Morgunblaðið - 03.04.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.04.1985, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1985 Um afleiðingar ís- lenskrar byggðastefnu — eftir Björn Dagbjartsson í blaðagrein á dögunum var gerð nokkur grein fyrir því hvern- ig landsbyggðarfólk býr við vax- andi óhagraeði gagnvart höfuð- borgarsvæðinu. Tvö svið voru nefnd sérstaklega og studd óyggj- andi rökum. Vöruverd er yfirleitt mun hærra og meðaltímakaup mun lægra úti i landi heldur en í höfuð- borginni. Þetta er hér nefnt óhag- ræði með vilja. Sumir mundu ef- laust vilja nota orð eins og órétt- læti, ósanngirni, ósvífni, ólög, óbilgirni og þar fram eftir götun- um. í kappræðunni eilífu um sam- skipti sveita og kaupstaða heyrast þessi orð og þaðan af verri sem ala á öfund, tortryggni og fjandskap. Eitt tölulegt dæmi enn hefur mér borist, nú um fasteignaverð. Menn skulu taka eftir því að hér er ekki um nein hallærispláss að ræða þar sem engar fasteignir seljast lengur heldur Akureyri, óumdeilt höfuðvígi landsbyggðar- innar, og Húsavík, einn blómleg- asti af smærri kaupstöðum lands- ins um langt skeið. Þarf frekari vitnanna viö? Ég leiði hjá mér samanburð á ýmsum öðrum afstæðari þáttum, svo sem aðgangi að menningu, listum og skemmtanalífi á móti ró og næði og samvistum við náttúru landsins; heilsugæslu móti heil- brigðara líferni; einnig skóla- göngu eldri barna á móti „nátt- úrulegu" umhverfi í æsku þeirra yngri. Mér dettur ekki í hug að andmæla því að það hefur oft ver- ið dýrt að leggja vegi heim að bæj- um og þorpum; að rafvæðing, símavæðing, útvarpsvæðing landsins kostar ærið fé. En það er samt alveg óhrekjanlegt að fólk úti á landi býr við verri kjör en höfuð- borgarbúar, þrátt fyrir það að hinir síðarnefndu riTi hár sitt út af vega- lögnum, símaþjónustu o.þ.h. úti um land. Það er rétt að taka það fram, að i kjarasamanburðinum voru ekki teknir með heildsalar og stór- gróðamenn Alþýðubandalagsins og ekki heldur tekjulægsta stétt landsins, sauðfjárbændur. Heild- ardæmið með öllum duldu tekjun- um verður miklu óhagstæðara landsbyggðinni. Byggðastefnan svokallaða upp- hófst fyrir alvöru í byrjun síðasta áratugs. Hinar ítarlegustu og ótrúlegustu byggðaáætlanir hafa verið gerðar — og sumar fram- kvæmdar. Byggðasjóður, einn öfl- ugasti opinberi fjárfestingarlána- sjóðurinn, hefur veitt milljörðum króna í fyrirtæki, í hús, í atvinnu- tæki og í þjónustugreinar úti á landi. Þrátt fyrir þetta eru lífskjör fólks, hins almenna Jóns Jónssonar á „Landsbyggð“ og fjölskyldu svo miklu lakari en Jóns í Reykjavík. Byggðastefnan hefur algerlega brugðist Jóni á „Landsbyggð". Hvar endar byggðastefna? Það er mjög forvitnileg surning, sem að mínu viti hefur enn ekki verið krufin til mergjar hvað hef- ur orðið um ávöxtun eða afrakstur þess fjár sem útdeilt hefur verið i nafni byggðastefnu. Það er enginn vafi á því að hin mörgu fyrirtæki í sjávarútvegi, iðnaði og landbúnaði sem hafa verið stofnsett, styrkt eða endurbætt með ýmis konar eyrnamerktu byggðafé, hafa skap- að og sparað mikinn erlendan gjaldeyri. — En gjaldeyririnn, af- rakstur byggðastefnufyrirtækja sem og annarra, hefur orðið eftir í Reykjavík og verið deilt þaðan út í náð af misvitrum stjórnendum Páskaliljurnar frá Blómamiðstöðinni fást í blómaverslunum um land allt. BLOMAMIÐSTOÐIN HF. banka og sjóða. Endapunktur byggðastefnunnar gleymdist og því fór sem fór. Við sem erum þeirrar skoðunar að það sé bæði hagkvæmt og heillavænlegt fyrir land og þjóð að nýta landsins gæði með skynsam- legri dreifingu byggðar, verðum að snúa vörn í sókn. Það er oft hyggi- legt að leita sér að nýrri og betri víglínu, betri varnarstöðu, áður en sóknin hefst; að henda úreltum vopnum og breyta baráttuaðferð- um. Það er greinilega ekki árang- ursríkt að viðhalda sama skömmt- unarkerfi og verið hefur. Fram- kvæmdastofnun og Byggðasjóði hefur mistekist að halda lífskjör- um fólks í landinu á svipuðu stigi hvar sem það býr. Þess vegna má það kerfi leggjast af eða a.m.k. breytast mikið. Landsbyggðarfólk verður að krefjast þess að fá afrakstur vinnu sinnar og afurða í raunveru- legum verðmætum. Gjaldeyrir fyrir útfluttar afurðir á að skila sér til framleiðenda. Hráefni til þeirrar framleiðslu verður þá greitt á því verði sem þarf til og innflytjendur verða líka að kaupa gjaldeyrinn á „réttu“ verði. Þetta ætti að vera mesta baráttu- mál landsbyggðarinnar í stað hinnar vonlau.su baráttu um styrki í smá- skömmtum til að draga fram lífið ögn lengur. Þessi hugmynd um skil á gjaldeyri til framleiðenda mun mæta gífurlegri andstöðu þeirra sem hingað til hafa skammtað hann og líka hinna sem fengið hafa gjaldeyr- inn á útsölu i gegnum árin. Það er löng og hörð barátta framundan fyrir þessu máli. Tafla: Söluverð eigna og by ggingar kost naðu r. Samanburður á Reykjavík og landsbyggðinni. Fjöldi íbúða í úrtaki: Reykjavík: 778, Akureyri: Húsavík: 4. Meðalstærð fm: Reykjavík: 91, Akureyri: 104, Húsavík: 66. 1) „Kostnaðarverð** er nánast byggi ngarkostnaðu r. 2) „Staðgreiðsluverð" er áætlað söluverð miðað við markað. 3) „Endurmatsverð" er tala sem er nálægt brunabótamati. 143, 1) 2) 3) kr/m' kr/m' kr/m* 2:1 i % Reykjavík 19.013 17.680 16.533 93% Akureyri 17^12 11.622 15.738 67% Húuvik 19.914 12.816 18.104 64% (Byggt á upplýsingum frá Fast- eignamati rikisins frá okt. 1984. Björn Dagbjartsson „En það er samt alveg óhrekjanlegt að fólk úti á landi býr við verri kjör en höfuðborgarbúar, þrátt fyrir það að hinir síðarnefndu rífí hár sitt út af vegalögnum, síma- þjónustu o.þ.h. úti um land.“ Síðan hefur ástandið versnað að því leyti að íbúðir úti á landi eru nánast óseljanlegar.) Björn Dagbjartsson er alþingis- maður Sjálístæðisflokks í Norður- landskjördæmi eystra. AFIIRILDING ,.M*r fannat *m* 09 vnrðtdm Mvað pnriat * Oauöaatunöf Mnnn hnyr&i röoo .. Aftur til Hf»m* Nv tfamhsKrtvag* Krosagnta. húsrM o m Jt. Afturelding komið út Fyrsta tölublað 52. árgangs af kristilega ritinu Afturelding er nú komið út. í ritinu er meðal annars að finna viðtal við sr. örn Bárð Jónsson, grein um „hvað gerist á dauðastund" eftir Michael Sabom, sem er bandarískur hjartasérfræð- ingur, sem unnið hefur að rann- sóknum á kynnum sjúklinga sinna af lífi eftir dauðanna, og nýja fram- haldssögu sem nefnist „Aftur til lífsins". Þá er einnig að finna í rit- inu krossgátu og ýmis húsráð, svo dæmi séu nefnd. Blaðið kostar 99 krónur f lausasölu. Bladburöarfólk óskast! Austurbær; Óöinsgata Hverfisgata 4—62 Vesturbær: Tómasarh 32—57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.