Morgunblaðið - 10.04.1985, Side 64

Morgunblaðið - 10.04.1985, Side 64
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1985 64 Viðræður um þátttöku íslendinga í þróunar- verkefnum í Eþíópíu FJÓRIR Eþíópíumenn dveljast hér i landi dagana 7.—16. aprfl í boói utanríkisráðuneytisins í samvinnu við Hjálparstofnun kirkjunnar og l>róun- arsamvinnustofnun fslands til þess að kynna sér jarðhita og vatnsveitumál svo og möguleika íslenskra sérfræðinga og fyrirtækja á að veita ráðgjöf og taka þátt í framkvæmdum á því sviði. Eþíóparnir eiga viðræður við ís- lensk stjórnvöld, starfsmenn Orkustofnunar, Jarðborana ríkis- ins, borgaryfirvöld i Reykjavík, fulltrúa verktakafyrirtækja og fleiri um skipulagningu og áætl- anir um boranir eftir heitu og köldu vatni í Eþíópíu, áveitu- framkvæmdir og fleira. Áhugi er á þvi að viðræðurnar geti leitt til þátttöku íslendinga í þróunar- verkefnum í Eþíópíu. Eþíópsku gestirnir eru Alem Al-Azar, yfirmaður Landsnefndar um vatnsöflunarmál sem sér um skipulagningu kaldavatnsborana, áveitukerfa og hvers kyns vatns- veituframkvæmda; Eshetu Habte- mariam, skipulagsstjóri hjálpar- starfs hjá sömu stofnun; Getahun Demissie, framkvæmdstjóri Jarð- rannsóknastofnunar Eþíópíu, en sú stofnun heyrir undir ráðuneyti orku- og námamála; ennfremur Mabrahtu Fesseha, forstjóri Petr- am Co. Ltd., en það fyrirtæki hef- ur haft mikil samskipti við ýmis fyrirtæki á Norðurlöndum. Mab- rahtu Fesseha hefur reynst Is- lendingum hjálplegur við störf í Eþíópíu. „Höfum fullan rétt á flutningi tónlistar Ravels við ballettinn“ — segir Þjóðleikhússtjóri „VIÐ öfluðum okkur að sjálfsögðu réttar til flutnings tónlistar Ravels við ballettinn Dafnis og Klói,“ sagði Gísli Alfreðsson þjóðleikhússtjóri í samtali við Mbl. t lesendadálki Morgunblaðsins laugardaginn 30. mars velti les- andi því fyrir sér hvort Þjóðleik- húsið virti rétt höfundar tónlist- arinnar og hljómlistarmanna, sem hana flytja. Gísli sagði, að auðvit- að hefði Þjóðleikhúsið aflað sér réttar til flutnings og greitt það sem gjaldskylt væri. „Það reyndist vera mun ódýrara að flytja tón- listina af bandi og greiða fyrir þann flutning heldur en að fá ís- lenska tónlistarmenn til að leika tónlistina," sagði hann. „Undan- farin ár hefur tónlist iðulega verið flutt af bandi við ballettsýningar hjá leikhúsinu og þá flutt af er- lendum tónlistarmönnum. Það hefur reynst hagkvæmara en að fá ísienska menn til starfans," sagði þjóðleikhússtjóri. Brúðhjónin Nína Einarsdóttir og Sigurður Karl Pálsson við komuna til Reykjavíkur. Hægra megin við þau er Ólafur Örn Jónsson, skipstjóri á Viðey, og vinstra megin er Ingólfur Sveinsson, fyrsti stýrimaður, sem gaf brúðhjónin saman. Morvunblaðið/Ol K M Hjónavígsla um borð í Viðey ÞAÐ bar ýmislegt til tíðinda í síð- ustu söluferð togarans Viðeyjar RE 6 til Bremerhaven í Þýzkalandi á heimleiðinni. Morgunblaðið hefur áður skýrt frá því, að skipið hafi sett heimsmet í sölu afla, en á heimleið á páskadag bar það til tíðinda, að brúðhjón voru gefin saman um borð. Það var Ingólfur Sveinsson, fyrsti stýrimaður á Viðey og skipstjóri í söluferðinni, sem gaf þau Sigurð Karl Pálsson, neta- mann, og Nínu Einarsdóttur saman. Ingólfur sagði í samtali við Morgunblaðið, að þetta hefði verið ánægjulegur endir vel heppnaðrar söluferðar. Giftingin hefði verið eins konar punktur yfir i-ið. Hann hefði reyndar færzt undan athöfninni enda ekki vanur að fást við slíka hluti um borð, en brúðhjónin hefðu verið alveg ákveðin og ekkert gefið eftir. Ingólfur sagði, að brúðhjónin hefðu verið ánægð með athöfn- ina enda slegið upp veizlu á eftir og skipshöfninni gerður nokkur dagamunur. Síðan þyrfti að staðfesta hjónavígsluna hjá borgarfógeta og þá væri allt klappað og klárt. Það má af þessu sjá, að skyld- ur og hlutverk skipstjórnar- manna eru af ýmsum toga og vonandi oftast ánægjulegar eins og um borð í Viðey RE 6. Skipshöfnin á Viðey ásamt gestum og framkvæmdastjóra HraAfrysti- stöðvarinnar, Ágústi Einarssyni, sem gerir togarann ÚL VWLKStt'ii?,íi?^ww . ..... ■,: ;o..ASœ \iai\Váaa 0^00 0000 0000 # Síaffc***** VS%&&&&£**** Iðnaðarbankinn i i Í ! M r. 1 * h i i í ; i .....i........................g.n.A...........Éiiiíiiiiii.ikiii

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.