Morgunblaðið - 23.04.1985, Side 19

Morgunblaðið - 23.04.1985, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 23. APRÍL1985 Píslarvottur sannleikans — eftirTorfa Ólafsson A Martyr for the Truth Jerzy Popieluszko Höf: Grazyna Sikorska Fount-Paperbacks Rétt fyrir miðjan apríl sl. kom út í Englandi ofanskráð pappírs- kilja. Hún er, eins og nafnið ber með sér, ævisaga pólska prestsins Jerzy Popieluszko sem morðingjar úr pólsku „öryggislögreglunni" réðu af dögum 19. október 1984, að undangengnum hinum hroða- legustu misþyrmingum. Höfundur bókarinnar fæddist í Katowice í Póllandi en staðfestist i Englandi eftir að hún kom þang- að 1974 til vísindastarfa, og þar giftist hún pólskum manni. Eftir stofnun hinna frjálsu verkalýðs- samtaka Samstöðu (Solidarnosc), vaknaði hjá henni von um að geta snúið aftur til föðurlands síns, en sú von varð að engu þegar hinn miskunnarlausi hrammur komm- únismans lagðist af fullum þunga yfir landslýðinn er herlög voru sett, 13. desember 1981. Fundum Grazynu og séra Jerzys bar aldrei saman en maður henn- ar hitti hann á sl. sumri. Áhugi hennar á prestinum vaknaði 1982, þegar hún las úrval úr ræðum þeim sem hann flutti í „messum fyrir föðurlandið", en þær messur hélt hann mánaðarlega i kirkju hl. Stanislásar Kostka í Varsjá. Ræð- ur þessar voru gagnsýrðar af trú, föðurlandsást, réttlætiskennd og andstyggð á ofbeldi og kúgun. „Þar sem við höfum verið svipt málfrelsi með herlögunum," sagði hann í einni slíkri ræðu, „skulum við hlusta á rödd hjarta okkar og samvisku og hugsa um leið til þeirra bræðra okkar og systra sem hafa verið svipt frelsi sínu.“ Kirkjan var jafnan þéttskipuð þegar hann messaði og meðan hann flutti ræðuna mátti heyra saumnál detta. Hann talaði um „þjóð sem haldið er í skefjun af grimmúðlegu hervaldi", um tvístr- aðar fjölskyldur, um „fólk sem er hneppt í varðhald og dregið fyrir dómstóla fyrir þá sök eina að hafa ákveðið að vera trútt hugsjónum Jerzy Popiehiszko Samstöðu”. Um „fólk sem missti atvinnúna af þvi að það neitaði að segja sig úr Samstöðu", um „kenn- ara sem voru reknir úr stöðum sínum fyrir að fræða börnin um sanna föðurlandsást", og um „börn sem misstu foreldra sína inn i fangelsin eða á flótta og óbætan- legt andlegt tjón þeirra barna sem urðu að horfast í augu við rudda- lega vonsku og hatur.“ Og hann sagði að í þessu þjáða fólki væri Kristur ofsóttur, píndur og kross- festur á ný. Ómannlegt og guðlaust einræði hefur aldrei getað sætt sig við slíkar ræður. Þess vegna hefur það ávallt ofsótt, pyndað og drepið þá sem höfðu hugrekki til að segja sannleikann. Og því var séra Jerzu rænt, þegar hann var á friðsam- legu ferðalagi, hann var barinn til óbóta, poki með grjóti var bundinn við hann og síðan var honum sökkt, dauðum eða lifandi, i ána Vislu. Grazyna Sikorska segir í bók- inni að hún geti ekki varist þeirri hugsun að morðingjar séra Jerzys hafi ekki fyrst og fremst verið sakfelldir fyrir ódæði sitt, heldur fyrir að hafa farist það klaufalega úr hendi, og hún tilfærir kald- ranalegan brandara frá Póllandi sem byggist á sómu skoðun: „Spurt er: Fyrir hvað var Pietr- owski dæmdur i tuttugu og fimm ára fangelsi? Svar: Hann fékk eitt ár fyrir að drepa séra Jerzy og tuttugu og fjögur ár fyrir klaufaskapinn." Tilgáta Grazynu virðist ekki vera út í bláinn þegar þess er gætt að á undanförnum árum hafa yfir 90 Pólverjar látist í leyndardóms- fullum „slysum“, þeirra á meðal Kazimierz Kluz, aðstoðarbiskup í Gdansk, séra Honoriusz Kowalcz- yk, og var enginn leiddur fyrir rétt þeirra vegna þótt fjöldi manns telji að þar hafi sömu öfl verið að verki og sáu fyrir séra Jerzy. w Það fer ekki milli mála að höf- undur bókarinnar telur að séra Jerzy hafi dáið sem píslarvottur og helgur maður. Hún segir að andlát hans hafi leitt marga frá- fallna Pólverja inn í kirkjuna á ný. Hann hafi aldrei hagrætt sannleikanum heldur boðað hann undansláttarlaust, hverjar svo sem afleiðingarnar kynnu að verða. Höfuadur er formaður Félrtgs kaþ- ólskra leikmanna i íslandi. MorgunblaSið/ól.K.M. Frá fundinum þar sem niðurstöður kannanarinnar voru kynntar. F.v. Þor geir Ástvaldsson, Elías Héðinsson, Ævar Kjartansson, útvarpsstjóri, Markús örn Antonsson, formaður útvarpsráðs, Inga Jóna Þórðardóttir og Þorbjörn Broddason. Könniui á notkun fólks á rikisfjölmiðlunum: Mest horft á sjónvarpsfréttir í KÖNNUN á notkun fólks á ríkisfjölmiðlunum, sem fram fór á vegum Ríkisútvarpsins helgina 23.-24. mars s.l. kemur m.a. fram að fréttir eru það efni sjónvarps sem nýtur hámarksnotkunar en þegar best lét, sunnudaginn 17. mars, borfðu 77% þeirra sem spurð voru á sjónvarpsfréttir. Meginefni könnunarinnar var notkun fólks á ríkisfjölmiðlunum, einkum sjónvarpinu og rás 2, vik- una 16.—22. mars. sl. Valið var úr- tak 1000 manna úr Þjóðskrá þar sem neðri aldursmörk voru sett við 15 ár og efri við 80 ár. Féllust 768 aðspurðra á að taka þátt i könnun- inni. Sjö manna hópur hafði veg og vanda af könnuninni, Þorgeir Ast- valdsson og Ævar Kjartansson frá Ríkisútvarpinu, Elías Héðinsson og Þorbjörn Broddason frá Félagsvís- indadeild Háskóla íslands, Guð- mundur Ingi Kristjánsson, Lilja Guðmundsdóttir og Markús Á. Ein- arsson. Niðurstöður könnunarinnar voru kynntar fréttamönnum í fyrradag, en það skal tekið fram að í raun hefur engin úrvinnsla farið fram ennþá á niðurstöðunum. óskar vinnuhópurinn því eftir að litið verði á eftirfarandi niðurstöður sem vinnslugögn til kynningar en innan nokkurra vikna verða birtar ýtarlegri skýrslur um niðurstöð- urnar, þar sem t.a.m. bætast við upplýsingar um fjölmiðlanotkun aldursflokksins 10 til 15 ára. 1 könnuninni var m.a. spurt að því hvort menn teldu RÚV hallast of mikið til hægri eða vinstri. 12% töldu sjónvarpið of vinstrisinnað en 9% of hægrisinnað og hljóðvarpið töldu 13% of vinstrisinnað en 9% of hægrisinnað. Sem fyrr segir horfðu 77% aðspurðra á fréttir þessa viku en það efni sem næst gengur frétt- unum er þátturinn Stiklur, sem 72% horfðu á. Aðrir þættir sem mest var horft á voru Við feðginin, 71%, Derrick, 69%, Draugasaga, 68% og Herstjórinn, 64%. HLustendur voru inntir eftir því hvort þeir hefðu útvarpstækið frek- ar stillt á bylgju rásar 1 eða rásar 2. Niðurstöður voru þær að jafnmarg- ir hlustuðu á hvora rás, eða 43% á rás 1 og 41% á raá 2. 16% kváðust hlusta ýmist á rás 1 eða rás 2. Þá var spurt hvort menn væru hlynnt- ir lengingu dagskrár rásar 2 og sjónvarpsins. Varðandi rás 2 svör- uðu 49% já en 51% nei og varðandi sjónvarp svöruðu 42% já en 58% nei. Af þeim sem vildu að dagskrá rásar 2 yrði lengd voru 45% hlynnt því að hún yrði lengd á kvöldin á virkum dögum en 12% á kvöldin um helgar. Af þeim sem vildu að dag- skrá sjónvarps yrði lengd, vildu 37% að bætt yrði aftan við helg- ardagskrána og 29% vildu sjónvarp á fimmtudögum. Að síðustu var kannaður áhugi manna fyrir Keflavíkurútvarpinu og myndbandnotkun og var þá mið- að við niðurstöður kannanar sem gerð var árið 1983. Fram kom að áhugi manna fyrir Keflavfkurút- varpinu hefur minnkað töluvert, 1983 hlustuðu 9% daglega á það en nú aðeins 2%. 1983 hlustuðu 63% aldrei eða nær aldrei á það en nú 82%. Jafnmargir virðast horfa á myndbönd daglega nú og árið 1983 eða 4%. Hins vegar hefur þeim fækkað sem aldrei eða nær aldrei horfa á myndbönd, 1983 voru það 64% en nú 46%. Ennfremur kom fram í könnun Ríkisútvarpsins að 38% heimila eiga á myndböndum. veitingahúsin skarta gjaman karía ámatseðlum sínum ogerþáoít mikið við hatt í matreiðslunni. En karti er ekkert háður ílókinni matargerð, sérstaklega ekki BÚRKARFINN, því hann er ílakaður, roðlaus og beinlaus. BÚRKARFI íœst í góðum matvörubúðum. Honum má því kippa með á leiðinni heim úr vinnu og á hann þarí ekki annað en rasp, salt og pipar. Þetta heitir: Jið hœtti eldhússins heima" og bragðast aldeilis stórvel. Auðvitað má lika nota hveiti. egg. mjólk og annað krydd. Og hvort með honum eru bomar íslenskar. transkar eða Iranskislenskar kartöOur. sítrónusaii, remolaðisósa eða kokteílsósa og salat. breytir engu. Allt þetta tellur undir heitið góða: Jtð hœttí eldhússins heima'. en nauðsynlegt er það ekki eins og áður sagðl og verð steikarinnar er nánast hlœgilegt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.