Morgunblaðið - 03.04.1985, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.04.1985, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVlkUDÁGUR 3. APRÍL Í985 Járnblendifélagið: Lágt raforkuverð hafði afger- andi áhrif á afkomuna 1984 — segir iðnaðarráðherra, Sverrir Hermannsson LÁGT raforkuverö til járnblendifé- lagsins hafði afgerandi áhrif á af- komu verksmiðjunnar á Grundar- „Skotárás“ á sauðfé á Vestfjörðum: Dómsmálaráð- herra var ekki kunmigt um aðgerðirnar ÞAÐ ER skylt samkvæmt lögum að skjóta sauðfé í nauöum, ef björgun þess er of hættuleg eða ef tvöfalt verð þess dugar ekki fyrir þeim kostnaði sem björgunaraðgerðum hlýst. Þetta kom meðal annars fram í svari Jóns Helgasonar dómsmála- ráðherra við fyrirspurn frá Karvel Pálmasyni, Alþýðuflokki, um skot- árás á sauðfé á Vestfjörðum, úr þyrlu Landshelgisgæslunnar í síð- asta mánuði. Það var sýslumaður Barðastrandarsýslu sem tók ákvörðun um að lóga sauðfénu aö höfðu samráði við sveitarstjóra Pat- rekshrepps og Barðastrandarhrepps. Dómsmálaráðherra sagði að sér hefði ekki verið kunnugt um að- gerðirnar fyrr en þær voru um garð gengnar. Karvel Pálmason sagði i umræðum um málið að um- ræddar aðgerðir hefðu verið ógeð- felldar og jafnvel viðbjóðslegar og undir þetta tók Ólafur Þ. Þórðar- son, Framsóknarflokki, er sagði vinnubrögðin sem við voru höfð forkastanleg. tanga á seinasta ári, að áliti iðnað- arráðherra, Sverris Hermannssonar, en hann er ekki reiðubúinn eins og sakir standa til að efna til nýrra samninga við fyrirtækið. Þetta kom fram í svari ráðherra við fyrirspurn frá Ólafi Ragnari Grímssyni um raf- orkuverð til járnblendiverksmiðj- í svari sínu lagði Sverrir Her- mannsson áherslu á að snúið hefði verið frá gjald- og greiðsluþrota- stefnu fyrri ríkisstjórnar. Nefndi hann sem dæmi að árið 1982 var verksmiðjan rekin með 152 millj- ón króna halla og stefndi í 400 milljón króna tap 1983. Þetta hef- ur nú breyst og á seinasta ári skil- aði reksturinn 132 milljón króna hagnaði. Ráðherra benti einnig á að raf- orkusölu til járnblendifélagsins annars vegar og til ÍSAL hins veg- ar megi ekki bera saman þar sem ekki sé um sömu vöruna að ræða. Landsvirkjun er ekki skylt að selja verksmiðjunni nema helming þeirrar orku, er hún þarf. Árin 1979—1983 var ekkert auk- ið hlutafé greitt til járnblendifé- lagsins. 1979 og 1980 fóru fram síðustu greiðslur upphaflegs hlutafjár, samtals 28,6 milljónir króna á verðlagi septembermán- aðar 1984. Á árunum 1981 til 1983 veitti ríkissjóður félaginu lán að upp- hæð 266,8 milljónir króna. Þá veitti ríkissjóður ábyrgð á 122,1 milljón króna láni. Öllum hlut- hafalánum var breytt í hlutafé á seinasta ári og hlutafé aukið um- fram það um 247,8 milljónir króna. Þetta var gert til að treysta fjárhagsgrunn fyrirtækisins. Á gengi september 1984 er heildarfjárhæðin sem ríkissjóður hefur lagt til járnblendifélagsins umfram það sem upphaflega var ætlast til 431,6 milljónir króna. Ólafur Ragnar Grímsson sagði að kjarni málsins væri sá að járn- blendifélagið borgar helmingi lægra verð en álverksmiðjan f Straumsvík. Þetta samsvarar því að almenningur greiði með rekstri fyrirtækisins yfir 100 milijónir króna, eða 12—15 hundruð millj- ónir króna á tíu árum. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og Albert Guðmundsson fjár- málaráðherra ræðast við. Stjórnvöld hafa gripið inn í kjarasamninga 12 sinnum á 15 árum STJÓRNVÖLD hafa gripið 12 sinnum inn í launasamninga með beinum hætti á síðastliðnum 15 árum, samkvæmt yfirliti sem Þjóðhagsstofnun hefur tekið saman fyrir forsætisráðherra, sem svar við fyrirspurn frá Karvel Pálmasyni, Alþýöuflokki, um íhlutun stjórnvalda í kjarasamninga. í svari forsætisráðherra kom fram að einungis einu sinni á sama tímabili hafa verið gerðir almennir kjarasamningar til lengri tíma en eins árs, sem ríkisstjórn hefur ekki rofið. Það var árið 1976. I lögum sem tóku gildi 19. nóv- ember 1970 var kveðið á um frest- un á greiðslum samsvarandi tveimur stigum kaupgreiðsluvísi- tölu til 1. september 1971 eða sem samsvarar 1,9% kauphækkun. Þá Raunvextir afurðalána 1984 voru 1,9% til 10,3% RAUNVEXTIR afurðalána til innanlandsframleiðslu miðað við tímabilið frá 1. ágúst 1984 tii 1. september 1985 voru -7% en til útflutningsframleiðslu 31,9%, þ.e. áður en tekið hefur verið tillit til eftirgjafar gengismunar af hálfu Seðlabankans. Að teknu tílliti til hennar verða raunvextir 19,9% Það var viðskiptaráðherra, Matthías Á. Mathiesen, sem veitti þessar upplýsingar í fyrirspurna- tíma á sameinuðu þingi sl. þriðju- dag er hann svaraði fyrirspurn frá Kjartani Jóhannssyni Alþýðu- flokki um raunvexti afurðalána. Kjartan Jóhannsson gagnrýndi þann mikla mun er hann sagði vera milli afurðalána til innan- landsframleiðslu og til útflutn- ings. Sagði þingmaðurinn það furðulega stjórnarstefnu að ætla útflutningsgreinunum að standa undir 20 til 30% raunvöxtum á sama tíma og fyrirtæki sem fram- leiða á innlendan markað njóta neikvæðra vaxta. f svari ráðherra kom fram að á tímabili því sem fyrirspurnin beinist að, hefði meiriháttar geng- isfelling átt sér stað, sem skekkir myndina nokkuð. Ef raunvextir afurðalána fyrir allt árið 1984 eru reiknaðir kemur f ljós að lán út á innanlandssölu skila 1,9% raun- vöxtun, en afurðalán vegna út- fiutnings 21,4% án vaxtaeftirgjaf- ar, en 10,3% með eftirgjöf. var einnig ákveðið að hækkun ið- gjalda og verðhækkun áfengis og tóbaks skyldi ekki bætt í launum. í júlímánuði 1972 voru gefin út bráðabirgðalög um tímabundnar efnahagsráðstafanir er kváðu á um að kaupgreiðsluvísitala skyldi vera óbreytt. Með lögum um neyðarráðstaf- anir vegna jarðelda á Heimaey 1973 var 2% viðlagagjald sett á söluskattsstofn og var sú hækkun ekki reiknuð í kaupgreiðsluvísitöl- una. Árið eftir gripu stjórnvöld með margvíslegum hætti inn í kjara- samninga. f fyrsta lagi með bráða- birgðalögum sem sett voru 21. maí um tímabundnar ráðstafanir til viðnáms gegn verðbólgu. Þar var í fyrsta lagi kveðið á um bindingu vísitölubóta. Þá voru einnig sett bráðabirgðalög 24. september sama ár um launajöfnunarbætur, bætur almannatrygginga og verð- lagsmál, en með þeim voru al- mennar verðlagsuppbætur af- numdar á tímabilinu 1. október til 31. maí 1975. f þeirra stað komu launajöfnunarbætur sem greiddar voru sem föst upphæð á laun að ákveðnu marki. 1976 var söluskattsstofn hækk- aður með lögum og ákveðið að sú hækkun verðlags sem af hlytist myndi ekki valda hækkun á kaup- greiðsluvísitölu. Með lögum um ráðstafanir í efnahagsmálum 1978 voru verð- bætur og verðbótaauki launa helminguð fram til 1. desember 1978. Sama ár litu einnig dagsins ljós bráðabirgðalög um kjaramál, en með ákvæðum þeirra átti há- mark verðbóta frá 12. september að vera hið sama i krónutölu og reiknast samkvæmt ákvæðum gildandi kjarasamninga á dag- vinnulaun samsvarandi 300 þús- undum króna á mánuði. Árið eftir voru hin frægu ólafslög sett. Þar var meðal ann- ars útreikningi verðbóta breytt. Um áramótin 1980/81 voru gef- in út bráðabirgðalög um ráðstaf- anir til viðnáms gegn verðbólgu. Verðhækkun launa sem til greiðslu skyldi koma 1. mars var ákveðin 7% lægri en hún hefði orðið samkvæmt óiafslögum. f ágústmánuði 1982 voru verð- bætur á laun skertar um 2,9% er greiða átti út 1. september. Einnig var ákvæði um að lækka um helm- ing þá verðbótahækkun launa sem ella hefði orðið 1. desember 1982 og nam lækkunin 7,72%. Að lokum var bráðabirgðalög- um beitt 1983 í maí og voru verð- bætur á laun felldar niður á tíma- bilinu frá og með 1. júní 1983 til og með 31. maí 1985. Myndlistarhá- skóli íslands RAGNHILDUR Helgadóttir, menntamálaráóherra, hefur lagt fram frumvarp til laga um Myndlist- arháskóla íslands (MHÍ) og er gert fliwnci ráð fyrir í frumvarpinu að hann verði fræðslustofnun, er veiti kennslu og þekkingu í myndlistar-, listiðnaðar- og myndmenntagreinum. Stefna frumvarpsins er að MHÍ verði ríkis- rekinn sérskóli á háskólastigi. Eldri lög um Myndlista- og handíðaskóla íslands eru frá 1965. Lagt er til í frumvarpinu að í skólanum verði fjórar deildir, en þær skiptast síðan í nokkur skor. Nám í myndlistar-, listiðnaðar- og iðnhönnunardeild tekur fjögur ár, en nám í myndmenntadeild tekur eitt ár og veitir rétt til kennslu í myndmenntagreinum við fram- haldsskóla. Rétt til að þreyta inntökupróf í skólann hafa þeir sem lokið hafa undirbúningsdeild MHÍ, eða námi Ragnhildur Helgadóttir á myndlistarbraut í framhalds- skóla. í frumvarpinu eru einnig ákvæði um þá er sækjast eftir að komast í undirbúningsdeild MHf. Árlegur starfstími skólans skal vera, samkvæmt frumvarpinu, 9 mánuðir. Kostnaður vegna skól- ans verður greiddur úr ríkissjóði og er gert ráð fyrir að útgjalda- auki verði ef frumvarpið fæst samþykkt 8,1 milljón króna. STIÍTTAR MNGFRÉTTIR Olíuleit Þingmennirnir Gunnar G. Schram og Björn Dagbjartsson, Sjálfstæðisflokki hafa lagt fram fyrirspurn til iðnaðaráðherra um olíuleit á Iandgrunni íslands. f fysta lagi spyrjast þeir fyrir um hvað rannsóknum á landgrunni milli fslands og Jan Mayen Kði og olíuleit þeirri sem ráð var fyrir gert í samkomulagi við Norðmenn 18. júní 1982. f annan stað spyrj- ast þingmennirnir fyrir um hve- nær haldið verði áfram rannsókn- um og auðlindaleit á svæðinu út af Eyjafirði og Skjálfandaflóa sem fyrst var kannað 1978. Lækningamáttur jarösjávar. Gunnar G. Schram spyr heil- brigðisráðherra um hvað líði framkvæmd ályktunar sem sam- þykkt var á Alþingi 1982 um könnun á lækningamætti jarð- sjávar við Svartsengi. Útflutningur niðurgreiddra land bú naöarafu rða Eiður Guðnason, Alþýðuflokki, hefur lagt fram fyrirspurn til landbúnaðarráðherra í nokkrum liðum, meðal annars um hvernig þeim útboðum á útflutningi niðurgreiddra landbúnaðarafurða hefði verið háttað og hvenær þau fóru fram. Hvalveiðar Lögð hefur verið fram fyrirspurn til sjávarútvegráðherra um hval- veiðar. Fyrirspyrjandi er Valdi- mar Indriðason, Sjálfstæðis- flokki, sem vill fá að vita hvort teknar hefði verið ákvarðanir um framhald hvalveiða og þar með hrefnuveiða við ísland eftir þetta ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.