Morgunblaðið - 03.04.1985, Page 41

Morgunblaðið - 03.04.1985, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. APRlL 1985 41 Frá sambandsþinginu, Þorkell Fjeldsted gjaldkeri UMSB I rctustiiL * Arsþing Ungmennasambands Borgarfjarðar: Kristján Axelsson í Bakka koti kosinn formaður Morgunblaöiö/ Þörhallur Bjarnason Nefndastörf á þinginu, f.v. Elías Jóhannesson, Þorvaldur Jónsson, Þor- kell Fjeldsted, Ingimundur Ingimundarson og Kristján Axelsson. Borgarnesi, 24. aprfl. NÝLEGA var 63. ársþing Ung- mennasambands Borgarfjarðar (UMSB) haldiö að Varmalandi. Þingið sátu fulltrúar frá flestum afþeim 13 félögum sem mynda sambandið, auk stjórnar og gesta. Á þinginu var lögð fram ársskýrsla UMSB 1984, þar sem að vanda var prentuð skýrsla stjórnar, reikningar, starfs- skýrslur aðildarfélaga, starfs- manna og nefnda, auk ýmissa annarra upplýsinga, m.a. ýtar- legum íþróttaviðauka með úr- slitum móta og metaskráa. í skýrslu stjórnar er greint frá helstu viðfangsefnum sam- bandsins á liðnu starfsári. Ber þar hæst landsmót UMFÍ sem haldið var á Suðurnesjum í sumar. Þar kepptu rúmlega 80 manns fyrir hönd sambandsins, en UMSB hafnaði í 9. sæti af 26 þátttökuaðilum, en það er lakari árangur en oftast hefur náðst. Á árinu voru fjöldamörg íþrótta- mót haldin innanhéraðs og tekið þátt í mótum utan héraðs. M.a. voru tveir keppendur frá UMSB á Ólympíuleikunum í Los Angel- es í sumar, spjótkastararnir Einar Vilhjálmsson og íris Grönfeldt. Þá gekkst sambandið fyrir ungmennabúðum á Varma- landi, annað árið í röð og tókust þær vel. í lok ársins voru tilkynnt úr- slit í kjöri Íþróttamanns Borg- arfjarðar 1984, og var Einar Vilhjálmsson útnefndur í hófi sem haldið var 30. desember í Logalandi. íris Grönfeldt varð í 2. sæti, Anna B. Bjarnadóttir í 3. sæti, Garðar Jónsson í 4. sæti og Ágúst Þorsteinsson og Sigríður Geirsdóttir í 5.-6. sæti. Ýmislegt fleira tók stjórnin sér fyrir hendur á árinu, gaf m.a. út 6 fréttabréf. Haldin var spurningakeppni allra sveita- stjórnanna í héraðinu i mars og apríl. Kepptu lið frá sveita- stjórnunum innbyrðis tvö og tvö þangað til að eitt lið stóð uppi sem sigurvegari en það var lið Stafholtstungnahrepps. I liðinu voru sr. Brynjólfur Gíslason, Stafholti, Oddur Kristjánsson, Steinum og Sveinn Jóhannesson, Flóðatanga. Miklar breytingar urðu á stjórn sambandsins á þinginu. Sambandsstjórinn, Þórir Jóns- son, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarstarfa og svo var einnig um Þuriði Jó- hannsdóttur og Þórólf Sveins- son. í þeirra stað voru kosin: Kristján Axelsson, Bakkakoti, sambandsstjóri, Hallfreður Vilhjálmsson, varasambands- stjóri og Sigriður Þorvaldsdótt- ir, Hjarðarholti, ritari. Þá sagði Þorkell Fjeldsted af sér gjald- kerastörfum og tók Sigurbjörg Viggósdóttir við störfum hans. Finnbogi Leifsson, Hítardal, sit- ur áfram i stjórninni. — HBj. Viðvörun til ferða- fólks á hálendinu Landsvirkjun hefur óskað eftir því að koma á framfæri viðvörun til ferðafólks á hálendi íslands. Er fólk sem ferðast um svæðið suðaustan Hofsjökuls varað við hættu af skurð- um sem grafnir hafa verið vegna vatnsmiðlunar. Eru skurðirnir samtals um sex kílómetra langir og allt að því 23 metra djúpir. Við veg að Kvisla- veitu og á holtunum beggja megin skurðanna hefur viðvörunarskilt- um um djúpa skurði méð straum- vatni verið komið fyrir, en Lands- virkjun þykir rétt að minna á að Kvíslaveita er enn ekki sýnd á venjulegum landabréfum. Ferðafólki og ekki sist þeim sem ferðast um á snjósleðum, er bent á að fara varlega á þessu svæði, sér- staklega ef skyggni er slæmt, en varsla verður í vinnubúðum Landsvirkunar á svæðinu um páskahátíðina. Þá vill Landsvirkj- un minna alla á sem leið eiga ná- lægt háspennulinum að þar sem snjór sest að línunum getur hæð upp i þær orðið hættulega litil. Vitað er um slíka hættu við Suð- urlínu í nágrenni Landmanna- lauga. Leiðrétting í FRÉTT um Islandsmeistara- keppni i gömlum dönsum sl. sunnudag urðu mistök í frásögn af úrslitum i aldursflokki 16 til 34 ára. Rétt úrslit urðu þannig að ís- landsmeistarar urðu Guðmundur Hjörtur Einarsson og Kristín Vil- hjálmsdóttir, Vogum. í öðru sæti voru Hilmar Sveinbjörnsson og Kristín Skjaldardóttir, Vogum, og í þriðja sæti voru Jón Þór Hall- dórsson og Ester Níelsdóttir, Hafnarfirði. Sumaráætlun Flugleiða 1985: Tveir nýir áfanga- staðir í Evrópu SUMARÁÆTLUN Flugleiða 1985 er komin út. Samkvæmt áætlun milli- landaflugs munu þotur félagsins fljúga til 19 áfangastaða í 11 löndum. Tveir nýir áfangastaðir bætast við Noregi og Salzburg í Austurríki. Yfir háannatímann verða upp í 20 ferðir í viku milli Evrópu og Bandaríkjanna. Þar af eru tvær ferðir milli New York og Kaup- mannahafnar með viðkomu á fs- landi. Áfangastaðir Flugleiða i Bandaríkjunum eru auk New York, Washington, Chicago, Detroit og Orlando. Frá Islandi til Evrópu verða 17 ferðir í viku til Luxemborgar og 11 ferðir til Kaupmannahafnar. Til London er flogið daglega. Fimm ferðir í viku eru til Oslóar, fjórar til Stokkhólms og Kulusuk. Þrjár ferðir í viku eru til Glasgow, en tvær til Parísar, Frankfurt, Gautaborgar og Færeyja. Til Salzburg og Bergen er ein ferð í viku og sömuleiðis er flogið viku- lega til Narssarssuaq á Græn- landi. Þrjár þotur af gerðinni DC-8-63, frá fyrra ári, en það eru Bergen í ein DC-8-71, ásamt tveimur þotum af gerðinni Boeing 727 annast millilandaflugið. Sumaráætlun innanlandsflugs Flugleiða tekur gildi 20. maí næstkomandi. Heildarsætafram- boð sumaráætlunar er 154 þúsund sæti, en var 147 þúsund síðastliðið sumar. Mest ferðatíðni verður milli Reykjavíkur og Akureyrar eða 33 ferðir á viku yfir hásumarið og upp í sex ferðir á dag. Sæta- framboð á þessari flugleið er yfir 25 þúsund sæti i sumar. Milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja verður 21 ferð í viku, 16 ferðir til ísafjarðar og 15 ferðir til Egils- staða. Daglegar ferðir eru til Húsavíkur, sex ferðir í viku til Sauðárkróks, fjórar til Hafnar í Hornafirði, þrjár til Patreksfjarð- ar, tvær til Þingeyrar og tvær til Norðfjarðar. alager — útsala Grandagaröi 3 egnt EUingsen) hölum oP"far|;"°aS;TöU0m gZSFSS*vL'4 ,lega lagu veröi _ 7gQ mi; Svarta.kakjW.«u . labuxur ’. ^go ioggiriQ" ) barnabuxur a . '..4390 0_75°' ahii, sem »•'» ss1 kl. 10—16. .vv m

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.