Morgunblaðið - 24.04.1985, Page 1

Morgunblaðið - 24.04.1985, Page 1
64 SIÐUR STOFNAÐ 1913 92. tbl. 72. árg. MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins NATO ekki með gagntilboð Braasel, 23. aprfl. AP. NATO hafnaAi formlega tilboði Sovétríkjanna frá 7. apríl um frestun upp- setningar meðaldrægra kjarnaflauga f Evrópu, að sögn Richard Burt aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna í málefnum Evrópu. Burt sagði að á reglulegum fundi þeirrar nefndar Atlantshafsbanda- lagsins sem fjallar sérstaklega um afvopnunarviðræður Bandaríkja- manna og Sovétmanna hefði verið samstaða um að hafna boði Sovét- manna sem áróðursbragði. Atl- antshafsbandalagið hefði ekki áhuga á að standa í áróðursstríði við Sovétríkin. Embættismenn NATO segja að ef vestræn ríki féllust á tilboð Rússa þá stæðu Rússar uppi með átta sinnum fleiri sprengjuodda og það yrði þeim ekkert kappsmál að semja um fækkun kjarnavopna. Tilboðið mundi ekki hindra Rússa í því að setja upp flaugar, sem beint yrði gegn Asíuríkjum. Átök blossa í Afganístan Delhf. 23. aprfl. AP. Frelsissveitirnar í Afganistan gerðu árás á herflutningalestir og varðstöðvar sovézka innrásarliðsins í norðurhluta Afganistans undir lok síðustu viku. Kom til harðra og mannskæðra átaka, að sögn vest- rænna sendifulltrúa. Bardagarnir áttu sér stað í kjöl- far aðgerða sovézka innrásarliðsins og stjórnarhersins í borginni Pagman, sem er á Shomali-svæð- inu. f aðgerðunum felldi sovézka innrásarliðið a.m.k. 70 óbreytta borgara. f árásunum í síðustu viku skutu frelsissveitirnar 20 flugskeytum á flugstöð. Flugvél var grandað og níu hermenn felldir. Réðust frels- issveitirnar einnig á herstöð nærri Barandai og felldu 30 hermenn. Misstu sveitirnar tvo menn í þeim bardaga. Sendifulltrúarnir höfðu spurnir af árásum á herflutningalestir nærri Charikar. f einni árásinni voru 10 hermenn felldir og tveir vörubílar eyðilagðir. Bílalestin flutti matvæli til innrásarliðs Sov- étmanna. Einnig skutu frelsissveit- irnar niður tvær sovézkar þyrlur 1 árás á aðra flutningalest. Sendifulltrúarnir skýrðu frá mjög hörðum loftárásum í Panjsher-dalnum og er talið að þær séu undanfari frekari atlögu þar, á landi og úr lofti. Hlé á Genfarviðrœðunum AP/8Ímamynd Hlé var gert á Genfarviðræðunum um geimvopn og kjarnorkuvopn í gær. Sagði Max Kampelman, aðalfulltrúi Bandaríkjanna í þessum viðræðum, að þær hefðu verið erfiðar en gagnlegar. Myndin sýnir þá Victor Karpov (til vinstri á myndinni), aðalfulltrúa Sovétríkjanna í viðræðunum og Max Kampelman (til hægri á myndinni) kveðjast með handabandi í lok viðræðnanna ígær. Ákveðið hefur verið að taka þessar viðræður upp að nýju 30. maí nk. Ekki var skýrt efnislega frá gangi viðræðnanna til þessa og var það í samræmi við samkomulag, sem samningsaðilarnir höfðu áður gert um það atriði. Miöstjórnarfundur Kommúnistaflokks Sovétríkjanna: Menn Gorbachevs tekn- ir inn í stjórnmálaráðið Flokksþing boðað snemma á næsta ári Moflkvu, 23. aprfl. AP. Miðstjórnarfundi Kommúnista- flokks Sovétríkjanna lauk í dag með því að fjölgað var í stjórnmálaráði flokksins (Politburo) og boðað var til ftokksþings í lok febrúar á næsta ári. Mikhail S. Gorbachev aðalritari hélt ræðu á fundinum og réðst harkalega að Bandaríkjamönnum Frú Bonner biður um endurskoðun Moskvu, 23. aprfl. AP. YELENA BONNER, sem var dæmd í fimm ára útlegð f fyrrasumar fyrir að rægja sovézka rfkið, hefur sent forsætisnefnd /Eðsta ráðsins bréf og farið þess á leit að dómurinn verði endurskoðaður. Frú Bonner og eiginmaður og hennar, Andrei Sakharov, hafa verið í útlegð í Gorky, sem út- lendingar fá sjaldan að heim- sækja. Frú Bonner hefur verið þar síðan 12. apríl í fyrra, þegar hún fór frá Moskvu eftir fund með þremur bandarískum stjórnarerindrekum. Seinna var sagt að hún hefði afhent þeim tvö bréf. Annað bréfið var frá Sakharov til Konstantíns Chernenko þáver- andi forseta með beiðni um að kona hans fengi að fara úr landi að leita sér lækninga. Hitt bréfið var frá henni til sendiherra Bandaríkjanna með beiðni um hæli í sendiráðinu meðan Sakh- arov væri í hungurverkfalli til að leggja áherzlu á kröfu sína. Engin opinber tilkynning hef- ur verið birt um mál frú Bonner, en heimildarmenn, sem hafa far- ið til Gorky og rætt við hjónin, segja að hún hafi verið yfirheyrð í ágúst. Sakharov var sendur í útlegð til Gorky án þess að hann væri leiddur fyrir rétt í janúar 1980, þegar hann hafði fordæmt inn- rás Rússa í Afganistan. fyrir afstöðu þeirra f Genfarviðræð- unum og takmörkun vígbúnaðar. Ákveðið var að á flokksþinginu verði gengið frá nýrri áætlun um langtímamarkmið Sovétríkjanna, sem leysi af hólmi plagg frá 1961, þar sem Nikita Khrushchevs þá- verandi flokksleiðtogi lofaði að „greftra" kapitalismann. í ræðu sinni fjallaði Gorbachev mjög um samskipti stórveldanna og sagði að þeim yrði að koma í betra horf. Minntist hann ekki einu orði á leiðtogafund með Ron- ald Reagan Bandarikjaforseta. Hann sagði að eftir fyrstu lotu Genfarviðræðnanna mætti álykta sem svo að Bandaríkjamenn sækt- ust ekki eftir samkomulagi við Sovétmenn. Fjölgað var um þrjú sæti í stjórnmálaráði flokksins á mið- stjórnarfundinum. Yfirmaður KGB, Viktor Chebrikov, hlaut þar sæti, en var áður varafulltrúi án atkvæðisréttar. í hin aðalsætin voru teknir Nikolai Ryzhkov, 55 ára tæknikrati, og Yegor Ligach- ev, sem er 64 ára og formaður skipulagsmáladeildar flokksins. Ryzhkov og Ligachev voru ekki í hópi þeirra, sem verið hafa heiztu kandidatar í aðalsæti, en talið er að þeir séu dyggir stuðningsmenn Gorbachevs. Er þetta í fyrsta sinn frá 1973, er Andrei Gromyko hlaut aðalsæti í ráðinu, sem teknir eru í aðalsæti menn utan ráðsins. Auk þess var Sergei Sokolov, sem tók við starfi varnarmálaráðherra við fráfall Dmitri Ustinov í desember, gerður að varafulltrúa í stjórn- málaráðinu. Þá var tilkynnt að Viktor Nik- onov, sem settur var landbúnað- arráðherra rússneska lýðveldisins í janúar 1983 skömmu eftir að Yuri Andropov varð flokksleið- togi, hefði verið gerður að ritara miðstjórnarinnar. Talið er að hann taki við yfirumsjón landbún- aðarmála. Demókratar falla frá málamiðlun Washington, 23. aprfl. AP. DEMÓKRATAR á Bandaríkjaþingi hættu tilraunum til aó ná málamiðl- un um aðstoð við frelsissveitirnarnar í Nicaragua. Stefnir því í atkvæða- greiðslu um heimild til Reagans for- seta um 14 milljóna dollara aðstoð við sveitirnar. Umræður hófust í báðum deild- um þingsins í dag um aðstoð við frelsissveitimar. Þingmenn repúblikana lýstu yfir að þeir myndu standa sameinaðir með forsetanum. Ágreiningur hefur verið í báðum flokkum um heim- ildina. Talið er nær öruggt að til- laga Reagans verði felld í fulltrúa- deildinni en hljóti stuðning í öld- ungadeildinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.