Morgunblaðið - 03.04.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.04.1985, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1985 Um viðskipti íslandslax hf. og Hitaveitu Suðurnesja - eftir Þorstein Olafsson Ingólfur Aðalsteinsson fram- kvæmdastjóri Hitaveitu Suður- nesja (HS) skrifar grein í Morgun- blaðið sl. miðvikudag þar sem lýst er skoðunum HS á samningavið- ræðum Islandslax (tS) og HS svo og afstöðu HS til samnings fyrir- tækisins við Landbúnaðarráðu- neytið. Grein Ingólfs er tiltölulega hógvær, enda maðurinn prúð- menni. Ég vil freista þess í örfáum orð- um að gera grein fyrir sjónarmið- um ÍS í málinu og svara sérstak- lega meginatriðum í grein Ingólfs. Notkun raforku ódýrari en tilbod HS ÍS hefur haldið því fram að mið- að við tilboð HS um 15,5 m.kr. heimtaugagjald sem tS greiddi auk 26 kr. pr. tonn af vatni þá væri ódýrara fyrir fyrirtækið að hita ferskvatnið með raforku, með aðstoð varmadælu. Við þá fullyrð- ingu stendur tS enn, en útreikn- ingar þar að lútandi hafa verið gerðir af færustu sérfræðingum, sem hafa verið ráðgefandi í mál- inu. t þeim samanburði er upphitun- arkostnaður á köldu vatni með varmadælu annars vegar kr. 6,30 pr. seiði, en hins vegar sbr. tilboð HS kr. 6,50 pr. seiði. (Hér er þó reiknað með endurnýtingu frá- rennslisvatns sem þýðir viðbótar- stofnkostnað um 2,0 m.kr., ef ekki þá væri upphitunarkostnaðurinn kr. 7,20 pr. seiði.) Ef raforkan (vél- ataxti Rafveitu Grindavíkur) fyrir varmadælu væri hins vegar und- anþegin söluskatti og verðjöfnun- argjaldi (sbr. varmadælu Hita- veitu Akureyrar) líkt og heitt vatn frá HS er undanþegið söluskatti, yrði upphitunarkostnaður með varmadælu kr. 5,40 pr. seiði í stað 7,20 kr. sbr. tilboð HS. Skammsýn verð- pólitík HS Ingólfur segir að það sjónarmið hafi heyrst að verðskrá- til at- vionuuppbyggingar eigi að vera verulega lægri en almenn gjald- skrá, en það þýði að sjálfsögu að hækka verði gjaldskrá til annarra skv. hans eigin orðum, en slík ákvörðun hafi ekki verið tekin af HS. í viðræðum við fulltrúa HS kom þetta siónarmið einmitt fram af hálfu fslandslax hf. Þetta sjón- armið á sér mörg fordæmi í orku- iðnaði bæði hér á landi og erlendis og lögðu fulltrúar IS á það sér- staka áherslu að af atvinnupóli- tískum ástæðum teldum við eðli- legt að HS byði mun lægra verð til fiskeldisfyrirtækja á svæðinu en til annarra, til að greiða fyrir at- vinnuuppbyggingu auk þess sem hér væri um stórnotendur að ræða, sem eðlilegt væri að fengju verulegan magnafslátt. í megin- atriðum var þessu sjónarmiði hafnað af hálfu stjórnar HS. í mínum huga ber sú afstaða vott um skammsýni auk þess sem það er alls ósannað að hagstæð gjaldskrá til fiskeldisfyrirtækja hefði þurft að þýða hækkun til venjulegra neytenda. En kjarni þessa máls er hins vegar ef til vill sá, að HS rekur hitaveitu í þétt- býliskjarna á Suðurnesjum. HS hefur verið tiltölulega dýr í stofnkostnaði sem fyrst og fremst kemur til af því, að fyrst er borað eftir gufu, gufan síðan leidd í óbeint samband við kalt vatn sem síðan er veitt með hjálp rafmagns, sem framleitt er úr gufu, út til þéttbýliskjarnanna á Reykjanesi. Vegna þessa mikla stofnkostn- aðar og þess hve fjármagn er dýrt er heitt vatn frá HS tiltölulega dýrt, þótt það sé mun ódýrara en olía. Nú er það hins vegar svo að fiskeldisfyrirtækin á Suðurnesj- um liggja flest utan þessa þéttbýl- iskjarna, sem þýðir að ef HS vill selja þeim orku þarf að leggja til þeirra sérstaka lögn sem er dýr framkvæmd; auk þess að skv. stefnu Hitaveitu Suðurnesja eiga þau líka að taka þátt i fjár- magnskostnaði vegna fyrri upp- byggingar HS í Svartsengi. Þorsteinn Ólafsson Með þessari stefnu getur HS hreinlega ekki boðið fiskeldis- fyrirtækjunum heitt vatn á sam- keppnisfæru verði. Á síðasta ári veitti ríkisstjórnin 20 m.kr. sem lánsfé til alls fiskeldis i landinu. Á sama tíma fær ÍS það boð hjá HS að borga 15,5 m.kr. i heimtauga- gjald eingöngu vegna byggingar á lögn sem fyrirtækið ætti samt ekkert í, þótt það væri eini not- andinn að henni. Allir hljóta að sjá að þessi unga atvinnugrein hefur ekki efni á slíku. Ákvöröun landbún- aðarráöherra Og þá komum við að þeirri mik- ilvægu spurningu, hvort það hafi verið rétt hjá landbúnaðarráð- herra að gefa íslandslax hf. mögu- leika á þvi að bora eftir heitu vatni til eigin nota f landi ríkis- jarðarinnar Staðar, og greiða þannig fyrir því að þetta fyrirtæki komist á laggirnar og fyrir rekstri þess í framtíðinni. Ég segi tví- mælalaust já. Það var rétt ákvörðun og framsýni og síðast en ekki síst ákaflega skysamleg af at- vinnupólitískum ástæðum. Til- raunir til að gera slíkt tortryggi- legt af hálfu nokkurra stjórnar- manna HS svo og alþingismanna (einn þeirra á jafnframt sæti í stjórn HS) verður að átelja harð- lega, enda augljóslega um frum- hlaup að ræða. Það er hins vegar ljóst að með þessari ákvörðun veikir ráðherra nokkuð einokunarstöðu Hitaveitu Suðurnesja. Hann gerir fyrirtæk- inu ókleift að neyða heitu vatni á algerlega ósamkeppnisfæru verði til fiskeldisfvrirkja á svæðinu. Slíku ber að fagna. Þeir sem hins vegar telja slíkt miður, hljóta að hafa önnur sjónarmið, sem þeir verða að skýra fyrir íbúum Suður- nesja með haldbærari rökum en SÍS-grýlunni. Var ekki samiö af heilindum? Ingólfur gerir þvi skóna að samningsgerð við HS hafi af hálfu ÍS „aðeins verið höfð að yfirvarpi til þess að grunsemdir skyldu ekki vakna um að ÍS væri að laumast inn um kjallaragluggann hjá hita- veitunni". Þessari aðdróttun verður að mótmæla harðlega. Til samning- anna við HS var gengið með ein- dregnum ásetningi um að ná samningum. Fulltrúar ÍS skýrðu HS frá því að aðrir kostir væru líka til skoðunar, þ. á m. hitun með raforku og varmadælu, en það er rétt að fulltrúar ÍS skýrðu ekki frá samningaviðræðum við landbúnaðarráðuneytið, enda hefði mátt telja slíkt óeðlilegan þrýsting af hálfu ÍS á HS. Eftir á að hyggja og eftir að hafa orðið vitni að viðbrögðum sumra stjórn- armanna HS við samningi tS við landbúnaðarráðuneytið sést hins vegar að sú stefna var hárrétt. Hér á eftir verður í sérstökum við- auka gerð nákvæm grein fyrir gangi viðræönanna við HS og sést þar glögglega að dylgjur um óheil- indi í samningum af hálfu tS eru tilhæfulausar. (Landbúnaðarráð- herra hefur nú upplýst að fulltrúi ráðuneytisins hafi skýrt Ingólfi sjálfum frá viðræðum ráðuneytis- ins við ÍS í janúar sl.) Vísindalegar forsendur vatnstökunnar Ingólfur kemur efnislega með þá fullyrðingu í lok greinar sinn- ar, að ef ríkisstjórnin stefni að því að gefa laxeldisstöðvum tiltæka varmaorku og ferskvatnsforðann á Reykjanesi myndi það óhjá- kvæmilega leiða til þess að Suður- nesjamenn mættu aftur taka upp olíukyndingu. Þessi fullyrðing eins og hún er sett fram er efnislega fráleit auk þess að vera ákaflega villandi. Hvað IS varðar hefur fyrirtækið gert umfangsmeiri rannsóknir á áhrifum væntanlegrar vatnstöku en nokkurt fiskeldisfyrirtæki á svæðinu. Rannsóknir þessar, sem hafa verið framkvæmdar af helstu vatnssérfræðingum þjóðarinnar, og þeir skrifað mikla skýrslu um, hafa kostaö milljónir króna. Það er niðurstaða þeirra rannsókna að fyrirhuguð vatnstaka hafi lftil sem engin áhrif á ferskvatnsforð- ann á svæðinu og sé þvi skaðlaus. Um það segir Orkustofnun, að gefnu tilefni, i bréfi 25. mars sl.: „Orkustofnun telur að umbeðin vatnstaka fslandslax hf. i Staðar- landi á köldu vatni og hálfsöltu, sem kemur fram í tilvísaðri grein- argerð dags. 21. mars 1985, fyrir 500.000 stykkja seiðaeldisstöð, muni að öllum lfkindum ekki hafa merkjanleg áhrif á núverandi vatnstöku i lögsagnarumdæmi Grindavikurkaupstaðar né annars staðar á Reykjanesi og teljist þvi skaðlaus viö núverandi aðstæður." Að sjálfsögðu verður að gera kröfu til þess að leyfð vatnstaka á Reykjanesi í einhverju magni styðjist við visindalegar rann- sóknir þar sem sýnt verður fram á að slík vatnstaka geti ekki skaðað aðra aðila. Þær kröfur verður að gera til allra fiskeldisstöðva auk þess að haft sé gott samráð við viðkomandi sveitarfélög um alla framkvæmd. Það er augljóst mál að það er einmitt ekki sist hagur íslandslax hf. að svo sé staðið að málum og þess vegna m.a. var ráð- ist i jafn umfangsmiklar rann- sóknir og raun ber vitni. í framhaldi af þvi er rétt að upplýsa að fyrirtækið hefur lýst yfir vilja til fulls samráðs og eftir- lits um vatnstökuna við bæjar- HOIOUNBLADID. ULDVUIUDAGUK H. IU I Viðauki: Viðskipti Hitaveitu nesja við íslandslaxj — eftir Ingólf Aóalsteinmon I UaðaviAUJwa ct uuiri oja- rnUlno OatmiðU uadaafanu da<a kUir aoUað á þat atort ai Irmm uin viðafcipti HS ag (alaadaUr hf. I aUkvarja bUðaviMali lalur Þorateinn OUÍNðn, Btjórnarfor- ouóur falaadalax h/„ «A tiibod HS om aOlu i heitu rmtai til eidU- •tóAw ÍiUmWu hí. aé «áki mn- kcppmthaft riA raforku. ViA þeau lUóhafincTi «r M •itt aA athuffa. ad ekki er tekió fram viA hvaAn vorA or miteA. Sá hitunarUxti rafnucna, aam hán- mgvndur á Soóummjum greifta i dac bondir ekki til aó þaaai •Uðhafing aé rétt. Þeaa ar ann- framur getið aA vataavarA aé nar haimingi hmrra an i iterkjavik, (þaA ar 53« ham). Tilboð HS bmiat á þvl aA ía- iandalax hf. íaagi toaniA kaypt á kr 234» maðaa aimann gjaidakrá aiitnaA hafi upp dr viArmAum viA HS/Samninfar viA HS hafa ataAiA yfir allt frá 31. oktábar 1964 til 5. fabniar 1966, au á . ______ töldu fuUtráar lalandalax hf. aA aAiiar hafAu uáA aamaa o« akki •A, aA öAru au þvt, aA fuiltrúar la- hf. lanja ailan dnM. á þnA ábaraiu. aA framkvmmdir viA kitaiðgn bafjiat hið nilrm fyraU o« vurAi viA þaA nuAað að hitaUgn- inni tU aidiaatoðvarinnar aé lokið L mai 1966. Vulltrúar HS tAidu Utlar Kkur á þvi, að hmgt vmri að gnnga frá Iðgn á avo akðmmum tima, anda var pipuefniA akki til i landinu og atarfamann HS tðldu akki varlagt „FrunTÍoda og nidur- Maða þeaaara mála inmi hniwri vmri undirakrifaAur. Laið aú febrúar og ekki vur gangiA frá anmningi. ÞaA «r fyrat 4. mara að tilkynnt ar af fuUtrúa (alandalax hf. að anmningur við HS júmli aettur I Gangur samningaviðaræönanna Hver er húsbóndi hvers? í umræðum utan dagskrár á Al- þingi 26. mars sl. segir Karl Stein- ar Guðnason orðrétt: „Ég taldi áðan að gerðir hans (landbúnaðarráðherra) minntu á enskan vagnhest en þeir hlýða húsbændum sínum skilyrðislaust. Ástæða er til að spyrja hver er húsbóndinn." Þessi ósmekklegu ummæli sá fréttamaður sjónvarpsins sér- staka ástæðu tilað hafa eftir í um- fjöllun um málið sl. þriðjudag. í sömu ræðu segir sami þing- maður orðrétt: „Samningaviðræður hafa staðið yfir allt frá 31. okt. sl. til 5. febrú- ar en á fundinum 5. febrúar töldu fulltrúar Íslandslax hf. að aðilar hefðu náð saman og ekki verið annað eftir en ljúka samningsgerð með undirskriftum aðila. Að sögn samninganefndarmanna hitaveit- unnar var allt hljótt um fram- haldið að öðru leyti en þvi að full- trúar íslandslax hf. lögðu allan tímann á það áherslu að fram- kvæmd við hitalögn hæfist hið all- ra fysta og yrði við það miðað að hitalögninni til eldisstöðvarinnar yrði lokið fyrir 1. maí nk. Full- trúar HS töldu litlar líkur á því að hægt væri að ganga frá lögn á svo skömmum tíma enda var pípuefn- ið ekki til i landinu og starfsmenn HS töldu ekki varlegt að panta efnið fyrr en samningur væri und- irritaður. Leiö nú febrúar og ekki var gengið fri samningi. Það var fyrst 4. mars, að tilkynnt var af fulltrúa íslandslax hf. að samn- ingur við HS skuli settur í salt." Hér lýkur tilvitnun í ræðu al- þingismannsins. Eins og sjá má af grein Ingólfs Aðalsteinssonar framkvæmda- stjóra HS (sjá ljósmynd) sem birt- ist í Morgunblaðinu 27. mars, eða daginn eftir fyrrgreindar umræður á Alþingi, sem þýðir að hún hefur verið komin í prentun þegar Karl flytur fyrirspurn sína á Alþingi, þá hefur alþingismaðurinn náð- arsamlegast þegið úr hendi hús- bónda síns (þ.e. Hitaveitu Suður- nesja) orðréttan kafla í ræðu sfna á Alþingi. Til fróðleiks skal upp- lýst að sami þingmaður hefur aldrei leitað eftir upplýsingum um málið hjá Islandslax hf., né heldur þáði hann boð um kynnis- og skoð- unarferð á athafnasvæði fyrirtæk- isins 15. mars sl., sem fyrirtækið bauð í. Það er vona að spurt sé hver sé húsbóndi hvers? í grein Ingólfs Aðalsteinssonar segir eftirfarandi: „Samningar við HS hafa staðið yfir frá 31. október til 5. febrúar 1985 en á þeim fundi töldu full- trúar íslandslax hf. að aðilar hefð náð saman og ekki væri annað eft- ir en ljúka samningsgerð með undirskriftum aðila ..." „Leið nú febrúar og ekki var gengið frá samningi. Það er fyrst 4. mars að tilkynnt er af fulltrúa íslandslax hf. að samningur við HS „skuli settur í salt.“ Vegna þessara ummæla þykir rétt að rekja gang samningavið- ræðna við HS skv. dagbókum og fundargerðum íslandslax hf. Er það ekki síst nauðsynlegt, vegna dylgna á Alþingi um málið, að hið rétta komi fram um gang samn- ingaviðræðna. 31. október: Fyrsti fundur með HS. 11. desember: Fyrsta tilboð HS. Tengigjald 17,6 m.kr. (verðlag okt. ’84). Vatnsverð 28,50 pr. tonn (meðalverðlag 1. jan. ’85). 18. desember: Annar fundur með HS. 31. desember: Annað tilboð HS. Tengigjald 11,8 m.kr. (verðlag okt.). Vatnsverð 26,00 kr. pr. t 7. janúar 1985: Þriðji fundur með HS. 21. janúar: Þriðja tilboð HS. Tengigjald og vatnsverð óbreytt en fallist á nokkrar breytingar á samnings- skilmálum. 28. janúan Fjórða tilboð HS. Tengigjald lag- fært í 13,0 m.kr. vegna hækkunar vísitölu. Vatnsverð óbreytt. Smá breytingar á skilmálum. 5. febrúar: Fimmti fundur með HS. Á þessum fundi var gengið frá öllum helstu atriðum, þ. á m. tengigjaldi og vatnsverði sem aö sögn HS-manna voru ófrávíkjanleg. Vegna ummæla Sverris Hermannssonar iðnaðar- ráðherra óskuðu fulltrúar ÍS eftir því að inn í samninginn kæmi ákvæði um endurskoðun hans ef aðrar fiskeldisstöðvar á svæðinu næðu samningum um lægra verð. 6. febrúar: Fimmta tilboð HS lagt fram. Óbreytt verð, enda talið frágengið, en inn í samningsboði HS kemur ákvæði svohljóðandi: „Aðilar eru sammála um að afsláttur skuli aldrei vera lægri en sá sem selj- andi gefur öðrum laxeldisstöðvum á svæðinu." ÍS tilkynnt að stjórn HS eigi eftir að staðfesta þetta atriði. 11. febrúan Stjórnarformaður HS tilkynnir að fyrrgreint atriði verði ekki sam- þykkt af stjórn HS. I sama sam- tali óskaði fulitrúi ÍS eftir þvi að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.