Morgunblaðið - 23.04.1985, Page 31

Morgunblaðið - 23.04.1985, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1985 31 Myndin er tekin við undirritun samningsins. Saniningur um sameigin- lega innheimtu nokkurra sveitarfélaga undirritaöur FJÁRMÁLARÁÐHERRA fyrir hönd ríkissjóðs annars vegar og for- svarsmenn Hafnarfjarðar, Garðakaupstaðar, Bessastaðahrepps og Mos- fellshrepps hins vegar undirrituðu föstudaginn 12. þ.m. samninga um sameiginJega innheimtu opinberra gjalda í þessum sveitarfélögum. sýklin og vinnur einmitt gegn klumpun blóðflaga auk þess að víkka út æðar. Heildaráhrif nikótíns á þetta samspil blóðflaga og æðaþels er að stuðla að klump- un bóðflaga og þar með blóðsega- myndun. Er þar sennilega komin, a.m.k. að hluta til skýring þess hve mjög tíðni kransæðastíflu er auk- in meðal þeirra sem reykja. Kolsýringur er annað efnið i tóbaksreyk sem hefur verið undir smásjánni sem líklegur skaðvald- ur æða. Magn kolsýrings sem berst inní blóðrásina er að sjálf- sögðu háð reykingamagni og að- ferð (að reykja ofan í sig), en talið er, að reykingamenn innbyrði allt að átta sinnum meiri kolsýring en leyft er á vinnustöðum, t.d. bíla- verkstæðum. Þar sem kolsýringur binst blóðrauðanum ryður hann súrefninu frá og minnkar framboð þess til vefja líkamans og þar er hjartað að sjálfsögðu meðtalið. Fundist hefur beint samband á milli magns kolsýrings i blóði og útbreiðslu æðakölkunar. í dýra- tilraunum hefur kolsýringur vald- ið sköddun á æðaþeli. Þótt ekki séu allir vísindamenn á einu máli um þetta atriði bendir margt til að æðaþelsáverki gegni lykilhlut- verki sem upphaf æðakölkunar. Hann getur orsakast af ýmsu, m.a. háþrýstingi og hárri blóðfitu, en í kjölfarið kemur klumpun blóð- flaga í sári og síðan fjölgun sléttra vöðvafruma í innlagi æðarinnar fyrir áhrif sérstaks vaxtarvaka sem í blóðflögunum er. Æðaþels- áverkinn opnar líka leið fyrir fitu- sameindir inn í æðavegginn. Ef kolsýringur veldur æðaþelsáverka og nikótín stuðlar að klurnpun blóðflaga sætir ekki furðu hversu mjög reykingar stuðla að æða- kölkun. Þó eru ótalin áhrif reyk- inga á háþéttni lípoprótein (HDL), góða kólesterólið svokall- aða, sem hefur fyrirbyggjandi áhrif gegn æðakölkun. Talið er að þessi sameind gegni einhverskon- ar hreinsihlutverki og fjarlægi kólesteról úr æðum og flytji til lifrarinnar, sem vinnur úr kólest- eróli ýmis efni. Þetta hreinsikerfi er öflugra i konum en körlum og kann að skipta sköpum um mismunandi tilhneigingu kynjanna til æða- kölkunar. Það er einnig öflugra í erfiðisvinnu- og íþróttamönnum en kyrrsetumönnum. Reykingar minnka magn þessarar sameindar í blóði, bæði karla og kvenna og draga þannig úr vörnum líkamans gegn því að kólesteról hlaðist upp í æðaveggjum. Loks skal þess get- ið að þótt einstaka orsakavaldar hafi ekki verið niðurnegldir í þeirri efnablöndu sem tóbaksreyk- ur er, hefur verið sýnt fram á að reykingar minnka kransæðablóð- flæði f sjúklingum með kransæða- þrengsli. Þar sem súrefnisinnihald blóðsins er á sama tíma minnkað af völdum kolsýrings og súrefnis- þörf hjartans aukin af völdum nikótíns eins og að framan getur, verður tæpast annað sagt, en að alhliða árás sé gerð á heilsu hjartavöðvans og ekki að furða þótt afleiðingarnar séu oft sorg- legar. Hvað vinnst með því að hætta? Ef þú lesandi góður hefur þegar reykt í 20—30 ár er þér ekki láandi þótt þú spyrjir: Tekur því að hætta úr þessu? Hef ég ekki þegar brennt allar brýr að baki mér? Niðurstöður flestra ef ekki allra rannsókna svara þessum spurn- ingum mjög eindregið. Það tekur því að hætta og þvf fyrr því betra. Að vísu hafa engar rannsóknir verið þannig gerðar að reykinga- mönnum hafi verið skipt fyrir- fram í tvo hópa, þá sem hætta aö reykja og þá sem halda áfram, og þannig tryggt að hóparnir séu að öllu leyti sambærilegir nema hvað reykingar snertir. Slík rannsókn verður sennilega aldrei gerð þvi fjölmargar samanburðarathugan- ir á þeim sem hætta að reykja og þeim sem halda áfram, hafa sýnt hversu miklu betur hinir fyrr- nefndu eru settir. Einmitt vegna þess hve reykingarnar stuðla mjög að hættulegum fylgifiskum æða- þrengsla, blóðtöppum og hjart- sláttaróreglu uppskera þeir sem hætta mjög fljótt. Á 1—2 árum minnkar hin aukna hætta á krans- æðastíflu og dauða um helming. Síðan heldur áhættan áfram að minnka hægt og bítandi uns hinn fyrrnefndi reykingamaður stend- ur nær jafnfætis þeim sem aldrei hefur reykt að 10—20 árum liðn- um. Mestu skiptir þó aö minnka strax hættuna á kransæðastíflu og skyndidauða og hún minnkar um helming á einu til tveimur árum eftir að drepið er í síðustu sígar- ettunni. Að lokum skal degið saman: 1. Sígarettureykingar eru einn af helstu áhættuþáttum æða- siúkdóma á Vesturlöndum. 2. Ahættan margfaldast ef aðrir áhættuþættir eru einnig til staðar. 3. Æðakölkun eykst svo og ný- gengi kransæðastiflu, skyndi- dauða, blóðþurrðar í útlimum og heilablóðfalla. 4. Áhættan er í réttu hlutfalli við hve mikið er reykt. 5. Reykingar hækka blóðþrýsting hraða hjartslætti minnka blóðflæði í kransæðum minnka súrefnisflutning blóðs auka hjartsláttaróreglu auka samloðun blóðflaga valda sköddun á æðaþeli minnka myndun prostasýklins í æðum minnka háþétti lípóprótein í blóði. 6. Að hætta minnkar líkur á kransæðastíflu og skyndidauða um helming á 1—2 árum. Líkurnar minnka síðan enn frekar smátt og smátt á 10—20 árum. Nokkrar h. iimWrr: 1) RejkiogaTeojur {slenskra kvenna á aidrinum 42 -69 ara Hófnuuuókn Hjnrtnverndnr 1976—78. Rejkjnvik 1984. 2) W.B. Kannel: llpdnle on the role of cigarette trmokintr in coronarj arterj diaeaae. Americ- an Joarnal of Cardiolo(j. 101: 319, 1981. 3) L.W. Kkin: Cigarette amokinf, atberoackroa- ia and tbe coronarj hemodjnamic reapone: A nnifjing hjpothesÍB. Journal Amerkan Col- lefe of ( ardilogj 4: 972, 1984. 4) Tbe Health Conaeqoencea of smoking. Cardiovaacnlar Diaeaae. A report of tbe Snr- (eon CeoeraL I N Deparmeni of Heahb and linman Services, 1983. Höfundurinn er sérfrædingur í fyf- iækningum og hjartalækningum í fyflækningadeild Lanspitalans. f frétt frá fjármálaráðuneyt- inu segir að heimild fyrir fjár- málaráðherra og sveitarstjórnir til að semja um sameiginlega innheimtu opinberra gjalda hafi verið í lög leidd árið 1962. Ástæð- an fyrir því var sú að talið var hagræði í því að sameina inn- heimtu beinna skatta til ríkis og sveitarfélaga á einn stað. f samningunum sem undirrit- aðir voru hinn 12. apríl er valin sú leið að fela sveitarfélögunum innheimtuna. Er framkvæmd innheimtunnar algjörlega undir forræði sveitarsjóðanna, en ríkisvaldinu tryggður eftirlits- möguleiki og íhlutunarréttur í undantekningartilvikum. Fyrir þessa þjónustu greiðir ríkissjóð- ur tiltekna upphæð fyrir hvern gjaldanda. Við framkvæmd innheimtunn- ar munu sveitarfélögin nota tekjubókhaldskerfi það sem hannað hefur verið fyrir inn- heimtu ríkissjóðstekna og munu Skýrsluvélar ríkisins og Reykja- víkurborgar annast tölvuþjón- ustu fyrir öll sveitarfélögin varð- andi innheimtuna. Undir hina sameiginlegu innheimtu falla þinggjöld til ríkissjóðs og útsvar og aðstöðugjald til sveitarsjóða. Því munu gjaldendur á áður- töldum stöðum geta snúið sér til skrifstofu viðkomandi sveitarfé- lags frá 1. júlí með greiðslur á öllum beinum sköttum. Inn- heimta óbeinna skatta ríkissjóðs, svo sem söluskatts, launaskatts, aðflutningsgjalda og bifreiða- gjalda verður áfram í höndum bæjarfógetans í Hafnarfirði. • r ? © ____, UMBORNIN PAÐ GERIR C€LKO) OG FRAMLEIÐIR TENGLA MEÐ „BARNAVERND“ Reynslan heíur sýnt aðþörf er á að fyrirbyggja slys á heimilum — Maður veit aldrei á hverju bömin taka uppá. FAGMENN œttu að hugleiða öryggið sem Elko veitir börnum. __ ^ .JTRÖNNING J liœo

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.