Morgunblaðið - 03.04.1985, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 03.04.1985, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. APRlL 1985 41 Frá sambandsþinginu, Þorkell Fjeldsted gjaldkeri UMSB I rctustiiL * Arsþing Ungmennasambands Borgarfjarðar: Kristján Axelsson í Bakka koti kosinn formaður Morgunblaöiö/ Þörhallur Bjarnason Nefndastörf á þinginu, f.v. Elías Jóhannesson, Þorvaldur Jónsson, Þor- kell Fjeldsted, Ingimundur Ingimundarson og Kristján Axelsson. Borgarnesi, 24. aprfl. NÝLEGA var 63. ársþing Ung- mennasambands Borgarfjarðar (UMSB) haldiö að Varmalandi. Þingið sátu fulltrúar frá flestum afþeim 13 félögum sem mynda sambandið, auk stjórnar og gesta. Á þinginu var lögð fram ársskýrsla UMSB 1984, þar sem að vanda var prentuð skýrsla stjórnar, reikningar, starfs- skýrslur aðildarfélaga, starfs- manna og nefnda, auk ýmissa annarra upplýsinga, m.a. ýtar- legum íþróttaviðauka með úr- slitum móta og metaskráa. í skýrslu stjórnar er greint frá helstu viðfangsefnum sam- bandsins á liðnu starfsári. Ber þar hæst landsmót UMFÍ sem haldið var á Suðurnesjum í sumar. Þar kepptu rúmlega 80 manns fyrir hönd sambandsins, en UMSB hafnaði í 9. sæti af 26 þátttökuaðilum, en það er lakari árangur en oftast hefur náðst. Á árinu voru fjöldamörg íþrótta- mót haldin innanhéraðs og tekið þátt í mótum utan héraðs. M.a. voru tveir keppendur frá UMSB á Ólympíuleikunum í Los Angel- es í sumar, spjótkastararnir Einar Vilhjálmsson og íris Grönfeldt. Þá gekkst sambandið fyrir ungmennabúðum á Varma- landi, annað árið í röð og tókust þær vel. í lok ársins voru tilkynnt úr- slit í kjöri Íþróttamanns Borg- arfjarðar 1984, og var Einar Vilhjálmsson útnefndur í hófi sem haldið var 30. desember í Logalandi. íris Grönfeldt varð í 2. sæti, Anna B. Bjarnadóttir í 3. sæti, Garðar Jónsson í 4. sæti og Ágúst Þorsteinsson og Sigríður Geirsdóttir í 5.-6. sæti. Ýmislegt fleira tók stjórnin sér fyrir hendur á árinu, gaf m.a. út 6 fréttabréf. Haldin var spurningakeppni allra sveita- stjórnanna í héraðinu i mars og apríl. Kepptu lið frá sveita- stjórnunum innbyrðis tvö og tvö þangað til að eitt lið stóð uppi sem sigurvegari en það var lið Stafholtstungnahrepps. I liðinu voru sr. Brynjólfur Gíslason, Stafholti, Oddur Kristjánsson, Steinum og Sveinn Jóhannesson, Flóðatanga. Miklar breytingar urðu á stjórn sambandsins á þinginu. Sambandsstjórinn, Þórir Jóns- son, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarstarfa og svo var einnig um Þuriði Jó- hannsdóttur og Þórólf Sveins- son. í þeirra stað voru kosin: Kristján Axelsson, Bakkakoti, sambandsstjóri, Hallfreður Vilhjálmsson, varasambands- stjóri og Sigriður Þorvaldsdótt- ir, Hjarðarholti, ritari. Þá sagði Þorkell Fjeldsted af sér gjald- kerastörfum og tók Sigurbjörg Viggósdóttir við störfum hans. Finnbogi Leifsson, Hítardal, sit- ur áfram i stjórninni. — HBj. Viðvörun til ferða- fólks á hálendinu Landsvirkjun hefur óskað eftir því að koma á framfæri viðvörun til ferðafólks á hálendi íslands. Er fólk sem ferðast um svæðið suðaustan Hofsjökuls varað við hættu af skurð- um sem grafnir hafa verið vegna vatnsmiðlunar. Eru skurðirnir samtals um sex kílómetra langir og allt að því 23 metra djúpir. Við veg að Kvisla- veitu og á holtunum beggja megin skurðanna hefur viðvörunarskilt- um um djúpa skurði méð straum- vatni verið komið fyrir, en Lands- virkjun þykir rétt að minna á að Kvíslaveita er enn ekki sýnd á venjulegum landabréfum. Ferðafólki og ekki sist þeim sem ferðast um á snjósleðum, er bent á að fara varlega á þessu svæði, sér- staklega ef skyggni er slæmt, en varsla verður í vinnubúðum Landsvirkunar á svæðinu um páskahátíðina. Þá vill Landsvirkj- un minna alla á sem leið eiga ná- lægt háspennulinum að þar sem snjór sest að línunum getur hæð upp i þær orðið hættulega litil. Vitað er um slíka hættu við Suð- urlínu í nágrenni Landmanna- lauga. Leiðrétting í FRÉTT um Islandsmeistara- keppni i gömlum dönsum sl. sunnudag urðu mistök í frásögn af úrslitum i aldursflokki 16 til 34 ára. Rétt úrslit urðu þannig að ís- landsmeistarar urðu Guðmundur Hjörtur Einarsson og Kristín Vil- hjálmsdóttir, Vogum. í öðru sæti voru Hilmar Sveinbjörnsson og Kristín Skjaldardóttir, Vogum, og í þriðja sæti voru Jón Þór Hall- dórsson og Ester Níelsdóttir, Hafnarfirði. Sumaráætlun Flugleiða 1985: Tveir nýir áfanga- staðir í Evrópu SUMARÁÆTLUN Flugleiða 1985 er komin út. Samkvæmt áætlun milli- landaflugs munu þotur félagsins fljúga til 19 áfangastaða í 11 löndum. Tveir nýir áfangastaðir bætast við Noregi og Salzburg í Austurríki. Yfir háannatímann verða upp í 20 ferðir í viku milli Evrópu og Bandaríkjanna. Þar af eru tvær ferðir milli New York og Kaup- mannahafnar með viðkomu á fs- landi. Áfangastaðir Flugleiða i Bandaríkjunum eru auk New York, Washington, Chicago, Detroit og Orlando. Frá Islandi til Evrópu verða 17 ferðir í viku til Luxemborgar og 11 ferðir til Kaupmannahafnar. Til London er flogið daglega. Fimm ferðir í viku eru til Oslóar, fjórar til Stokkhólms og Kulusuk. Þrjár ferðir í viku eru til Glasgow, en tvær til Parísar, Frankfurt, Gautaborgar og Færeyja. Til Salzburg og Bergen er ein ferð í viku og sömuleiðis er flogið viku- lega til Narssarssuaq á Græn- landi. Þrjár þotur af gerðinni DC-8-63, frá fyrra ári, en það eru Bergen í ein DC-8-71, ásamt tveimur þotum af gerðinni Boeing 727 annast millilandaflugið. Sumaráætlun innanlandsflugs Flugleiða tekur gildi 20. maí næstkomandi. Heildarsætafram- boð sumaráætlunar er 154 þúsund sæti, en var 147 þúsund síðastliðið sumar. Mest ferðatíðni verður milli Reykjavíkur og Akureyrar eða 33 ferðir á viku yfir hásumarið og upp í sex ferðir á dag. Sæta- framboð á þessari flugleið er yfir 25 þúsund sæti i sumar. Milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja verður 21 ferð í viku, 16 ferðir til ísafjarðar og 15 ferðir til Egils- staða. Daglegar ferðir eru til Húsavíkur, sex ferðir í viku til Sauðárkróks, fjórar til Hafnar í Hornafirði, þrjár til Patreksfjarð- ar, tvær til Þingeyrar og tvær til Norðfjarðar. alager — útsala Grandagaröi 3 egnt EUingsen) hölum oP"far|;"°aS;TöU0m gZSFSS*vL'4 ,lega lagu veröi _ 7gQ mi; Svarta.kakjW.«u . labuxur ’. ^go ioggiriQ" ) barnabuxur a . '..4390 0_75°' ahii, sem »•'» ss1 kl. 10—16. .vv m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.