Morgunblaðið - 03.04.1985, Síða 6

Morgunblaðið - 03.04.1985, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1985 ÚTVARP/SJÓNVARP Öryggisnet Mánudagsmyndin var næsta menningarleg að venju, enda undirritaður tilbúinn með menningargeispann strax klukkan hálf níu. Bar myndin hið háleita nafn: Pflagrímsferðin og var kynnt í dagskrá með eftirfarandi pistli: Jenny er aðlaðandi kona um fer- tugt, gift og í góðum efnum. Hún hefur átt i nokkru sálarstríði m.a. vegna ástarævintýris og ákveður að reyna að sigrast á því með ferð á fornan helgistað. Ekki segir þessi pistill okkur nú mikið um efni þessarar myndar, en til frek- ari skýringar má bæta því við að Jenny stendur í ástarsambandi við lækni nokkurn, og er þannig milii tveggja elda. í fyrsta lagi lætur hún sér vel líka hina ástlausu en ríkmannlegu sambúð með sínum löglega ektamaka, en hún þráir stöðugt að dveija í faðmi elsku- hugans og svo kemur kaþóiska kirkjan til sögunnar, en Jenny er mjög trúuð og kvelst af sektar- kennd vegna framhjáhaldsins. Er þar komin skýringin á því hvers vegna hún heldur til hins forna helgistaðar. Syndakvittun Á þessum forna helgistað sem reyndar er að finna úti á eyju nokkurri, geta kaþólskir leikmenn leitað að handleiðslu og aflausn. Þannig gekk Jenny hring eftir hring á berum saltstorknum klöppum, skólaus í hópi annarra berfætlinga. Svo var fastað og vakað næturlangt við blessunar- orð prestsins. Þannig gat Jenny leitað í friði fyrir argaþrasi heimsins að lausn á vanda sínum og svo hitti hún líka annað fólk að máli, er átti í svipuðu sálarstríði. Einn borðnautur segir til dæmis frá því að hann hafi farið á hverju ári í 22 ár til þessa helgistaðar I leit að fyrirgefningu vegna þeirra synda er hann drýgði gagnvart eiginkonu sinni: Hún dó fyrir 22 árum og ég var aldrei góður við hana. Hin trúarlega lausru Mér varð hugsað til lúterstrú- armanna, er ég horfði á þessa mynd. Hvers höfum vér farið á mis, við missi hins forna kaþólska siðar, til dæmis er vér misstum skriftirnar? Er ekki nauðsynlegt hverjum manni að skrifta öðru hverju fyrir handhafa æðra valds, er getur veitt manninum synda- kvittun og þar með létt byrðinni af hjarta hans? Ekki getur öll þjóðin verið á samningi hjá sál- fræðingi? Og hversu mikilvægt er ekki fyrir þá er eiga í sálarstríði og erfiðleikum að eiga þess kost eins og hún Jenny að fara píla- grímsferð til forns helgistaðar, þar sem fólk sem svipað er ástatt um, getur í sameiningu úthellt hjarta sínu fyrir skaparanum. 1 þessu sambandi verður mér hugsað til þeirra er missa maka. Á meðan á jarðarfararundirbúningi stendur, finna menn máski til samkenndar en svo allt i einu sit- ur makinn eftir einn í búinu, með minningarnar, söknuðinn og ein- semdina í farteskinu. Hvert er svar hinnar lútersku kirkju við þessum vanda? Vantar ekki hér einhverskonar „öryggisnet" líkt og skriftir kaþólskra? Ég vil taka fram að ég er ekki hér að boða eitthvert kirkjuriki, enda fer fátt jafn mikið í mínar fínustu taugar og trúarofstæki og ágengni trú- arhópa er jafnvel ryðjast inná fólk að kvóldlagi í peningaleit, en ég vildi bara vekja athygli á hinn fullkomna sálgæslukerfi kaþólsku kirkjunnar. Mætti annars ekki ræða þessi mál frekar í sjón- varpssal? Ólafur M. Jóhannesson ■■■■ Síðast á dag- OO 40 skrá sjón- — varpsins i kvöld er ítölsk sjónvarpsmynd eftir Pupi Avati sem nefn- ist „Ljúft er að láta sig dreyma ... “ (Aiutami a sognare). Myndin gerist á ítaliu á striðsárunum. Hópur fólks er á ferð úr borginni og út í sveit þar sem það er óhultara fyrir sprengjuárásum. Meðal þeirra eru Francesca 35 ára og þrjár dætur henn- ar. Þær mæðgur setjast svo að á sveitasetri einu og una glaðar við sitt. Dag einn nauðlendir bandarískur flugmaður á túninu handan við húsið og afræður Francesca að skjóta skjólshúsi yfir hann. Takast með þeim góð kynni og brátt er flug- maðurinn orðinn eins og Mariangela Melato og Anthony Franciosa. Ljúft er að láta sig dreyma ... einn af fjölskyldunni. En hann hefur aldeilis ekki í hyggju að setjast þarna að og að nokkrum mánuðum liðnum fer hann að huga að ráðum til að komast aftur til víg- stöðvanna. Aðalhlutverk eru í höndum Mariangelu Mel- ato og Anthony Francio- sa. M.a. verður fjallaó um dýralífió á gresjunum í Suður- og Noróur-Ameríku, Afríku og Mió-Asíu. Lifandi heimur ■i Fimmti þáttur 40 breska heim- ildamynda- flokksins Lifandi heimur er á dagskrá sjónvarps í kvöld og nefnist hann Gresjan endalausa. Um- sjónarmaður er David Attenborough en þýðandi og þulur Óskar Ingimars- son. í þessum þætti liggur leiðin um gresjur Suður- og Norður-Ameríku, Afr- íku og Mið-Asíu. Fjallar Attenborough um þá út- breiddu jurt sem nefnist gras einu nafni, þó um margar tegundir sé að ræða. Lýsir hann vel eig- inleikum þessarar jurtar sem er mjög harðgerð og þolir vel mikla beit. Út frá því fjallar At- tenborough um dýralífið á gresjunum, grasbítana og einnig ýmis rándýr sem lifa á grasbítunum. Ekki síst verður fjallað um Afríku en hvergi er dýra- lífið á gresjunum blóm- legra en þar. Þá fjallar Attenbor- ough um termítana sem eru með ólíkindum iðjus- amir og má segja að þeir séu „sívinnandi" líkt og maurarnir. Þá verður sagt frá vísundunum á sléttum Norður-Ameríku og lífsh- áttum þeirra og einnig frá gnýjunum í Afríku, þ.e. stóru nautgripahjörðun- um sem ferðast lands- hluta á milli I leit að fæðu. ÚTVARP Hvað viltu verða? ^■■H Starfskynn- OA 20 ingarþátturinn *áU *■“ „Hvað viltu verða?" er á dagskrá út- varps í kvöld kl. 20.20. Umsjónarmenn eru þær Erna Arnardóttir og Sig- rún Halldórsdóttir. í þessum þætti fara þær stöllur í heimsókn í Súkkulaði verksm iðj una Nói-Síríus hf. í tilefni af því að nú nálgast pásk- arnir óðfluga með allri sinni dýrð. Rætt er við tvær iðn- verkakonur sem starfa í verksmiðjunni, þær Jó- hönnu Ásmundsdóttir og Auði Þorkelsdóttur, verk- stjóra. Þær verða inntar eftir því hvernig slík færi- bandavinna leggist i þær. Jafnframt verður leitað frétta hjá þeim af páska- vertíðinni í ár, hvenær hún hófst fyrir alvöru og hver söluaukningin muni verða milli ára. Einnig er rætt við Kristin Björns- son, forstjóra fyrirtækis- •ns, um sælgætisiðnað á í slandi samanborið við er- lenda samkeppni. Að síðustu les Sigrún kafla úr bókinni Saga daganna eftir Árna Björnsson, þjóðhátta- fræðing, um uppruna og sögu páskaeggjanna. Inn á milli dagskrárliða verð- ur svo leikin ýmis tónlist sem á einhvern hátt minnir okkur á að þó að páskaeggin séu gómsæt þá eru þau ekki að sama skapi holl fyrir tennurn- ar, má þar nefna lög með Karíus og Baktus, um tannlækna o.fl. MIDVIKUDAGUR 3. aprfl 7.00 Veöurfregnir. Fréltir. Bæn. A virkum degi. 7.20 Leikfimi. Tilkynningar. 755 Daglegt mól. Endurt. þáttur Siguröar G. Tómas- sonar frð kvöldinu áöur. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð: Sólveig Asgeirs- dóttir talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Albert" eftir Ole Lund Kirkegaard. Valdls Oskars- dóttir les pýöingu Þorvalds Kristinssonar (8). 9ÚÍ0 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 9.45 Þing- fréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 10.45 Islenskir einsöngvarar og kórar syngja. 11.15 Or ævi og starfi Islenskra kvenna. Umsjón: Björg Ein- arsdótfir. 1155 Tónleikar. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 1250 Fréttir. 12.45 Veöur- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 1350 Barnagaman. Umsjón: Sigrún Jóna Krístjánsdóttir. 13.30 Sheila Chandra, Sade og Kate Bush syngja. 14.00 „Eldraunin" eftir Jón Björnsson. Helgi Þorláksson les(10). 14.30 Miödegistónleikar. Trompetkonsert nr. 2 I D-dúr eftir Johann Sperger. Edward H. Tarr leikur með Hátlöarhljómsveitinni I Luz- ern; Rudolf Baumgartner stjórnar. 14.45 Popphóllið — Bryndls Jónsdóttir. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 1650 Johann Sebastian Bach — Ævi og samtlð eftir Hendrik Willem van Loon. Þytt hefur Arni Jónsson frð Múla. Jón Múli Arnason les (8). 1650 Slðdegistónleikar: Tónlist eftir Johann Sebastian Bach. 19.25 Attanstund. Barnaþáttur meö innlendu og erlendu efni: Sðguhorniö — Innreiö Jesú I Jerúsalem, Agnes M. Sigurðardóttir segir frá, Kanlnan með köfl- óttu eyrun, Högni Hinriks og Tobba. 1950 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 2050 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Lifandi heimur. 5. Gresjan endalausa. Breskur heimildamynda- flokkur I tólf þáttum. Um- sjónarmaöur David Atten- borough. I þessum þætti er fjallað um þá útbreiddu jurt a. Tokkata og fúga I d-moll. Karl Richter leikur á orgel. b. Tvær preiúdlur og fúgur úr „Das Wholtemperierte Klavi- er". Svjatoslav Richter leikur á planó. 17.10 Slödegisútvarp, tilkynn- ingar. 1855 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 1955 Málræktarþáttur. Baldur Jónsson formaður fslenskrar málnefndar flytur. 20.00 Utvarpssaga barnanna: „Grant skipstjóri og börn hans" ettir Jules Verne. Ragnheiöur Arnardóttir les MIÐVIKUDAGUR 3. aprll sem nefnist gras einu nafni. Leiöin liggur um gresjur bæöi I Suöur- og Noröur- Amerlku og ekki slst Afrlku en hvergi er dýrallfið á gresj- unum blómlegra en þar. Þýöandi og þulur Öskar Ingi- marsson. 2150 Herstjórinn. Attundi þáttur. Bandarlskur framhaldsmyndaflokkur I tólf þáttum, geröur eftir metsölu- bókinni „Shogun" eftir Jam- es Clavell. Leikstjóri Jerry London. Aöalhlutverk: Rich- ard Chamberlain, Toshlro Mifune og Yoko Shimada Þýöandi Jón O. Edwald. þýöingu Inga Sigurössonar (15). 2050 Hvað viltu verða. Starfs- kynningarþáttur I umsjá Ernu Arnardóttur og Sigrúnar Halldórsdóttur. 21.00 Frá kanadlska útvarpinu. Pianókonsert nr. 26 I D-dúr K. 537 eftir Wolfgang Ama- deus Mozart. Murray Perahia leikur með og stjórnar hljómsveit Þjóölistasafnsins I Montreal. 2150 Aö tafli. Guömundur Arnlaugsson flytur skákþátt. 22.00 Lestur Passlusálma (49). 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 2250 Ljúft er aö láta sig dreyma . .. (Aiutami a sognare.) ftölsk sjónvarpsmynd eftir Pupi Awati. Aöalhlutverk: Mari- angela Melato og Anthony Franciosa. Myndin gerist á ítallu á strlösárunum. Ung kona, sem dvelst á sveita- setri ásamt dætrum sinum, skýtur skjólshúsi yfir banda- rlskan flugmann. Næstu mánuði takast með þeim góð kynni en gesturinn hyggur þó aö ráöum til aö komast aftur til vfgstööv- anna. Þýöandi Þurlöur Magnúsdóttir. 0055 Fréttir I dagskrárlok. Orð kvöldsins. 2255 Tlmamót. Þáttur I tali og tónum. Umsjón: Arni Gunn- arsson. 23.15 Nútlmatónlist. Þorkell Sigurbjörnsson kynnir. 2355 Fréttir. Dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR 3. aprfl 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnendur: Kristján Sigur- jónsson. 14.00—15.00 Eftir tvö Létt dægurlög. Stjórnandi: Jón Axel Ölafs- son. 15.00—16.00 Nú er lag Gömul og ný úrvalslög að hætti hússins. Stjórnandi: Gunnar Salvars- son. 16.00—17.00 Vetrarbrautin Þáttur um tómstundir og úti- vist. Stjórnandi: Júllus Einarsson. 1750—18.00 Úr kvennabúrinu Hljómlist flutt og/eöa samln af konum. n, Stjórnandl: Andrea Jóns- dóttir. Þriggja mlnútna fréttir sagö- ar klukkan: 11, 15, 16 og 17 SJÓNVARP

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.