekki hún. Hin þá, hún var með dökkt stutt hár? Og viti menn, er að var gáð: Stef- anía prinsessa. Fyrir utan stóð lífvörðurinn og nýleg vinkona, sú Ijóshærða var förðunarsér- fræðingur Stefaníu. Aldrei vissu Company-menn hvernig á framferði prinsess- unnar stóð; var hún svona feim- in? var hún þreytt, eða í fýlu? Við því fékkst ekki svar, Stef- anía varar sig á því að láta uppi hvers vegna hún gerir þetta eða hitt, þess vegna eru það ævin- lega vangaveltur og ekkert ann- að sem fólk les í slúðurdálkum. Jafnvel dulbúnar spurningar sér hún í gegn um og svarar með hálfkveðnum vísum ef hún svar- ar þeim á annað borð. Það eina sem tókst að veiða upp úr henni var, að það væri ekki til sá fjöl- skyldumeðlimur sem ekki hefði einhvern íþróttaáhuga, sjálf færi hún á skíði hvenær sem færi gæfist. Vinkonan Amelía er varla mælandi á ensku, þó að aðstoðarmaður einn revndi að verða einhvers vísari um hagi Stefaníu. „Jú, við skemmtum okkur vel saman, förum á disk- ótek og næturklúbba á hverju kvö!di.“ Meira segir hún ekki og ber fyrir sig lakri málakunnáttu. Sama sagan, leyndardómurinn um Stefaníu skýrist ekki ... in brennur d og hand- ^"" •^mari en feitabolla telst leggirnir þrystnan, en hún varla

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.