Morgunblaðið - 03.04.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.04.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. APRlL 1985 21 mun að mestu koma frá Banda- ríkjunum og Sovétríkjunum. Rússar eru taldir eiga auðugustu ufsamið heims. Alþjóða fiskmarkads- sólarsögur Fulltrúar frá fjórum fiskveiði- þjóðum sögðu frá vel heppnuðum mörkuðum í heimalandi sinu og útflutningi, aðallega til Banda- ríkjanna. Greg Billington frá Nýja Sjálandi skýrði frá framþróun fiskmarkaðsins á Nýja Sjálandi. Komið hefur verið á samræmingu í fisksölumálum innanlands. Kraf- ist er ákveðins hreinlætis og útlits fyrirkomulags í fisksöluverslun- unum og sérstakt merki, abstr- akt-teikning af þremur fiskum, er sameiginlegt öllum verslununum. Nýsjálendingar hyggja á fiskút- flutning og líta hýru auga til Bandaríkjanna i þeim efnum. Erling Hulgaard, ræðismaður og fiskimálafulltrúi Dana í New York, sagði frá vel heppnuðum fiskútflutningi Dana til Banda- ríkjanna. Knud Nordnes talaði um laxarækt Norðmanna og hve vel eldislaxinn hefir komist inn á Bandaríkjamarkaðinn. Pat Ginley ræddi um North Atlantic Seafood Association — NASA — sem er hagsmunafélagsskapur fiskinn- flytjenda frá Kanada, Færeyjum, Islandi, Grænlandi og Noregi. Til- gangur þessa félagsskapar er að koma góðu orði á fiskmeti frá Norður-Atlantshafi, samræma og keppa að gæðum. Félagsskapurinn gerir ráð fyrir að hafa um ein^ milljón dollara til umráða til upp- lýsingastarfsemi á yfirstandandi ári, NASA hafði bás á Boston- sýningunni, skreyttan myndum af framleiðslu samtakanna. Þetta er í þriðja sinn sem al- þjóðleg sjávarútvegssýning er haldin í Boston. Þar sem hún tókst einstaklega vel að þessu sinni má búast við að hún verði endurtekin að ári. Kreisler String Orchestra, strengjasveitin sem heldur tvenna tónleika hér á landi í næstu viku. Kreisler-strengjasveitin heldur tvenna tónleika á Islandi NÝSTOFNUÐ ensk strengjasveit, Kreisler String Orchestra, er vænt- anleg til landsins nú eftir páskana og eru ráðgerðir tvennir tónleikar. A efnisskránni eru verk eftir J.S. Bach, Britten, Dvorák, Tsjaíkofsky og Vaughan-Williams. Þrátt fyrir stuttan starfstíma, um það bil eitt ár, hefur hljóm- sveitin þegar aflað sér viður- kenningar fyrir frábæran leik og m.a. verið boðin staða við Bracknell-Iistamiðstöðina i Berkshire, sem skipuleggur tón- leikahald, og er í ráði að hljóm- sveitin haldi þar nokkra tónleika á hausti komanda. Auk samn- ings um hljóðritanir eru ráð- gerðar tónleikaferðir til ýmissa Evrópulanda. Stjórnandi hljómsveitarinnar er Michael Thomas en hann hef- ur komið víða fram sem einleik- ari og flutti m.a. ásamt systur sinni, Jacqueline, konsert fyrir fiðlu og selló eftir Brahms á Aldeburgh-tónlistarhátiðinni, undir stjórn Gennady Rhohdest- vensky, og var þessum tónleikum útvarpað af BBC. Michael Thom- as er 1. fiðlari í Brodsky- kvartettinum en í kvartettinum eru auk hans Ian Belton, sem leikur einleik með hljómsveit- inni að þessu sinni, og Jacquel- ine Thomas er leikur á selló, en þau leika einnig með í Kreisler- strengjasveitinni. Brodsky- strengjakvartettinn hefur unnið til margvíslegra verðlauna og hefur m.a. komið fram á Edin- borgarhátíðinni og vakti leikur þeirra mikla athygli og er Brodsky-kvartettinn nú talinn einn helsti kvartettinn á Eng- landi i dag. Fyrri tónleikar Kreisler-strengjasveitarinnar verða í Bústaðakirkju, miðviku- daginn 10. april, kl. 20.30, og þeir seinni í Langholtskirkju, laug- ardaginn 13. apríl, kl. 17. Ferðin til íslands er styrkt af British Council. IV VEGNA OLLARSOLUA TÆKJUM á síðasta ári, höfum við náð sérstök- um vildarkjörum á 2000 tækjum. Lækkunin nemur mörg hundruð krónum á hvert tæki. Ekki missir sá er fyrstur fær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.