Morgunblaðið - 03.04.1985, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 03.04.1985, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1985 HÖGNI HREKKVÍSI HVAf? EC PÚHINGSHERBEKGIP HANS?" Úlfur í sauðargæru Alveg varð ég furðu lostin, þeg- ar ég sá að fylkingarmenn, sem flestir kenna sig við Karl Márx. auglýstu fræðslufund um verka- iýðsmál. Karl Marx lagði grunn- inn að kúgun verkalýðsins. Sjálfur atti hann prenturunum á hans dögum í verkfall, en heimtaði að þeir prentuðu fyrir hann kaup- laust. Fyrsta verk Lenins eftir byltinguna var að leggja niður eft- irlitsnefndirnar með vinnuaðbún- aðinum, sem verkamenn í Rúss- landi voru búnir að fá. Siðan var verkfallsrétturinn afnuminn og svo urðu til sérstök sjúkrahús fyrir verkamenn. Árangurinn af þessu varð sá, að 1936 sagði Stalín flokksriturunum að skipa verka- mönnum í Moskvu að auka vinnu- afköstin um 10% og ekkert áttu þeir að fá fyrir vikið. Þá voru verkamennirnir í Moskvu hungr- aðir, klæðlitlir og kvaldir af veggjalús. Núna, 49 árum seinna, er bæði matarskortur, fataskortur og bara sumarskór til sölu, að sögn leiðtoga Alþýðulýðveldis Sovét-Rússlands. Veggjalúsin lifði vel á dögum Beria, sbr. söguna af gömlu kon- unni sem hafði það fyrir sið að stilla sér upp fyrir framan íbúð Beria og hrópa svívirðingar að honum, þegar hann var að fara í vinnuna. Lögreglan rak hana allt- af í burtu, en mín kona kom alltaf strax aftur, og einu sinni náði hún að æpa að Beria: „Þú, helvítið þitt, Beria, sem veltir þér upp úr blóði rússnesku þjóðarinnar eins og feit veggja- lús.“ Þá var henni stungið í svartholið, en þá átti Beria bara eftir 3 mánuði ólifaða og þá slapp sú gamla. Marxistarnir eru ekki að skipta sér af meðferð herstjórnarinnar í Póllandi á Samstöðu. Verkalýðs- forystan i Bandaríkjunum er sú eina i veröldinni, sem mótmælir síðustu handtökunum i Póllandi og er það eftirtektarvert. Sauða- gæta marxistanna er aldrei gegn- særri eða götóttari en þegar kjarasamningar standa fyrir dyr- um. Það þarf ekki neinn Mowgli til þess að sjá úlfshárin standa út úr henni í allar áttir. Húsmóðir Þorskur ekki botnfiskur Gamall sjómaður skrifar: Mig langar að biðja þig, Vel- vakandi, að koma fyrir mig dá- litlu á framfæri varðandi botn- fisk. Mikið hefur verið fjallað um hann í fjölmiðlum að undan- förnu en þótti mér þó keyra um þverbak í sjónvarpinu á mið- vikudag þegar margoft var talað um það að Hornfirðingar væru að verða búnir með botnfiskvót- ann sinn. Ég reikna með að hér hafi fréttamaðurinn átt við að þeir væru að verða búnir að veiða þann þorsk sem þeirra kvóti gerði ráð fyrir. En þorskur er eins og allir vita alls staðar í sjónum, frá botni og uppúr. Hér áður fyrr þegar ég stund- aði sjó var botnfiskur talinn flatfiskur og ýmis krabbadýr, sem grafa sig í botnleðjuna. Dragnótabátar sem stunda veið- ar í Faxaflóa t.d. hafa leyfi til þess að veiða eingöngu botnfisk, þ.e.a.s. kola og lúðu. Fari þorsk- veiðar fram yfir ákveðið magn geta þeir átt á hættu að missa veiðileyfið. Ég man að áður fyrr þegar togarar stunduðu þorskveiðar og söltuðu, þá var auglýst eftir sjó- mönnum á saltfiskveiðar. Afleið- ingin af þessu varð sú, að bðrn fóru að halda að saltfiskur veiddist í sjónum. Ég vildi bara vekja athygli á þessu því ungl- ingar og aðrir fara að halda allt annað um botnfisk en hann í Bréfritarí segir að botnfiskur kallist krabbadýr og flatfiskur sem grafi sig í botnleðjuna, sjs. koli og lúða. rauninni er, þegar að rangt er Hvað ungur nemur, gamall tem- þannig farið með í fjölmiðlum. ur. Af misgóðri dagskrá sjónvarps Guðfinna Hannesdóttir í Hvera- gerði skrifar: Ér sjónvarpið að sundra heimil- unum? Ég keypti mér sjónvarp með það í huga að þessi fjölmiðill gæti verið bæði til fróðleiks og skemmtunar. Én ekki rætast allir draumar. Réttmætt er þó að þakka það sem ánægjulegt er að heyra og sjá í sjónvarpinu. Vil ég sem dæmi nefna Stiklur þar sem hægt er að ferðast í huganum með Ómari Ragnarssyni um fögur hér- uð og hlusta á viðtöl hans við dugmikið sómafólk vítt og breitt um landið, í léttum dúr og af mik- illi nærfærni. Ekki skal gleyma þættinum Tökum lagið sem Jón Stefánsson stjórnaði glaður og reifur og lyfti öllum landsmönnum á vængjum söngsins. Fleira mætti telja já- kvætt. Hins vegar er allt of mikið af sora og forkastanlegum óþverra sem fluttur er inn í stofu til fólks- ins, margt af því vekur algjöran viðbjóð. Hryðjuverka- og ofbeld- ismyndir hljóta að hafa neikvæð áhrif á þann sem situr við tækið og það er einmitt það sem ég tel að sé að sundra heimilunum. Þegar sagt er í kynningu dagskrár: Myndin er ekki við hæfi barna, hvað á þá að gera við börnin sem langar að horfa á sjónvarpið? í þéttbýli ráða börnin sjálf fram úr þessu og hópa sig saman þar sem engin heimilisforsjá er til staðar og horfa þá að vild á það sem boðið er upp á. í dreifbýli gegnir öðru máli. En hvers vegna er dreift inn á heimili þessum óþverra sem kallar á nauðsyn þess að loka sumt af heimilisfólkinu inni í afkima? Ég hef alltaf litið á góð heimili sem dýrmætan vermi- reit þar sem eitt skal yfir alla ganga, unga og aldna. Þeir sem halda hér um stjórnvöl ættu að sjá sóma sinn í þvi að bæta hér um með því að flytja ekki í sjónvarpinu þann ófögnuð sem vekur ótta og viðbjóð, svo fólk neyðist til að loka fyrir tækin. Trúlega fylla margir þann flokk sem ekki kæra sig um að borga fyrir lokað sjónvarp! En lánið elti Jón. 12. þ.m. bætt- ist sjónvarpinu óvæntur liðsauki. Það á að losa sig við börnin af heimilinu, þó að það komi úr hörð- ustu átt að konur skuli klifa á því í tíma og ótíma að það vanti aðrar vistarverur fyrir börnin en heimil- ið. Á ég þá við þann kvennaskara sem lét móðan mása í sjónvarpinu fyrrgreint kvöld og Davíð Oddsson borgarstjóri sai fyrir svörum í. Reyndar komst hann ekki að með svör, svo hart var gengið eftir því að fleiri dagvistarheimili fengjust fyrir börnin. Ekki tel ég þennan málflutning kvennanna vænlegan til ávinnings í þeim stjórnmála- samtökum sem þær kenna sig við. Máski er þó bættur skaðinn þar sem um svo einhliða málaflutning er að ræða, sem hér hefur verið minnst á. Að lokum legg ég það til að þessar málglöðu konur haldi sig heima og passi sín börn sjálfar í stað þess að heimta allt af öðrum!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.