Morgunblaðið - 03.04.1985, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 03.04.1985, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1985 45 LúArasveit TónlisUrskólans. Pamela Morrison, Asta Rós, dóttir hennar, og Stefin Ómar Stefinsson umsjónarmaður. Erlendur F. Magnússon, Helga María Jónsdóttir og Fríó- jón Einarsson. Valgaró Runólfsson, skólastjóri gagn- fræðaskólans, og Prúður Sigurðardótt- ir, formaður skóla- nefndar, ræðast við og virðast ekki áhyggjulaus þritt fyrir allt Bæjarbúar fjölmenntu við opnunina. Æskulýðsmiðstöð Hienjerti, 31. nura. NÝ félagsmiðstöð æskunnar var tekin í notkun í Hveragerði sunnu- daginn 17. mars sl. að viðstöddum mörgum gestum. Er hún til húsa að Austurmörk 4, efri hæð, hlaut hún nafnið „Hreiðrið**, og var skilti utan dyra, með nafninu, af- hjúpað við fógnuð viðstaddra. Vígsluathöfn félagsmiðstöðv- arinnar hófst með þvi að lúðra- sveit Tónlistarskólans lék nokk- ur lög undir stjórn skóla- stjórans, Kristjáns Olafssonar. Því næst var gengið út á stétt hússins og skilti með nafni stöðvarinnar afhjúpað, það gerði Helga María Jónsdóttir, en hennar tillaga um nafn var valin úr um 50 tillögum. Hlaut hún blóm og verðlaun fyrir nafnið. Skiltið, sem er gert úr viði, er hannað og smíðað af Erlendi F. Magnússyni þúsundþjalasmiði í Hveragerði. Merkið er hringlag- að og minnir á hreiður, í það er greypt nafnið Hreiðrið og þrír litlir fuglar. Aftur var gengið inn í húsa- kynni félagsmiðstöðvarinnar og þau kynnt gestunum. Þetta er stór salur, sem hefur verið stúkaður sundur, f setustofu, sjoppu og klefa fyrir eftirlits- mann, en þar eru einnig staðsett hljómflutningstæki o.fl. Þá er lítið flísalagt dansgólf og skáli með fallegu rauðu gólfteppi. Formaður æskulýðs. og félags- málanefndar, frú Pamela Morri- son, flutti ávarp og sagði meðal annars, að hún fagnaði þvf að geta boðið gesti velkomna í þessi langþráðu húsakynni. Lengi væri búið að vera vandræða- ástand varðandi húsnæðisskort ungmenna hér í þorpinu, en þau hefðu engan samastað haft. Það væri því vel til fallið nú á ári æskunnar að úr væri bætt. Hveragerðishreppur hefði tekið þetta húsnæði á leigu hjá Aage Michelsen bifvélavirkja. Æsku- lýðsnefndin hefði tekið að sér að hafa umsjón með framkvæmd- unum. Hefði húsnæðið verið inn- réttað og frágengið á hálfum mánuði. Hefði borist góð aðstoð frá mörgum, bæði ungmenni og foreldrar lögðu fram vinnu við málningarstörf, raflögn og í Hveragerði teppalagningu. Unglingarnir saumuðu gluggatjöldin með að- stoð hannyrðakennara. Þá leit- uðu þau samskota hjá bæjar- búum og söfnuðu fyrir nýju sjón- varpi. Foreldrafélag Hveragerðis og Ölfus færðu félagsmiðstöðinni nýja og vandaða ryksugu að gjöf. Ungmennafélagið lánaði hljómflutningstæki um óákveð- inn tíma. Þakkaði Pamela hreppsyfirvöldum velvilja í þessu uppbyggingarstarfi, ungmennum og foreldrum og al- menningi sem leitað var til, sagði ánægjulegt hvað allir hafi verið hjálpsamir. Sérstakar þakkir færði hún Friðjóni Ein- arssyni sem var ráðgefandi um skipulagningu stöðvarinnar og veitti ómetanlega aðstoð. Afhenti hún nýráðnum um- sjónarmanni, Stefáni ómari Stefánssyni, lykla stöðvarinnar og óskaði honum velfarnaðar í ábyrgðarstarfi. Oddvitinn, Hafsteinn Krist- insson, tók til máls, flutti árnað- aróskir og þakkaði vel unnin störf. Félagsmiðstöðin er opin þriðjudaga og fimmtudaga kl. 19.30 til kl. 22.30 og á föstudög- um eitthvað lengur. Félagsmiðstöðin mun rekin til reynslu fyrst um sinn, en það er von manna að vel takist til og Hreiðrið eigi eftir að hýsa ung- ana okkar um langa framtið. Sigrún. Nú! er menningarhandbók. Nú! er ókeypis Nú! er gefiö út í 15 þúsund eintökum. INú! er dagskrá yfir allt þaö bita- stæöasta í menningarlífi Reykjavíkur og nágrennis. Tónlist, listsýningar, leiklist, kvikmyndir, bridge, skák, íþróttir, ferða- mál, einnig ýtarlegt yfirlit um veitinga- staöi, myndbandaleigur o.fl. I apríl Nú! m.a. viðtal viö Megas, umfjöllun um nýja ísl. kvikmynd, Skamm- degi, um gamanleikinn Grænu lyftuna, um grískan listamann er sýnir í listasafni ASÍ, um Þjóöleikhúsiö 35 ára, skíöa- svæöi í nágrenni Rvíkur o.fl. Nú! er dreift í helztu verzlanir, veitinga- hús, hótel og biöstofur. GRÍPIÐ MEÐ YKKUR EINTAK HEIM!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.