Morgunblaðið - 23.04.1985, Síða 35

Morgunblaðið - 23.04.1985, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1985 35 Viðræðum Kínverja og Sovétmanna lokið Moskm, 22. aprfl. AP. ANDREI Gromyko, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, og Quian Wich- en, aðstoðarutanríkisráðherra Kína, luku í dag viðræðum sínum í þeim tilgangi að bæta sambúð ríkjanna. Sagði kínverska fréttastofan Xinhua síðdegis í dag, að annar fundur ráðherranna væri fyrirhugaður í október nk. í Peking. Sovéska fréttastofan TASS sagði í frásögn sinni af viðræðunum, að stjórn Sovétríkjanna stefndi að því að „bæta mjög“ samskiptin við Kína og að viðræðurnar nú hefðu verið mjög „hreinskilnar“. Sovétríkin: Vorfundur miðstjórnar Moskru, 22. aprfl. AP. Quian Qichen og aðrir full- trúar kínversku sendinefndar- innar komu til Moskvu 9. apríl sl. og eru þetta orðnar lengstu viðræður sinnar tegundar, síð- an Sovétríkin og Kína byrjuðu samningaviðræður á ný 1982. Það eru einkum þrjú atriði, sem Kínverjar hafa litið á sem hindrun í vegi fyrir batnandi sambúð ríkjanna. Eru þau í fyrsta lagi hið fjölmenna herlið Sovétmanna á landamærum ríkjanna, en ennfremur stuðn- ingur Sovétríkjanna við her- nám Víetnama í Kambódíu og innrás Sovétmanna í Afganist- an. Rússar hafa jafnan sagt, að þeir myndu ekki koma með neinar tilslakanir gagnvart Kínverjum, ef þær „yrðu á kostnað annarra ríkja" þar eða Afganistans og Víetnams. GERT ER ráð fyrir því, að miðstjórn sovézka kommúnistaflokksins komi saman til vorfundar síns í þessari viku. Verður það fyrsti fundur mið- stjórnarinnar, síðan Mikhail Gorbach- ev tók við sem flokksleiðtogi í síðasta mánuði. Fundir miðstjórnarinnar eru ekki tilkynntir fyrirfram. Áreiðanlegar heimildir eru samt fyrir fundi mið- stjórnarinnar nú og er talið líklegt að hann hefjist strax á morgun, þriðjudag. Ástæðan fyrir því, að honum kann að verða hraðað er sú. að Gorbachev fer til Varsjár í lok vikunnar til þess að sitja þar leið- togafund Varsjárbandalagsríkj- anna. Fundur miðstjórnar sovézka kommúnistaflokksins nú vekur meiri athygli en ella sökum þess að búast má við þó nokkrum manna- breytingum innan flokksforystunn- ar. Af þeim má ráða, hve mikil áhrif Gorbachevs séu „innan hinnar samvirku forystu" flokksins, en völd þar eru talin skiptast í veru- legum mæli milli þeirra, sem eldri eru og hinna yngri. 30 tamflar brytjaðir niður á Sri Lanka London, 22. mprfl. AP. VÍKINGASVEITIR stjórnarinnar á Sri Lanka brytjuðu vægðarlaust niður 30 tamfla í uppþotum í borg- inni Akkaraipattu á austurströnd- inni, að sögn Lundúnablaðsins Sunday Times. Blaðið segir öryggissveitirnar einnig hafa aðstoðað múham- estrúarmenn við að brenna heim- ili og verzlanir í eigu tamíla, sem eru 17% eyjarskeggja. Blaðamaður Sunday Times í Sri Lanka byggir frásögn sína á sam- tölum við sjónarvotta. Þeir sögðu víkingasveitir hafa með köldu blóði vegið tamilana 30 á sunnu- dag sl. er þeir voru á heimleið úr matarleit. Hrúga sundurskorinna líka, sem falin voru rétt hjá aftök- ustaðnum, virðist staðfesta frá- sögnina að sögn blaðamannsins. Farið hefur vel á með hindúum og múhameðstrúarmönum í Akk- araipattu þar til fyrir nokkrum vikum. SAS stofn- ar sjóð til verndar- ránfuglum SAS-flugfélagið hefur ákveðið að koma ránfuglum, sem eru í útrým- ingarhættu í Skandinavíu, til hjálp- ar. Hefur flugfélagið í þessu skyni tekið saman höndum við Alþjóðlega náttúruverndarsjóðinn (World Wild- life Fund). í frétt frá SAS segir að skand- inavískir ránfuglar séu sameigin- legur auður Skandinava. Stafi ránfuglunum hætta af mengun, skógarhögp í nytjaskyni og eggja- og ungaþjófum. Það sé því sameiginlegt hagsmunamál Dana, Norðmanna og Svía að koma rán- fuglunum til hjálpar. SAS hefur af þessu tilefni stofn- að sjóð með WWF og nefnist hann „Ránfuglasjóður SAS og WWF“. Kemur í hlut SAS að vekja athygji á verndarstarfinu og að fjár- magna framtakið. COROLLA1600 Það þarf hugrekki til að endurhanna bíl sem nýtur jafn mikilla vinsælda og Toyota Corolla, - bíl sem í mörg ár hefur verið mest selda' bifreið í heimi Toyota Corolla 1600 sannar að enn má bæta það sem best hefur verið talið. Viðhönnun hennar hefur þess verið gætt, að húnhafitilaðberaalla þá kosti sem öfluðu eldri gerðum vinsælda, en aðaláherslan hefur verið lögð á að auka innanrými,draga úr eldsneytis- eyðslu ogbæta aksturseiginleika. Til þess að ná þessum árangri hefur Corolla verið búin þverstæðri vél og framhjóladrifi, hjólabil hefur verið aukið, gólf ækkað, sætum breytt og dregið hefur verið úr loft- mótstöðu (0.34 Cd á Corolla Liftback). TOYOTA Nybylavegi8 200Kopavogi S 91-44144

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.