Morgunblaðið - 03.04.1985, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 03.04.1985, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1985 fclk í fréttum Bifróvision 1985 Keppendur eru kynntir undir dulnefni fram á síðasta dag Undir lok marsmánaðar var haldin hin árlega Bifróvision-söngvakeppni á Bifröst. Það rík- ir ævinlega mikill spenningur fyrir þennan við- burð, en keppendur hafa umboðsmenn, sem kynna þá undir dulnefni svo enginn í skólanum veit fyrr en á keppnisdag hverjir hinir eiginlegu keppendur eru. Auk verðlauna fyrir sönginn voru veitt verð- laun fyrir bestu umboðsmenn eða auglýsendur. Að þessu sinni hlaut fyrstu verðlaun dulnefnið „Sukkararnir“ en það voru Sigríður Pála Kon- ráðsdóttir sem átti heiðurinn af því. Þá hlaut önnur verðlaun „Brúðarbrugg“ en af því Þórhild- ur Ida Þórarinsdóttir allan veg og vanda. Þriðju verðlaun hlaut „Flamingo Birds“ og það var Margrét Brynja Jónsdóttir sem þar átti hlut að máli. Eftir að vinningshafar í Bifróvision-söngva- keppninni, sem við birtum myndir af hér í dag, höfðu tekið á móti verðlaunapeningum var stig- inn dans fram eftir nóttu. Skólahljómsveit Bifrastar, en hana skipa Gunnar Bergmann Traustason á trommum, Helgi Valur Friðriksson á gítar og söngvari, Jóhann Örn Árnason á bassa, píanó, harmonikku, syntheziser og söngvari og að lokum Kristófer Frank Jóhannsson á hljómborði. Ljósmyndararnir þekktu ekki prinsessuna! Ritstjórar enska tímaritsins ar þeim á annað borð. Það eina Companv sösðust hafa sem tókst. að veiða nnn lír henni 11 Company sögðust hafa „flutt fjöll" til að fá Stefaníu Mónakóprinsessu til að sitja fyrir í tískuþætti blaðsins og til að prýða kápuna. Eftir miklar þreifingar féllst prinsessan á að sitja fyrir hjá þeim Company- mönnum og þegar dagurinn rann upp voru allir í „stúdíóinu" í París á háa c-inu. Ekkert ból- aði á Stefaníu og þó blaðamenn- irnir og Ijósmyndararnir hafi reiknað með því að hún kæmi fremur seint heldur en hitt, þá fór að fara um liðið. Það lét eng- inn sjá sig nema tvö yfirlætis- laus ungmenni, stúlkur, sem hlutu að vera að sækja filmur úr framköllun eða eitthvað þvíum- líkt. Þær tvístigu í dyrunum á verinu og Ijósmyndararnir ætl- uðu að fara að reka þær laumu- lega burt, er nagandi grunur læsti sig um kroppana. Gat það verið? Önnur stúlknanna? Önn- ur var ljóshærð, ekki hún. Hin þá, hún var með dökkt stutt hár? Og viti menn, er að var gáð: Stef- anía prinsessa. Fyrir utan stóð lífvörðurinn og nýleg vinkona, sú Ijóshærða var förðunarsér- fræðingur Stefaníu. Aldrei vissu Company-menn hvernig á framferði prinsess- unnar stóð; var hún svona feim- in? var hún þreytt, eða í fýlu? Við því fékkst ekki svar, Stef- anía varar sig á því að láta uppi hvers vegna hún gerir þetta eða hitt, þess vegna eru það ævin- lega vangaveltur og ekkert ann- að sem fólk les í slúðurdálkum. Jafnvel dulbúnar spurningar sér hún í gegn um og svarar með hálfkveðnum vísum ef hún svar- ar þeim á annað borð. Það eina sem tókst að veiða upp úr henni var, að það væri ekki til sá fjöl- skyldumeðlimur sem ekki hefði einhvern íþróttaáhuga, sjálf færi hún á skíði hvenær sem færi gæfist. Vinkonan Amelía er varla mælandi á ensku, þó að aðstoðarmaður einn revndi að verða einhvers vísari um hagi Stefaníu. „Jú, við skemmtum okkur vel saman, förum á disk- ótek og næturklúbba á hverju kvö!di.“ Meira segir hún ekki og ber fyrir sig lakri málakunnáttu. Sama sagan, leyndardómurinn um Stefaníu skýrist ekki ... in brennur d og hand- ^"" •^mari en feitabolla telst leggirnir þrystnan, en hún varla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.