Morgunblaðið - 03.04.1985, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1985
Páskahátíð
í Blómasal
Hótels Loftleiða
Yflr páskahátíðina bjóðum við fJölskYldum og öðru góðu fóikl að eiga hjá okkur
páskastund og njóta góðra rétta af páskamatseðli okkar.
Skírdagskvöld
VillibráðarkJötseyðl með grænmeti
Heilstelkt nautaflle weiiington
Appelsínufrauðís kr. 795,-
Föstudagurinn langi (kvöid)
Rækjukæfa á melónusnelð
Blandaðlr sjávarréttlr í rjómahvítvínssósu kr. 580,-
eða
innbökuð lambabuff f koníakssveppajafnlngi kr. 695,-
eða
Ofnsteikt ðnd Blgarrade kr. 795,-
Rommleglnn djúpstelktur bananl
Laugardagur fyrir páska(kvöld)
Skelflsksalat með kaldrl sjávarréttasósu
Aspasfylltar rauðspretturúllur með hollenskri eggjasósu kr. 580,-
Nautafillét veiðlmannsins með fylltrl kartöflu kr. 790,-
Rjómaís Tuttl Fruttl
Páskadagskvöld
Hörpuskelflskur „Provengale" eða Humarsúpa
Pönnustelktur lax .Duchesse" kr. 580,-
eða
Ostafytlt grísalund á telni með ananas og sveppasósu kr. 795,-
eða
Fylltur kalkun með parísarkartóflum og rjömasósu kr. 895,-
Pönnukökur Martlnique
Annar páskadagur (kvöld)
Reyktur silungur með hræreggl
eða
Aspargussúpa
T-belnsstelk með fylltum tómat og sveppum kr. 750,-
eða
Fylltur grísahryggur með ananasmaukl og Robertsósu kr. 750,-
Dlplomatbúðingur í súkkulaðlbolla.
Salat- og brauðbar er með öllum réttum. Páskahlaðborð I hádeginu.
Sérstakur barnamatseðlll alla daga ceflð mömmum og pöbbum svolítlð frí frá
matseldinni um páskana og taklð pau með I Blómasallnn sem verður skreyttur
og I hátíðabúnlngi. Frítt fyrír böm undlr 12 ára af páskahlaðborðlnu og öll böm
fá páskaegg að gjöf.
Gleðilega páska I notalegu umhverfl. - verlð velkomln I Blómasalinn með alla
fjölskylduna.
Ceymið auglýslnguna yflr hátíðlmar.
HÓTEL LOFTLEIÐIR ?
FLUOLEIOA HÓTEL
r O" m
i. * P
ísraelar útskýra mistökin
ísraelskur skriðdreki skaut sprengikúlu á tvo bandaríska sjónvarpsmenn
fyrir nokkru og drap báða, en atburðurinn átti sér stað er ísraelsmenn
gerðu vopna- og skæruliðaleit í suður-líbönsku þorpi. fsraelar sendu frá
sér mynd þessa nýverið til þess að útskýra hvernig á mistökunum stæði.
Textinn sem fylgdi myndinni var á þá leið að það væri erfitt að sjá af færi
hvort menn væru að munda kvikmyndavél eða sprengjuvörpu. Til vinstri
á myndinni er sprengjuvarpa, sjónvarpsvélin til hægri. Dæmi hver fyrir
sig.
Formósa:
28 farast í
hótelbruna
Taipei, FormÓNU, 2. aprfl. AP.
ELDUR KVIKNAÐI í sex hæða hóteli í borginni Tainan skömmu eftir
miðnætti með þeim afleiðingum að 28 manns týndu lífi og átta særðust, þar
af fjórir alvarlega. Grunur leikur á að um hryðjuverk hafi verið að ræða.
Að sögn lögreglu varð eldsins
vart skömmu eftir miðnætti.
Bréiddist hann ört út um alla
hótelbygginguna. Tók það slökkvi-
lið tvær klukkustundir að ráða
niðurlögum eldsins.
Að sögn lögreglunnar bárust
fregnir af því að hópur skemmdar-
verkamanna hefði kastað eld-
sprengju inn á bar á neðstu hæð
hótelsins. Sjónarvottar sögðu að
mennirnir hefðu lent í deilum við
þjóna vegna gleðikvenna, sem
héldu til á barnum. Hefðu þeir
horfið á braut, en komið aftur
stuttu seinna með eldsprengjuna.
Hótelið heitir Di Wong og er
borgin Tainan um 300 km suður af
Taipei.
Lúxusbifreið
Lennons seld
New York, 2. apri'I. AP.
SOTHEBY’s uppboðshaldarinn
hefur nú til sölu stóra lúxusbifreið,
límúsínu, sem á sínum tíma var í
eigu Johns Lennon og mikið notuð
af Bítlunum fjórum frá Liverpool.
Að sögn Sotheby’s er talið aö bíll-
inn verði ekki sleginn á innan við
300 þúsund dollara, eða 12 millj-
ónir króna.
Bifreiðin er af gerðinni Phant-
om V og af árgerð 1965. Hefur
hún verið keyrð tæplega 80 þús-
und kílómetra frá upphafi. Bif-
reiðin er 6 metra löng og mjög
skrautlega máluð, þar sem mest
ber á blómum í öllum regnbog-
ans litum og sveigaflúri.
Bítlarnir notuðu bifreiðina
talsvert árin 1966—69, einnig
fengu vinir þeirra, The Rolling
Stones, The Moody Blues, Bob
Dylan o.fl., afnot af bifreiðinni.
Lennon gaf Cooper-Hewitt-
safninu bifreiðina árið 1977, svo
safnið gæti notað hana í fjáröfl-
unarskyni. Bifreiðin verður seld
á uppboði 29. júní næstkomandi
ásamt ýmsum varningi öðrum
sem tilheyrði kunnum seinni
tíma tónlistarmönnum.
Breska símaklukkan:
Karlmannsrödd
í fyrsta sinn
London, 2. nprfl. AP.
í DAG, þriðjudag, kl. 11.00 heyrðist
karlmannsrödd í fyrsta skipti í
bresku símaklukkunni.
Róandi bariton-rödd Brians
Cobby, sem er leikari að auka-
starfi, kom í stað stillilegrar alt-
raddar Pat Simmons. Hún sagði
sfðast til tímans kl. nákvæmlega
10:59,50.
Cobby, sem er 55 ára gamall,
var valinn úr 5.000 umsækjendum
í desembermánuði síðastliðnum,
og mun upptaka með rödd hans
segja þjóðinni á tiu sekúndna
fresti, hvað klukkan er. Er búist
við 300 milljónum upphringinga á
þessu árí.
Fyrirrennarar Cobbys í hlut-
verki klukkusímsvarans eru að-
eins tveir, frá því að þjónusta
þessi hófst árið 1936, báðir konur.
Fyrst til að gegna embættinu var
Ethel Cain, sem hætti 1963, en þá
tók fyrrnefnd Pat Simmons við.
Cobby, sem er aðstoðarsím-
stöðvarstjóri í Brighton á Suður-
Englandi, sagði, að sér væri það
mikill heiður að verða „armbands-
úr bresku þjóðárinnar”.
Hann fékk 5.000 pund fyrir að
lesa sólarhrings-„dagskrána“ inn
á segulband.