Morgunblaðið - 03.04.1985, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. APRlL 1985
21
mun að mestu koma frá Banda-
ríkjunum og Sovétríkjunum.
Rússar eru taldir eiga auðugustu
ufsamið heims.
Alþjóða fiskmarkads-
sólarsögur
Fulltrúar frá fjórum fiskveiði-
þjóðum sögðu frá vel heppnuðum
mörkuðum í heimalandi sinu og
útflutningi, aðallega til Banda-
ríkjanna. Greg Billington frá Nýja
Sjálandi skýrði frá framþróun
fiskmarkaðsins á Nýja Sjálandi.
Komið hefur verið á samræmingu
í fisksölumálum innanlands. Kraf-
ist er ákveðins hreinlætis og útlits
fyrirkomulags í fisksöluverslun-
unum og sérstakt merki, abstr-
akt-teikning af þremur fiskum, er
sameiginlegt öllum verslununum.
Nýsjálendingar hyggja á fiskút-
flutning og líta hýru auga til
Bandaríkjanna i þeim efnum.
Erling Hulgaard, ræðismaður
og fiskimálafulltrúi Dana í New
York, sagði frá vel heppnuðum
fiskútflutningi Dana til Banda-
ríkjanna. Knud Nordnes talaði um
laxarækt Norðmanna og hve vel
eldislaxinn hefir komist inn á
Bandaríkjamarkaðinn. Pat Ginley
ræddi um North Atlantic Seafood
Association — NASA — sem er
hagsmunafélagsskapur fiskinn-
flytjenda frá Kanada, Færeyjum,
Islandi, Grænlandi og Noregi. Til-
gangur þessa félagsskapar er að
koma góðu orði á fiskmeti frá
Norður-Atlantshafi, samræma og
keppa að gæðum. Félagsskapurinn
gerir ráð fyrir að hafa um ein^
milljón dollara til umráða til upp-
lýsingastarfsemi á yfirstandandi
ári, NASA hafði bás á Boston-
sýningunni, skreyttan myndum af
framleiðslu samtakanna.
Þetta er í þriðja sinn sem al-
þjóðleg sjávarútvegssýning er
haldin í Boston. Þar sem hún tókst
einstaklega vel að þessu sinni má
búast við að hún verði endurtekin
að ári.
Kreisler String Orchestra, strengjasveitin sem heldur tvenna tónleika hér á landi í næstu viku.
Kreisler-strengjasveitin heldur tvenna tónleika á Islandi
NÝSTOFNUÐ ensk strengjasveit,
Kreisler String Orchestra, er vænt-
anleg til landsins nú eftir páskana
og eru ráðgerðir tvennir tónleikar.
A efnisskránni eru verk eftir J.S.
Bach, Britten, Dvorák, Tsjaíkofsky
og Vaughan-Williams.
Þrátt fyrir stuttan starfstíma,
um það bil eitt ár, hefur hljóm-
sveitin þegar aflað sér viður-
kenningar fyrir frábæran leik og
m.a. verið boðin staða við
Bracknell-Iistamiðstöðina i
Berkshire, sem skipuleggur tón-
leikahald, og er í ráði að hljóm-
sveitin haldi þar nokkra tónleika
á hausti komanda. Auk samn-
ings um hljóðritanir eru ráð-
gerðar tónleikaferðir til ýmissa
Evrópulanda.
Stjórnandi hljómsveitarinnar
er Michael Thomas en hann hef-
ur komið víða fram sem einleik-
ari og flutti m.a. ásamt systur
sinni, Jacqueline, konsert fyrir
fiðlu og selló eftir Brahms á
Aldeburgh-tónlistarhátiðinni,
undir stjórn Gennady Rhohdest-
vensky, og var þessum tónleikum
útvarpað af BBC. Michael Thom-
as er 1. fiðlari í Brodsky-
kvartettinum en í kvartettinum
eru auk hans Ian Belton, sem
leikur einleik með hljómsveit-
inni að þessu sinni, og Jacquel-
ine Thomas er leikur á selló, en
þau leika einnig með í Kreisler-
strengjasveitinni. Brodsky-
strengjakvartettinn hefur unnið
til margvíslegra verðlauna og
hefur m.a. komið fram á Edin-
borgarhátíðinni og vakti leikur
þeirra mikla athygli og er
Brodsky-kvartettinn nú talinn
einn helsti kvartettinn á Eng-
landi i dag. Fyrri tónleikar
Kreisler-strengjasveitarinnar
verða í Bústaðakirkju, miðviku-
daginn 10. april, kl. 20.30, og þeir
seinni í Langholtskirkju, laug-
ardaginn 13. apríl, kl. 17.
Ferðin til íslands er styrkt af
British Council.
IV
VEGNA
OLLARSOLUA
TÆKJUM
á síðasta ári, höfum við náð sérstök-
um vildarkjörum á 2000
tækjum.
Lækkunin nemur mörg hundruð
krónum á hvert tæki.
Ekki missir sá er fyrstur fær.