Morgunblaðið - 03.04.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.04.1985, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1985 Stöðug aukníng flutninga milli Sviss og Islands — Greinargerð frá Arnarflugi Morgunblaðinu hefur borizt eftir- farandi greinargerð frá Arnarflugi vegna áretlunarflugs félagsins til SvLss: *í Morgunblaðinu 29. og 31. mars sl. birtust fréttir frá frétta- ritara blaðsins í Sviss. í báðum þessum fréttum koma fram upp- lýsingar sem gætu leitt til rangra ályktana um áætlunarflug Arnar- flugs til Sviss. Arnarflug vill því koma eftirfarandi á framfæri: • Arnarflug á í verulegri sam- keppni við Flugleiðir annars vegar og svissnesku ferðaskrifstofuna Saga Reisen hins vegar, sem bjóða lægra verð til íslands en Arnar- flugi er heimilt í áætlunarflugi. • Arnarflug heldur áfram áætl- unarflugi til Sviss sumarið 1985, þrátt fyrir þessa samkeppni. • Með nútímatækni sér Arnar- flug til þess, að þjónusta við við- skiptavini í Sviss skerðist á engan hátt þótt skrifstofu félagsins i Zúrich sé lokað. • Kynningarstarf Arnarflugs í Sviss hefur farið vaxandi, en beitt er óbeinni kynningu í stað beinna auglýsinga. Áætlunarflug frá 1982 Arnarflug hóf áætlunarflug milli íslands og Sviss í júli 1982, en hafði áður flogið leiguflug milli landanna um nokkurra ára skeið. Árið 1982 og 1983 flaug Arnarflug eina áætlunarferð i viku yfir sumarið, en sumarið 1984 voru farnar tvær ferðir í viku. Auk þess var flogið einu sinni i viku til Sviss yfir aðalskíðatímann í vetur og lýkur því flugi nú um páskana og verður þá hlé á flugi til Sviss fram í júni nk. Sala íslandsferða auka- atriði hjá Flugleiðum Flugleiðir hafa 9 manna starfs- lið í Zurich. Richard Gugerli hjá Flugleiðum staðfesti það í Morg- unblaðinu, að sala íslandsferða er aukaatriði hjá Flugleiðum i Sviss, þar sem 90% af starfseminni bein- ast að sölu Bandaríkjaferða. Flugleiðir hafa auglýst þessar Bandaríkjaferðir mjög i milli samkeppni við Swissair og fleiri flugfélög um farþegana. Er ís- lands oft getið í þeim auglýsingum og bent á viðdvalarmöguleika á Is- landi. Það er ekkert óeðlilegt að meira beri á Flugleiðum en Arn- arflugi í Sviss; þessi mikla sam- keppni um Bandaríkjafarþega leiðir til þess. Flugleiðir bjóða öllum þeim far- þegum sem vilia ferðast með þeim frá Sviss til Islands eða Banda- rikjanna ókeypis lestarferðir til og frá Lúxemborg. Þrátt fyrir það er verðið sem Flugleiðir hafa boðið farþegum til fslands lægra en Arnarflugi er heimilt að bjóða í beinu áætlunarflugi frá Zúrich. Þetta hafstæða verð hefur aftur á móti ekki staðið þeim Islendingum til boða sem hyggja á ferð til Sviss. Þrátt fyrir þessa samkeppni frá Flugleiðum hefur verið stöðug fjölgun farþega með áætlunar- flugi Arnarflugs milli landanna. Saga Reisen barðist gegn skrifstofu Arnarflugs í Sviss Áður en Arnarflug hóf áætlun- arflug milli íslands og Sviss hafði félagið um árabil flogið leiguflug með Svisslendinga til Islands fyrir svissnesku ferðaskrifstofuna Saga Reisen. Eftir að áætlunarflugið hófst, voru flestir farþegarnir frá Saga Reisen, en fór fækkandi með hverju ári. Eigandi ferðaskrifstof- unnar er Beat Iseli. Hann sagði frá viðskiptum sínum við Arnar- flug í Morgunblaðinu 29. mars. Þar sem þær upplýsingar sem fréttaritarinn fékk hjá Arnarflugi um viðskipti fyrirtækjanna kom- ust ekki til skila, verða þær nú endurteknar hér. Beat Iseli leit frá upphafi á áætlunarflug Arnarflugs sem samkeppni við Saga Reisen. Hann ‘marglýsti því yfir að það væri mjög rangt af Árnarflugi að opna eigin skrifstofu í Sviss, þar sem hann hefði allan íslandsmarkað- inn og því væri eðlilegast að láta hann um söluna. Arnarflug opnaði samt skrif- stofu í Zúrich vorið 1982, sem var opin í tæp 3 ár. Allan þann tíma steig Beat Isali aldrei inn fyrir þröskuld þar, þrátt fyrir mikil samskipti fyrirtækjanna á þeim tíma. Segir þetta sína sögu. Þegar Beat Iseli hætti leiguflugi til íslands 1982 og hóf að flytja alla sína farþega f áætlunarflugi Arnarflugs minnkaði áhætta hans verulega. Hann hóf þá leiguferðir til Skotlands með Balair og lagði ríka áherslu á að selja í þær vegna aukinnar áhættu í þeim rekstri. Samtímis lagði hann minni áherslu á sölu íslandsferða og fækkaði þeim farþegum hans stöð- ugt og voru í fyrra aðeins um 25% af því sem hann flutti árið 1981. Beat Iseli segir að hann hafi ekki fengið þau sæti sem hann þurfti í júlí og ágúst í fyrra. Flugvélar Arnarflugs voru mjög vel nýttar á þessari leið í fyrra- sumar, þótt farnar væru 2 ferðir í viku (en ein í viku sumarið áður). Saga Reisen lenti því miður i því eins og aðrir viðskiptavinir Arn- arflugs að fá neitun vegna fullbók- aðra véla, en Arnarflug reyndi að leysa þann vanda eftir því sem kostur var og flutti farþega með KLM og Swissair til Amsterdam og þaðan með áætlunarflugi sínu til Islands. Staðreyndin er sú, að svissnesk- um ferðamönnum til Islands fjölg- aði á síðasta ári, þrátt fyrir mik- inn samdrátt hjá Saga Reisen. Nýjar ferðaskrifstofur hófu sölu hópferða til íslands og einnig jókst sala til einstaklinga. Á miðju sumri 1984 átti Beat Iseli viðræður við Arnarflug um leiguflug sumarið 1985 og fékk ”erðtilboð frá félaginu. Nokkru síðar tilkynnti hann Arnarflugi að hann hefði fengið hagstæðara til- boð frá Balair og spurði hvort Arnarflug gæti boðið betur. Framkvæmdastjóri og markaðs- stjóri Arnarflugs fóru þá til fund- ar við Iseli á heimili hans í Sviss. Það er því rangt sem fram kemur í Morgunblaðinu, að Arnarflug hafi ekki haft neitt samband við Beat Iseli vegna þessa máls. Það varð þegar ljóst, að Arnar- flug gæti ekki boðið betra verð en Balair. Tilboð Balair miðaðist við að fljúga allt leiguflug Saga Reis- en, þ.e. til íslands, Skotlands og trlands, og hefði verðið hækkað, ef Beat Iseli hefði einungis samið um hluta þess flugs. Hann hafði auð- vitað fyrst og fremst áhuga á að ná sem bestu verði og það réð úr- slitum. Beat Iseli bað hins vegar Arnar- flug að flytja farþega Saga Reisen í áætlunarflugi vorið 1985, áður en leiguflugið hæfist. Vegna þess lága verðs sem bæði Flugleiðir og Saga Reisen bjóða nú í Sviss, treysti Arnarflug sér ekki til að fljúga áætlunarflug til Sviss fyrr en 9. júní og gekk Beat Iseli þá til samninga við Flugleiðir, enda þótt honum þyki að sjálfsögðu óhent- ugt að þurfa að bjóða farþegum allt að 10 klst. lestarferð til Lúx- emborgar í stað beins flugs frá Zúrich. Arnarflug hefur ákveðið að fljúga eina viku til Zúrich frá 9. júní til 1. sept. Ýmsir söluaðilar í Sviss óskuðu eftir áframhaldandi viðskiptum við félagið og íslensk- ar ferðaskrifstofur hafa verið að byggja upp viðskiptasambönd við svissneska aðila undanfarin ár í tengslum við flug Arnarflugs. Sem dæmi má nefna að 30. mars sl. fóru nær 130 íslendingar með beinu áætlunarflugi Arnarflugs til Zúrich og munu dveljast á skíðastöðum í Sviss um páskana á vegum tveggja íslenskra ferða- skrifstofa. Braga(r)bót - eftir Gunnar Tómasson Ágætur vinur minn, Bjarni Bragi Jónsson, fjallaði í nýlegri blaðagrein (Mbl. 8. marz) m.a. um greinarmun þann, sem hagfræð- ingarnir Alfred Marshall og John Maynard Keynes töldu vera á nafnvöxtum og raunvöxtum. Vil ég þar bæta um betur og sýna að sá greinarmunur snertir í engu skilgreiningu þeirra félaga á vaxtahugtakinu sjálfu. í bók sinni Money, Credit and Commerce, sem út kom árið 1923, gat Marshall þess, að vaxta- greiðslur væru stundum til komn- ar vegna eftirspurnar eftir láns- fjármagni, sem sprottin væri af „Vextir eru verðbólgu- hvati, ef upphæö þeirra er umfram upphæö hagnaöar án vaxta, því aö þá veröur aÖ fjár- magna mismuninn á lánamarkaöi.“ „langvarandi almennu neyðar- ástandi" meðal tilvonandi lántak- enda. öllu mikilvægari taldi hann þó vera þá lánsfjáreftirspurn, sem réðist af vonum manna um að „al- menn velmegun" færi vaxandi (bls. 254). Þótt slíkt „neyðarástand" gæti orsakað „okurvexti" á fjármagni, sem fengið væri að láni hjá þeim, sem nefndust braskarar á islenzku til skamms tíma (bls. 257) taldi Marshall það kjarna málsins, að „upphæð vaxta ræðst af meðal hagnaðarvon í almennu viðskipta- lífi.. “ (bls. 258). I daglegri önn gleymast mönn- um gjarnan þessi fræðilegu tengsl vaxta og arðsemi þess fjármagns, sem bundið er í verðmætasköpun þjóðarbúsins. Marshall fannst því full ástæða til að undirstrika ofangreind tengsl með þessum orðum: „Það verður ekki of oft endurtekið að hugtakið „vextir" verður ekki heimfært á gamlar fjárfestingar nema í mjög tak- mörkuðum skilningi." Þótt bókhöldurum og skatt- stjórum sýnist oft annað taldi Marshall það grundvallaratriði allrar hagfræðihugsunar að nú- Gunnar Tómasson virói einstakra fjárfestinga ræðst einungis af „væntanlegum af- rakstri" þeirra, en ekki af upp- haflegu kostnaðarverði Principles of Economics, áttunda útgáfa, bls. 492). Það er reyndar þetta grund- vallaratriði og það vaxtahugtak, sem að baki liggur, sem nú stefnir í óvissu framtíð sjóefnaverk- smiðju á Reykjanesi. Vaxtahugtak Marshalls er líka kjarni málsins að því er varðar alla fræðilega umfjöllun um sam- band vaxta, fjármagns, atvinnu, og verðmætasköpunar í markaðs- hagkerfum. T.d byrjaði Keynes einn kafla bókar sinnar General Theory, sem útgefin var 1936, með eftirfarandi orðum: „Það virðist því sem hæð vaxta á peninga- markaði hafi mjög sérstöku hlut- verki að gegna við ákvörðun at- vinnustigs, því hún er það lág- mark arðsemi, sem ný fjárfesting í verðmætasköpun verður að skila." Þó að hér hafi verið farið fljótt yfir flókið viðfangsefni er ljóst af ofangreindu, að Marshall og Keynes hefðu talið greinarmun nafnvaxta og raunvaxta, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.