Morgunblaðið - 24.04.1985, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. APRlL 1985
BHM fundar á Sögu í dag:
BHM með 4—5 % hærri
laun en BSRB-félagar
— samkvæmt útreikningum fjármálaráðuneytis
— meðalhækkun annarra en kennara ekki
nema um 10%, segir hagfræðingur BHM
EFTIR nýgenginn kjaradóm er munur i launum ríkisstarfsmanna í BHM og
almennra félaga í BSRB 4—5% BHM í vil. Kennarar í BSRB fengu við
kjarasamningana { haust 3—4% umfram aðra í BSRB vegna heimavinnu,
þannig að launamunurinn hjá kennurum í BSRB og BHM virðist vera sá
sami og þegar litið er á heildina, skv. upplýsingum launadeildar fjármála-
ráðuneytisins.
ýmsar breytingar — aldurshækk-
anir, stöðubreytingar og fleira —
sem gætu breytt þessum tölum.
Ég giska á, að ef þessar breytingar
séu reiknaðar með megi lækka út-
reiknaða hækkun launadeildar-
innar um eitt og hálft prósent eða
svo,“ sagði Birgir Björn.
„Ef kennarafélögin eru einnig
tekin út þá er meðalhækkun launa
BHM-félaga ekki nema um tíu
prósent," sagði hann. „Það er erf-
itt að segja nákvæmar til um
þetta, því nákvæmar upplýsingar
um laun og stöður í febrúar liggja
ekki fyrir. Auk þess er ekki alveg
ljóst hvernig menn flokkast í
starfsaldursþrep í nýja kerfinu,
sem ákveðið var af Kjaradómi í
Meðaltalshækkun launa BHM-
félaga er 14,8% frá og með 1. mars
sl., skv. upplýsingum launadeild-
arinnar. Mest er hækkunin hjá
kennurum eða um 17%. Séu þeir
ekki taldir með er meðalhækkunin
12,3%. Almennt hafa laun ríkis-
starfsmanna í BSRB hækkað um
7—8% umfram hækkanir hjá
BHM-mönnum að undanförnu.
Birgir Björn Sigurjónsson, hag-
fræðingur BHM, sagði í gær að
þegar launadeild fjármálaráðu-
neytisins reiknaði út að kjaradóm-
urinn fæli í sér 14,8% kauphækk-
un að meðaltali, „þá eru þeir að
miða við laun eins og þau voru í
desember. Síðan þá hafa orðið
Morgunbladiú/Friðþjófur
Ærslaleikurinn Grena lyftan var frumsýndur í Broadway í gærkvöldi,
en það er Revíuleikhúsið, sem að sýningunni stendur. Hér bregða
nokkrir leikaranna á leik eins og vera ber á sviði.
mars sl. — og ef til vill er það ekki
gert með réttum hætti. Til að sjá
þetta nákvæmlega vantar frekari
upplýsingar."
Birgir benti á, að á fjórða árs-
fjórðungi síðasta árs hafi kaup-
taxtar aðildarfélaga ASÍ hækkað
um 10,7% en kauptaxtar BHM-fé-
laga um 10,3%. „Ofan á sína
taxtahækkun fékk ASÍ að meðal-
tali 14,7% launaskrið, sem við fór-
um á mis við,“ sagði hann. „ASÍ-
félögin hafa á þessu ári fengið
tvær taxtahækkanir, liðlega 5% í
janúar og 3% í mars, þannig að
taxtahækkanir þeirra eru samtals
um 9% frá áramótum. Við höfum
engar hækkanir fengið á þessu ári
fyrr en nú og þá er vegið meðaltal
þeirra um 10% eins og ég gat um
áðan.“
f framhaldi af samningum
BSRB sl. haust fengu BHM-félag-
ar samsvarandi taxtahækkanir
fyrir árið 1984 í krónum talið.
„Það var minna en ASf fékk,“
sagði Birgir Björn. „Okkur sýnist
því, að við séum í dag öllu fjær
markaðslaunum en við vorum þeg-
ar launakönnun Hagstofunnar var
gerð í maí 1984. Hún sýndi að á
dagvinnulaunum var 61% munur
á okkur og starfsmönnum hjá
einkafyrirtækjum en ef heildar-
laun voru reiknuð, eins og launa-
deildin vill gera, þá var munurinn
14—15% okkur í óhag.“
Launamálaráð ríkisstarfs-
manna í BHM hefur boðað til al-
menns fundar aðildarfélaga ráðs-
ins á Hótel Sögu kl. 15 í dag. Þar
verða væntanlega lagðar fram til-
lögur um hver næstu skref sam-
takanna verða og ákveðin við-
brögð við niðurstöðu Kjaradóms,
sem talsverð óánægja ríkir með,
eins og fram hefur komið.
Sjá einnig forystugrein í miðopnu.
Hilmar Hilmarsson um borð í Kvisti.
Mannbjörg er trilla sökk:
Ljóflmynd/Loftur Ásgeirsson
Fengum ekki
við neitt ráðið
— segir Hilmar Hilmarsson, eigandi trillunnar
Sauðárkróki, 23. aprfl.
í gærkvöldi klukkan 23.15 sökk 5 lesta triila, Kvistur SK 58, skammt innan
við Ingveldarstaðahólma undan Reykjaströnd. Þrír menn voru á bátnum og
björguðust þeir allir. Eigandi trillunnar er Hilmar Hilmarsson og sagðist
honum svo frá í samtali við fréttaritara Morgunblaðsins:
„Við fórum frá Sauðárkróki um
klukkan 18 í gær til að vitja um
grásleppunet, sem við höfðum lagt
út af Sævarlandsvík. Veður var
gott þegar við lögðum af stað, en á
heimleiðinni hvessti snögglega af
vestan svo við fengum ekki við
neitt ráðið. Gerðist þetta með
mjög skjótum hætti og kölluðum
við þá á aðstoð. Heyrði hafnar-
vörðurinn á Sauðárkróki hjálp-
arbeiðnina og brá skjótt við. Þegar
sýnt var að hverju stefndi, fórum
við í gúmmíbjörgunarbát og gekk
það greiðlega og áfallalaust. Lag-
arfoss, sem var að fara frá Krókn-
um, leitaði okkar með ljósköstur-
um og fann gúmmíbátinn. Blá-
tindur kom svo og bjargaði okkur.
Höfðum við þá verið í gúmmibátn-
um í um það bil klukkutíma. Fé-
lagar mínir á Kvisti voru Hörður
Guðmundsson og ólafur Axel
Jónsson. Þetta fór allt betur en á
horfðist og við viljum þakka inni-
lega öllum þeim, sem veittu okkur
aðstoð,“ sagði Hilmar.
Guðmundur Árnason, hafnar-
vörður, sem heyrði hjálparbeiðni
skipverjanna á Kvisti, sagði að
þrír bátar hefði verið farnir frá
Sauðárkróki til hjálpar aðeins 10
til 15 mínútum eftir að beiðni
barst. Það voru bátarnir Blátind-
ur, Týr og Máni, en einnig fór Haf-
borgin frá Hofsósi til aðstoðar.
Guðmundur hafði samband við
Lagarfoss, sem var nýfarinn frá
Sauðárkróki og bað hann um að
svipast um eftir bátnum og fann
hann bátinn með ljóskösturum
sem fyrr segir. Þá var björgun-
arsveitin á Sauðárkróki kölluð út
og fór bíll frá henni út á Reykja-
strönd. Fjórir björgunarsveitar-
menn lögðu upp á gúmmíbát til
hjálpar skipverjum á Kvisti en
sneru við, þegar þeir fréttu af
björguninni.
Kári !
Mál skipstjórans á Klakk VE:
Verjandi krefst sýknunar
— ákæruvaldið fer fram á refsingu og upptöku afla og veiðarfæra
Vestmannaeyjum 23. aprfl.
MÁL skipstjórans á Klakki var valdið krafðist refsingar og að afli
Klakki var
dómtekið hjá bæjarfógetanum hér í
Eyjum seint í gærkvöldi að loknum
málflutningi, en uppkvaðningar
dóms var ekki að vænta fyrr en á
morgun. Verjandi skipstjórans
krafðist sýknu hans og til vara að
refsing yrði látin niður falla. Ákæru-
og veiðarfæri yrðu gerð upptæk.
Aflaverðmæti veiðiferðarinnar er 1,7
milljónir króna og veiðarfæri eru
metin á 900.000 krónur.
t málflutningi ítrekaði skip-
stjóri Klakks það, að hann teldi
sig hafa verið á löglegum veiðum
Hagfræðingur VSl um „óskiljanlega afskiptasemi** af málum BHM:
Nauðsynlegt að leiðrétta
villandi málflutning BHM
er hann var tekinn. Hann hefði
fengið það staðfest af sjávarút-
vegsráðuneytinu að markalínur í
frétt Morgunblaðsins væru réttar.
Verjandi skipstjórans Jón
Hjaltason, hrl., gat þess í ræðu
sinni, að þegar skipstjórarnir
hefðu verið að spyrjast fyrir um
það í ráðuneytinu hvort markalín-
ur í frétt Morgunblaðsins væru
réttar, hefðu stjórnartíðindi ekki
verið komin út. Þeir hefðu þá
fengið þau svör að rétt væri farið
með í frétt Mbl. Þá væri það at-
hyglivert, að ráðuneytið hefði ekki
hirt um að leiðrétta markalínur
fréttar Mbl. Það væri ekki hægt að
skilja öðruvísi en svo, að þær væru
réttar. hkj
„AÐ SJÁLFSÖGÐU sáum við til þess að Kjaradómur fékk tilkynningu
Kjararannsóknanefndar í hendur. Um það var algjör samstaða þeirra aðila,
sem að nefndinni standa, ekki síst vegna þess, að hin villandi fréttatilkynn
ing BHM frá því á miðvikudaginn í síðustu viku átti augljóslega að vera hluti
af málflutningi BHM fyrir Kjaradómi," sagði Vilhjálmur Egilsson, hagfræð-
ingur og fulltrúi Vinnuveitendasambands Islands í Kjararannsóknanefnd, í
samtali við blaðamann Mbl. um ummæli Stefáns Ólafssonar, formanns
samninganefndar ríkisstarfsmanna { BHM, í Mbl. í gær. Hann sagði að
Vilhjálmur og Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, hefðu haft óviðeigandi
afskipti af málum BHM-félaga fyrir Kjaradómi með því að senda þangað inn
fréttatilkynningu sl. fóstudag. Tilkynningin er birt í heild á bls. 46 í blaðinu
í dag.
Vilhjálmur sagði að tilefni
fréttatilkynningar Kjararann-
sóknanefndar hefði verið frétta-
tilkynning frá BHM fyrra mið-
vikudag. „Þar voru teknar tölur úr
fréttabréfi Kjararannsóknanefnd-
ar sem einar og sér gáfu mjög vill-
andi mynd af því, sem verið var að
fjalla um,“ sagði Vilhjálmur. „Að-
ilar vinnumarkaðarins hafa starf-
að saman í Kjararannsóknanefnd
í yfir 20 ár og það samstarf bygg-
ist á gagnkvæmu trausti og svo
því, að menn hafa tamið sér varúð
í að túlka niðurstöður fyrir ein-
staka ársfjórðunga, ekki síst þeg-
ar upplýsingarnar, sem liggja að
baki, eru byggðar á jafn litlu úr-
taki og skrifstofumannaúrtakið,
sem um ræðir. Aðilar nefndarinn-
ar hafa ekki tamið sér að eltast
við einstök dæmi, þar sem sveiflur
eru mjög miklar, vegna þess að
reynslan sýnir að sveiflur í eina
átt jafnast venjulega út með
sveiflum í hina áttina.
Til að geta starfað áfram í sama
anda og hefur verið gert í þessi
tuttugu ár er auðvitað mikilvægt
að þessir aðilar reyni að verjast
því, að utanaðkomandi aðilar taki
einstakar tölur úr þessum frétta-
bréfum nefndarinnar og slíti úr
samhengi til að sýna allt aðra
mynd en raunveruleikinn gefur
tilefni til. Þetta veldur okkur
áhyggjum og vonbrigðum, ekki
síst þegar forsvarsmenn menntuð-
ustu launþega í landinu leyfa sér
að beita svo ófaglegum vinnu-
brögðum," sagði Vilhjálmur Eg-
ilsson.
Morgunblaðið náði einnig í
gærkveldi tali af Ásmundi Stef-
ánssyni, forseta Alþýðusambands
Islands. Hann sagði: „Mig undrar
þessi yfirlýsing Stefáns Olafsson-
ar. Það, sem hann vísar til, er
fréttatilkynning Kjararannsókna-
nefndar, sem send er út til þess að
leiðrétta 2ja daga gamla frétta-
tilkynningu BHM. Það eru okkar
einu afskipti af málinu. Menn
hljóta að mega treysta því, að góð-
ur málstaður þoli staðreyndir."
Jafnteflisumferð
á Borgarnesmótinu
ÖLLUM skákum fyrstu umferðar al-
þjóðlega skákmótsins í Borgarnesi,
sem lokið var seint í gærkvöldi, lykt-
aöi með jafntefli. Önnur umferð
verður tefld í dag.
t fyrstu umferð gerðu jafntefli
Dan Hanson og Karl Þorsteins,
Anatoly Lein og Sævar Bjarnason,
Guðmundur Sigurjónsson og
Margeir Pétursson og Vlastimil
Jansa og Curt Hansen. ólokið var
skák Hauks Angantýssonar og
Williams Lombardy, en skák Kar-
el Mokry og Magnúsar Sólmund-
arsonar fór í bið. I annarri umferð
tefla: Dan og Lein, Sævar og Guð-
mundur, Margeir og Haukur,
Lombardy og Jansa, Hansen og
Mokry og Karl og Magnús.