Morgunblaðið - 03.04.1985, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 03.04.1985, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1985 Metannir í innanlandsflugi Flugleiða: Aukningin nam 23 prósentum fyrstu þrjá mánuði ársins — fluttir voru 51.100 farþegar FYRSTU þrír mánuðir ársins í innanlandsflugi Flugleiða urðu metmánuðir, því aldrei hafa fleiri farþegar verið fluttir frá upphafi en einmitt nú. Sam- kvaemt upplýsingum Sigfúsar Erlingssonar, framkvæmdastjóra Markaðs- sviðs Flugleiða, fluttu Flugleiðir 51.100 farþega innanlands á þessum mánuð- um, og er hér um 23% aukningu að ræða frá fyrra ári. Sigfús sagði f samtali við blm. Mbl. í gær að árið 1978 hefðu Flugleiðir flutt í innanlandsflug- inu 49.368 farþega fyrstu þrjá mánuðina, en það ár hefði þannig hagað til að páskaumferðin hefði öll lent í mars, en í ár lenti aðeins hluti annarrar leiðar i páskaum- ferð í mars. „Við teljum því að hér sé um mjög góðan árangur að ræða,“ sagði Sigfús. Aðspurður um hverju hann þakkaði þessa aukningu sagði Sig- fús: „í fyrsta lagi hefur verið góð tíð þessa mánuði, og þess vegna hefur tekist að halda góðri áætl- un. í öðru lagi höfum við innleitt ný fargjöld, sem eru bæði „Hoppgjaldið" sem við innleiddum í fyrra og Apex-fargjaldið innan- lands, en þar er veittur 35% af- sláttur, sé miðinn keyptur með vissum fyrirvara. í þriðja lagi höf- um við verið með markvissari sölu- og markaðsstarfsemi í tengslum við viku- og helgarpakk- ana hjá okkur.“ Sigfús sagðist telja að aukning- in hefði orðið enn meiri, t.d. til Akureyrar, ef nægt framboð á hótelrými væri þar til staðar. Þrátt fyrir þessa aukningu á innanlandsfluginu sagðist Sigfús ekki telja að hagnaður yrði af þeim rekstrarþætti hjá Flugleið- um, a.m.k. ekki á þessum árstíma. Öðru máli gegndi um innanlands- flugið yfir sumartímann, því þá væri nýting vélanna talsvert betri. Á þeim árstíma yrði að koma viss hagnaður. Starfsmaöur í Kollafjaröarstöðinni meö seiöi sem grunur leikur i aö séu sýkt af nýrnaveiki. MorgunblaðiA/RAX Fisksjúkdómanefnd vill niðurskurð í Kollafirði FISKSJÚKDÓMANEFND hefur gert tillögur um niöurskurð allra laxaseiöa í Laxeldisstöð ríkisins í Kollafirði og sótthreinsun stöðvarinnar, vegna nýrna- veiki sem þar kom upp í vetur. Tillögur nefndarinnar eru nú til athugunar hjá Jóni Helgasyni, landbúnaöarráðherra, en hann hefur úrskuröarvald um til hvaöa aðgerða veröur gripiö. Nýrnaveiki hefur tvisvar áður komið upp hér á landi og var niðurskurði beitt i báðum tilvik- um. Samkvæmt heimildum Mbl. mun nú koma til greina að fara aðrar leiðir en algeran niðurskurð, þrátt fyrir tillögur fisksjúkdóma- nefndarinnar, þ.e. að sleppa seið- unum úr stöðinni í hafbeit og sótthreinsa síðan stöðina. Jón Helgason, landbúnaðarráðherra, sagði aðspurður hvort til greina kæmi að reyna aðrar leiðir en nefndin leggur til, að hann ætlaði að ræða þetta mál við þá aðila sem málið snerti. Þessi ákvörðun varð- aði til dæmis alla þá sem stunda fiskeldi í landinu. Bjóst hann við að taka ákvörðun i málinu sem fyrst eftir páska. Árni ísaksson, framkvæmda- stjóri Kollafjarðarstöðvarinnar, sagði þegar hann var spurður að því hvað stjórnendur stöðvarinnar teldu rétt að gera: „Okkur finnst ýmislegt koma til greina í þessari stöðu. Fyrir aðila sem stunda fisk- eldi eða eru að huga að því, skiptir það miklu máli hvenær söðlað verður yfir f aðrar aðferðir en niðurskurð til að losna við fisk- sjúkdóma, en það er auðvitað ákvörðun landbúnaðarráðuneytis- ins hvort í þessu tilviki verður tek- ið mið af því sem gert hefur verið áður, eða hvort farnar verða nýjar leiðir. Við teljum að nokkuð megi af því læra að reyna aðrar leiðir. Ef allt verður skorið niður vitum við til dæmis ekki hvernig þessi sjúkdómur hegðar sér og hvernig heimtur verða á fiskinum úr haf- beit. Ég vil þó taka það fram að við erum sammála þeirri megin- stefnu fisksjúkdómanefndar að hreinsa stöðina út, og það munum við gera þó seiðunum verði ef til vill sleppt í sjóinn. Þá er ljóst að varúðarráðstafanir við hrogna- töku verða stórauknar eftir þessi sjúkdómstilfelli til að hindra það að veikin komist aftur inn í stöðv- arnar," sagði Árni einnig. ÚTSÝNARBLAÐ, 24 síöur, fylgir Morgunblaðinu í dag. BHM-menn á almennum markaði hafa 14,1 % hærri laun en hjá ríkinu — styður túlkun ráðuneytisins á könnun Hagstofunnar, segir formaður samninganefndar ríkisins Þjóöhagsstofnun gerði könnun á launakjörum háskólamenntaðra starfsmanna hjá ríkinu og á almenn- um markaði og kom í Ijós að heild- arlaunagreiðslur eru 14,1 % hærri á almcnnum markaði en hjá ríkinu. Könnunina gerði Þjóðhags- stofnun að beiðni samanburðar- nefndar BHM og rikisins og var miðað við skattagögn fyrir árið 1983. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar eru heildarlaun háskólamenntaðra manna á al- mennum markaði sem fyrr sagði 14,1 % hærri en opinberra starfsmanna, en ef allar greiðslur eru teknar með, s.s. bifreiðakostn- aður, er munurinn 14,7%. Ef aðeins er litið til karla eru þeir með 8,2% hærri laun á al- mennum markaði, en 7,5% ef allar greiðslur eru teknar með. Konur hafa 11,2% hærri laun á almenn- um markaði, en 11,3% ef allar greiðslur reiknast með. Konur eru mun fjölmennari innan opinberra starfsmanna en á almennum markaði og breikka þvi bilið milli hópanna þegar bæði kynin eru tal- in. Að sögn Indriða H. Þorláksson- ar, formanns samninganefndar ríkisins, styður þessi niðurstaða túlkun fjármálaráðuneytisins á launakönnun, sem unnin var af Hagstofu íslands. Hann sagði Ég vil þakka áhöfninni þennan glæsilega árangur — segir Ólafur Örn Jónsson, skipstjóri á Viðey „ÞETTA gífurlega verö kom okkur gjörsamlega á óvart Þetta er svo ótrúlegt, gamla metiö var 726.000 mörk og met hafa aldrei til þessa verið slegin meö þessum hætti. Maöur haföi kannski hugsað sér aö ná 1,20 mörkura á pundið, en engan veginn 1,60 eins og raunin varö. Þetta er óvenju hátt meðalverð fyrir svona stóran farm. Eg vil þakka áhöfninni þennan glæsilega árangur, hann er hennar verk,“ sagði Ólafur Örn Jónsson, skipstjóri á Viðey RE 6, í samtali viö Morgunblaöiö. Viðey seldi afla sinn, 338,5 lestir, í Bremerhaven í gær og fyrradag og fékk rúmlega eina milljón marka fyrir hann. Þetta mun vera hæsta heildarverð, sem nokkurt fiskiskip hefur fengið fyrir ferskan fisk á helztu fiskmörkuðum. Það tók Viðeyna 12 daga að ná þessum afla og ólafur örn sagði, að þar sem hann væri með úr- valsáhöfn á skipinu hefði gengið svo vel að ganga frá aflanum, að aðeins 250 kíló hefðu ekki farið í fyrsta flokk. „Árangurinn þakka ég helzt, hversu vel var staðið að þessari sölu og hún ákveðin með löngum fyrirvara. Mennirnir undirbjuggu hana vel í túrnum á undan, skiptu um mikið af net- um og splæstu víra upp og gengu þannig frá öllu, að engar tafir frá veiðum urðu í túrnum. Þetta er eitt þessara dæma, þegar allt Ólafur örn Jónsson, skipstjóri á Viðey. gengur upp,“ sagði hann. Ólafur Örn hefur verið skip- stjóri síðastliðin 6 ár, fyrst með Snorra Sturluson og síðan Við- eyna síðustu 14 mánuði. Hann hefur á þessum tíma mikið til verið með sömu skipshöfnina og alltaf siglt nokkra túra árlega með fisk á Þýzkalandsmarkað- inn. Það má því segja að hann sé hagvanur á þessum slóðum. Hann sagði, að árangurinn væri þvf að þakka samhentri og góðri áhöfn og hann vildi gjarnan biðja fyrir kveðjur til strákanna, sem hefðu að þessu sinni tekið siglingarfri. Þeir ættu eins og aðrir úr áhöfninni sinn þátt í þessu, þó þeir hefðu ekki komið með út. Sjá nánar um sölumet Viö- eyjar á bls. 4. svipaðar niðurstöður hafa komið út úr könnun á lífeyrissjóðs- greiðslum, þar væri munurinn hinn sami og á launagreiðslum. Þórshöfn: Slasaðist í bílveltu Kaurarhorn. 2. nyrfl. JEPPABIFREIÐ valt í svokölluöum Sköröum á milli Leirhafnar og Kópa- skers í gærdag. Þrennt var í bflnum, tveir karlar og kona, öll frá Þórs- höfn. Annar slasaöist töluvert og lagöi þá hinn af staö til næsta bæjar, sem er Leirhöfn, þar sem hann gat látiö vita af slysinu. Læknir var staddur á Raufar- höfn og lagði strax af stað þegar beiðnin kom. Taldi hann manninn það mikið slasaðan að hann þyrfti að komast f sjúkrahús. Var hann sendur með flugvél til Akureyrar en meiðsli hans reyndust minni en fyrst var áætlað. Bíllinn er talinn gjörónýtur. - Helgi Laust prestakall ÁSAPRESTAKALL í Skaptár- tungum hefur verið auglýst laust til umsóknar og er umsóknarfrest- ur til 20. apríl nk. Sr. Sigurður Árni Þórðarson hefur þjónað prestakallinu en hef- ur nú sagt því lausu og sótt um Staðarfellsprestakall í Þingeyj- arprófastsdæmi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.