Morgunblaðið - 03.04.1985, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.04.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLADID, MIDVIKUDAGUR 3. APRÍL 1985 15 „Hrís" „llrús", gluggatjöld, hör 1966. dýran listvefnað. Hér gekk henni hugsjón til, því að hún vildi, að lítilmagninn hefði einnig aðgang að handverki í hæsta gæðaflokki. í áratugi hannaði hún fyrir fyrirtækið Tampella textila, er urðu heimsþekkt úrvalsvara, og vera hennar við fyrirtækið telst mesti blómatími í sögu þess. Á stríðsárunum, er erfitt var um efnisöflun, útfærði hún textíla sína jafnvel í pappír. Lífsverk hennar skiptist í þrjá hluta — listvefnað, kirkjulist og samvinnu við textílfyrirtækið Tampella. Eins og menn sjá á sýningunni á Kjarvalsstöðum var Dóra Jung jafnvíg í gerð mynda strangrar flatarmálslegrar uppbyggingar sem frjálsra óbundinna hughrifa (abstrakt). Hún gerði allt vel, sem hún tók sér fyrir hendur, enda átti hún ekki til neinar málamiðlanir né ódýrar lausnir. Slíkur var sjálfsagi hennar, auðmýkt og sið- ferðisstyrkur. Svo vill verða þegar allir þessir eiginleikar haldast í hendur, að hugtök eins og nútímalegt og úrelt verða marklaus og næsta fráleit, því að nútímalegustu textílar Dóru Jung gefa í engu eftir til- raunum textillistamanna af yngstu kynslóð. Máski var Dóra Jung frægust fyrir damask-dúka sína, er hún fékk mörg alþjóðleg verðlaun fyrir — gullverðlaun á heimssýning- unni í París og Grand-Prix verð- launin á triennalinum í Milanó þrisvar sinnum í röð — auk margra norrænna verðlauna. En það var þó ekki metnaður hennar að sækjast eftir slikum viðurkenn- ingum — heldur lá hann öðru fremur i þvi að ná sem mestu úr átökum vefs og hugmyndar. Hún sleppti aldrei hendi af verkefni, fyrr en það hafði styrk og burði til að lifa eigin lífi — sjálfstætt. Sláandi er hin skýra, rökrétta hugsun Dóru Jung, ást hennar til vefstólsins og efna þeirra, er hún hafði á milli handanna hverju sinni. Einfaldleikinn, stór hnit- miðuð form, er mynduðu í senn táknrænar persónur og frábær- lega vel hönnuð trúarleg tákn og stafi, eru lýsandi dæmi um fjöl- hæfni og þekkingu. — Mætti þessi sýning verða íslenzkum iðnrek- endum mikill lærdómur um mik- ilvægi þess að virkja hvers konar vhugmyndir innlendar, er fram koma í textíl. Þörfin er mikil, og við höfum allt á milli handanna, er til þarf, ullina, þelið, garnið og vefinn ásamt vel menntuðu og hæfileikamiklu fólki. Gera þarf ís- lenzka framleiðslu á sviði iðn- hönnunar í ullarvörum og textíl- um heimsþekkta úrvalsvöru, er margfaldi verðgildi sitt. Ekki er hægt að skiljast við þetta greinarkorn án þess að geta þess, að samstarfsmaður Dóru Jung og mikill vinur, Lisa Jo- hansson Pape, setti þessa sýningu upp af nærfærinni smekkvísi. kom í fyrstu út á árunum 1953—57 í New York. Ritið er jafnframt því að vera ítarleg ævisaga Freuds einnig saga freudismans og þeirra breytinga og víxlverkana sem urðu á kenningum Freuds í ár- anna rás. Kenningar Freuds vöktu miklar deilur strax og þær urðu kunnar utan hóps sálfræðinga og meðal þeirra voru skoðanirnar mjög skiptar, en þegar frá leið urðu ýmsar þessar kenningar viður- kenndar almennt og inntakið, að maðurinn væri í rauninni ekki sjálfráður, „ekki herra í eigin húsi", varð viðurkennd staðreynd. Þessi kenning er reyndar eldri en freudisminn, en Freud tókst að grunnmúra þá kenningu í meðvit- und samtímamanna sinna. Dulvit- und, duldir, hátterni sem ekki varð skýrt takmarkað vald skyn- seminnar, Freud gerði niönnum ljós þessi fyrirbrigði og það sem hann taldi kveikjuna að hátterni manna, lífshvötina og tortím- ingarhvötina. Hann taldi að vald manna yfir umhverfinu væri í al- gjöru misræmi við vald mannsins yfir sjálfum sér. Þetta er einnig gömul staðreynd, sett fram með annarri rökfærslu en fyrri tíma höfundar tíðkuðu, svo sem ýmsir kirkjufeðurnir. Margt í kenning- um Freuds minnir á útlistun fyrri tíma guðfræðinga á erfðasynd- inni, en rannsóknir hans á sjúk- legri hegðun manna og þær álykt- anir, sem hann dró af þeim, náðu eyrum samtímans. Nú er svo komið að ýmsir þættir freudismans eru dregnir í efa og margar kenningar hans taldar byggðar á röngum forsendum og alhæfingar hans margar ramm- skakkar og villandi. Ödipusar- duldin, draumtáknin o.fl. o.fl. eru af ýmsum taldar rangar og það sem meira er, að lækningaaðferðir hans geti í allt of mörgum tilfell- um stuðlað að viðhaldi sjúklegra duldra fremur en lækningu þeirra. Jones lýkur bók sinni með þvi að halda því fram, að nafn Freuds muni lifa næstu þúsund árin, tak- ist mannkyninu að lifa áfram, vegna þess að hann hafi kafað í djúp mennskra dulda og opnað víðattur sem samtiðarmenn hans hafi ekki órað fyrir og gert þeim Ijós öfl, sem búa í djúpunum í þeim sjálfum. Hvað sem líður gagnrýninni á freudismann mótuðu kenningar hans meðvitund ýmissa lista- manna og rithöfunda og brutu blað í sálfræðinni, svo þær verða einn þáttur menningarsögu 20. aldar. Klæði og skart frá Finnlandi Myndlist Bragi Ásgeirsson Þess hefur verið minnst í ls- lenzkum fjölmiðlum nýverið, að 150 ár eru liðin síðan Elias Lönnrot safnaði saman fornum finnskum kveðskap til fyrstu út- gáfu og nefndi Kelevala. Kveðskapurinn spannaði langt timabil finnskrar sögu og þannig má tímasetja þau elstu til mið- biks járnaldar, til fyrri helmings hins svonefnda mervikinga-tima- bils. Frá því tímabili eru einnig fyrstu fornminjar, er tilheyra vettvangi Kalevala. Skáldin lof- sungu ekkí einasta smiði, hetju- dáðir og söngvara, heldur segja þau einnig frá konum: ungum stúlkum, voldugum húsmæðrum og hógværum mæðrum. Og þegar skáldin sögðu frá einkennum kvennanna og stöðu í þjóðfélag- inu, sögðu þau einnig sitthvað um klæðnað þeirra. Frá sjónarhóli fornleifafræð- innar skiptist elsta tímabilið i þrjá þætti; mervíkinga-tíma- skeiðið 550/600 e.Kr., víkinga- tímabilið 800—1050 ásamt kross- faratímabilinu 1050—1150 í Vestur-Finnlandi og 1050-1300 í Austur-Finnlandi og Karelíu. Vitneskja manna um menningu járnaldar er byggð á fornminja- fundum í gröfum. Hin rikjandi greftrarvenja frá mervíkinga- tímabilinu var líkbrennsla. En i lok víkingaskeiðsins finnast einn- ig kuml, þar sem líkin voru greftruð. Það er fyrst á kross- faratímabilinu, að það varð rikj- andi siður að greftra likin. Þetta eru gagnlegar upplýs- ingar, þegar skoðuð er hin stór- merkilega sýning, er nú stendur yfir í fordyri Norræna hússins og óþarfi er að fara út í nánari upp- lýsingar. Við vitum, að það var til siðs á þessum tímaskeiðum, að vopn og skart fylgdi eigendunum í gröfina sem vegarnesti til æðri heima. „Kalevala koru" eða „Hver ber Kalevala" - 1835 Kalevala 1885, er heiti þessarar sýningar, sem er ;A,«>^ Unnió í kumli frá mervíkinga-tím&skeiðinu 550/600 e.Kr., Köyliö í Vestur-Finnlandi. vafaiítið ein hin merkasta, er Norræna húsið hefur gist og hef- ur með kynningu norrænnar menningar að gera. Norræn menning er miklu merkilegri en margur gerir sér grein fyrir og spannar ártugaþús- undir, en því miður er áhuginn ekki nægilegur á Norðurlöndun- um sjálfum til rannsókna á þessu tímaskeiði. Hann hefur þó aukist mikið undanfarna áratugi, því að stöðugt hafa verið að finnast ný sönnunargögn um markverða og þróaða menningu. En ekki meira út í þá slma hér, heldur snúum okkur að sýning- unni sjálfri. Það kemur betur og betur í ljós, að forfeður okkar hafa sannar- lega ekki verið neinir villimenn, heldur þjóðir og þjóðflokkar, er börðust fyrir tilveru sinni. Auðg- uðu líf sitt með söng og leikjum — vafalítið ekki síður haþróuðum en handverk þeirra var, — smíði óviðjafnanlega vel gerðra vopna og undurfagurra skartgripa. Grimmdin var hvorki meiri né minni en í dag, en hugsunarhátt- urinn mótaðist af öðrum aðstæð- um. Þetta fólk er niiklu nær okkur en við í fljótu bragði gerum okkur grein fyrir eða réttara, þekk- ingarskortur flestra kemur í veg fyrir, að þeir skynji það og skilji. Það eru einmitt sýningar sem þessi svo og heimsóknir á þjóð- háttasöfn um víða veröld, sem eru best fallin til að opna augu manna fyrir afstæði tímans. Hvernig lífsbjargarviðleitnin er samofin fegurðar- og skópunar- þörfinni, enda finnst þetta einnig hjá dýrum merkurinnar í mörg- um skilningi. Finnskar konur hafa svo sann- arlega borið fögur klæði og dýr- legt skart í gegnum aldirnar, svo sem gripirnir á sýningunnmi eru til vitnis um, og einnig eru klæðin mörg hver fjölbreytt og heillandi hönnun. Það er margt, sem hægt er að lesa úr þessum fornleifafundum, form, lögun, efni og magn gefa fjölþættar upplýsingar, — magn- ið sagði t.d. til um velmegunina í hverju héraði og tímaskeiði, því að skart og efnið, sem það var búið til úr, var verzlunarvara. Þannig segir þessi litla, en fal- lega sýning fjölþætta sögu, en helst hefði maður viljað getað lesið textana á íslenzku, því sýn- ingin er sett upp á Islandi og fyrir íslenzkan almenning. Síðustu fimmtíu ár hefur fyrir- tækið Kalevala Koru framleitt afsteypur og eftirlíkingar hinna fornu skartgripa, er svo rækilega segja sögu finnskrar menningar, listiðnaðar og fegurðartilfinn- ingar. Hinir færustu finnsku list- iðnaðarmenn hafa hér lagt hend- ur að, og þar sem steinar eru felldir inn í gripina, eru þeir ein- ungis innlendir. Þetta er sýning, sem vert er að mæla með, og menn ættu að gefa sér góðan tíma til að virða fyrir sér gripina og lesa vel textana, því að þeir veita mikilsverðar upplýsingar. Silfurfjársjóourinn fra Linnanniemi við H&meenlinna. -d"-j;y ">!:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.