Morgunblaðið - 03.04.1985, Síða 58

Morgunblaðið - 03.04.1985, Síða 58
T 58 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1985 Mót á Akranesi Drengjalandsliöiö < handknatt- leik (18 ára og yngri) sam æft hefur af miklu kappi aö undan- förnu undir stjórn hins kunna handknattleiksþjólfara Gairs Hallsteinssonar tekur þátt i móti á Akranesi á laugardaginn. Fjög- ur liö keppa, Stjarnan A- og B-liö drengjalandsliösins og svo heimamenn ÍA. Drengjalandsliöiö fer utan til keppni á Noröurlandamótinu 18. aprfl næstkomandi en mótió fer fram í Finnlandi. FH leikur gegn KR EINN leikur fer fram í kvöld i bik- arkeppni HSÍ. FH leikur gegn KR í 16 lióa úrslitunum í íþróttahúsi Hafnarfjarðar. Skíðamót íslands sett í dag SKÍÐAMÓT fslands veröur sett á Síglufiröi í dag kl. 20.30. Keppnin hefst svo kl. 11.00 á fimmtudag meö svigi kvenna. Mótinu lýkur 7. aprfl. EF * J M ^K Pi I WL . S V vffæ Wrn. o '■» mL y. i J «... j r.... Landsliðshópurinn í sundi EITT hundrað og tíu keppendur koma til islands um páskana til aö taka þátt í Kalott-keppninni í sundi. Keppendur veröa frá Sví- þjóö, Finnlandi og Noregi. Keppnin fer fram 6. til 7. aprfl. Hafþór Guómundsson lands- liösþjálfari hefur valiö íslenska landslíöshópinn og er hann þannig skipaöur: Þórunn Guö- mundsdóttir, Ingibjörg Arnar- dóttir, Ragnheiöur Runólfsdótt- ir, Sígurlaug Guömundsdóttir, Bryndís Ólafsdóttir, Helga Sig- urðardóttir, Martha Jörunds- dóttir, Anna Gunnarsdótir, Erla Traustadóttir, Eövarö Eövarös- son, Hugi Haröarson, Tryggvi Helgason, Magnús Már Ólafs- son, Ragnar Guömundsson, Ólafur Einarsson, Ámi Sigurós- son, Jens Sigurósson, Tómas Þráinsson. Golfskóli hjá GR NÚ fer aö líða aö því aö golf- kennslan hjá Golfklúbbi Reykja- víkur hefjist utanhúss. En fram aö þeim tíma veróur Golfskóli GR starfræktur í nýbyggingunni í Sundlaugunum í Laugardal. Skól- inn er opinn sem hór segir: Mánudaga til föstudaga kl. 15.30—21.00, laugardaga og sunnudaga kl. 11.00—16.30. Sú nýbreytni hefur veriö tekin upp, aö á föstudögum, laugardög- um og sunnudögum geta meölimir Golfklúbbs Reykjavíkur fengiö ótakmörkuö afnot af aöstööunni þarna gegn 50 kr. gjaldi á dag. Þó skal á þaö bent, aö salurinn er frátekinn fyrir ókeypis kennslu unglingum til handa 2 tima á sunnudögum. Kl. 11.00—12.00 er tími fyrir unga kylfinga, sem eru meðlimir í Golfklúbbnum og eru vanir golfleik. Kl. 14.00—15.00 er tími fyrir alla unglinga, utan klúbbs sem innan, sem eru byrjendur í íþróttinni. Þá er rétt aö geta um ókeypis kennslutíma á mánudögum kl. 17.00—18.00 fyrir konur, sem eru meölimir í GR. Einnig er rétt aö minna menn á púttkeppnina, sem fer fram á hverjum laugardegi. Nýstárleg fjáröflunarleið Frjálsíþróttasambandsins Frjálsíþróttasamband íslands fer um þessar mundir inn á áöur óreyndar leiöir í fjáröflun, er sölu- aöilar á vegum þess ganga hús úr húsi um land allt og bjóöa til kaups lífrænan blómaáburö. Áburöurinn er í pinnaformi og ber heitið Hvati. Hafa aörir hag af áburðarsölunní. íþróttafélögin fá stærstan hluta andviróis pakk- anna í sinn hlut, Landverd fær skerf af því og einnig verndaóur vinnustaöur í Kópavogi, örvi, sem pakkar inn pinnunum, sem framleiddir eru í Svíþjóö. „Ég vonast eftir góöum undir- tektum," sagöi Guöni Halldórsson formaöur Frjálsíþróttasambands- ins, í samtali viö Morgunblaöiö. Hann sagöi þessa fjáröflunarleiö þannig til komna, aö á sl. hausti hafi veriö haft samband viö FRÍ vegna ábendinga frá danska frjáls- íþróttasambandinu. Bent hafi verið á FRÍ sem líklegan söluaöila hér á landi, því forystumenn á Noröur- löndunum gætu nefnilega engan veginn skiliö hvernig tækist aö halda uppi því frjálsiþróttastarfi, sem veriö heföi hér á landi undan- farin ár. Áburöurinn væri drjúg tekjulind danskra frjálsíþrótta- manna. — Nú eru ekki stundaöar frjáls- íþróttir alls staöar á landinu? „Þaö er rétt. Á stööum eins og Siglufiröi og isafiröi eru engar frjálsíþróttir en þaö skiptir engu máli. Ég hef fengiö skíöafólk, handboltafólk, fimleikafólk, sund-, blak- og knattspyrnufólk meö í þetta. Kappsmáliö hjá mér hefur veriö aö halda þessu innan íþrótta- hreyfingarinnar. Þessar greinar hafa þó allar þaö sammerkt aö skorta fé til aö geta starfaö eins ötullega og menn heföu viljaö." — Nú er svona áburöur á markaðinum. Hvernig helduröu aö blómaverslanir og blómasalar taki því aö fariö veröi af staö í svona söluherferö? „Þaö er reyndar ekki rétt. Svona áburöur er ekki til á markaöinum Guöni Halldórsaon formaóur Frjálsíþróttasambandsins meö blómaáburöinn Hvata, sem á næstu dögum veröur seldur um land allt til styrktar íþróttahreyf- ingunni. svo nokkru nemi. Þessi áburöur er algjörlega lífrænn og mikil gæöa- vara eftir því sem „sérfræöingar" segja. Viöbrögö hjá blómasölum sem af þessu vita og ég hef haft spurnir af eru góö. Þetta framtak virkar almennt séö sem ágætis auglýsing fyrir blómarækt og ætti því aö koma blómasölum tíl góöa.“ — En eruö þiö samkeppnisfær- ir í veröi? „Þaö er nú líkast til. Þú getur fariö í stórmarkaðina og keypt 20 pinna bréf sem kosta kringum 70 krónur. Okkar pakki er meö 29 pinnum og kostar 100 krónur, þannig aö viö stöndum okkur vel. Félögin fá 30% af hverjum seldum pakka og á þetta því aö geta gefiö þeim drjúgar tekjur. Ef viö tökum sem dæmi aö okkur takist aö selja 50.000 pakka í fimm fyrirhuguöum söluherferöum á árinu er Frjáls- íþróttasambandið aö útvega hin- um ýmsu íþróttafélögum og hinum ýmsu íþróttagreinum 1,5 milljónir króna samtals. Ég reikna meö aö félögin hafi ekkert á móti þeim peningum. Ég vona bara aö fólk taki vel á móti söluaöilum. Meö því aö taka þátt í þessu styrkja menn íþróttafélögin á hverjum staö, einnig Landvernd, landgræöslu og náttúruverndar- samtök íslands, Frjálsíþróttasam- bandiö, og aö lokum má geta þess aö vörunni er pakkað í örva i Kópavogi, sem er verndaöur vinnustaöur, þannig aö þetta skapar atvinnu þar sem þörf er á,“ sagöi Guöni Halldórsson formaöur FRÍ.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.